Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Qupperneq 2

Fálkinn - 15.10.1938, Qupperneq 2
2 F Á L K 1 N N ----- GAMLA BlO --------- Erfðaskrá gullnemans. Afar skemtileg gamanmynd, frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: GÖG & GOKKE. Gamla Bíó sýnir á næstunni nýja Metro Goldwyn kvikmynd. Heitir hún Erfðaskrá gullnemans. Tvö lang- stærstu hlutverkin eru leikin af hin- um ágætu skopleikurum, Gög og Gokke, sem mörgum bíógestum eru að góðu kunnir, og vakið hafa liress- andi hlátur hvarvetna, þar sem þeir hafa sýnt sig á leiksviði. — Tveir gullgrafarar eru á ferð eftir eyðilegum þjóðvegi vestur í Ameríku. Þeir eru fátækir og veð- urbarðir. För þeirra er heitið til námubæjarins Brushwood Gulch. Ferðin gengur seint. Þeir eru þreyttir af langri göngu og liafa auk þess blóðlatan múlasna í eftirdragi. Á veginum ekur póstvagninn fram á þá, og verða þeir harla glaðir, er þeir fá far með honum. í póstvagn- inum er ein kona. Þeir verða dóna- lega nærgöngulir við hana, svo að hún bregst mjög reið við. Þegar hún kemur til ákvörðunar- staðarins verður það uppvíst, að hún er eiginkona bæjarfógetans, sem tekur á móti henni. Hún ber sig upp undan dónunum, og maður hennar verður svo reiður, að hann segist skuli láta skjóta þá, ef þeir hypji sig ekki hið bráðasta á braut, svo að þeir flýja í dauðans ofboði. En það tekur ekki betra við fyrir aumingja gullgröfurunum, því þó að þeir hafi komist undan bæjarfóget- anum, lenda þeir i höndunum á samviskulausum slægðarref, Mickey Finn hóteleiganda. Og svona rekur hvert óhappið annað. — En öll jel birtir upp um siðir, og að lokum sleppa þeir úr klóm hóteleigandans og halda áfram ferð sinni til námu- bæjarins, í besta skapi eins og ekk- ert mótdrægt hafi hent þá. Kvikmyndin Erfðaskrá gullnem- ans er sprenglilægileg, og svipbrigða- list þeirra fjelaganna er alveg ein- stök í sinni röð. HANN GRÆÐIR Á VALENTINO. Þegar Rudolf Valentino dó árið 1926, hepnaðist manni einum, Emil Jansen, að tryggja sjer einkarjett á einni af frægustu kvikmyndunum, sem Valentino ljek í, „Synir sjeiks- ins“. Hann keypti kvikmyndina fyr- ir smánarverð. Þessi kvikmynd hefir nú gengið um heiminn í 12 ár og verið sýnd í 5500 kvikmyndaleik- húsum. Og Jansen telur sig hafa grætt tvær miljónir á henni. Þar sem nú kvikmyndin lieldur sömu vinsældum og fyrir 12 árum, þá getur enn dropið drjúgt í vasa Jan- sen af þessari mynd. Kristján Skagfjörð, stórkaupm., varð 55 ára il þ. m. Jósef Björnsson á Svarfhóli, Borgarfirði, varð 60 ára 12. þ.m. Frú Sigurlaug Jakobsdóttir Hraunsholti við Hafnarfjörð, verður ðO ára lð. þ. m. Guðrún Gísladótlir, Ijósmóðir á Akranesi, varð 70 ára 8. þ. m. Einar Erlendsson, húsameistari, verður 55 áira 15. þ. m. Jón Iljaltalín Sigurðsson pró- fessor verður 60 ára 15. þ. m. Guðsteinn Jónsson, starfsm. hjá Slálurf. SI. varð 75 ára 12. þ. m. Frú Guðbjörg Loftsdóttir Loka- stíg 15, verður 60 ára lð þ. m. ------ NÝJA BlÓ. ----------- Dóttir dalanna. Afburða skemtileg amerisk kvikmynd frá Fox film. Aðalhlutverkið leikur skauta- drotningin SONJA HENIE. ásamt DON AMACE, JEAN HERSHOLT CESAR ItOMERO o. fl. Þetta er stærsta, fjölbreyttasta og langskemtilegasta mynd, sem Sonja Henie hefir leikið í til þessa. Leikurinn fer fram í New York, Paris og í norsku sueitaþorpi. Nýja Bíó sýnir bráðum skemti- lega kvikmynd frá Fox-fjelaginu, með nafninu Dóttir dalanna. Það mun áreiðanlega vekja athygli allra kvikmyndavina, að annað aðalhlut- verkið í myndinni, dóttir dalanna, ei leikið af skautadrotningunni frægu, Sonju Ilenie. En hún hefir þegar sýnt það í nokkrum myndum, að henni er fleira til lista lagt en fara á skautum. Sonja Henie þykir mjög góð leikkona, og er mjög eftirsótt af amerískum kvikmyndafjelögum, og vitanlega gerir skautaleikni henn- ar sitt til að svo er. Fyrir fáum vikum sýndi Nýja Bíó Sonju Henie myiul, sem vakti mikla hrifningu. Og þó er þössi mynd, Dóttir dalanna, talin betri. — Ungur Amerikani, Duke Sor- gent, hefir unnið sjer mikla hylli sem „slagara“-tónskáld. Lög lians tala til fólksins og þó einkum til kvenna, sem hann hefir mikið vald yfir. Einn góðan veðurdag ákveður hann ásamt fjelaga sínum Jimmy Hall, sem er maður geðugur og duglegur, að fljúga til Evrópu, og er förinni heitið til París. Ilin skapmikla vinkona Duke setur sig mjög á móti þessu ferðalagi, en fær engu um þokað. Svo fljúga þeir fje- lagar, en í staðinn fyrir að „troða up])“ í París, eins og þeir ætluðu sjer, nauðlenda þeir í Noregi og lýkur hjer fyrsta þætti. í Noregi hitta þeir fjelagar norska þorpsstúlku, Þrúðu litlu (Sonja Henie) og spinst þarna ástaræfin- týri milli hennar og annars Amer- ikanans. Þetta eru aðeins upphafsdræjttirn- ir að langri og efnismikilli mynd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.