Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.03.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Karlakór Akureyrar. Áítkell Snorrason, söngstjóri. Á inorgun or væntanlegur hingað til bæjarins með Dronning Alexandr- ine Karlakór Akureyrar, sem ætlar að halda söngskemmtanir lijer í bæ. Karlakór Akureyrar mun vera stofn- aður 1930, og hefir Áskell Snorrason haft á hendi æfingar og stjórn kórs- ins frá upphafi. Kórinn hefir getiS sjer góSan orSstir, og verið vel tekið alsstaðar norðaniands, ]>ar sem hann hefir látið til sín heyra. En söngfarir hefir hann farið til ýmissa staða norðaniands, svo sem SauSárkróks. SiglufjarSar og Húsavikur. Kórinn mun hafa æft um 40 lög eftir inn- lenda og erlenda höfiunda, þar á meðal eftir söngstjórann sjálfan, sem hefir getið sjer góðan orðstír sem tónskáld. í kórnum eru 40 manns auk söngstjórans. Fararstjóri í Reykja- víkurför kórsins, er Sveinn Bjarman. Sueinn fíjarman, fararstjóri. SHIRLEY TEMPLE. Frh. af bls. 11. móðir hennar segir að hún sje orð- in myndarlegri að sauma, en hún sjálf hafi nokkurn tíma verið. Hjer sje því ekki um það að ræða, að Shirley liafi þernu eða vinnukonu til ])ess að stjana undir sjer. Shirley leikur sjer með öSruni krökkum á hverjum degi. ASal-vin- kona heiyiar er telpa, sem er jafn- gömul og hún, og heitir Mary Lou Islieb, og er dóttir vinafólks for- eldra hennar. Meðal þeirra barna er hún oft leikur sjer við, er Sidney Ghaplin, sonur Charlie Chaplins. Hann kvað vera nokkuð ráðríkur þegar þau eru að leika sjer, en ekki verSur annað sjeð, en að Shir- ley falli það vel. Shirley hefir ekki íerðasl neitt á landi, en hefir farið all-langa sjó- leið, þ e. frá Los Angeles til Hono- lulu. Móðir hennar hefir mikla trú á því, að það sje mentandi að ferð- ast, og þessvegna ætla þau hjónin íneð Shirley lil austurhluta Bandn- ríkjanná núna í þessum mánuði. eða í apríl, og næsta vor ætla þau með hana til Evrópu. En til undirbún- ings undir þá ferð, er Shirley farin að læra dálitið í frönsku. Shirley hlakkar mikið til þessara ferðalaga, en þó einkum til ])ess er nú stendur fyrir dyrum, því að henni finst svo langt þangaS til næsta ár. Hún hefir aldrei farið neitt meS járnbrautarlest, og hlakkar mikið til þess, því hún segist halda að það sje afskaplega gaman. í haust kom Edgar Hoover foringi G-mannanna lil Holly- wood, og ])á lofaði hann Shirley að hann skyldi lofa henni að sjá vjel- byssur, þegar hún kæmi lil Washing- ton. Líka lofaði hann henni, að hann skyldi aka henni i vopnuðum lög- reglubíl, með byssum og öllum út- búnaði, eins og hafl er þegar ráð- iSt er á móti glæpamönnum, og lang- ar Shirley mikið ti) að sjá og reyna alt þetta. Líka langar hana mikið til að koma i Myntsláttuna, og sjá hvernig peningar eru búnir til. Ætl- unin er í þessari ferð, að skreppa til Callender, Ontario í Canada og heim- sækja Dienne fimmbura-systurnar. Shirley heldur mikið upp á þær. og líkar Zanuck, forstjóra kvikmynda- fjelagsins, er hún leikur fyrir það mjög vel, þvi hann hefir í hyggju að Játa þær leika i kvikmynd með Shirley. Ótal beiðnir koma um að fá Shir- ley til ])ess að sýna sig á leiksviði og tala i útvarp, og er stórfje i boði, en móðir hennar liefir neitað öllum þeim boðum, og' telst mönnum tii, að það muni vera um ein miljón dollara samtals, sem hún sje búin að neita á þennan hátl. En hún á- litur, að það sje of mikil áreynsla fyrir Shirley. Shirley segir sjálf, að |)egar lnin verði stór, vilji hún eiga sætindaverksmiðju því að þá þurfi hún aldrei að kaupa sjer þau. Vinnukonun (að síina í frúna, sem er í boði hjá nágrannanum): Jeg má til að biðja yður að koma heim, frú, jeg hefi ruglast i rafmagns- lenglunum. Útvarpstækið er all hrímað aS ulan, en kæliskápurinn er að spila „Eldgamla ísafold“. Um kvikmyndaleikara Sanmel Goldwyn er nú einn lielsti kvikmyndatökuhús-eig- andi í Hollywood. Hann var einu sinni vörubjóöur og seldi Itanska, og þótti mjög duglegur við það. Tveir aðrir menn í sönni stöðu og Goldwyn, eru Arcliie Mayo og Clarence Brown. Hinn fyrnefndi seldi skyrtur er hann var atvinnulaus eftir stríðið, en hinn var bifreiða- vjelfræðingur. EitoI Flynn var nautahirðir í Ástralíu og. gull- nemi á Nýju-Gínea, áður eu hann gerðist kvikmyndaleikari. Bette Davis og Henry Fonda linnu hæði við leikhús eitl i C.ape Cod. Hann var tjalda- málari, en hún vísaði lil sætis. Stúlka ein að nafni Francis Farmer vísaði til sadis í kvik- myndahúsi i Seattle, og drevmdi dag og nótl um að verða leik- kona. Kav Francis var einka- ritari miljónafrúarinnar W. K. Wanderbilt, og hjet þá Kalrin Gihbs. William Gargan seldi olíu, John Trent var flugmaður, Donald Crips var kórdrengur og Benny Baker seldi sælgæli í leikhúsi i New York, en alt eru þelta nú fræg'ir leikarar. Frede- rik Marcli, Jean Arthur, Norma Shearer og Anila Louise, voru svo lagleg, að þau höfðu atvinnu af þvi að sitja fvrir ljósmynd- urum en þær myndir voru not- aðar með vöruauglýsingum í dagblöðum. Lewis Slone var liðsforingi í striðinu milli Spán- verja og Bandaríkjamanna. Neil Hamilton sat líka fvr- ir ljósmvndara i auglýsinga- skyni og horgaði flihbaverk- smiðja honum fyrir. Dorothy Lamour stjórnaði iyftu í vöru- skemmu. Sophie Tucker gekk um heina í veitingahúsi föður síns. Greta Garho var húðar- stúlka.Elisabetli Allan og Louis Wilson voru báðar skólakenn- arar. Clark Gahle var ritari i verksmiðju i Ohio, Charlie Huggles var i lyfjabúð föður sins. Georg Raft l'jeksl við rnargl og var síðast atvinnu-bnefaleik- ari áður en hann hyrjaði að leika i kvikmyndum. Charles Grapevin var atvinnu-íþrótta- maður, er sýndi listir sínar á fjölleikahúsi, og Nelson Eddv var blaðamaður i Fíladelfía. Lynne Overmann hafði atvinnu af því að riða veðhlaupahestum, áður en hann gerðist kvik- myndaleikari, og Ray Milland seldi benzin frá geymi. Fred MacMurey lék á saxofón i dans- laga-hljómsveit og Harald Lloyd aðstoðaði föður sinn, sem hafði biljard-sali i borg i Nebraska. Brien og Spencer Tracy áttu ekki nema eina skyrtu, og skift- usl til þess að fara út í henni, til þess að leita sjer atvinnu. Alll ineð tslenskum sktpani1 *fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.