Fálkinn - 13.01.1939, Side 3
FÁLKINN
3
EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS 25 ÁRA
Þann 17. janúar 1914 var Eim-
skipafjelag íslands stofnað á fjöl-
mennum fundi hjer í Reykjavik, og
verður það því 25 ára gamalt um
þessar mundir. Fáar munu þær
stofnanir vera hjer á landi, sem
unnið hafa meira fyrir sjálfstæði og
hag hirinar íslensku þjóðar en Eim-
Emil Nielsen.
fl/rsti framkuœmdarstjóri fjelagsins.
skipafjelagið. Það var stofnað af
nauðsyn með samtökum allra lands-
manna, og það hefir verið rekið með
hagsýni og hyggindum og með al-
þjóðarhag fyrir augum alt frá því,
er það hóf starfsemi sina. Þess
vegna hefir það altaf átt öruggum
vinsældum að fagna, og þjóðin liefir
litið á það sem sitt óskabarn, og
óneitanlega má hún vera hreýkin af
því.
Aðdragandi.
Það væri of löng saga að rekja
hjer aðdragandann að stofnun fje-
lagsins, en þó skal lítið eitt að því
máli vikið. Eins og kunugt er höfðu
allar millilandasiglingar við ísland
verið í höndum erlendra sltipafje-
Iaga um langan aldur. Var það
lengst um Sameinaða fjelagið, sem
hafði þær siglingar með höndum
og rjeði tilhögun þeirra og farm-
gjöldum. Var landsmönnum margt ó-
hægt i viðskiftum sínum við það.
Fjelaginu var stjórnað i Kaupmanna-
höfn, af mönnum, sem lítt þektu til
hags og liátta lijer á landi, skips-
hafnirnar voru útlendar og skildu
ekki mál landsmanna, ferðir oft ó-
hentugar og alt of fáar. Alla sam-
kepni vantaði. Árið 1909 varð nokk-
ur breytíng á þessu. Samdi lands-
stjórnin þá við Thorefjelagið um
strandferðir og millilandaferðir, þar
á meðal fastar Hamborgarferðir. Á-
höfn strandferðaskipanna var að
mestu islensk. Jafnframt hjelt Sam-
einaða fjelagið áfram siglirigum síu-
um hingað fyrir ríkissjóðsstyrk.
Fjölgaði nú ferðunum að mun og
þótti flestum um hafa batnað. En
árið 1912 gafst Thorefjelagið upp á
samningi sinum, og alþingi sá sjer
eigi annað fært en að leysa það frá
honum. Þegar hjer var komið voru
ýmsar tillögur uppi á alþingi um
það, hvað til hragðs skyldi taka.
Vildu margir að landssjóður yrði
látinn kaupa skip og gera út sjálfur
enda voru strandferðaskip Thore-
fjelagsins til sölu með aðgengilegu
verði. En allar umhótatillögur í þessa
átt, sem að verulegu gagni gælu
komið voru feldar eða þær dagaði
uppi á þinginu, og seint á árinu
1812 samdi landsstjórnin á ný við
Sameinaða fjelagið um að taka að
sjer siglingarnar. Var það fjelag þá
aftur orðið eitt um hituna, og reynsl-
an varð sú, að í ársbyrjun 1913
hækkuðu öll farmgjöld gífurlega.
Nam sú hækkun rúmlega 200 þúsund
krónum á ári miðað við flutninga-
rr.agnið næsta ár á undan. Var nú
flestum nóg boðið og þótti mál til
komið, að íslendingar hæfist handa
um framkvæmdir.
Hugmyndin um stofnun íslensKS
eimskipafjelags var engan veginn ny,
en nú var fylling timans komin. Fyr-
ir forgöngu nokkurra manna í
Reykjavík var undir árslokin 1912
og fyrra hluta ársins 1913 unnið
kappsamlega að undirbúningi fje-
lagsstofnunar í því skyni að íslend-
ingar tækju samgöngurnar á sjó í
sinar hendur. Bráðabirgðastjórn var
kosin, og áttu sæti i henni Thor Jen-
sen formaður, Sveinn Björnsson rit-
ari, Eggert Claessen g'aldkeri, Jón
Þorláksson, Jón Björnsson, Jón
Gunnarsson og Ólafur G. Eyjólfsson.
Sendu þessir menn ásamt ýmsurn
fleiri lilutaútboðsbrjef út um alt
land og til Vesturheims I marsmán-
uði 1913. Var þar boðið út hlutafje
að uphæð 385 þús. kr. til byggingar
tveggja skipa. Brugðust menn svo
vel við áskorun þessari, að fá dæmi
eru til. Þegar stofnfundur fjelagsins
var haldinn þann 17. janúar 1914,
höfðu safnast í loforðum hjer-á landi
um 320 þús. kr., en i Vesturheimi
um 160 þús. kr., eða með öðrum
orðum allmiklu hærri upphæð en
ff.rið hafði verið fram á í útboðs-
hrjefinu.
Stjórn fjelagsins.
Fyrsta stjórn fjelagsins, er kosin
vrr á stofnfundi, var þannig skipuð:
Sveinn Björnsson formaður, Ólafur
Johnsson ritari, Eggert Claesse 1
gjaldkeri, Halldór Daníelsson, Garð-
ar Gíslason, Jón Gunnarsson og Jón
Björnsson og síðar í hans stað Oi-
geir Friðgeirsson. Fyrstu árin var
stjórnin skipuð 7 mönnum, en á
aðalfundi 1916 var ákveðið, að fjölga
þeim upp í 9. Eru 6 kosnir af hlut-
höfum á íslandi, 2 af hluthöfum i
Vesturheimi og einn skipaður af
landsstjórninni. Formenn fjelagsins
hafa verið: Sveinn Björnsson 1914—
20 og 1924—26, Pjetur A. Ólafsson
1920—24 og Eggert Claessen siðan
1926. Er hann eini maðurinn, sem
liefir átt sæti í stjórn fjelagsins frá
upphafi til þessa dags, auk þess sem
hann átti sæti í bráðabirgðastjórn
þeirri, sem vann að undirbúningi
fjelagsstofnunarinnar.
Framkvæmdarstjóri fjelagsins frá
byrjun var rúðinn Emil Nielsen, þá-
verandi skipstjóri á „Sterling“. Gat
hann sjer hvers manns traust og
virðingu fyrir stjórn sína á fjelag-
inu, hyggindi og ráðdeild í hvívetna.
Ljet liann af störfum sem fram-
kvæmdarstjóri árið 1930, en starfar
enn i þjónustu fjelagsins sem um-
sjónarmaður. Eftirmaður Emils Niel-
sens, Guðmundur Vilhjálmsson, nú-
verandi framkvæmdarstjóri, hefir
reynst fjelaginu hinn nýtasti maður
og í sumum greinum fyrirrennara
sínum fremri.
Skipastóllinn.
Fyrsta skip Eimskipafjelagsins,
„Gullfoss“, kom hingað til lands í
aprílmánuði árið 1915. Honum var
tekið með miklum fögnuði, hvar sem
hann kom, svo að sliks eru fá dæmi.
Sama var að segja um „Goðafoss“,
er kom heim til íslands í lok júní-
múnaðar sama ár. Þjóðin sá þúsund
vonir rætast, þegar hin fögru skip
Guðmundur Vilhjálmsson.
núv/erandi framkvœmarstjóri.
rendu að landi. Þvi miður átti
„Goðafoss“ skamma ævi. Hann fórst
siðasta dag nóvembermánaðar 1916
við Straumnes, norðan við Aðalvík.
Þá varð þjóðarsorg. 1 stað hans
keypti fjelagið „Lagarfoss“ í árs-
byrjun 1917 og rak síðan siglingar
sínar með tveimur skipum til ársins
1921. Þá bættist fjelaginu nýtt skip.
„Goðafoss“ hinn yngri, er það hafði
látið smíða. Árið 1927 bættist við
fjórða skipið í flotann. Það var hið
fagra og vandaða kæliskip „Brúa"-
foss“. Árið eftir keypti fjelagið „Sel-
foss“ (áður ,,Willemoes“) af ríkis-
stjórninni, og árið 1930 eignaðist
fjelagið sjötta skipið, „Dettifoss“,
nýtt skip og vandað. Síðan liefir fje-
lagið ekki bætt við sig skipum, en
eins og kunnugt er orðið, hefir fje-
lagið ákveðið að bæta við sig nýju
og vönduðu farþegaskipi, sem að
slærð, hraða og öllum útbúnaði tek-
ur langt fram öllum þeim skipum,
sem verið hafa í íslandsferðum hing-
að tií. Mun verða byrjað á smíði
þess nú á næstunni.
Skipstjórar á skipum fjelagsins eru
þessir: Sigurður Pjetursson á „Gull-
fossi“, sem liefir verið skipstjóri á
lionum frá byrjun, Jón Eiríksson á
„Lagarfossi“, Pjetur Björnsson á
„Goðafossi“, Júlíus Júliníusson á „Brú-
arfossi“, Ásgeir Jónasson á „Selfossi“
cg Einar Stefánsson á „Dettifossi“.
Siglingar fjelagsins.
Þegar fyrstu skip fjelagsins hófu
siglingar, var heimsstyrjöldin skollin
á og allar siglingar hjer i álfu á-
hættusamar og ýmsum erfiðleikum
bundnar. Fyrstu árin sigldu „Foss-
arriir“ milli íslands og Bretlands og
Danmerkur, og vildi þeim aldrei
nein slys til. En í ársbyrjun 1917
hófu Þjóðverjar liinn svonefnda ó-
takmarkaða kafbátahernað, sem lok-
aði með öllu hinum venjulegu sigl-
ii.galeiðum íslensku skipanna. Hóf
fjelagið þá siglingar til Ameríku, og
voru skip þess i förum þangað, það
sem eftir var ófriðarins og að nokk-
uru leyti lengur. Hefði á þeim árum
illa farið fyrir íslendingum, ef þeir
hefðu eigi átt skip sjálfir. Það hefði
orðið landssvelta. Eftir að stríðinu
Framh. á bls. 15.
Skipastóll Eimskipafjelagsins.