Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.03.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YMC/fU U/£NMMtMIR Bær handa honum brddnr þinum? Ertu svo laghentur og myndarleg- ur, að þú gelir smíðað bæ handa honum litla bróður þínum að leikr, sjer að. Engu leikfangi mundi hann verða fegnari og að fáu mundi þjer þykja meira gaman en að geta gert það, El' þú vilt reyna þá skal jeg hjálpa þjer. Hjerna er yfirlitsmyndin og þú skalt nú fyrst glöggva þig vei á ingur þaksins úr lokinu á vindla- kassafjöl og fóðraðir veggirnir að utan með gulum eða hvítum pappír og málaðir á hann gluggar og hurð- ir. Þú sjerð húsið fullgert á mynd a, en 3—6 sjerðu hvernig einstakir hlutar hússins erú gerðir. Eins og þú sjerð á mynd 2 er annar helm- ingur þaksins úr lokinu á vindla- kassanum, en hinn helmingurinn úr pappa (mynd 3). Tveir pappa-þrí- hyrningar eru festar við gaflana (mynd 4) og þakið máiað rautt eða limdur á það rauður pappír. Gafl- arnir eru prýddir eins og sýnt er a 5. Reykháfurinn er búinn til úr of- urlitlum spítukubb og limdur fastur. Fyrir framan dyrnar er limdur ann- ar trjekubbur, sem á að tákna tröppu. Nú þarl' að búa lil girðingu utan um húsið og hún er búin til úr spýtu- renglum sem festar eru á stólpa, en undir stólpunum eru þverklossar svo að þeir detti ekki. Mynd 1 og 2 sýnir liliðið og nokkurn liluta af girðingunni. Lamirnar á grindinni i hliðinu eru úr leðri. Ekki er gott að vatnsból vanti við húsið og á mynd 3 sjáið þið brunninn og vippu til þess að draga upp pontuna. Vipp- an er úr tveimur spýtum, sem festar eru saman með pappírsklemmu. Of- urlítill steinn er bundinn á annan enda vogarstangarinnar ti) þess að vega á móti pontunni, en í hinn endann er pontan sjálf, ofurlítil blikkfata, fest með járnkrók. Sjálfur brunnurinn er gömul blikkdós, sem límd er á fjölina, sem er undir öllu saman, eða fest með gipsi sem hrært er út í vatni, ásamt dálitlu af græn- um vatnslit. Mynd 4 sýnir trje, sem búið er til úr gömlum svampi, sem litaður er grænn, en stofninn á trjenu er lítil birkigrein með birk- inu á. Það er ekki langrar stundar verk að búa til mörg svona trje. Svo býrðu til ofurlitla kví handa skepnunum úr vindlakassafjöl. Þú límir glerbrot á fjölina — það er tjörnin, sem skepnurnar drekka úr. Eitt af trjánum, sem áður er minst á, er sett á tjarnarbakkann og svo er öil fjölin fóðruð með grænum krep-pappír, og á hann að vera gras- ið. Girðingarstólpar eru settir á brúnina á fjölinni, og vír strengd- ur á milli |jeirra, svo að skepnurnar rási ekki eitthvað út í buskann. Mynd 1 sýnir kvina og mynd 2 hvernig girðingarstólparnir eru fest- ir. Það er liægt að fá smádýr keypt í búðunum, en lika getur maður búið þau til sjálfur, bæði kýr, endur hænsni, hunda, hesta og kindur. Mynd 3 sýnir svona dýr og á 4 er sýnt hvernig þau eru fest í fjölina. Jeg get hugsað að honum litla bróður þinum þætti gaman að eign- ast svona búgarð. Eva Jitla var nýlega farin að fara í skólann og eins og ailir byrjendur var hún ákaflega hrædd við að koma of seint í skólann á morgnana. Hún var ávalt á ferli löngu fyrir timann. Hún var vön að fara á fætur þeg- ar faðir hennar fór út á morgnana. Hún varð vör við það og lá þess- vegna venjulega vakandi þegar móð- ir hennar kom inn til að vekja hana. Einn morgun bar það við, að móð- ir hennar tafðist eitthvað og kom í seinna lagi inn til að vekja Evu. Telpunni fór að leiðast svo hún kallaði: — Ef þú kemur ekki bráðum að vekja mig, mamma, þá kem jeg víst of seint i skólann, mamma! Shirley TemplE ueröur 9 ára. í Bandai'ikjunum fara á hverju ári fram fjölda margar atkvæðagreiðsl- ur um það, hvaða kvik- myndaleikarar sjeu í mestu uppáhaldi hjá al- menningi, ýms blöð láta fara fram þannig lagað- ar atkvæðagreiðslur. meðal lesenda sinna. sömuleiðis mörg tima- rit. Þessar atkvæða- greiðslur fara líka fram við ýmsa háskóla, og aðra skóla. En það ei' ein þessara atkvæða- greiðslna, sem þykir meii'a mark takandi á en öllum hinum, það ei atkvæðagreiðsla kvik myndaliúseigenda, um hvaða leikari sje í mestu uppáhaldi, eftir því sem þeir bezt geta sjeð af aðgöngumiða-sölunni. Tvær síðustu atkvæða- greiðslurnar, það er fyr- ir 193G og 1937, hafa einnig náð til enskra kvikmyndahúsa, en nú þrjú ár í röð, hefur Shirley Temple sigrað i þessari keppni, og ver- ið langt á undan keppi- nautum sínum, Það mun óhætt að fullyrða, að hún eigi meiri vinsældum að fagna, en nokkur annar kvikmyndaleikari, fyr eða siðar. En hvernig er þetla nú hjer á íslandi? Ýmsir kvikmyndaleikarar hafa náð hjer mikilli lýðhylli, til dæmis Renate Múller (sem nú er Gáta. Hjerha sjáið þið Ólsen prófessor á leiðinni á kaffilnisið, sem hann keniur á dags daglega og drekkur kaffi og les blöðin. En þegar hann fer út aftur kemur þjónninn hlaup- andi og kallar á eftir honum. Hvað er það, sem þjónninn vill honum? Ráðning: Þjónninn ætlar að benda honum á, að hann hafi gleymt skó- hlífunurn sínum, tekið hatt annars manns og skilið eftir regnhlifina sina og tekið staf í staðinn. Tótu frœnka. látin), eftir að sýnd hafði verið hjer myndin Einkaritari bankastjórans, en af sölu leikara-brjefspjalda hjer i Reykjavik má sjá, að enginn leik- ari er nú nándar nærri i einís miklu uppáhaldi hjer, eins og Shirley Temple. Shirley er nú átta ára gömul, verð- ur níu ára 23. april. Þeir sem kunn- ugastir eru segja að hún sje að flestu leyti eins og stúlkubörn alment á hennar aldri. Hún er þrjá tima á dag i skóla, hi’m hefir sjerstaka kenslukonu Francis Klamt að nafni, og eru þær mjög samrýmdar. Kenslu- stofan er við kvikmyndatökusalinn, svo ekki er langt að fara. Allri kvikmyndavinnunni er þannig fyrir- komið, að það er eins og leikur fyrir Shirley, og henni þykir það alt sáman afskaplega gaman. Eftir því sem móðir hennar segir, hefir Shirley enga hugmynd um hve fræg hún er, (þó hún hafi gaman af að sjá myndir, sem hún sjálf lcikur i), enda segir móðirin, að hún myndi undir eins láta Shii-ley hætta að leika, ef hún fyndi að það skemdi hana. En hún segir, að þótt hún voni að Shirley haldi liylli ahnennings, eft- ir að hún sje orðin fullorðin, þá viti hún að það sje ekki vist, og þess vegna vilji hún að Shirley sje þannig upp alin, að liún sakni þess ekki, ef það yrðu örlög hennar að hætta að leika i myndum, l>egar hún stækkar. Frú Gertrude Temple, móðir Shir- tey, er víst töluverl merkileg kona. Hún á tvo syni, sem eru eldri en Sliirley, en frá ])vi Shirley fæddisl árið 1929, hefir mamma hennar al- drei skilið við hana. Þau Temple- hjónin eru efnuð, og alt sem Shirley hefir unnið sjer inn, hefir verið sett í banka þar til hún verður fær um að fara með það sjálf. Þau hjón- in, foreldrar hennar láta aldrei koma mynd af sjer i blöðum, þó mörgum sje forvitni á að sjá þau, einkum frúna. Nýlega átti blaðamaður tal við hana, og sagði hún honum, að hún Ijeti Shirley vinna ýms sömu störf og aðrar smátelpur eru látnar gera. Hún er t. d. látin sjálf taka til i herberginu sínu, látin hjálpa til að leggja á kvöldborðið o. s. frv. Shirley hefir líka lært að sauirta, og Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.