Fálkinn - 31.12.1937, Blaðsíða 3
F Á L Iv I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórav:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bnnkastræli 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virlca daga ki. 10—12 og 1—(i.
Skrifstofa í Oslo:
Antoii Schjöthsgad e 1 4.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á inánuði:
kr. 4.50 á ársfjórðungi .og 18 kr. órg.
Iirlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist . fyrirfram.
Aúglýsingaverð: 20 'aura millimeter
Herbertsprent.
Skraddaratiankar.
„Og aldrei |)aö kemur til baka“,
stendur í áramótasálminum uni ár-
ið, sem er iiðið í aldanna skaut.
Við áramótin er hugurinn að jafn-
aði bundnari við það liðna en það
ókonina. Að baki liggja orðnir hlut-
ir, staðreyndirnar, góðar eða vond-^
ar, en fram undan hið óorðna, sem
enginn veit hvað er. Og það er ekki
nema eðlilegt, að staðreyndirnr.r
sjeu tamara íhugunarefni en það
ósjeða.
Að baki er yfirlit en framundan
áform. Hvorugt þessa getur án hins
verið. Maðurinn sem eingöngu
horfir tilbaka og hugleiðir það sem
liðið er, en gleymir áætlunum fyrir
komandi tíð, getur ekki búist við
góðu komandi ári fyrir sjálfan sig,
þvi að sá sem eingöngu lífir í for-
tíðinni á enga framtíð. En þeim
maniii er líka illa farið, sem er
ekkert annað en áform og gleymir
fortíðinni. Ilann er rótlaus og átta-
viltur, því að ál'orm hljóta ávail
að byggjast á þeirri undirstöðu.
scm fortiðin hlóð mann l'ram af
manni og öld eftir öld.
Árið er liðið og það kemur aldrei
lil baka. Ártalið 1937 kemur aldrei
til baka, en það sem gerðist á árinu
1937 og öllum liðnum árum, er ekki
liðíð, hvorki ilt nje gott. Vel unnið
starf verður ekki að reyk og ösku'
um áramótin nje heldur afleiðing
þess, sem illa var gert. Það fylgir
kynslóðinni þó ártalið breytist, og
heldur áfram að vera til. Menn geta
gert upp reikninga sina við kaup-
manninn um áramótin, en þeir geta
elcki gerl upp reikninginn við sín
eigin verk. Þau reikningsskil ljúkast
aldrei, ekki einu sinni á grafar-
barminum.
En það er gott tilefni, að nota
áramótin til þéss að gera áætlanir
og áforma. Yið þau áform er eitt
nauðsynlegt: íhugun þess sem liðið
er. Hvað gafst. vel af þvi, sem þú
eða aðrlr gerðu á liðnu ári? Og
hvcrnig fórstu að því. Hvað gafsl
illa? Hvernig á að sneiða hjá því.
Skilyrði þess, að áformin sjeu bygð
á viti, eru fyrst og fremst þau, að
maðurinn sje ekki óvitrari en
brenda barnið, sem forðast eldinn.
en það eitt cr ekki nóg, því að það
cr ekki jákvætt. Af heilbrigðum og
fullvita tnanni er nteira krafist, því
að sá sem ekki gerir neitt annað
en að forðast bætir engu við sig og
má þalcka fyrir, el' hann stendur í
stað. Það er að vaxa, sem lilýtur
að vera áform hvers sem vill njóta
gleðilegs nýárs á grundvelli þeirrar
reynslu, sem liðna árið gaf honum.
LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR:
LILJUR VALLARINS
Kitly og Bryan Ropes (Alda Möller
og Kristján Kristjánsson).
A annan dag jóla liafði Leik-
fjelag Revkjavíkur frnmsýn-
ingu á ieikriti því, er nefnist
„Liljur vallarins“, eftir J. Hast-
ings Turner, nafnkunnugan,
enskan leikritaliöfund. Þetta er
söngleikur i þremur þáttuin, og
eru sum lögin prýðisfalleg.
Efni leiksins er ofið bæði úr
gamni og alvöru, en er annars
hvorki stórfenglegt né merki-
legt, og hvggingn leiksins er að
ýmsn leyti ábótavant, þótl hér
verði ekki farið frekara út í það
mál, nje lieldur efni leiksins
rakið, svo að væntanlegir á-
horfendur sé ekki sviptir eftir-
væntingunn i fyrirfram.
Leiksijórnina hefir Indriði
Waage liafl á liendi, en annars
eru ieikendur þessir: Indriði
Waage leikur Berry garðyrkju-
mann, smáhlutverk, Brvnjólfur
Jóhannesson leikur síra Jolm
ITead, einkennilegan prest, en
konu hans, Önnu, leikur Emilía
Borg. Arndís Björnsdóttir Ijek
(í forföllum Mörthu Indriða-
dóttur) tengdamóður prestsins,
frú Rooke-Walter. Dætur
prestshjónanna Betty og Kittv,
tvítugar blómarósir, leika
Þóra Borg og Alda Möller
Barnaby Haddon fornfræð-
ing og Brvan Ropes vin
hans, er gerast elskhugar prests-
dætranna leika þeir Ragnar
Kvaran og Kristján Kristjáns-
son. Valur Gislason leikur
Withers þjón tengdamömmunn-
ar, en þær Helga og Hildur
K.ahnan leika tvær liefðardöm-
ur í samkvæmislifi Lundúna
borgar.
Um meðferð léikandanna á
hlutverkum sínum verður ekki
annað sagt en að hún var yfir-
ieitt góð, hvað sjálfan leikinn
snerti, en söngnum var allmjög
áfátt, og virðist svo, sem þess
hafi eigi verið gætt sem skyldi
Bettg (Þóra Rorg).
að miða hlutverkaskipun við
sönggetu leikanda, þar sem mn
söngleik var að ræða eins og
liér. Líklegt er þó, að leikur þessi
geti náð talsverðum vinsældum
leikhúsgesta, þvi að yfir lionum
hvílir ljettur blær, og ailur ytri
umbúnaður leiksins er i besta
lagi innan þeirra takmarka, sem
liúsrúmið í Iðnó leyfir.
Sira John Head (Brynjólfur Jóhannssoh) og dsel- Séra Head og Anna kona lians (Brgnjótfnr Jó-
'ir hans Bettg og Kitty (Þóra Borg og Alda Möller) hannesson og Emilia Borg).
Gunnl. Tr. Jónsson fyrverandi
ritstjóri á Akureyri, nú bóksali
/tar. varð 50 ára 1H. j>. m.
Steingrímur Jónsson fyrv. sýslu
maður og bæjarfógeti á Akur-
eyri varð 70 ára 27. /;. m.
Sjötíu og fimm ára er í dag
ekkjan Guðrún Pádsdóttir að
Hólmi i Landbroti, V.-Skaptaf.s.