Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Síða 6

Fálkinn - 26.02.1938, Síða 6
6 F Á L K l.JM N Gömul saga. — Hún hjet Ragnheiður Álfs- dóttir, en var aldrei kölluð ann- að en systir sýslumannsfrúar- innar, eða aðeins systir frúar- innar. Og það var líkast því sem einhvern blæ viðkvæmni og trega legði yfir málróm manna ef þeir nefndu hana. I huganum brá fyrir bjartri mynd og skuggi grátlegra örlaga var yfir. Það var mynd Ragnheiðar Álfsdóttur í Hvammi. — Og skugginn var sagan, sem fylgdi þessari fögru og geðbiluðu stúlku er liún flutt- ist með mági sinum og systur að sýslumannssetrinu i Hvammi í Hvammssveit. Hún var þá rjett um þrítugt, en eftir útlitinu að dæma hefði hún eins vel getað verið tvítug svo björl og æskuprúð var hún — svo blíð í máli og barnsleg. Og búning- ur hennar, sem var skrautlegur og tandurlireinn jók á þetta ung lega andlit. Enda var aðalstarfi hennar og dægradvöl að þvo sjer og greiða og húa sig sem best, því að dag hvern átti hún von á unnusta sínum. „Jeg sit í festum“, sagði hún og hrosti sem í draumi. Og eng- inn lireyfði mótmælum. Enginn vildi verða til þess að hrella hana. Til þess var saga hennar alt of átakanleg. En liún var á þessa leið: Faðir hennar Álfur amtmað- ur á Breiðabóli, dó í hlóma lífs- ins frá ungri konu og tveimur dætrum, Ragnheiði og Valgerði. Þá var Ragnheiður tíu ára að áldri, en Valgerður átta. Móðir þerrra bjó áfram rausnarbúi á Breiðabóli. Mágur liennar var ráðsmaður hjá henni, og sá um alt. Sjö árum síðar kvæntist hann og fór sjálfur að búa á stórbýli þar í sveitinni. En Þór- arinn Þórarinsson, elsti sonur ekkjunnar í Skógum, rjeðst sem ráðsmaður að Breiðabóli. Hafði amtmannsfrúin sjálf beðið hann og heitið á móti að móðir hans mætti húa eftirgjaldslausl í Skógum á meðan hún vildi. Skógar lágu undir amtmanns- setrið, og leigurnar voru miklar svo þetta var kostaboð. Enda sáu mæðginin sjer eigi fært að hafna því. — Fluttist Þórarinn að Breiðabóli næslu krossmessu og tók þar við húsforráðum. Koin brátt í ljós að amtmanns- frúin hafði valið viturlega, því að nýi ráðsmaðurinn var bæði duglegur og vinsæll af öllum heimilismönnum. Var sem nýtt líf færðist í alt, og búið blómg- aðist betur en nokkru sinni áður. Þórarinn Þórarinsson hafði alment verið álitinn einn af efnilegustu ungu m mönnum þar í sveit. En nú fyrst, er hann var orðinn ráðsmaður á amt- mannssetrinu sáu menn til fulls hver maður var í honum. Það var líka eins og hann hefði eflst og fríkkað urn helming við það, að verða yfirmaður á stórbúinu á Breiðabóli. Meðfæddir liæfi- leikar hans nutu sín þar til fulls og hlutu nú allir að sjá það höfðingjamót, sem var á þessum unga og þó alvöru- gefna manni. Leið svo fram undir næstu krossmessu, að ekki bar til tíð- inda. En þegar amtmannsfrúin bað Þórarin að vera áfram —- þá setti hann nýtt skilyrði. Og skilvrðið var hvorki meira nje minna en það, að frúin gæfi honum eldri dóttur sina, Ragn- lieiði. Þau höfðu bundist trygð- um sin á milli, og Þórarinn vildi all til meyjarinnar vinna. Hann liafði látið sjer til hugar koma að sigla á erlendan búnaðar- skóla þótt fátítt væri í þá daga. Hann átti ríkan föðurbróður í Ameríku, er hafði lofað að styrkja hann ti'l námsins. Hon- um hafði Þórarinn skrifað og sagt af högum sínum, og var nú búinn að fá svar og það var á þá leið, að hann mætti sækja um hvaða skóla sem væri, hann skyldi studdur verða til náms- ins. Þetla gaf hinum unga ráðs- manni kjark og einurð til þess að flytja mál sitt djarfmannlega við amtmannsfrúna er hún hað liann að vera kyrran sem ráðs- mann á Breiðabóli. — Þau sátu saman inni í amtmannsstofunni er þau ræddust við um þetta. En frúnni brá svo, að hún fjekk lengi ekki mælt, er Þórarinn hafði borið upp hónorðið og skýrt mál sitt fyrir henni. Loks varp hún öndinni, þungt og spurði: „Veit móður þín nokk- uð um þessa fyrirliuguðu ráða- breytni þína?“ „Ekki ennþá — en jeg mun fara.og segja lienni málalokin, Iiver sem þau verða“, svaraði hinn ungi maður, og fanst þetta undarleg og ó- þörf spurning. Móðir hans mundi varla vilja standa í vegi fvrir gæfu hans. Aftur andvarpaði amtmanns- frúin þungt og mælti: „Þá bið jeg þig að fara nú á hennar fund. Og hafi hún ekkert út á þennan ráðahag' að setja, mun það fram ganga er þú óskar, en verði svo, sem mig grunar, að hún sjái einhverja meinbugi þar á, verður þú þegar að hyggja af Jiessu ráði, og verða á brotl úr átthögunum, þvi að nógu þungt munu Ragnheiði minni falla má'Ialokin þó að hún hafi þig ekki fyrir augum sjer“. Að svo mæltu gekk amt- mannsfrúin inn i herbergi sitt og lagðist í hvílu. En Þórarinn bjóst á fund móður sinnar fullur undrunar yfir orðum og framkomu liús- móðurinnar. Meðan BJeikur hans bar liann vestur yfir engjarnar er Iiggja milli Breiðabóls og Skóga liugsaði liann upp aftur og aft- ur þetta sama: Hvað gat verið orsökin til hinnar undarlegu breytni amtmannsekkjunnar? Ilverjir voru þeir meinbugir er liana grunaði að verða mundu á ráðahagnum þrátt fyrir sam- þykki hennar. En nú var hann kominn að Vötnunum, og þau voru í vexti svo að ferðamaðurinn þurfti á óskiptri athygli að halda ef hann átti að komast farsællega yfir vatnsflauminn. Þórarinn Ijct Bleik ráða og gætti sjálfs sín vel, og all gekk að óskum. Þegar Bleikur kom upp úr Vötnunum lagði liann á sprett vestur yfir grundirnar og hægði eigi á sjer fyr en í Skógahlaði. Þórarinn klappaði honum blíð- Jega, tók af honum hnakkinn og fór með liann í hús áður en gengi í bæinn. Móðir lians hafði sjeð til ferða sonarins og kom nú út til að fagna honum. En liann bað hana að tala þegar við sig eins- lega og þau gengu til stofu. Þar vakti Þórarinn sarna mál- ið, sem hann liafði borið upp fyrir amtmannsekkjunni um morguninn. Ifann vissi ekki hvernig það atvikaðist. En alt i einu lá móð- ir lians grátandi á hnjánum hjá honum og bað og bað um fyrir- gefningu. Og eins og i einhverri örvæntingarleiðslu hlustaði liann á grát hennar og orð. „Ó, sonur minn! Þú ert bróð- ir amtmannsdætranna. Þær eru systur þínar! Þú ert sjálfur son- ur amtmannsins. Fyrirgef þú mjer, og farðu langt út í heim, þar sem skugginn af synd minni nær ekki til þin. Ó, Jesús Kristur, frelsari minn!“ Þórárinn lieyrði ekki meira af kveinstöfum hennar. Hann sá fyrir sjer andlit Ragnlieiðar Álfsdóltur, slegið undrun og skelfingu. Hann sat sem dauða- dæmdur, uns móðir hans grát- bændi hann að segja eitthvað eitthvað. Þá stóð hann upp, en hún grjet á hnjánum við stól hans og þorði ekki að líta upp. „Móðir mín“, sagði sonurinn hljómlaust og studdi liönd sinni á öxl hennar. Þá reis hún á fæt- ur, og kastaði sjer að brjósti hans og grjet feginsgráti. Innan stundar iagði hann af stað yfir að Breiðabóli. En liann kom þangað aldrei. Um nóttina heyrðist Bleikur hneggja úli fyrir amlmannssetr- inu. Einn vinnumannanna fór á fætur að grenslast um liverju það sætli. í sama hili leit Ragn- heiður Álfsdóttir út um glugg- ann sinn. Bleikur stóð á hlaðinu rennvolur og skjálfandi. Þórarinn sást hvergi. Daginn eftir fanst lík hans rekið á nestanga einum við Vötnin. Brátt kvisaðist, að ekki væri alt einleikið með druknun lians. Hitt vissi enginn, nema Val- gerður amtmannsdóttir, að Ragn heiður systir hennar liafði, af tilviljun, setið á stjettinni undir opnum glugga amtmannsstof- unnar þegar móðir þeirra og Þórarinn töluðust þar við og heyrt alt er þeirra fór á milli. Með næmleik konunnar hafði hún komið auga á það, sem ást- vini hennar hefði verið dulið, þegar hann lagði af stað á fund móður sinnar. Hún gekk í stof- una og liorfði lengi á myndina af föður sínum. Og þvi lengur sem hún liorfði, þvi fastar níst- ust hvítar og smáar hendur hennar saman í örvæntingu. Lik- ingin var svo auðsæ. Frá þeirri stundu var sem hún lifði i ein- liverri örvæntingarró. Allir sáu að lienni var brugðið, og menn hugðu, að hún liefði verið farin að leg'gja hug á Þórarinn Þór- arinsson og saknaði lians. Engin nema hún sjálf, mæðurnar tvær og Valgerður systir hennar vissu um skyldleika þeirra, og að þau höfðu verið heitbundin. Og þær \ voru allar sannfærðar um, að liinn úngi maður liefði sjálfur leitað dauðans í örvæntingu. Ragnheiður Álfsdóttir var við jarðarför Þórarins Þórarinsson- ar ráðsmanns, sem aðrir heima- menn á Breiðahóli. Ilún mælti ekki orð og grjet ekki. En áður en lagt var af stað heimleiðis uni kvöldið gekk hún rakleilt til móður hins látna, ekkjunnar i Skógum, þar sem hún stóð ein eftir úli við leiðið, og spúrði lágt: „Var hann bróðir minn ■“ „Já fyrir Guði en ekki mönnum“, svaraði hin liarm- þrungna móðir. Og litlu síðar: „Hann fyrirgaf mjer. 0, ger jiú eins, hlessuð saklausa stúlka!“ Þá lagði Ragnheiður Álfsdóttir arminn, sem snöggvast, yfir herðar ekkjunnar og kysti haiia á kinnina. Svo fór hún, án jiess að mæla orð. Og nú liðu nokkrar vikur svo að ekkert breyttisl í fari henn- ar. Hún var stilt og liögul allan daginn og engin sá neina hreyt- ingu á lienni. En Valgerður syst ir hennar vissi að hún svaf lítið á nóttunni, og hafði hún á- hyggjur af þvi. En morgun einn, þegar sóiin skein inn um gluggann jieirra systranna, settisl Ragnheiður upp í rúminu, brosti og sagði með gleðiþrungnum rómi: „Nú kemur hann í dag. Mjer er vísl mál að fara að klæðast“. Og hún steig fram úr rúminu og gekk að kistunni, sem þær systur geymdu í hátíðahúning sinn og tók að klæðasl i sitt fegursta skart. „Systir mín!“ hvíslaði Val- gerður, og hræðslan lamaði hana. En Ragnheiður heyrði ekki. „Nú fer jeg i hvíta kniplinga- serkinn minn í fyrsta sinn nú á ekkerl að spara“, mælti

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.