Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Qupperneq 5

Fálkinn - 13.01.1939, Qupperneq 5
K Á L K 1 N N 5 Heilög dýr og hjátrú í sambandi við þau. Náttúran hefir jafnan leikið stór- an ])átt í breytni mannanna og þ': ekki síst hjá gömlum og frumstæð- um þjóðum, sem mjög eru háðar dutlungum hennar. Náttúran, með ölluin sinum lífþrungnu frumefn- um og einkennilegu fyrirhrigðum, befir altaf verið dýrkuð og tilbeðin og sett i samband við „yfirnáttur- lega“ krafta. Náttúrufyrirbrigði eins og sól, máni, haf og vindur hafa altaf haft mjög mikla þýðingu fyrir ímyndun og trúarlegar hugmyndir frumstæðra þjóða, þar eð álitið var að þau stæðu i sambandi við guð- dómleg máttarvöld. Ekki hvað minst hefir hin lifandi náttúra — dýrin — gefið ímynd- unarafli mannanna byr undir vængi, og það er ekkert undarlegt, þegar við athugum alla þá margbreytni, sem þar á sjer stað. Því að ekkert er margbreytilegra og merkilegra en dýraríkið: í allskonar lögun og litum hefir máttur skaparans fengið þar útrás, i skriðkvikindum og fugl- um, alt frá minstu skordýrum til hinna ægilegustu forynjudýra, alt frá slöngum og skjaldbökum til ó- geðslegustu apategunda og risavöxr.- ustu sjávardýra. Totem-dýrkunin. Meðal Indiána og einstakra svert- ingjakynflokka á sjer stað einskonar dýratilbeiðsla, hin svokallaða Tot- em-dýrkun. Hún er fólgin í útnefn- ingu ýmsra dýra, sem vera skulu verndardýr kynþáttarins eða fjöl- skyldunnar’. Frá þessari dýrkun ma rekja uppruna að hinum mörgu dýraheitum á kynflokkum Indíán- anna, heiti, sem með meira eða minna litskrúðugum lýsingarorðum koma fyrir í öllum Indíánasögum: „Rauði björninn", Svarti örninn'* o. s'. frv. „Heilög“ dýr. Við skulum nú athuga nokkur af þeim dýrum, sem í sjerstökum mæii hafa notið hollustu og dýrkunar mannanna, og skal þá fyrst mint á það þektasta a.f þeim öllum: uxann Apis — sem var dýrkaður og heilag- ur talinn meðal Forn-Egifta. í Apis sá lýðurinn mynd guðdómsins, þar meinlaus kvenmaður, af óhlönduðu kyni. Alls dvaldist Thomson i hálf- an mánuð hjá þessu fólki. Bál kynt í trjánum. Eitt sinn dvaldi Thomson meðal manna, er heima áttu við geysistórt flóaflæmi, og lifðu þeir mest á fugla- veiðum. Var þarna livergi svo stórt land, að hægt væri að hafa þar nátt- stað, og gerðu menn sjer smápalla i greinum trjánna, til þess að athafna sig á. Þarna var sofið og gerður eld- ur til að mátreiða við. En um fenið var farið á stuttum barkarbátum. Segir Thomson að það hafi verið ógleymanleg sjón. að sjá sólarupprás og sólarlag úr þessum fágætu nátt- slöðum, en einnig hafi verið mjög tilkomumikið að sjá bálin í trján- um, sem sjá inátti í allar áttir, spegi- ast i vatnsfletinum. Margt bar skrítið við þessi þrjú ár, sem Thomson dvaldi í Arnhem- landi, sem ekki verður greint lijer. Hann eignaðist þar góðan vin meðal innborinna manna, er Raivala lijet, og fylgdi hann honum hvert sem hann fór, og átti Thomson honum mikið að launa. sem hann leit svo á að sál Osirls, yfirguðsins, hefði tekið sjer hú- stað í líkama hans. Þegar dýrið dó, var þjóðarsorg, og var þá strax farið að leita að öðrum Apis, sem þurfti að hafa viss einkenni: hann álti að vera svartur með arnarmynd á hakinu, hvítan hlett á hægri sið- unni og ennfremur mynd af tordýfli undir tungunni (að slík einkenni finnist á einum og sama kálfi er nu harla ósennilet). Fyndist nú dýr sein uppfylti þessi einkenni, var því fagnað sem nýjum Apis og ásamt móðurinni farið með það til Memfis í hátíðlegustu skrúðgöngú. Þar var það svo „sett inn í em- Lætti" með mikilli viðhöfn, sem var engú minni en nú er þá er þjóð- höfðing'um er fagnað. Á siðari öld- um liafa fundist stórar klettagrafir, þar sein þessi heilögu dýr hafa verið smurð og lögð í stórar kistur úr granit. Iíötturinn var í Englandi hinu forna hei- lagt dýr. Það var viðlögð dauða- ri fsing að drepa kött. Sumstaðar i landinu var guðdómurinn táknaður með kattarhöfði, og fegurstu graf- hýsi voru búin til fyrir þessi dýr. Venjulega voru þau smurð, og í Memfis einni hafa fundist flei.'i þúsundir af kattamúmíum. Annars- staðar voru þeir brendir, ásamt kattamyndum í bronsi, trje eða sleini. Allir kettir, sem drápust í nágrenninu voru fluttir til grafhýs- anna með mikilli viðhöfn. 1 Algier í Norður-Afríku finnast enn leifar af einskonar kattadýrkun, þar eð bannað er að drepa þessi dýr. Vilji nú einliver losna við kött- inn sinn, verður hann að „kasta honum út“ — til sliks staðar liefir ni. a. verið valin stór vík við hafið, sem umlukt er snarbröttum hömr- Lim á aðra hliðina, en opnu hafi á hina. Þarna safnast saman þúsundir katta, sem eiga harla auma tilveru, þangað til miskunsöm flóðbylgjan hellir sjer yfir þessa dauðadæmdu hjörð og her hana til hafs. Ljónið. Að konungur dýranna, Ljónið, hefir verkað örfandi á imyndunarafl mannanna segir sig sjálft. í fyrsta lagi sem tákn hugrekkis .og hreysti (það hefir iðulega verið' sett á skjaldarmerki). Hjá fornaldarþjóð- um var það álitið standa guðdómin- um mjög nærri. Margar egiftskar guðamyndir voru með ljónshöfðum, og í liofum í Egiftalandi voru höfð lifandi ljón sem heilög dýr og fulltrúar sjálfs guðdómsins. í Litlu-Asiu og Grikk- landi liafa fundist fjölda margar myndir af ljónum, ýmist sem tákn hugrekkis og krafta eða þá sem guðamyndir. Hinn heilagi tordýfill — hjöllutegund —- hefir verið mikið dýrkaður, svo að mörg hinna stærri d’ýra mættu öfunda hann af. Forn- Egiftar skreyttu musteri sín með myndum af þessum dýruin, og það var mynd hins heilaga tordýfils sem heilagur Apis átti að hafa á tung- uiini. Fornaldarþjóðirnar höfðu yfirleiít einkennilegar hugmyndir um þessi skritnu dýr. Þau voru, að skoðuu þeirra, öllsömul stríðshetjur, klædd pansara og brynju. Þau voru vígð lielgidóminum, og verndaði sjálf myndin ein af þeim, mennina frá illum öndum. — Myndir af þeim voru lagðar á brjóst dauðra manna, og bornar af lifandi mönnum sem verndartákn gegn veikindum og dauða. Hvíti fíllinn. Venjulegur fíll hefir aldrei verið settur neitt í samband við guðdóm- inn. Hvíti fíllinn hefir aftur á móti, einkum í Síam, verið dáður og dýrkaður. Hvítir fílar eru sem sje mjög sjaldgæfir og flestir þeirra cins og t. d. þeir sem hafa hvíta bletti á. höfðinu hafa verið þvegnir upp úr tamarínvatni og við það fengið nokkru ljósari lit. Hulmanapinn. Annað heilagasta dýr Indlands en fíllinn er svokallaður hulmanapi. Innfæddir menn halda, að sálir þeirra taki sjer hústað í þessuin dýrum eftir dauðann, og umhyggjan fyrir þeim er því fram úr öllu hófi. Dæmi eru til um það, að stofhuð hafa verið sjúkraskýli, þar sem þessum öpum hefir verið veitt hjúkrun. Ilver sá er vogar sjer að drepa liulmanapa, á það á hættu að týna lífi sinu. Slangan. Að lokum skal svo minst á sjálf- an „demóninn“ meðal dýranna — slönguna. Og það er ekki að undra, þó að þetta dýr, sem öllum mönnum finst svo ógeðslegt, hafi gefið í- myndunarafli frumstæðra þjóða nokkuð lausan tauminn. Hjá mörg - um var slangan heilagt dýr. Og þ'að hafði þunga hegningu í för með sjer að særa slöngu eða drepa. —- Já, alt til vorra daga eru til slöngur -—• meira að segja hræðilegustu eit- urslöngur — sem friðaðar eru vegna heilagleikal! þeirra. Það hafa einkum verið vondir andar eða ill öfl, sem sett hafa veriv í samband við slönguna, þar eð fólk lifði i þeirri trú, að hún væri sendiboði djöfulsins og allra hans ára. í mörgum tri'iarbrögðum hugsa menn sjer t. d. djöfulinn I slöngu- mynd, og slöngutáknið i allskonar trúða- og töfrakiinstum er i nánu samræmi við hið „demoniska" eðli dýrsins. KVIKMYNDALEIKKONAN HEDY LAMARR, hefur nýlega vakið á sjer mikla ai- hygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Álgiers“. — Pílagrímur. Margur Reykvíkingur hefur ef- laust undanfarnar vikur tekið eftir mjög undarlegum manni á götum bæjarins. Bæði útlit hans og klæðn- aður er mjög frábrugðið því sem maður á að venjast um nútimamenn. Maður þessi á heima í Betlehem og hc-itir Jo.han Baptiste Miiller, en er fæddur og uppalinn í Bayern i Þýskalandi. Jolian Baptiste Miiller klæðist svörtum, víðum kufli, og hefur ilskó á fótum sjer. Andlit hans er mikilúðlegt og skegg liefur hann mikið, er nær niður á bringu. — Eftir nokkurt yeraldlegt mót- læti gerðist hann mikill trúmaður, seldi eignir sinar og gaf fátækum, og fór pílagrimsför til Betleliem. Hann bar allþungan kross á herðum sjer alla leið frá Bayern og þangað. Árið 1933 reisti hann kross sinn á liinu fræga Taborfjalli i Palestínu. En ekki hjelt hann kyrru fyrir eftir þetta, heldur lagði upp í nýja för víða um lönd. Hefnr hann heimsótt marga helga staði, og ber á hrjóst- inu ýmsa minjagripi frá þeim, sem er eina skrautið er liann hleður ut- an á sig. Erindi sitt lil liinna ýriisu landa telur hann þó einkum vera það að vinna að friði. Spáir hann því — og spámannlegur er hann sannarlega — að mikil friðaröld muni bráðum renna upp i heiminum. Hingað kom Johan Baptiste Miiller í fyrra mánuði frá Norðurlöndur.i, eltir að hafa ferðast um þau þver og endilöng, og hjeðan ætlar liann inn- anskamms til Bretlandseyja. Kænn maður. Duglegur ítali sótti um konsúls- stöðu í Kína og var spurður eftir- farandi spurningar: — Hafið þjer gert yður grein fyrir því að einn maður er sjaldan skip- aður konsúll í því landi, þar sem hann kann ekki málið? Jeg geri ekki ráð fyrir að þjer kunnið kín- versku? Maðurinn glotti hressilega: — Ef þjer viljið leggja fyrir mig spurningu á kínversku, er það mjer mesta ánægja að svara henni. Útbreiðið Fálkann!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.