Fálkinn - 13.01.1939, Blaðsíða 12
12
: F 'Á L K 1 N N
WYNDHAM MARTYN: 25
Manndrápseyjan.
æstur, „ef jeg væri frú Cleeve mundi jeg
ekki vilja hafa Tilly nærri mjer. Það er ekki
meira en klukkutími síðan hún sagði við
mig: ,Allir sem hafa gert mjer ilt, skulu fá
sína refsingu/ sagði ’ún. ,Þú staist spari-
sjóðspeningunum mínum og þú skalt fá
þína, og frú Cleeve harði mig í ásjónuna
svo að blæddi, og hún skal fá sína.‘ Það voru.
Iiennar óhreytt orð.“
„Hlægilegt,“ sagði Dayne, „frú Cleeve get-
ur að vísu verið orðhvöss, en hún mundi al-
drei berja stúlkuna sína.“
„Meira hatur,“ sagði Dayne, er þeir hjeldu
áfram liann og Trent. „Jeg hefi aldrei vitað
annað eins liatur og er hjer á þessari eyju.
Hann var svei mjer tekinn á orðinu, Maims
vesalingurinn,“ Dayne hló. „Heyrið þjer, jeg
hjelt að þjer væruð alt öðruvísi maður,
þangað til þjer fleygðuð honum af stólnum.
Áður svo friðsamlegur og meinleysislegur,
og svo alt í einu nýr maður. Þjer hljótið að
vera fílsterkur!“
„Jeg get orðið óþolinmóður stundum,“
svaraði Trent, „jeg hefi afar mikið að gera
i vetur og svo keniur það upp úr kafinu að
jeg verð að hýrast hjer fram á vor. Konan
mín heldur víst að jeg sje dauður. Maims
varaði mig við að fara of nærri eyjunni, en
það er illur ári í mjer eins og í Sókrates
gamla, og hann sagði injer að það væri
hættulaust. Skyldi annars vera ómögulegt
að komast hjeðan?“
Ekki sjóleiðis. Það er margrevnt. Stórir
hátar komast ekki að og smábáta fyllir und-
ir eins. Það var svei mjer glæfralegt að sjá
til ykkar í morgun. Phyllis hjelt hvað eftir
annað að þið væruð farnir.“
„Hún er jmdisleg manneskja,“ sagði Trent,
„og bróðir hennar er einhver myndarlegasli
pilturinn, sem jeg hefi sjeð. Hversyegna
skyldi ungfrú Ahtee vera svo uppsigað við
hann. Hann var eins og manndrápari þegar
hún var að tala við mig undir horðum.“
„Þarna sjáið þjer — meira hatur. Mr.
Ahtee hefir víst rjett fyrir sjer í því, að
Fratton ráði ríkjum hjer ennþá. Hann skrif-
ar sjálfur, að bölvun hans sje þreföld. Þeir
sem dvelja hjer missa fyrst geðslagið, svo
líkamann og síðast sálina. Jeg vil ekki segja,
að jeg trúi því síðasta, en jeg veit að fyrir
vorið erum við öll komin í hár saman.
„Hver er það, sem þjer hafið sjerstaklega
lagt halur á?“
„Hugh. Hann er illa af guði gefinn og von-
brigðin yfir því, að vinna ekki ástir Phyllis,
hafa gerl hann alveg vitlausan. Upp á síð-
kastið er hann farinn að koma með svívirði-
legar aðdróttanir í garð Phyllis, sem enginn
getur tekið þegjandi til lengdar. Bara að
hann væri eins stór og sterkur og þjer, mr.
Antliony!“
„Kæfið þjer það í yður,“ sagði Trent. „Þjer
eruð ekki vanur að verða fyrir hatri, þess-
vegna hefir það svona áhrif á yður.“
„Phyllis tekur sjer það nærri líka. Hann
er altaf að tala um, að jeg muni lepja dauð-
ann úr skel og hún með mjer. Auk þess
gerir Cleeve liana órólega. Hann er svo mis-
lyndur.“
„Kærir ungfrú Ahtee sig nokkuð um
hann?“
„Við hjeldum það áður, en hún er orðin
svo breytt. Við verðum öll vitlaus. Þjer
verðið að reyna að koma fyrir okkur vitinu.“
Trent mintist þess, sem brytinni í Harbour
Bar hafði sagt. „Kemur þeim vel saman,
feðginunum?“
„Það var skrítið að þjer skylduð spyrja
um það. Jeg held nefnilega að hún hafi lagt
hatur á Athee. Einu sinni hlustaði jeg á
þau rifast. Jeg skildi ekki hvað þau sögðu,
því þau töluðu livorki frönsku, spönsku,
ítölsku nje þýsku, en þau mál skil jeg sæmi-
lega. Mjer fanst það mundu vera austur-
landamál, sem þau töluðu. En ef að þjer
hefðuð sjeð andlitið á Erissu þá, munduð
þjer ekki hafa verið í vafa um, að hún
hataði hann.“
„Hvern á jeg þá að hata?“ sagði Trenl,
„jeg verð að tolla í tískunni. Jeg neita að
taka áskorun Cleeves.“
„Þjer skuluð samt vara yður á honum ef
hann reiðist. Hann er ágætur hnefaleikari.
Annars hefi jeg óljóst hugboð um, að Ahtee
sje ekki sjerlega hrifinn af yður lieldur.
Hann leit svo einkennilega til yðar þegar
hann hjelt að þjer munduð ekki vilja gera
myndir í bókina hans.“
„Þökk fyrir,“ sagði Trent hlæjandi, „þá
á jeg líka lagsmann í þessum dularfulla
leik.“
„Við spilum öll hæversklega,“ sagði Dayne,
„við erum ekki hrottaleg, lieldur látprúð, al-
veg eins og Jeffry Fratton. Hugli er sá eini,
sem stundum gleymir þessu, enda hefir
hann fengið slæmt uppeldi. -—- Nú er rjett
svo að við höfum tíma til að hafa fataskifti
fyrir miðdegisverðinn.“
Það var orðið áliðið kvölds þegar Ahtee
byrjaði á síðasta þættinum í æfisögu Fratt-
ons. Hann virtist ekki setja það fyrir sig,
að hinir gestirnir höfðu heyrt áður það sem
hann sagði mr. Anthony frá Boston, því að
hann afsakaði það ekki einu orði við þá. Og
hinu tók Trent líka eftir, hve mikla eftirtekt
alt fólkið veitti frásögn hans. Ahtee sagði
prýðilega frá. Trent fanst liann liljóta að
kenna samúðar með söguhetju sinni, þó að
mennirnir væru ólíkir. Kanske var þetta að-
ferð sem hann liafði til þess að eyða til-
breytingarleysinu. Kanske langaði mr. Ahtee
undir niðri til þess að hafa skifti á tísku-
búningnum og skartklæðunum, sem sjóræn-
ingjarnir gengu í í þá tíð, sem Fratton rjeð
lögum og lofum á eyjunni. Mr. Athee sagði
frá Rauða-Pjetri og gat þess, að það hefði
ekki verið vegna liárlitsins sem hann fjekk
nafnið, heldur vegna þess að hann gekk
jafnan í rauðum fötum. „Það getur hugs-
ast,“ sagði mr. Ahtee til skýringar á því, að
Fratton drap hann, „að Jeffry hafi verið
sjerstaklega illa við rauða litinn, sem Pjetur
bar altaf utan á sjer, eða litblærinn hafi
ekki verið honum að skapi.“ Hann leit til
óboðna gestsins. „Þjer skiljið vist hvað jeg
á við, úr því að þjer eruð málari.“
„Já, í því tilliti liefi jeg fulla samúð með
honum.“
„Af myndum frá þessum tíma sjáum við
að sjóræningjarnir voru farnir að klæðast
sem aðalsmenn,“ hjelt mr. Ahtee áfram, „og
jeg get hugsað mjer, að Fratton, sem átti
aðalsmann að föður og sem móður átti
jarlsdóttur, hafi ekki þolað að sjá þessa
flökkumenn hafsins kjæðast búningi, sem
þeir höfðu engan rjett til.“
„Þar er jeg alveg á sama máli og hann,“
sagði frú Hydon Cleeve, sem var í betra
skapi en lmn hafði verið lengi, eftir að hafa
átt tal við nýja gestinn. „Það kernur ekki
oft fyrir, að jeg er á sama máli og Fratton.
En í þessu hafði hann alveg rjett fyrir sjer.
í þá daga átti maður ekki á hættu að villast
á þjónunum og sínum eigin gestum. En jeg
hefði kunnað betur við Fratton ef hann liefði
ekki verið jafn vakinn og sofinn í því að
hatast við alt og alla eins og liann var.“
„Munið, að lieimurinn hafði verið hon-
um liarður. Hann liafði tekið frá honum
konuna sem elskaði liann.“
„Það var einkennilega að orði komist,“
sagði Trent. „Því segið þjer ekki: konuna,
sem Fratton elskaði?“
„Af því að jafn dramblátur maður og
Fratton var, elskaði ekki neitt nema sjálfan
sig. Jeg er ekki í vafa um að það var þetta,
að hún giftist öðrum manni, sem gerði hann
fjandsamlegan öllum. Sumir menn þola háð
heimsins ver en nokkuð annað, og liver er
sá, sein ekki lilær að forsmáðum biðli. Hvar
gat hann leitað huggunar nema i hefndinni?“
„En hann fjekk háðulegan dauðdaga,“
sagði frú Cleeve.
„Það vil jeg ekki segja,“ svaraði Ahtee,
„hann kom því til leiðar sem liann ætlaði
sjer. Þeir sem höfðu gert honum ilt voru
dauðir. Það voru ekki fleiri eftir, sem refsa
þurfti, og þá dó liann sjálfur, til þess að fá
aðstöðu til þess að pína sálir hatursmanna
sinna hinumegin grafarinnar. Það var lians
sigur.“
„Sigur!“ Frú Cleeve hló hæðnihlátur. „Jeg
kalla það ekki sigur, að svelta í hel á eyðiey.“
„Hvað varð af fjársjóðnum stórmógúls-
ins?“ spurði Trent.
„Þeir hurfu! Fratton sökti þeim i neðan-
sjávarhellana undir björgum þeim, sem
við köllum Manndrápsey. Enginn átti að
fá að njóta þess, sem hann fekk ekki að
njóta sjálfur. Það má guð vita til livaða
stranda hafstraumarnir kunna að liafa borið
þessa fjársjóði á umliðnum tvö hundruð ár-
um. Með púðrinu, sem varð eftir sprengdi
Fratton burt jarðveginn og lausagrjótið af
klettunum og gerði leiðina upp á eyjuna ó-
færa. Manndrápseyjan varð minnismerki,
sem liann setti sjálfum sjer.“
„Hann hefir verið brjálaður,“ sagði Trent.
Ahtee liorfði spyrjandi á liann. „Getið
þjer skorið úr liver er brjálaður og hver
með fullu viti? Jeg liugsa ekki. En máske
hafið þjer rjetl fyrir yður, setjum svo að
hann liafi verið brjálaður. Hverju skiftir
það eiginlega? Iívaða varúðarráðstafanir
munduð þjer gera ef þjer hittuð hrjálaðan
mann?“
„Yenjulega veit maður það ekki fyr en
það er orðið of seint.“
„Einmitt. Það er hjálp liinna brjáluðu,“
sagði Abtee og liorfði vandræðalega kring-
um sig. „Jeg vona að það sje enginn brjál-
aður lijer nærstaddur.“
„Ekki skal jeg fortaka það,“ það var Da-
yne, sem reyndi að taka upp ljettara hjal.
„Jeg talaði við förunaut mr. Ahtees í dag, og