Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 aður svartur, þá er víst um það að þarna varð engin skotliríð og sýningunni var ágætlega tek- ið. En þegar Slezak kom á veit- ingaliúsið á eftir og ællaði að setjast lijá kunningjum sínum þá háðu þeir hann að verða á hurt hið skjótasla — þar væri ekkert rúm fyrir litaða menn. Slezak var uppáhaldssöngv- ari í óperunni i Wien í mörg ár og hvergi kunni liann eins vel við sig eins og þar, enda var strákurinn hvergi eins ofar- lega í honum og þar. Einn af kunningjum hans var kallaður „Balduin" og vai’ð oft fyrir hrekkjum Slezaks, af því að liann var svo auðtrúa. Balduin var líka söngvari og sungu þeir Lohengrin til skiftis hann og Slezak. Eina nóttina var Slezak andvaka og fór að hugsa um hvað hann gæti gert til þess að sofna. Honum datl i hug að Iiringja til Balduin. Eftir langa hringingu tókst horiúm lolcs að vekja hann: „Ilalló, þjer talið við Mixpickel lávarð, staddan á Hotel Bristol. Jeg ætlaði að sþvrja yður hvort þjer eigið að svngja Lohengrin á sunnudag- inn?“ — „Já, yðar hágöfgi, jeg' syng á sunnudaginn“. —■ „Það var leiðinlegt, jeg hjelt að Slez- ak ætti að syngja liann, hann er sagður svo ágætur“. — Balduin skyldi nú skensið og lxringdi af liáhölvandi og nú gat Slezak sofnað. Listdómari einn, sem liafði orðið fyrir harðinu á Slezak hefndi sín nxeð því að segja þessa sögu í samkvæmi, þar sem Slezak var staddur: Einu sinni kom maður til taugalæknis og kvartaði undan sárum verk í hnakkanum. Læknirinn barði liann í hausinn með hamri og rannsakaði hann. Þetta væri alvarleg meinsemd, sagði lækn- irinn og það tæki viku að gera við hana. Hann stakk upp á, að lxann læki úr honum heilann til viðgerðar og skyldi maðui’- inn koma og sækja hann eftir viku. En nú leið hálfur mán- uður og sjúklingurinn kom ekki. Þá hitti læknirinn hann á göt- unni. Hann var með nótur und- ir hendinni og var á leið í óþeruna. Læknirinn reri i hann og spurði hann því að hann kæmi ekki að sækja heil- ann — hann lægi undir skemd- um og væi’i farinn að mygla. „Nei, þakka yður fyrir, læknir, nú hefi jeg ekkert við heil- ann að gera. Jeg er oi’ðinn söngvari!“ í óperunni í Wien fjekk Slezak livað eftir annað sektir fyrir að koma meðleikurum sínum til að hlæja og trufla þá í leiknum þegar mest reið á, en sá sem altaf neitaði að borga og meira að segja þyktist við, var Slezak. Sektartilraununum lauk að jafnaði með því, að hann var beðinn fyrirgefningar. Þar á leikhúsinu lcyntist hann líka konunni sinni. Hann hað liennar hvað eftir annað, en liún hjelt að það væri í spaugi og kostaði það mikla fyrirhöfn, að sannfæra hana uni, að hon- um væri alvara. Loksins játað- ist liún honum. Hjónabandið var mjög farsælt. Þegar þau lijónin eignuðust fyi’sta harnið var Slezak svo upp með sjer, að hann kunni sjer engin læti. Hann kom stundum lieim með hópa af ókunnugu fólki til að sýna þeim króann og gekk með vasana fulla af myndum af því og var altaf að sýna þær og gefa og altaf að tala um harnið, svo að kunningjar hans voru farnir að flýja hann. Mátti hann ekki sjá af fjölskyldu sinni og hafði hana altaf með sjer þegar harin var á fei’ðalögum. Einu sinui er hann var í söng- ferð hafði hann gleymt að taka með sjer áríðandi liluta af hún- ingi i einu hlutverkinu: lcon- ungskórónu. Þjónninn kom hlaupandi með hana á járn- brautarstöðina á síðustu stundu, í ljelegum umbúðum. Slezak var ant urn kórónuna og tók því liatt úr einni öskju frúar- innar og setti kórónuna þar í staðinn, svo að hún skaddaðist ekki. Þau fóru yfir landamærin um miðja nótt og tollþjónn kom inn í lestina til að skoða varn- inginn. Slezalc kvaðst enga toll- vöru liafa með sjer, en toll- þjónnimi vildi sjá all og skoða. Loks tók hann upp öskjuna með kórónunni, bryddaðri með liermilíni og með skinandi stein- um. Hann varð vandræðalegur á svipinn og hneigði sig djúpt: „Afsakið þjer, yðar Hátign!" sagði hann og hypjaði sig út. Á sumrin dvelsl Slezak að jafnaði í liúsi, sem liann liefir hygt sjer í Egerns við Tekernsee, i bændastíl og með fallegum garði í kring, sem liann liefir sjálfur gróðursett. Og þar er hugur hans allan ársins hring. Á vetrum varð hann að leika i sörigleikjum og deyja og kvelj- ast og koma fram í ýmsuiri myndum þrisvar sinnum á viku og þá lmgsaði hann altaf til hvíldardaganna í Tegernsee, um blómin, lnindana, kettina og kanínurnar. Sumarleyfið hafði hara eina skuggalilið. Slezak er stór og þrekinn og liætti við að fitna um of á sumrin, en mátti það ekki leiksviðsins vegna. Honum þykir ákaflega gott að horða og horða mikið. En nú var honuni fyrirskipað hvað hann mætti horða og allur mat- ur veginn ofan í harin. Annað- hvort varð hann að fara svang- ur að liátta á kvöldin eða stel- ast fram í eldhús og nasla þar ýmislegt sem honum þótti gott. Þegar þess var saknað úr búr- inu kendi liann kettinum og hundinum jafnan um þjófnað- inn. Nágrannarnir hentu gaman að þessu og kölluðu hús Slez- aks „Hungurborg" og sjálfan hann „Hungurborgarbóndann“. En eigi að síður naut hann lífs- ins. Klukkan fimm á morgnana fór hann á fætur og baðaði sig. i tjörn við liúsið — allir sem bjuggu nálægt tjörninni vissu livenær liann baðaði sig, þvi að tjörnin flæddi upp á bakkana þegar SleZ|ak var kontiinn í liana. Slezak kom aldrei liljóð úr barka á sumrin fyr en um miðj- an ágúst að liann fór að „mýkja röddina“ undir leikárið sem fór í hönd. Ilann liefir sungið með öllum frægustu liljómsveit- arstjórum síðari áratuga, og sá sem liann óttaðist mest af þeim var Gustav Maliler. Nú er Slezak 62 ára og það eru tíu ár siðan hann hætti að syngja í öperum og á hljóm- leikum. Hann vildi hætta leikn- um meðan liæst fram fór. En svo leiddist honum að ganga iðjulaus allan ársins hring. Og þegar talmyndin kom til sög- unnar gafst lionum kærkomið tækifæri til að fara að starfa aftur. Hann er prýðilegur gam- anleikari og maður þarf ekki annað en að sjá liann til að skellihlæja. Ilefir liann þegar leikið í allmörgum kvikmynd- um og hafa ýmsar þeirra verið sýndar hjer á landi, svo að margir kannast við dólginn Leo Slezak. SpðmaAurinouWallStreet Það hefir verið ókyrð á heims- kauphöllunum upp á síðkastið og verður eflaust líka framvegis. ,En í „Hotel Waldorf-Astoria“ situr þrek- inn Englendingur og segir verð- sveiflurnar fyrir, eins og ekkert hefði i skorist. — Uppgangstímarnir eru ekki á enda ennþá, sagði hann í vetur þeg- ar sem mest syrti að á kauphöllinni í New York, og blaðamennirnir flýttu sjer að koma spádómnum til almennings og öllum Ijetti. Því að Lawrence Lee liazley Angas major frá Wall Street hafði talað og orð- um hans treysta allir spekúlantar, stórir og smáir. Hver er hann þessi maður, sem leigir sjer stærstu ibúðina í dýrasta gistihúsinu í New York, eins og hann væri fursti frá Indlandi? Hundruð af peningamönnum leita til hans á hverjum degi og verða stundum að bíða viðtalsins vikum saman, þó að það taki ekki nema fáeinar mínútur. Fyrir s'tutt viðtal borga þeir 200 dollara. Þessi Eng- lendingur, sem er 41 árs gefur líka út Htið hlað, sem kemur út daglega og er prentað á ljósrauðan pappír. Þetta er dýrasta blað í heimi, því árgangurinn kostar 5000 dollara. En kaupendurnir segja, að þeir græði kaupverðið tifalt, því blaðið gefur ráðin sem þeir þurfa á að halda, um kaup og sölu á kauphöllinni i New York. Það ræður að líkum að áhrif þessa manns á viðskifti Amer- íkumanna sjeu ekki neitt smáræði. Hann þarf ekki annað en að murra til þess að verðbrjef stórfalli. Þann- ig var ineð verðbrjef Federal Re- serve Bank. Majórinn hafði spáð að þau mundu falla og inánuði síðar varð stjórnin að lilaupa undir bagg- ann, svo að bankinn gæti staðist hrunið. — En þó er Angas majór ekki hagfræðingur. Þessi maður, sem miljónamæringarnir bíða við dyrnar hjá, er alger leikmaður i hagfræði. Þegar hann var stúdent á Magdalene College í Oxford vissi hann ekki hvað hagfræði var. Hann dreymdi þá um að vinna sjer frægð í styrj- öldum, lærði til liðsforingja, særð- ist í heimsstyrjöldinni og fjekk „Military Cross“ og „Croix de guerre“. Þegar hann kom heim úr stríðinu ætlaði hann fyrst að bjóða sig fram til þings en hælti við og settist í helgan stein. Hann hafði gaman af veðreiðum og var svo fjáð- ur að hann gat keypt sjer veðhlaupa- hesta. Og nú uppgötvaði hann, að hann hafði einskonar „6. skilning- arvit“ .... hann gat sagt fyrir úr- slit veðhlaupanna svo að hvergi skeikaði og á stuttum tíma þrefald- aði hann eignir sínar með veðmál- um um hesta. Og nú fór hann að reyna hvort hann gæti sagt fyrir verðsveiflur á kauphöllinni í London. Hann bjó sig undir þetta riieð því að lilusta á nokkra fyrirlestra í hagfræði og svo hætti hann nokkur hundruð pundum á kauphöllinni. Þes's var skamt að bíða að menn færu að tala um Angas majór. Hann hafði spáð því 192(5 að gúmmí mundi falla i verði þegar allir spáðu að það mundi hækka. Árið 1931 spáði hann að gullið mundi hækka i verði og nokkru síðar feldu Bretar seðlapund- ið og^'gerðu það óinnleysanlegt. Sama árið spáði Angas því, að batn- andi .tímar færu i hönd í Englandi og það kom fram. Og stóreigna- menn sem tekið höfðu mark á spám lians græddu miljónir. Hróður spámannsins fór. sívax- apdi, einkum eftir að hann spáði uppgangstíma í Ameriku árið 1933 og tiltók daginn sem verðbrjefin mundu fara að hækka á kauphöll- inni í New York. Sú spá rættist upp á klukkutíma. Og nú leigði majórinn sjer skrifstofu i Wall Street og rjeð til sín fjóra ritara og þurfti ekki lengi að bíða skiftavin- anna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvað leyndarmálið væri við spa- sagnaranda hans s'varaði hann: „Heilbrigð skynsemi, gott skap og slerkar taugar“. Angas majór gerir ýmislegt til að spilla ekki laugunum. Hann leyfir t. d. ekki að láta hringja sig upp í sima og þegar sem mest gengur á i kauphöllinni situr hann kyr heima og reykir sterkan vin.dil. Hann hend- ir gaman að spekúlöntunum, sem fylla salina í kauphöllinni. Því að sjálfur er hann vitanlega fyrir löngu hættur að hafa nokkur við- skifti á kauphöllinni: hann á miklu minna á hættu sem ráðgjafi annara. GAGNKVÆMT VEÐ. Lappi nokkur þurfti á peningum að lialda og fór til Kiruna, þar sem hann gekk inn í banka og bað um lán. — Hvað viltu mikið? — sagði bankamaðurinn. — Tvö lnindruð krónurl — — Til livað langs tima? — Tveggja vikna — ef til vill tveggja mánaða. — — Hefirðu riokkuð 1 veð? — — Jeg á 500 hreina. Lappinn fjekk lánið. Nokkru seinna kom hann til bankans. Hann hafði nú fullar liendur fjár, borgaði 200 krónurnar og var í þann veginn að gaiiga út með stóran seðlabúnka. Þá sagði bankamaðurinn: — Hversvegna læturðu okkur ekki hafa peningana? — Þá sneri Lappinn við, liugsaði sig dálítið um, liorfði því næst hvast á bankamanninn og sagði: Hvað marga hreina hefir þú?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.