Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Page 2

Fálkinn - 26.02.1938, Page 2
2 FÁLKINN ------ GAMLA BÍÓ ----------- 100.000 dollarar fundnir Afar skemtileg mynd frá Metro- Goldwyn-Mayer um hinn „heið- arlega finnanda". Aðalhlutverkið leikur Wallace Beery. Myndin sýnd hráðlega. Gamla Bíó sýnir bráðlega mjög skemtilega gamanmynd með Wallace Beery í aðalhlutverkinu. Hutch er maður nefndur. Hann átti heima í litlu sveitaþorpi með konu sinni og sex börnum. Hæglætismaður var hann hinn mesti og gerði engum neitt til miska, en hann hafði þann mikla galla, að hann var hinn ein- stakasti húðarletingi og hafði ekki snert ærlegt handtak í 20 ár. Ljet hann konu sína vinna fyrir sjer og fjölskyldu sinni, en dundaði sjálfur við ýmsan hjegóma sjer tll dægra- styttingar, svo sem veiðar í læknum, sem var skamt frá bænum. Einn góð- an veðurdag finnur hann öskjur niðri á lækjarbakkanum og er hann opnar þær, finnur hann þar livorki meira nje minna en 100 þúsund dollara seðla. Hann veit varla, hvað hann á af sjer að gera af undrun og fögnuði og afræður að fela öskjurnar á sama stað og láta engan lifandi mann vita um þetta happ sitt. Þegar hann fer að hugsa ráð sitt, lendir hann i standandi vandræðum. Hvernig á hann að færa sjer þennan dýrmæta fund sinn i nyt? Allir mundu reka upp stór augu, ef hann, þessi erki- letingi, sem allir vissu, að aldrei vann handarvik, og var líka blá- fátækur, kæmi með 1000 dollara seðla upp á vasann. Hann fann að eins eina lausn á þessu máli, þótt hún væri honum allt annað en geð- feld, og það var að fara að vinna, svo að hann gæti gert það eðlilegt i augum fólks, að hann hefði svona stórar upphæðir undir höndum. Nú vildi einmitt svo til, að honum hafði gefist kostur á þvi að taka jörð á leigu, og þótt liann liefði áður látið eggjunarorð konu sinnar sem vind um eyrun þjóta, þá horfði málið nú öðruvísi við. Hann tekur því við jörðinni og það verður að samkomu- lagi milli hans eigandans, að þeir skuli skifta arðinum af búrekstrinum í helminga milli sín. Takmark Hutch gamla er nú að vinna sjer sem fyrst inn 1000 dollara, svo að enginn þurfi að furða sig á því, þótt liann gangi með svo stórar upphæðir á sjer. Lengra skal ekki sagan af Hutch gamla rakin, en hún er býsna spenn- andi. Og þótt hann hefði ekki það gagn af happafundi sínum, sem hann hugði í fyrstu, þá varð hann þó til þess, að hann losnaði við letina, — að minsta kosti um hríð, — og það var margra dollara virði. ----- NtJA BlÓ. Gotti oetur alt. (My man Godfrey) ver húð yðar því að brenna og flagna í sterkri sól. Húðin verður fallega brún og mjúk. Spriklfjörug og fyndin amerísk skemtimynd frá Universal film, er veita mun áliorfendum hress- andi hlátur frá byrjun lil enda. PIGMENTAN dregur ekki úr hinum heilsu- samlegu álirifum sólargeisl- anna, en færir húðinni nauð- synlega vörn gegn of snögg- um áhrifum ultra-violettu geislanna í sólarljósinu. Aðalhlutverkin leika William Powell og Carole Lombard. í Nýja Bió verður bráðlega sýnd einstaklega ánægjuleg gamanmynd, sem nefnist „Gotti getur alt“. 1 New York er haldin stórveisla í góðgerða- skyni á hóteli einu miklu. Einn er sá þáttur í hátíðahöldunum, að stór- verðlaunmn er lieitið hverjum þeim, sem getur komið með einkennilegast- an hlut og sýnl veizlugestum. Tvær ungar stúlkur af ríkum horgaraætt- um, systurnar Irene og Gornelia Bullock taka sig til ásamt horð- herra liinnar síðarnefndu og fara út „á veiðar“. Á vöruplássi við fljótið finna þáír fásjeðan grip, sem þeim finst eiga vel við tækifærið, — mann, sem gleymdur var af þjóðfjelagiuu, útskúfaður og útrekinn, og virðist þó láta sjer það í ljettu rúmi liggja. Hann er klæddur í aumustu tötra, rifinn og ólireinn, með margra daga skegg, sem er í hinni mestu óhirðu. í stuttu máli sagt, liann er einskonar „glataður sonur“, og liver sem fengi hann með sjer inn í veislusalinn, væri viss um að fá verðlaunin. Mað- ur þessi heitir Godfrey. Hann er kurteisin sjálf, en að lokum verður hann leiður á heimtufrekju Corne- liu tekur hana og setur hana ofboð hægt og gætilega niður á öskuhrúgu, en það verður lil þess að hún hefir sig á hurt sem skjótast. En Irene er þrautseigari, og til þess að hjálpa henni til þess að sigrast á Corneliu, lofar liann henni að fara með henni til hótelsins, — og Irene hlýtur án allra tvímæla verðlaunin. Eftir það tekst Irene að útvega Godfrey þjóns- stöðu hjá fjölskyldu sinni. Yerður nú að fara fljótt yl'ir sögu. Margt er í ólagi á heimilinu og Godfrey tekur sjer fyrir hendur að kippa þvi í lag. Báðar systurnar, móðir þeirra og þjónustustúlkan verða allar ástfangn- ar í honum, og honum tekst að bjarga húsbóndanum frá gjaldþroti. Myndin er full af gletlni og gamni, sem nær hámarki sínu, þegar Irene, sem Godfrey setti einu sinni undir vatnskrana til þess að kæla í henni blóðið, fer á fund hans í nætur- klúbb hans og neyðir hann til að kvænast sjer, — en það var honum raunar ekki mikið á móti skapi. Annars er ekki hægt að lýsa mynd- inni; það verður að sjá hana og fylgjast með henni. er öllum nauðsynlegt í ferða- lögum og sólböðum. Heildsölubirgðir: B. Ólafsson & Bernhöft. ______________________________ Edward Russel lávarður hjell veislu í London 25. október 1799 g var veislan stór, því að menn vita að 6000 af gestunum urðu útúr full- ir. Var gosbrunns-skál notuð l'yrir drykkinn og helt í hana 25 uxahöfð- um af brendu áfengi og ýmsu hland- að saman við, l. d. 25.000 sítrónum og 1300 pundum af sykri. ----o--- George I. sem var konungur í Eng- landi 1714 til 1727, kunni ekki nokk- urt orð i ensku. ----o—— James Lanvier í Edinburgh varð frægur fyrir það, að hann hnerraði 090 sinnum í röð. Þetta gerðist árið 1927. ----x—-— Lítil telpa i Wien, Maria Finster að nafni datt ofan af liáu húsþaki 2. desember 1927. En svo einkenni- lega vildi til að hún datt ofan í fangið á móður sinni, sem var á gangi á götunni. Bjargaði það lífi hennar. Stefán Sigurfinnsson, ráðsmað- ur, Innri-Njarðvík, verður 50 ára i. mars. Ungfrú Lucille Noonan, símastúlka í San Fancisco man 2000 símanúmer utanað. ----o---- Það er gömul trú, að það geti logað upp úr mönnum, þ. e. að það kvikni á andardrætti þeirra, þegar þeir hafa drukkið mikið áfengi. Sannsögulegt dæmi þessa gerðist austur í Lodz í Rússlandi. Maður nokkur, Stobh að nafni, hafði þamb- að mikið af vodka og kveikti á eld- spítu til þess að kveikja i sígarettu með. Gaus þá blár logi fram úr hvoftinum á honum og hann fjell meðvitundarlaus á gólfið og sálaðist skömmu síðar. ----o----

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.