Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.02.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N ----- GAMLA BlÓ ---------- Hann rændi brúðinni. Al'ar skemlileg gamanmynd, tek- in af Metro Gokhvyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: JOAN GHAWFORD, CLARK GABLE. Gamla Bió sýnir fjöruga og viÖ- burðaríka gamanmynd, „Hann rændi brúðinni“. í aðalhlutverkunum eru hinir vinsælu leikarar, Joan Craw- ford og Clark Gable, sem allir Bíó- gestir þekkja. Joan Crawford leikur ameríska dollaraprinsessu, Sally Parker, sem á að fara að giftast Igor prins af Taliuska. Eru þau bæði í London, þar sem brúðkaupið á að fara fram. En þegar hún kemst að því, að prinsinn gerir sjer von um hvorki meira nje ininna en þrjár milljónir dollara i heimanfylgju með brúðinni, lætur hún sjer fátt um finnast og laumast burt úr kirkjunni. — Nú vill svo til, að amerískur blaðamaður, frjettaritari „New York Chronicle", rekst á Sally í hóteli liennar, þar sem hún er í öllu brúð- arskartinu, nýkomin frá kirkjunni. Hann heitir Michael Anthony og er Jeikinn af Clark Gable. Hún trúir honum nú fyrir atburðum þeim, er gerst liöfðu í sambandi við hið til- ætlaða brúðkaup hennar, án þess að hún viti að liann er blaðamaður. Forðast hann einnig að láta liana vita það, þar sem hún dregur enga dul á, að hún hefir rótgróna fyrir- litningu fyrir blaðamönnum yfirleitt. Hann iofar að hjálpa lienni burt af hótelinu, án þess að eftir verði tekið. Burtför þeirra verður með allsögu- legum liætti. Sanderman barón og frú hans ætla að takast á hendur flug upp i háloftin, sem vekur mikla eftirtekt. Þau búa á sama hóteli og Sally. Verður það nú fangaráð Micha- els, að hann stelur flugfötum baróns- hjónanna og súrefnishjáhnum þeirra, og þau Sally fara svo af hótelinu dulbúin sem barónshjónin. Þegar út á flugvöllinn kemur er þeim tekið með mestu fagnaðarlátum, því að allir halda að þau .sjeu hinir frægu háloftsflugmenn. Rjett um það bil sem þau eru að búast til flugs, kem- ur maður nokkur og gefur Sally blómvönd — auðvitað í þeirri trú, að liún sje barónessan. Eftir nokkra hríð tekst þeim að fá flugvjelina til að hefja sig flugs, og litlu síðar finn- ur Sally kort yfir strandvarnir Breta falið í blómvendinum. Michael verð- ur þegar Ijóst, að barónshjónin sjeu njósnarar, og nú ríður á að nota þetta efni vel. En lengra skal ekki efni myndarinnar rakið. Það er mjög spennandi og hver viðburðurinn rek- ur annan, en bestur er þó endirinn sjálfur. Páll Jónsson, verslunarm., frá Hjarðarholti í Dölum, varð 65 ára 2. þ. m. Sigurður Jónsson frái Bygðar- e.nda, nú til heimilis á Lauga- veg ÍV7, varð 90 ára 28. f. m. Sonja Henie, skantakonan norska, er komin í mjög mikið uppáliald hjá almenningi í Bandaríkjunum, eftir að hún er farin að leika í kvikmyndum. Nú hefir risið upp einkennileg deila milli tveggja af Banda- ríkjunum, útaf Sonju, þ. e. milli Californíu og Flórida. Milli þessara tveggja ríkja er sifeld samkepni, hæði af því, að hvor- tveggja eru ávaxtaframleiðend- ur, öðrum rikjum fremur, og af því hvorttveggja ríkin keppa um vetrargesti, því geysilegur fjöldi manna flytur sig á vetr- in úr austur- og norðurhluta Bandaríkjanna, þar sem kalt er þá, í hlýjuna og sólskinið, i Kaliforníu og á Florida. í mörg ár hefir það verið þannig, að ef annað ríkið eignaðist eitt- livað, sem gat orðið til þess að draga fólkið að, þurfti hitt þeg- ar að eignast það líka. Nú hefir Miamí-borg boðist til þess að setja upp stóra skautahöll, ef Sonja Henie, vildi koma þang- að og halda sýningar, þann hluta vetrar, sem mest er þar af ferðafólki. En móti þessu liafa margir risið í Ivaliforniu og hlöðin rita um, að Fox-fjelagið, sem Sonja starfar hjá, eigi að hanna henni að fara til Florida. Getið er til að Fox- fjelagið sje himin lifandi jdir Jiessari deilu, því þetta sje alveg geysileg aug- lýsing á nýjustu kvikmynd þess sem Sonja leikur í. MARIE SOFIE BREGENDAHL hin danska skáldkona, cr nýlega orð- ir. sjötug. Hún var orðin 35 ára er hún gaf út fyrstu hók sína, „Ved Lars Skrædders Sygeseng" og tveini- ur árum síðan kom út „Hendrik i Bakken“, sem vakti aðdáun fyrir list- þroska og djúpan og næman skiln- ing höfundarins á sálarlífinu. A ár- unum 1912—’19 gaf hún út fjórar sögur, sem liún kallaði sameiginlega „Myndir úr lífi Södalsfólksins" og er það hennar inesta verk. Marie Breg- endahl var um skeið gift hinu fræga danska alþýðuskáldi Jeppe Aakjær, en þau skildu að samvistum. Á síðari árum hefir gerð smásjáa (míkroskópa) fleytt mjög fram, þar sem að bestu smásjár stækkuðu þver- mál ekki nema 500 sinntmi, erti smá- sjár sem stækka þvermál 1000 sinnum nú iðulega búnar til. Nýlega liefir tilraunastöð Bell Talsímaáhaldafje- lagsins búið til smásjá, sem skarar langt fram úr öllum smásjám, er áður hafa verið gerðar, og stækkar hún þvermál 4000 sinnum. Það á að nota hana við rannsókn á málmum. i Drekkið Egils-öl -------- NÝJA BlÓ. -------------- Konan min svonetnda. Mikilfengleg amerísk kvikmynd frá Columbia Film, samkvæmt hínu víðfræga leikriti „Craig’s Wife“ eftir George Kelly. Hin vandasömu aðalhlutverk hr. og frú Craig leysa af hendi af fram- úrskarandi snild: ROSALIND RUSSEI.L og JOHN BOLES. Aukamynd BRÚÐUDANS. Lit- skreytl teiknimynd. „Konan mín svonefnda" er amerísk kvikmynd, sem vekja mun mikla al- hygli kvikmyndahúsgesta vegna þess hve vel er farið með vandasamt efni. Kvikmyndin fjallar um ung hjón, sem virðast vera mjög hamingjusöm, en slrax og hjónin verða fyrir dá- litlu mótlæti kemur í ljós að konan er eigingjörn og liugsar eingöngu um sjálfa sig. Iívikmynd þessi er gerð eftir víð- frægu amerísku leikriti, Craig’s Wife, eftir ameríska rithöfundinn George Kelly. Hefir leikritið verið leikið víða í Bandarikjunum við mikla að- sókn og hlotið hin eftirsóttu Pulitzér bókmentaverðlaun. „Konan mín svonefnda” er að því leiti ólík flestum kvikmyndum, að hún lýsir ekki eingöngu lífinu frá björtu híiðinni. Skapbrestir eigiu- konunnar eru miskunarlaust dregnir fram í dagsljósið. Eigingirni liennar er takmarkalaus. Hún yfirgefur sysl- ii- sína á banasænginni vegna þess að lienni þykir leiðinlegt að sitja yfir henni sjúkri. Þcgar eiginmaður henn- ar er grunaður um morð, sem hún veit að hann hefir ekki framið, hugs- ar hún uni það eitt livað fólk muni nú segja. Frænku sína rekur hún á dyr, alt af eintómri eigingirni. Öllu þessu er svo vel lýst í kvik- myndinni að menn liljóta að fá and- stygð á eigingirni konunnar. Ung leik lcona, sem ekki er mjög þekt hjer heima, Rosalind Russel, leikur liið vandasama hlutverk eiginkonunnar. leysir hún lilutverk sitt vel af hendi. Eiginmanninn leikur hinn þekti og vinsæli leikari Jolin Boles'. Kvikmyndir eins og þessi hafa mikið menningarlegt gildi og í þeim löndum, sem almenningur er á háu mennnigarstigi eru þær vel sóltar. Með þessari kvikmynd verður sýnd litskreytt teiknimynd. „Konan mín svonefna” verður sýnd í Nýja Bíó bráðlega. SALVADOR DE MADARIAGA heitir einn af frægustu stjórnmála- mönnum Spánverja og var hans ol't getið meðan mál Abessiníumanna lágu fyrir alþjóðabandhlagsráðinu, því að hann hafði mest með þau að gera. 1 vetur var de Madariaga á ferðalagi um Norðurlönd og hjelt þar fyrirlestra lun þjóðarjett, við há- skólana og i lögfræðíngafjelögunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.