Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 BADEN POWELL lávarður HEIMSÆKIR ÍSLAND. Laföi fíuden-Powell heilsar íslensku kvenskátnnum. Daden-Powell skáta-höföingi ávarpar islensku skátana nm borö á „OrdunaSjest hann í miögliiggannm ásamt dr. Helga Tómassgni og Jakobínu Magniísdóttur. fíaden-Powell lávaröur, æðsti maður skátareglunnar og Stofnandi hennar. Ráðgert hafði verið, að Geys- ir gysi um ldukkan sex. En hann var þreyttur. Tveimur dögum áður hafði hann gosið tvívegis, alveg óbeðinn, og dag- inn áður liafði hann verið lát- inn gjósa vegna heimsóknarinn- ar frá Þjóðverjum. Hann var því núna eins og góður og gam- all bóndi, sem sagði þegar arg- ast var í honum: „jeg sinni ykk- ur ekki fyr en jeg má vera að“ og Ijet bíða eftir sjer hátt á þriðju klukkustund. En þá var meira en helmingur skátahóps- ins farinn áleiðis til Þingvalla, til þess að staldra þar við. Þess- vegna var klukkan langt geng- in níu, þegar Geysir gaus. Hann gaus lengi, eins og hann vildi spyrja þennan rúman þriðjung skátanna, sem eftir var: „Jæja, borgaði það sig að bíða eftir mjer?“ Og það borgaði sig. Þeir sem heyrðu og sáu raddir og svip- hrigði fólksins meðan á gösinu stóð vita, að það var annað og meira en svokölluð „augna- blikshrifning“ sem tók gestina hugfangna og það var heldur ekki algeng aðdáun skemti- ferðafólksins heldur dálítið Framh. á bls. Vi. Það vakti mikla athygli hjá frændþjóðunum á Norðurlönd- um, er það frjettist i vetur, að lieimsforingi og höfunduri skáta- lireyfingarinnar, Baden-Powell lávarður hefði i liyggju, að heimsækja ísland á þessu sumri. Óbeinlinis varð fregnin til þess, að benda ýmsum á, sem ekki höfðu iátið sjer detta það í hug áður, að skátafjelög væru til á íslandi, og jafnframt til þess að vekja eftirtekt á land- inu sem ferðamannalandi og vexti skátahreyfingar hjer. Það skátahöfðingjann um borð, á- samt konu lians og dóttur og á fimta hundrað úrvalsliðs úr ættlandi skátahreyfingarinnar, Englandi. Yiðstaða skiiisins var ráðgerð jafnstutt og flestra erlendra ferðaskipa og þurfti því að hafa hraðan á að gera sem mest á litlum tíma. Það var aðeins einn dag upp á að hlaupa og fram að hádegi þess næsta. Og vegna þess, að skipið kom nokkru seinna en við var búist, var skátahópurinn ekki kom- Borgarstjóri býður laföi Daden-Powelt velkomna til Reykjavíkur. var ekki laust við, að sumir öf- unduðu okkur af heimsókninni. Síðan kom önnur fregn: að Baden-Powell væri hættur við ferðina. Heilsa hins aldna jöfurs er orðin veik og viðkvæm og var um eitt skeið nokkur vafi á, hvort hann tx-eysti sjer til að ráðast í ferðalagið. Sem betur fór gat þó orðið úr ferðinni og á fimtudagsmorguninn í síð- astliðinni viku rann „Orduna“ inn á Reykjavíkui’höfn með inn af stað allur í ferðina til Gullfoss, Geysis og Þingvalla fyr en laust fyrir hádegi. Yar fyrst farið að Gullfossi og dval- ið þar alllengi. Veður var dá- gott og fossinn þótti undui’fag- ur þó að litið væx’i i ánni. Eng- lendingum þykir Gullfoss jafn- an fagur og hjá þeim gat hann sjer fyrst frægðaroi’ðið. Og enn loðir það við, að Englendingar eru bestu aðdáendur Gullfoss, allra þjóða. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsljórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og l-(i. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið keniur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraðdaraþankar. Það þykir hrósvert að heita dugn- aðarmaður. En þessir svokölluðu dugnaðarmenn eiga ekki saman nem-t nafnið, í þeirra hópi er margt um illþýði og mannhunda, sem- -betur hef'ðu aldrei fæðst í þennan heim og liafa aldrei gert neinum manni.gagn en mörgum bölvun. Því að þeir eru svo margir, sem gerast dugnaðarmenn á annara kostn- að. Það er óvægðin og harðneskjan. sem hefir gert þá a'ð dugnaðarmönn- um. Sjálfir áttu þeir enga kosti, en þó ókosti höfðu þeir í ríkum mæli, að hagnast á annara manna verkum og troða aðra ofan i skítinn. Þeir voru harðdægir í öllum viðskiftum, fóru það sem þeir komust og gerðu sjer gróða úr annara manna starfi. Þetta er saga sem hefir óvalt gerst og alt- af er að gerast. Og heimurinn horfir á þessa menn og segir: „Mikill dugnaðarmaður er þetta. Sjáið þið alt sem hann hefir gert!“ En hann hefir aðeins leikið hlut- verk þjarksins. Hann er ef til vill ekki vitiborinn nema í meðallagi, en hann hefir kunnað að velja sjer menn, sem hann vissi að voru hæfi- leikamenn en jafnframt svo auðsveip- ir að þeir mögluðu ekki heldur kystu á vöndinn. Þeir hittast allstaðar þessir menn. Sumstaðar eru það nafn lausir verkstjórar, sem hafa lyft þeim, stundum hafa þeir auðgast ó laga- flækjum og prettum gagnvart ekkjum og munaðarleysingjum. Þeir eru ekk- ert nema ógirndin og liafa aldrei haft þá hugsjón að láta gott af sjer leiða, heldur aðeins skara eld að sinni köku. Það er vert að gefa þeim gaum þessum dugnaðarmönnum, og greina þó frá hinum dugnaðarmönnunum. Þeim sem hafa hugsjónir -— utan síns eigin hagsmunasviðs. Það er eft- irtektarvert, ao flestir þeir, sem kall- aðir eru mikilmenni eftir dauðann, hafa verið óeigingjarnir menn, sem fyrst og fremst liafa lnigsað um ann- ara hag en litt um sinn eigin. Þeir hafa haft hugsjónir er vörðuðu hag fjöldáns — þjóðarinnar, sveitarinnar, einstakrar stjettar eða einstaks mál- efnis. Hugsjónir sem náðu lengra en á þeirra eigin grafarbakka. Mikið af þeirri bölvun, sem heirn- urinn á við að stríðaj stafar af því, að menn kunna ekki að greina á milli þessara ,,dugnaðarmanna“. Menn kyssa á vönd síngirninnar og við- urkenna hugsjónamanninn ekki fyr en eftir á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.