Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1938, Page 4

Fálkinn - 15.10.1938, Page 4
4 F Á L K I N N RJETTIR Hrafnagilsrjett i Eijjafirði. Undanfarnar vikur hafa rjetl- ir verið haldnar um land alt. Hundruð liraustra manna yngri og eldri hafa haldið úr hygð- unum inn í öræfi til þess að safna saman fje því, sem rekið liafði verið á afrjettina i vor. Flestir fóru þeir að heiman full- ir tilhlökkunar og ánægju, þrátt fyrir stritið sem þeir vissu að mundi bíða þeirra i fjallferð- inni. Vegna livers hlakka þeir til ferðarinnar? Er það ekki vegna þess að það hvílir einhver æfintýrablær yfir þessum ferð- um, æfintýri, sem aldrei skulu hverfa úr minni og. oft eru síð- ar rifjuð upp? Og svo er það þetta, sem ekki má gleymast í sambandi við fjallferðirnar, þegar litið er til einstaklingsins, og það er að mega vera dög- um saman í hópi glaðra fjelaga, eftir annir, og að vissu leyti ein- angrun, heyskapartímans. Lag- ið er tekið, sagðar sögur, mest af þeim eldri, frá löngu liðnum fjallferðum, stundum i meira lagi „spennandi“. Ungu menn- irnir reyna afl sitt, glíma eða þá skemta sjer við aðra leiki. Og svo er stundum gripið til pytlunnar, einkum við upphaf og endi fjallferðarinnar. Hún herst milli manna og myndar bræðralag, sem að vísu verður ekki altaf jafn endingargott. — Fátt er það sem gamlir sveita- menn minnast með jafnmiklum fögnuði, þegar þeir líta yfir æfi sína frá löngu liðnum árum, eins og þess, er þeir fóru i göng- ur eða riðu til fjalls. Hjá þeim bærir sjer svipuð tilfinning, eins og hjá sjómanninum, er i landi situr á gamalsaldri. Hann er ekki lengur fær að fylgja hin- um yngri út í baráttuna við Ægi, og sveitamaðurinn er elcki lengur gangnafær. Hann þolir ekki áreynsluna er fjallferð- unum fylgja. Hann er bardaga- maðurinn, er ekki veldur vopn- um lengur. Á tilsettum degi koma þeir til hygða gangnamennirnir með „safnið“. Það er tilkomumikil sjón að sjá það liðast niður hlíðar og hæðir, eins og foss- andi fljól eða á, í einum aðal- straum. Og fólkið á bæjunum, sem „safnið“ fer framhjá liorfir á eftir þvi þar sem það liðast um móa og mýrar, mela eða börð uns áfangastaðnum, rjett- unum er náð, þar sem þetta fljót verður klofið í smákvíslar. En meðan þessu öllu hefir farið fram hefir fólkið í bygð- inni ekki verið iðjulaust. Heima löndin hafa verið söfnuð, og óskilafjeð er rekið saman við afrjetlafjeð, og í birtingu næsta dag skal byrjað að draga í sundur allan þenna aragrúa, sem þarna er saman kominn. Aðeins ein, oft óróafull nótt, og svo rennur upp hinn mikli dag- ur, rjettadagurinn. Til hans hefur lengi verið hlakkað af mörgu litlu fólki, sem hefur fengið fyrir löngu loforð um „að ríða í rjetlirnar“. Og fuílorðna fólkið, að sjálf- sögðu einkum karlmennirnir, eiga sína tilhlökkun, þó að hún sje nokkuð annars eðlis en barnanna. Fjármennirnir hlakka til að heimta kindurnar sínar af fjalli. Þær eru vinir hans, sem hann hlakkar til að sjá. Það er ekki mikill fjármaður, sem ekki þykir vænt um kind- urnar sinar og þekkir þær hverja um sig sem einstakling, þó að margar sjeu. Á rjettanóttina eru víða haldn ar skemtanir, dansað og leikið sjer með ýmsu móti, þvi að rjettirnar eru hátíðatími, á viss- an liátt einskonar uppskeruhá- tíð. Heyönnunum er lokið. Af- rakstur jarðar, hey og garð- ávöxtur er komið i hús eða undir torf, og sláturtíðin að hefjast. Stundum gerist liávaða- samt á þessum samkomum, því að fólk er alment í stemningu, og oft setur nokkur drykkju- skapur blett á þær. Það er dansað alla nóttina og fram á morgun, þangað til onnir rjettadagsins, sundur- drátturinn, slítur piltana frá stúlkunum. Kunnastar fyrir gleðskap hjer á Suðurlandi eru Skeiðarjettir, Landrjettir og Þverárrjett í Borgarfirði, sem allar draga til sín fjölda fólks á hverju ári, og er sagt að lífið gangi þarna lystuglega til. — Við fyrsta hanagal á rjelta- dagsmorguninn fer fólkið á bæj- unum að hreyfa sig. Börnunum, sem ætla í rjettirnar hefir ekki komið blundur á brá alla nótt- ina af tilhlökkun. Hestarnir eru sóttir og lagt á þá. Síðan er kaffið drukkið og snætt sem best, þó að lystin sje litil svo snemma morguns, til þess að reyna að fyrirbyggja rjettasult- inn. Sumir taka með sjer nesti. Þá er stigið á bak og riðið til rjetta „og lileypt á brott undir loftsins þök“. Það er mikil um- ferð um veginn og allar leiðir liggja að sama punkti — til rjettanna. í fyrstu er liópurinn smár, sem heldur að heiman frá hverjum bæ, en hópunum slær saman, og þegar nálgast rjelt- irnar er þarna heil fylking á ferð. Gráhærðir öldungar, mið- aldra menn og ungir, og dreng- ir, sem aldrei finst ferðin nógu fljótt ganga, ríða þarna lilið við hlið, enda þótt framsæknin sje ef til vill mest í litlu strákun- um. Og á eftir kemur svo hóp- ur af lafmóðum hundum, sem eiga fult í fangi með að fylgja húsbændum sínum, er þeir ríða sem greiðast á Ieið til rjettanna. Þegar það stór hópur manna er kominn til rjetta, að rjetta- fært þykir er fyrsti hópurinn úr gerðinu þar sem fjeð hefir verið byrgt um nóttina rekinn inn í almenninginn, sem er venjulega stór hringur í miðju rjettahverfinu, þar sem sund- urdrátturinn á fjenu fer fram, en út frá honum í allar áttir Iiggja svo smárjettir, kallaðir dilkar, sem liver um sig er ætl- aður vissu bæjahverfi fyrir fje sitt. Og nú er uppi fótur og fit. Almenningurinn fyllist af fje. Þarna eru hornprúðir hrútar, sem gnæfa yfir allar aðrar kind- ur og halda hópinn eftir sumar- langar samvistir. Og þarna eru ær, sem eru fullar óróa, að hafa sjeð af lömbunúm sínum. Og jarmandi lömb, er mist hafa mæðranna í þessari iðandi kös. Og loks smálömb, sem stóru kindurnar eru alveg að troða undir niður í saurinn. — Innan um öll þessi ólíku sauðarhöfuð má sjá ólik mannshöfuð hvert öðru. Það er þröng í almenn- ingnum til að byrja með, en fyrir dugnað dráttarmannanna rýmkast fljótt, og þegar næst- um alt fjeð í almenningnum er gengið út, skipar rjettarstjórinn að reka inn á nýjan leik. Og svona gengur það koll af kolli þangað til búið er að draga það fje, sem díregið verður. Af- gangurinn er boðinn upp af hreppstjóranum. Menn bjóða í og aðrir „bjóða betur“ og enn aðrir best, er verða svo eig- endur kindanna sem seldar eru. • Fjarri fer þvi að allir, sem ríða i rjettirnar fari þangað ein- göngu til þess að draga fje. Margir fara þangað til þess að hitta menn að máli, ræða um landsins gagn og nauðsynjar og gleðjast með glöðum. Margir „þurrir“ verða „votir“ þenna dag. Nauðsyn brýtur lög. Og öllum leyfist að fá sjer dálítið „neðan í því“ í rjettunum. Fjölda margir,, sem bragða ann- ars aldrei áfengi, fá sjer á rjetta pelann lil þess að gleðja kunn- ingja sína og styrkja bræðra- böndin, og það er dæmt vægara en við önnur tækifæri, þó að sjá megi vín á mönnum i rjetl- um. — Ekki er það óalgengt að menn jafni reikningana og geri upp sakir sínar við þessi tækifæri. Innan um blíðmælin

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.