Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L lí I N N T)ETTA VAR ENDEMIS vitleysa. Það náði ekki nokkurri átt! En samt kom það sjer afarilla fyrir höfund skáldsögunnar „Eldur ástar- innar“ — skáldsögu sem liafði feng- ið ágæta dóma í öllum blöðum. Það stóðu sex eintök af sögunni milli tveggja fílsmynda úr steini á arinhyllunni í stofunni, þar sem höf- undur sömu sögu sat yfir morgun- kaffinu ásamt móður sinni, í lilla húsinu þeirra á Chiltern Hills. Áður en hann settist — liann var ekki fullklæddur ennþá, en var i morgunslopp utan yfir náttfötunum sínum — liafði hann rent stærilát- um augum yfir bækurnar — liina sýnilega árangur hálfs árs andlegs strits. Hanr. hafði unnið eins og þjarkur — stundum átta tíma á dag. Stund- um hafði hann orðið að skrifa sama kaflann upp aftur og aftur, en það hafði gert liann ergilegan og dutl- ungafullan. Honum kom aldrei sag- an úr hug, hann var altaf að velta sumum persónunum fyrir sjer, meira að segja þegar hann var í golf, svo að högg lians urðu óviss og óút- reiknanleg. Hann hafði vanrækt móð- ur sína, liafði komið sjer út úr húsi hjá kunningjunum en gengið einn langar leiðir, þegar hann gat ekki ráðið við samhengið í sögunni, eins og það átti að vera eftir uppruna- legu áætluninni. Hetjan í sögunni, Katherine Shard, sem öll bókin sner- ist um, var mjög dutlungafull og óútreiknanleg manneskja og hafði orðið alt öðruvísi en hann hafði hugsað sjer liana í fyrstu. En nú stóð hún þarna fullgerð — Ijóslifandi ung og ljómandi, undir hrúna skinn- bandinu á arinhyllunni, og nú átti hann að uppskera ávöxt iðju sinnar. Dómarnir höfðu verið framúrskar- andi. „Þessi saga er undursamlega lif- andi og eðlileg. Hetjan, Katherine Shard — dutlungafull, töfrandi og eigi að síður undursamleg kvenleg persóna — er nýr og lifandi viðbætir við það safn enskra kvenhetja i skáldsögum, sem fyrir var“, skrifaði einn dómarinn. Annar skrifaði: „Mr. Roderick Dane er ungur mað- ur og hafa fyrri sögur hans vakið athygli, en nú hefir hann skipað sjer í fremstu röð meðal góðskálda vorra. Söguhetjan, Katherine Shard, er mótuð með föstum, ákveðnum línum — hún er vægðarlaus, slungin en eigi að síður töfrandi. Hún er þjófur — að minsta kosti eitt stutt augnablik úr æfi sinni — en samt þykir lesandanum vænt um, að ekki skuli komast upp um hana. Hún hef- ir töfravald á karlmönnum, allir verða ástfangnir af henni — hún þrælkar þá út í æsar, tekur alt en gefur ekkert — en samt erum við boðnir og búnir til að fórna okkur fyrir liana. „Eldur ástarinnar“ er af- bragðsbók".---------- Roderick hafði einmitt verið að lesa þessi ummæli yfir litlaskattinum. Við diskinn hans lágu nokkur brjef, sem hann hafði ekki lesið enn. — Borðaðu eggið þitt, annars kóln- ar það, Roddy, sagði móðir hans. Legðu blaðið til hliðar þangað Iil þú ert búinn að borða. — Ummælin um bókina mína eru ágæt, sagði höfundurinn. Þú ert móð- ir frægs sonar! Jeg sje í anda hús suður við Miðjarðarhaf —---------- — Ekki skyldi jeg hafa, á móti þvi að verða suður við Miðjarðarhaf næsta vetur, sagði frú Dane. Hjer er dragsúgur í öllum dyrum og glugg- um, og jeg sakna allra vina minna og kunningja í þessum afkima. Roderick klappaði henni á hand- arbakið. — Jeg veit það. Þetta hefir verið leiðinlegur timi fyrir þig, mamma. En jeg hefði aldrei getað skrifað þessa bók ef jeg hefði ekki falið mig í þessum hundakofa. En nú skal þjer líða vel — því máttu treysta — nú syndi jeg í peningum — „Eldur ástárinnar“ selst eins og glænýr silungur. — Mr. Ridgeway mun þykja vænt um það, sagði frú Dane. — Fjárinn hafi mr. Ridgeway, sagði Roderick. — Jeg er að hugsa um að kaupa mjer lítinn bíl, hvernig líst þjer á það? Svo tók hann eitt brjefið, sem lá við diskinn, og las það. Hann las það tvisvar, með svo miklum ákafa að móðir hans fanst það skn'^ð. Hún tók eftir að höndin á honum titraði er hann tók upp kaffibollann. — Hvað er að, Roddy? sagði hún. — Þetta er endemis vitleysa, sagði hann og hló þurrahlátur. Það nær ekki nokkurri átt. Herra minn trúr — jeg er öreigi. — — En hvað er um að vera? spurði frú Dane óróleg. Þetta var talsvert alvarlegt mál. Brjefið var frá forleggjara hans. Hann sagðist harma að þurfa að til- Sir Philips Gibbs: ir þvi. Þetta gat ekki verið rjett — jíetta hlaut að vera einhver brella, gerð til þess að gera lionum bölvun, eða — var það tilraun til fjárþving- unar? En hvað sem því nú leið þá var saga lians nú kyrsett af forlaginu. Og honum var ógnað með meið- yrðamáli — bókmentaferill hans var farinn í hundana! Hann átti leiðinlega viðræðu við forleggjara sína. Lögfræðingur var viðstaddur og skrifaði upp hvert einasta orð sem hann sagði, eins og liann væri forhertur glæpamaður. Featherfew gamli var úrillur og ó- notalegur. — Góði lir. Dane, yður dettur víst ekki í hug að reyna að telja okkur trú um, að þetta sje einskær til- viljun? — Jeg biff yður að trúa því, sagði Roderick stutt. — Þjer hafið aldrei sjeð þessa stúlku eða heyrt liennar getið? voi-u harðir drætlir um munninn á honum. — Jeg hefi aldrei lieyrt nafnið Iíatherine Shard, jeg hefi sjálfur búið það til. Jeg hefi aldrei heyrt nafnið Vera Mirski eða sjeð hana. Jeg trúi þvi ekki að liún hafi gló- rautt hár og bláa rák yfir þvera kinnina. Jeg held að þessir mála- flutningsmenn hafi búið þessa sögu til sjálfir. Mín vegna mega þeir báðir fara til lie.... — Við getum því miður ekki fallist á skoðuu yðar, sagði forleggjarinn. Cripps & Castlewood eru viðurkendir heiðursmenn. Jeg vildi óska, að þjer sýnduð okkur fulla einlægni, mr. Dane. — Haldið þjer að jeg Ijúgi? spurði Roderick fjúkandi reiður. — Jeg held að ]jjer leynið okkur einhverju, sagði málaflutningsmað- urinn þurlega. gN HÖFUNDURINN að „Eldi ást- arinnar" leyndi engu. Hann lá andvaka nótt eftir nótt og var að brjóta heilann um þetta merkilegu mál. Hann var þess fullviss, að hann Söguhetjan hans. kynna honum, að sjer hefði borist hrjef frá málaflutningsmönnunum Cripps & Castlewood, þess efnis að þeir ætluðu að höfða mál gegn liöf- undi og forlagi sögunnar „Eldur ást- arinnar“, fyrir meiðyrði um skjól- stæðing sinn, ungfrú Katherine Shard! í nefndri skáldsögu bæri söguhetjan nafn þessarar stúlku og henni væri lýst út í ystu æsar eins og stúlkunni sjálfri, samskonar augu, sami háralitur, sömu sjerstæðu ein- kennin — og væri þetta alvarleg móðgun við ungfrúna og ærumeið- andi fyrir hana. Hún væri meira að segja alkunn persóna, undir lista- mannsnafninu Vera Mirski-----. For- leggjarinn vænti þess að mr. Dane gæfi að vörmu spori skýringu á þessu máli, og fyrst um sinn mundi sala á bókinni verða stöðvuð algerlega. Frú Dane las brjefið og ljet það detta ofan á borðið eins og hún hefði brent sig á því. — Roddy — livað í ósköpunum á þetta að þýða? Hann hafði ekki nokkra hugmynd um það. Hann liafði aldrei lieyrl getið um Katherine Shard eða Veru Mirski. Hún er dansmær, sagði frú Dane, sem fylgdist vel með í blöðunum. — Hún dansar á Olympos. Jeg lijelt að hún væri rússnesk. — Hefirðu nokkurntíma heyrt hana nefnda undir nafninu Katherine Shard? spurði Roderick æstur. — Aldrei, svaraði frú Dane. — En hvernig datt þjer í hug að velja þetta nafn? Hvar hefirðu fengið þetta nafn? Þessi spurning olli honum vand- ræða. Hvernig hafði honum liug- kvæmst þetta nafn? Venjulega tók hann nöfnin. á persónum sínum úr hlaðaauglýsingum eða eftir auglýs- ingum og nafnspjöldum á götunni. Stundum skaut þeim ósjálfrátt upp í huga hans — og þannig hafði það' verið um nafnið Katherine Shard. Hann þekti enga manneskju með því nafni, það var hugarfóstur hans sjálfs. Hvernig í ósköpunum hafði liann getað lýst útliti og einkennum ákveð- innar stúlku — stúlku, sem aldrei liafði borið fyrir augu honum — og stúlku, sem hjet einmitt þessu nafni? Það voru engin sennileg rök til fyr- — Aldrei. Það er jeg víst búinn að segja ykkur yfir tuttugu sinnum. — En þjer lýsið útliti hennar. Nafnið sjálft liefði auðvitað getað verið ein af þessum tilviljunum, sem verða einstöku sinnum, en þjer gefið nákvæma lýsingu á stúlkunni, sem heitir þessu nafni. Hvaða skýringu getið þjer gefið á því? Iíoderick gat ekki gefið neina skýr- ingu. Hann trúði þessu ekki — það hlaut að vera uppspuni úr einhverj- um, sem vildi gera honum bölvun. Málaflutningsmaðurinn, maður með gleraugu og þunnar varir, hallaði sjer fram í stólnum og sagði: — Hr. Dane, livaða skýringu getið þjer gefið á því, að í sögu yðar segið þjer frá, að stúlkan sje með litla bláa æð yfir aðra kinnina þvera? Roderick ypti öxlum og hló upp- gerðarhlátur. — Það þarf engrar skýringar við — það er hugmynd min og ekkert annað. Málaflutningsmaðurinn rýndi í skjöl er lágu á borðinu lijá honum. — Hjer er brjef frá Cripps & Castle wood, nú skuluð þjer lieyra hvað þeir segja. Svo las liann með hárri og hásri rödd: „Höfundur' þessarar sögu lýsir söguhetjunni, sem hann kallar Katli- erine Shard, sem ungri stúlku með glórautt hár. Skjólstæðingur okkar er með glórautt liár. Söguhetja hans er með grágræn augu og löng augnahár svört —- skjólstæðingur okkar hefir grágræn augu og svört augnahár. Söguhetja hans er með litla hláa æð yfir vinstri kinn þvera, frá eyranu og niður að munnviki. Skjólstæð- ingur okkar er með bláa rák yfir þvera vinstri kinn frá eyrum og nið- ur að munnviki". — Eins og þjer sjáið, mr. Dane, ]>á er þetta mjög alvarlegt, sagði Featherfew gamli. í sögunni sakið þjer stúlkuna um að hafa stolið loð- kápu í einni stórversluninni, þegar hún var ung og var að herjast fyrir frægðinni. Jeg skil ekki hvernig við eigum að verja þetta. Jeg neita að taka trúanlega staðhæfingu yðar um, að þjer hafið aldrei sjeð ungfrú Shard. Þjer hljótið að viðurkenna, að það er afar ósennilegt. Roderick gróf hendurnar ofan í vasana á gömlu kápunni sinni. Það hafði aldrei lieyrt nafiiið Katherine Shard og hann var jafn viss um, að hann hafði aldrei sjeð dansmær- 1 ina Veru Mirski. Hvaða samsæri var þetta? Hann talaði um málið við vini sína, en fann að engin þeirra trúði honum. — Þetta getur ekki verið eintóm tilviljun, sagði ein þeirra. — Út með sannleikann, Roddy. — Kanske það sjeu einskonar anu- leg fjarhrif, sagði Janette Harding eitt kvöld er þau sátu saman við ar- ininn í dagstofunni í litla húsinu hans. Frú Dane hafði brugðið sjer inn í borgina yfir helgina, og Jan- ette hafði klifað upp bratta brekkuna til þess að' vera samvistum við mann, sem þótti mjög vænt um hana — það hafði hún lesið í augum hans. Hún hafði vonað að hann fengi þor til að játa henni ást sína — ef bókin seld- ist vel. En svo kom þetta leiðinlega atvilc og sló þvi máli á frest um óá- kveðinn tíma. — Jeg held fremur að þetta sjeu galdrar. Þessi viðbjóðslega kvensa hefir framið galdur og lesið mjer bókina fyrir. Við skulum tala um eitthvað annað. Jeg er þreyttur á þessu umtalsefni. , Janette hallaði sjer makindalega afturábak í sófanum með sígarettu milli varanna og bljes reyknum frá sjer í hringjum. Roderick sat í lág- um hægindastól og dáðist að fögru andlitinu, fastri hökunni og spje- koppunum i kinnunum. Ef það hefði ekki farið svona með söguna þá . . Hann tróð í pípuna sína, en var svo latur að hann nenti ekki að standa upp til að ná í eldspýturnar, sem lágu á arinhyllunni. Þessvegna stakk hann hendinni ósjálfrátt í vas- ann til að leita að brjefi er hann gæti kveikl á í glóðinni og kveikt í pípunni með. Og hann fann brjef- rægsni af gömlu umslagi, sem hann hafði notað til hins sama áður, því að það var sviðið í aðra brúnina. Hann hlaut að hafa slökt á því þá og stungið þvi í vasann aftur. Hann breiddi úr því og sá að eitt- hvað var skrifað á það — liklega til minnis fyrir einhverja söguna — en alt í einu settist hann upp í stólnum. — Drottinn minn dýri! — Hvað er um að vera, Roddy?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.