Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.08.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Hann sat grafkyr og starði á blað- snepilinn. — IivaS er þetta. Dauðadómur — skyldi maður halda eftir andlitinu á þjer. — Það er alveg rjett, svaraði Rod- erick og rjetti henni miðann. Á hann var skrifað með smáum stöf- um nafnið Katherine Shard. — Hvernig í ósköpunum hefir þetta komist í vasa minn? spurði hann. Janette gat ekki svarað því. — Janette, heldurðu að jeg sje orðinn brjálaður? Heldurðu að jeg hafi aðra vitund, sem þekki konu, sem jeg man ekki eftir sjálfur? — Jeg get vottað með góðri sam- visku að þú hefir lifað rólegu og útsláttarlausu lifi í þessu húsi í marga mánuði, sagði hún og hló. ■— Hvernig geturðu þá skýrt, hvern- ig jeg liefi komist yfir þetta umslag? Þú munt hafa búið þjer til einhverja skýringu á því? — Hvaða skýring finst þjer eðli- legust? — Jeg hefi enga skýringu. Jeg er alveg sleini lostinn. Jeg verð að segja Featherfew gamla og mála- flutningsmanninum frá þessu. Auð- vitað halda þeir alt það versta um mig. — Ef jeg væri í þínum sporum mundi jeg ekki minnast á þetta um- slag — það gerir aðeins ilt verra. Það er best að þú haldir fast við fyrsta framburð þinn — ef hann ;r sannur. — Trúír þú mjer ekki heldur, Jan- ette? Það kom beiskja á svipinn. — Jeg sagði þetta. aðeins til að erta þig, svaraði hún og rjetti fram höndina. —- Þig grunar ekki hve þurfandi jeg er alúðar — mjer finst jeg yfir- gefinn af guði og mönnum. Janette stóð upp, gekk til hans og lagði mjúka handleggina um háls- inn á honum. jþAÐ VAR NÁFÖLUR og óstyrkur höfundur, sem sat á sakborninga- bekknum þá loksins að málið kom fyrir dómstólana. Roderick Dane fanst hann vera — og var enda út- lits — eins og glæpamaður. Janette Harding var líka stödd í rjettinum, en hann gætti þess vel að lita ekki til hennar. Hún sat hjá móður hans, sem var mjög mædd að sjá. Mála- flutningsmaðurinn lióf ræðu sína með virðuleik og drembilæti og virt- ist kunna alla klæki vel. — Háttvirti dómari! Heiðruðu kvið- dómendur! Verjandinn hefir óefað kvatt hingað vitni, rithöfunda og aðra bókmentamenn, sem munu reyna að sanna hve erfitt ]iað sje, að velja nöfn, sem eigi er hægt að finna aftur á lifandi manneskju. Jeg ætla ekki að andmæla þeim í því atriði. En þetta mál er alt annars eðlis. Það gelur verið skiljanlegt, að höf- undur velji nafnið Katherine Shard, án þess að vita að það er alkunn listakona sem heitir þessu nafni. En það er ófyrirgefanlegt að gera það, sem höfundurinn að „Eldur ástar- innar“ hefir gert — að teikna ná- kvæma mynd af skjólstæðingi mín- um, þannig að hver sem bókina lcs getur ekki efast um, að lýsingin er af Katherine Shard. Svo romsaði hann upp úr sjer lýsingar og samanburð, hár, augu og líkamseinkenni og gleymdi auð- vitað ekki bláu rákinni á kinninni. í sögunni var Katherine Shard dans- mær — alveg eins og hin rjetta Katherine Shard. Síðan var ungfrúin kölluð fram til að bera vitni. Það var ys og þys i salnum þegar hún kom fram. Hún var á að giska þritug — tiltakanléga lagleg og að- sópsmikil. Hún heilsaði dómaranum með brosi og hann horfði Iengi á Iiana. Hún var róleg og einbeitt og var sjer þess auðsjáanlega meðvit- andi hver áhrif hún hafði á kvið- dómendurna og áheyrendurna. Hún var i óbrotnum, bláum kjól, með ofurlítinn bláan hatt á glóðrauðu hárinu. Roderick gaf henni nánar gætur' meðan hún var að svara. Það var eins og rafmagii'sstraumur færi um hann er liann sá liana fyrst — þetta var hans eigin Katherine Shard ná- kvæmlega eins og hann hafði hugsað sjer hana meðan liann var að semja bókina. Þetta var furðulegt, þarna stóð söguhetjan hans ljóslifandi, undur- fögur og hendurnar óstyrkar og ið- andi er lnin talaði. En mest var hann þó forviða á röddinni. Hann hafði áreiðanlega heyrt þessa rödd áður. Eða var þetta hugarburður og í- myndun eins og alt annað? Skýring hennar var mjög blátt á- fram. Hún sagði stutt og greinilega frá æfiferli sínum. Það voru aðeins fáir, sem þektu hana undir nafninu Katherine Shard. Hún hafði dansað í Berlín, París, Wien og New York í tíu ár, undir nafninu Vera Mirski. Að því er hún best vissi hafði hún aldrei hitt höfund sögunnar „Eldur ástarinnar". — Og þjer þekkið hann heldur ekki núna, er þjer sjáið hann lijer í rjettinum? spurði dómarinn. -— Hafið þjer aldrei sjeð hann áður? Katherine horfði um stunti á niann inn, sem hafði gert söguhetju úr henni. Augu þeirra mættust og þau liorfðu lengi hvort á annað. — Jeg held nú samt að jeg hafi sjeð hann einhverntíma áður, sagði hún loksins dræmt. — Reynið að muna hvar það var, sagði dómarinn. En liún gat ekki munað það. Málaflutningsmaður hennar lagði nokkrar spurningar fyrir hana. — Hafið' þjer nokkra ástæðu til að ælla, að höfundi bókarinnar „Eld- ur ástarinnar" sje persónulega illa við yður, ungfrú Shard. — Nei, jeg hefi enga ástæðu til þess, svaraði Katherine Shard. Að því er jeg best veit, hefi jeg aldrei gerl horium neitt til miska. — Þjer hafið aldrei móðgað hann eða verið afundin við hann? — Ekki svo jeg viti — — — Það gæti hugsast, að þjer liefð- uð þekt hann meðan hann var korn- ungur? — Ekki held jeg ]iað. Jeg ólst upp í írlandi. — Þakka yður fyrir, svo var það ekki meira, ungfrú Shard. Nú kom til kasta Rodericks að gefa skýringu. Hann var spurður i þaula og sitt á hvað, allóþægilega, af mála- fiutningsmanni sækjaiida, sem gaf í skyn, að hann befði haft ákveðinn lilgang með því að móðga ungfru Sliard. — Ætlist þjer til að kviðdómurinn trúi, að þetta sje alt tilviljun? f — Já. — Og líka þetta með' bláu rákina á vinstri kinninni? — Auðvitað. — Þjer viljið ekki játa, að þjer af ásettu ráði hafið gert tilraun til að móðga þessa dömu með þvi að lýsa henni itarlega i bók yðar, og meira að segja gera liana að þjóf. — Persónur mínar eru allar luigs- aðar. — Alt sem í bókinni stendur er upphugsað og hefir ekki við veru- leika að styðjast? — Jó. — Og þjer standið fast á þessari ósennilegu fullyrðingu? Nú greip dómarinn fram í og bar fram nokkrar spurningar. — Eruð þjer alveg viss um, að þjer hafið aldrei sjeð ungfrú Shard fyr en hjer í salnum? — Alveg viss — nema jeg hafi sjeð liana í draumi. — Þjer hafið aldrei sjeð liana á leiksviðinu? — Nei, jeg kem sjaldan i leikhús. Siðasta missirið hefi jeg lika átt heima uppi í sveit. — Þjer eruð ekki alinn upp i írlandi? — Nei, í Croydon. Roderick Dane beið þess, að verj- andi hans færi að spyrja hann. Hann hafði stungið höndunýim ofan 1 jakkavasann og alt í einu varð hann var við samanbrotið pappírsblað. Hann tók það upp og braut það sundur. Það var litla blaðið, sem nafn Katherine Shard hafði verið skrifað á. Hann starði ó blaðið. Það var svið- ið í annan endann. Einu sinni liafði hann notað það til að kveikja sjer í pípu .... Einu sinni .... Það var í lítilli sveitakrá. Stórir þverbitar i loftinu. Stórir og digrir lurkar brunnu á arninum. Hann sat einn og var að drekka te, hann var i slæniu skapi af því að móðir hans var farin inn í borgina og ætlaði að verða að lieiman i heila viku. Það voru eitthvað þrjú ár síðan þetta gerðist. Hann vantaði eldspýtu er hann ætlaði að kveikja í pípunni. Dúkurinn var hvítur með bláum tiglum, og það var skarð í bollanum hans.--------- Tvær aðrar manneskjur sátu þarna inni — maður og kona. Hún var með glórautt liár. Henni var kalt og þegar hún hafði drukkið teið settist hún við arininn til þess að orna sjer, og innan skamms fór hún að hreyfa fæturnar og allan líkamann með á- kveðinni hrynjandi, eins og hún væri að dansa. Maðurinn horfði á hana og hló og sagði eittlivað á máli sem Roderick skildi ekki. Svo fóru þau og Roderick mintist pípu sinnar, sem enginn eldurinn var i. Hann gekk að arninum og um leið og hann gekk fram hjá borðinu, sem gestirnir höfðu setið við, kom hann auga á brjef- snuddu. Hann kveikti í pipu sinni með brjefinu og stakk þvi svo í hugsunarleysi í vasa sinn. Roderick vaknaði upp af þessum hugleiðingum við að málaflutnings- maður háns spurði: Mr. Dane, getið þjer gefið mjer drengskaparorð yðar um það, að þjer liafið aldrei sjeð þessa stúlku, sem kallai sig Vera Mirski en lieitir rjettu nafni Katherine Shard? Roderick vætli varirnar með tungu- broddinum. Hann liugsaði sig um — stamaði — setti svo dreyrrauðan og fölnaði siðan aftur. — Jeg hefi sjeð liana einu sinni áður! Málaflutningsmaðurinn hrökk við. Hann liafði ekki búist við þessu svari. Það var þveröfugt við það sein þeim hafði talast til. — Jú, uppi í sveit, — í veitinga- krá — fyrir þremur árum — nú man jeg það. Hún sat þar og var að ! drekka te. Hikandi og stamandi sagði hann nú frá brjefsnuddunni, sem nafnið Katherine Shard var skrifað á. — Heiðraði lierra dómari, sagði hann og sneri sjer til dómarans. Nú skil jeg alt í einu hvernig þetta lief- ir atvikast. Alveg óafvitandi hlýt jeg að hafa veitt þessari stúlku athygli — útliti hennar, lireyfingum, málfæri — alt hefir geymst í undirvitund minni. Það eru sennilega þessar fáu hreyfingar hennar við arininn, sem hafa komið mjer til að gera dans- mær úr henni, er jeg skóp aðal- persónu bókarinnar í hendi mjer. Og nafn hennar hlýt jeg að liafa lesið á miðanum þó jeg gleymdi þvi gjörsamlega aftur. Síðan hefir þvi skotið aftur upp í meðvitund minni. Dómurinn hljóðaði upp á tvö þúsund punda skaðabætur til Kat- herine Shard. Það gat hafa farið ver. — Það gat hugsast að Dane yrði dæmdur i fangelsi fyrir meið- yrði. En þetta var samt hart að- göngu, því að bókin var gerð upp- tæk — og hann varð að láta það bíða, að tala betur við Janette. Hann varð að vinna eins og þræll til þess að borga sektina. ■plNN MORGUNINN sat hann við •Ll vinnu sína í stofunni er bifreið staðnæmdist við hliðið. Stúlkan kom inn og sagði: — Það er stúlka hjerna fyrir utan, sem vill tala við yður. Roderick Dane fór inn í dagstof- una. Unga stúlkan var Katlierine Shard — betur kunn sem Vera Mirski. — Jeg bið yður afsaka að jeg trufla yður, sagði hún og brosti, en —- jeg neyddist til að höfða málið gegn yður — vegna mannorðs mins. Annars liefir þetta orðið ágæt aug- lýsing. — Auðvitað voruð þjer í yðar fulla rjetti að gera það sem þjer gerðuð. Jeg gat ekki búist við að kviðdóm- urinn tæki það gilt, þetta með undir- meðvitundina. — En jeg tek það gilt og trúi þvi, sagði ungfrú Sharp hlýlega. Allir listamenn vita að það er satt. Jeg hefi oft rekið mig á, hvernig ýmsu skýtur upp í liuga manns, án þess að maður viti hvaðan það kemur. Jeg er hrifin af bókinni yðar — hún er svo lifandi og svo sláandi senni- leg. — Það er göfugmannlegt af yður að segja þetta, eftir það sem orðið er. Katherine horfði rannsakandi í augu honum. — En það er eitt, sem mig langar til að vita, sagði hún eftir dálitla þögri. — Og hvað er það? Hún lækkaði röddina. — Hvernig fóruð þjer að vita, að það var jeg sem stal kápunni? Sjáið þið til, þetta var eina tilvilj- unin i sögunni — sem enginn gal skýrl. Og jeg get það ekki heldur. MÓÐIR FORSETANS. Mynd þessi er af frú James Roose- velt, móður Bandaríkjaforseta. Er verið að festa á hana heiðurspen- ing Albert Einsteins á Waldorf- Astoria gistihúsinu í New York, fyrir störf hennar í mannúðarþágu. Hertoginn af Windsor, sem eigi hefir haft fastan samastað síðan liann flýði land og konungdóm fyrir hálfu öðru ári, er nú að reisa bú, Hann hefir leigt sjer hús skamt frá París og mun liann ætla að verða þar Iengi, þvi að hann er að flytja þangað húsgögn þau, sem hann átti í Englandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.