Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1938, Qupperneq 12

Fálkinn - 26.02.1938, Qupperneq 12
12 F Á L Ií 1 N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR .UGLAN? LEYNILÖGREGLUSAGA. Jeg sá það í blöðunum, en jeg hal'ði ekki hugsað neitl um það. Er það svo að skilja að Jim fái fimm þúsund pund? spurði Proctor. Já, jeg geri ráð fyrir að hann gcri kröfu til peninganna, svaraði fulltrúinn og einblíndi enn á Jim Longshaw. Jim vissi ekki silt rjúkandi ráð og gal ekki svarað neinu. Það er því líkast að „Uglan“ hafi eign- ast svo mikið af gimsteinum, að liann sjc farinn að útbýta þeim ókeypis, sagði Val. Það skyldi þó aldrei fara svo, að jeg vrði næstur fyrir gjöfinni. Eða þá jeg sagði Ilallam. Vitanlega gerir Jim kröfu til verðlaunanna. Það leik- ur enginn vafi á, að liann er vel að þ'eim kominn. Rúbínarnir eru trygðir fyrir fim- tíu þúsund pund, og fjelagið verður guðs- fegið að sleppa með fimm þúsund í kostn- að. En jeg gel ekki skilið, hversvegna rú- hínarnir voru sendir einmitt þjer, Jim. — Jeg óska þjer til liamingju, lukkugep- illinn! sagði Proctor. — Nú veit jeg hvert jeg á að snúa mjer til að fá lán, ef á liggur. Það er ekki auðvclt að selja rúbína af •þessari stærð sagði Ashdown þurlega. Hylmararnir þora ekki að taka við þeim af þvi að þeir eru svo auðþekkjanlegir. En sje þeim stolið til þess að fá verðlaunin fyrir að skila þeiin aftur, þá getur það ver- ið góð atvinna. Það er lítið fyrir þeimtimm þúsund pundum liaft. Einmitt af þessum ástæðum er mörgu verðmæti stolið. Nú varð almenn þögn þangað til Jim hafði jafnað sig svo, að hann liafði upp- burði til að segja: — Þú álítur þó varla .... ]ni grunar mig þó víst ekki um að hafa stolið rúbínunum, lil ])ess að fá verð- laun fyrir að skila þeim? — Jeg gruna engan. Jeg reyni aðeins að komast að staðreyndunum. Hvar varst þú þegar rúbínunum var stolið? Jeg var í liúsinu hjá sir Jeremiah eins og ])ú veist. Jeg var að dansa. Varstu altaf að dansa? Oftast nær, að minsta kosti. Gætirðu gert nákvæmlega grein fyrir þvi, sem þú liafðist að um kvöldið, ef til þess kæmi að maður spyrði um það? Jim mintist augnablikanna sem hann hafði verið með Díönu, en það máttu for- eldrar hennar helst ekki vita neitt um. Það er nú til mikils mælst, sagði hann. —: Maður dansar ekki eftir stoppúri. — En hvað mundi hafast upp úr því? sagði Proctor. — Hann fjekk böggulinn i pósti. Og varla verður hann grunaður um að hafa sent sjer hann sjálfur? Annað eins hefir nú komið fyrir, svar- aði Ashdown. — En sem sagt: jeg gruna engan, leita aðeins sannleikans. Hversvegna sendi þessi „Ugla“ Jim rúbinana Þeirri spurningu gat enginn svarað. Það var einskonar skýring í þessum orðum, sem stóðu á spjaldinu: Þjer þarfnist þeirra fremur en jeg“. En þau orð knúðu fram nýja spurningu. Hvernig' gal „Uglan“ vitað. að liögum Jims væri þannig háttað, að hann þarfnaðist yfirleitt nokkurs? Það eru oftast fleiri en einn, sem standa á bak við þegar svona mál eru á ferðinni, hjelt Ashdown áfram. — Það er aldrei víst að þjófurinn komi sjálfur til þ|ess að taka við verðlaununum. En sá sem gerir það hlýtur að fá hlut af fengnum. „Uglan“ stelur varla gimsteinum einungis sjier til gamans. Og spurningin er framvegis þessi: Hvers- vegna ýendi hann Jim rúbínana? Eins og jeg geti svarað því, tautaði Jim. Þú beldur ekki að „Uglan“ sje eins- konar hollvættur þinn? spurði Val. Ert ])ú í peningavandræðum, Jim? spurði Ashdown alt i einu. Meira og minna, eins og flestir eru. Eru það margir ;sem vita um það? Það er mfer ómögulegt að segja. En þegar þú opnaðir böggulinn og bjelst að þetta væri gerl af gletni, þá fanst þjer líki|egast að einbver okkar befði sent hann Já. - Getur þjer dottið i hug nokkur annar, sem hefði sent hann? — Farðu nú varlega, Jim, sagði Gus. Ef þú svarar nei, þá kemurðu okkur i bobba. Og ef þú nefnir einhvern annan, ])á finst honum líklega ekki ástæða lil að vera þjcr þakklátur. Jeg veit ekki hvað jeg á að segja, sagði Jim. — Jeg gat vel trúað einhverjum ykk- ar til svona strákapara, en úr því að rú- bínarnir eru ekta, þá botna jeg ekkert í þessu. „Uglan“ getur liafa verið þarna á hjeimilinu, og hann getur liafa verið kunn- ingi þinn. Ilann þekkir lieimilisfang þitt. Hverjir voru þarna í samkvæminu aðrir en Gus. Val og Humpli, sem vissu hvar þú áttir heima. - Það er nú hægðarjeikur að komast að lieimilisfangi manna, sagði Humph. — Það þarf ekki annað en líta á meðlimaskrána lijerna í klúbbnum lil þess að vita hvar við eigum heima, allir saman. Ashdown var auðsjáanlega illa við þess- ar framítökur. —- Jeg held það sje betra að við Longshaw tölum um þetla mál ein- ir, sagði hann og slóð upp frá borðinu. — Eigum við ekki að koma heim til þín og vita hvort við finnum ekki umbúðirnar. Jim mændi augunum til kunningja sinna, eins og hann vildi llelst að þeir kænm líka. Eins og þú vilt, sagði hann. — En hvað er um verðlaunin, spurði Val. Ætti hann ekki að fara með rúbínana I i I vá li’yggingafjelagsins ? Hann skal fá það sem honum ber, jeg skal áreiðanlega sjá um það, svaraði Asb- down þyrkingslega. VIII. Gildra sett fyrir „Ugluna“. A einni skrifstofunni í Scotland Yard sálu þrír menn á alvarlegum fundi. Þella var skrifstofa Chalks majórs, forstjóra glæpadeildarinnar og hann hafði kvatt lil sin Ashdown fulltrúa, til að frjjetta hvað „Uglu“málinu liði. Honum fanst orðið mál til komið að einhver árangur væri fenginn. Forstjórinn vaí dugandi maður og liann var lireinn og beinn gagnvart uhdirmönn- um sínum. En bann varð líka að slanda sjer æðri mönnum reikningsskap ráðs- mjensku sinnar, og því varð ekki neitað, að nú var „Uglan“ farin að verða óþægur ljár í þúfu. Þriðji maðurinn viðstaddur var Gallo- wav fulltrúi. Hann var býsna ólikur Asb- down bæði í útliti og framgöngu. Asbdown var stór, opinskár og blátt áfram, Galloway lítill og pervisalegur með innstæð augu og bjórinn teygður á sköllóttu höfðinu. Asb- down revndi jafnan að láta til sín taka um alt það sem fvrir lá, len Galioway hafði aðeins eitl markmið í liverju máli og það var að komast að þeirri niðurstöðu, sem lögregluuni var hagkvæmust. Ilann var eldri cn Ashdown og hafði inislíkað það mjög, að sjer skyldi ekki vera trúað fyrir ])essu svonefnda „Uglu“máli. Og þar af leiðandi var honum ekþerl sárt um, að Aslidown liefði ekki orðið neitt ágengl í málinu. Sjálfur kunni liann mörgum sigri sínum að lirósa, og nú hafði forstjórinn kallað hann á fund sinn til þess að l^eyra álit hans. Haldið þjer að allir þessir þrír menn feli sig undir gerfínafhinu „Uglan“ og vinni saman, eða lialdið þjfer að ekki sje nema um einn þeira að ræða? spurði Chalk forstjóri. Jhg hefi altaf verið þeirrar skoðunar að „Uglan“ sje bófaflokkur en ekki einn maður, sagði Galloway. Þjer liafið ef til vill rjett að mæla, svaraði Ashdown. — En eí það væri bófa- flokkur, sem við ættum við að etja, þá ættu vegsummerki að sjást einbversstaðar. En þegar einn maður er að verki er það enginn nema liann sjálfur, sem getur kom- ið neinu upp. En livað er um þessa vini yðar, Ash- down? Við gjetum auðvitað ekki látið vin- áttuna sitja í fvrirrúmi fvrir skyldunni, sagði forstjórinn. Nei, þvert á móli. Ef jeg hjeldi að þeir hefðu mig fyrir "inningafífl þá mundi jeg auðvitað yera þeim mun ákafari að ná mjer niðri á þeim. Jeg er sammála yður um, að það eru grunsamleg alriði fyrir bendi, sem benda i áttina til þeirra. Að því er mjer skilst voru rúbínarnir sendir þesstun Longshaw, sagði Galloway. Og hann sver sig og sárt við leggur, að hann liafi ekki hugmynd um, hvaðan þeir eru komnir. Hann hjelt að ])að væri ein- liver af kunningjum hans, sem hefði ætlað að gera sjer glettingar með ])essu. Það virðist ekki sjerlega trúlegt. Nei, það er ljelegur fyrirsláttur, sagði Ashdown. — En annaðlivorl er sagan nú sönn, eða liann segir hana af mikilli leik- aralisl. Hjerna (er askjan, sem rúbínarnir voru í þegar bann fjekk þá. Það er askja utan af „Regalia“sápu, sem fæsl í hverri nýíenduvörubúð. Bögglinum var skilað á pósthúsið þegar annirnar voru sem allra mestar þar og póstmaðurinn getur ekki einu sinni sagl, hvort það var karlmaður eða kvenmaður sem afhenti hann. Ekkert sjerstakt að athuga við umbúða- pappírinn heldur, sagði Galloway og þukl- aði á honum. Og seglgarnið er ósköp venju- legt. Hefir Longshow feiigið verðlaunin? spurði forstjórinn,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.