Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Síða 13

Fálkinn - 13.01.1939, Síða 13
F A L K 1 N N 13 Setjið þið saman! 143. Skák nr. 46. 1. 2. 3. k. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. U. 15. 16. a—a—a—a—á—ad—an — an a r— dam—el—er—fje—gran—i—i—in—iú —i s—j ó n—1 y n d—mer—m at—m o n— mund—mouth—nú—ný—org—ráð— rík—ró—seg—sig—stór—tann—tjón t o—u—u 11—u n g—u r—ú r. 1. Borg á Spáni 2. Spök 3. Land í Asíu 4. Minjagripur 5. Ávextir (i. Ormur 7. Konungleg ráðstefna 8. Karlmannsnafn 9. Áhald 10. Borg í Englandi. 11. Nafn á bók 12. Tala 13. Kvenmaður 14. Karlmannsnafn 15. Mikill skaði 10. Hljóðfæri (þágufall) 17. Það sem ekki hefir skeð fyr. Samstöfurnar eru alls 43 og á að húa til úr þeim 17 orð er svari til skýrjngarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftuslu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn tveggja sögualdarhetja. Strikið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. Pjetursborg 1914. Spænski leikurinn. Hvítt: Dr. Em. Lasker. Svart: J. R. Capablanca. 1. e2—e4, e7—e5; 2. Rgl—f3. Rb8—c6; 3. Bfl^bð, a7—a6; 4. Bb5 xc6, d7xc6; 5. d2—d4, (Ef 5. Rf3x e5, þá Dd8—d4) 5...... e5xdl; (Sumir 'telja Bc8—g4 betri leik.) 6. Ddlxd4, Dd8xd4; (Þvingað). 7. Rf3 xd4. (Hvítt stendur betur. Svart hef- ir, að vísu, tvo biskupa, en hvítu peðin konungsmegin eru miklu meira virði en svörtu peðin drotn- ingarmegin. Staðan er þó ekki tai- in unnin á hvitt.) 7....Bf8—d6; 8. Rbl—c3, Rg8—e7; (Sumir álíta að betra liefði verið að leika drotn- ingarbiskupnum út og undirbúu hrókun drotningarmegin. Varlega ver-ður þó að teljast að hróka kon- ungsmegin vegna peðayfirburðn hvíts þeim megin á borðinu.) 9. o—o,o—o; 10. f2—f4, (Capablancn álítur þetta ekki góðan leik) 10. . . . Hf8—e8; 11 Itd4—b3, f7—f6; 12. f4—f5, (Capablanca álítur þetta ekki góðan leik og heldur því fram að hann hefði átt að ná a. m. k. jafn- tcfli, vegna þess að peðið á e4 verði veikt. Aftur á móti álítur Edw. Lask- cr leikinn mjög sterkan.) 12. . . . b7 b6; 13. Bci—f4, Bc8—b7; (Betra var Bd6xf4.) 14. Bf4xd6! c7xd6; 15. Rb3—d4, Ha8—d8; 16. Rd4—e6, Hd8—d7; 17. Hal~dl, Re7—c8. 18. Hfl—f2, b6—b5; 19. Hf2—d2, (bind- ur riddarann á c8) 19 .... Hd7—• e7; 20. b2— b4! (Lokar biskupinn inni. Það er ógerningur að frelsa stöðu svarts nema með þvi að fórna skiftamun á e6). 20..... Kg8—f7; 21. a2—a3, Bb7—a8; (Svart getur ekkert annað en beðið átekta). 22. Kgl—f2, He7—a7; 23. g2—g4, h7— h6; 24. Hd2—d3, a6—a5; 25. h2— h4, aöxb4; 26. a3xb4, Ha7—e7; 27. Kf2—f3, He8—-g8; 28. Kf3—f4, g7— g6; 29. Hd3—g3, g6—g5-f; 30. Kf4 —g3, Rc8—b6; 31. h4xg5, h6xg5; 32. Hg3—h3, He7—d7; 33. Kf3—g3!, Ba8—b7; 34. e4—e5!! (Fallegur endir.) 34. .... d6xe5; 35. Rc3—e4!!, Rc6—d5; (Ef 35.... Hd7xdl; mátar hvítt í þriðja leik.) 36. Re6—c5. (Að líkind- um er það sálfræðingurinn Lasker, sem krefst þess að þannig sé leikið. Svart hefði aldrei svarað leiknum HdlxdS.) 36......Bb7—c8; 37. Rc5 xd7, Bc8xd7; 38. Hh3-h7+ Kf7— e8; 39. Hdl~al, Ke8—d8; 40. Hal— a8+ Bd7—c8; 41. Re4—c5, gefið. I.ærdómsrík skák. Dr. Emanúel Lasker er fæddur i Berlinchen, Prússlandi 24. des. 1868. Hann var heimsmeistari í skák frá 1894—1921. Sumir telja hann sterk- asta skákmann allra tíma. hann sagðist mölva gat á hausinn á fólki með hamri, ef það væri of vinnuhart við hann.“ „Jeg skal svei mjer ekki láta stúlkuna mína koma of nærri honum,“ sagði frú Cleeve. „Þau hatast, og hún kemst í geðs- hræringu af þvi að sjá hann.“ Trent gat ekki stilt sig um að spyrja: „Er liægt að kenna áhrifum frá Fratton um það?“ „Vafalaust,“ svaraði Ahtee fljótlega, „jeg er sannfærður um, að öll sú ógæfa og ömur- leiki, sem orðið hefir hjer á eyjunni — og getur komið f>æir framvegis, stendur í sambandi við liið óslökkvandi hatur þessa manns.“ XVIII. kapítuli. Það var komið yfir miðnætti þegar Trent kom upp í hið ágæta, stóra svefnherbergi í „piparsveinaálmunni," sem honum hafði ver- ið valið. Það voru tvær álmur á húsinu en í miðbyggingunni voru lierbergi frú Cleeve og gestaibúðir. í Iiinni álmunni voru herbergi mr. Ahtee og dóttur hans, og náðu þau yfir alla efri liæð álmunnar, að því er Trent skildist. Úr gluggunum sá Trent ekki annað en trje og runna. Nóttin var mild og þoka yfir. Trent kveikti i pípu sinni og hagræddi sjer i stórum hægindastól. í gær hafði hann verið frjáls maður, í dag var hann af frjáls- um viija staddur á eyðiey og útilokaður frá umheiminum. Skyldi hann aldrei hætta að láta stjórnast af skyndilegum innblæstri og gera alt ])að sem honum datt í hug? Nú mundi konan hans, sem var á Florida, í heimsókn hjá frænda Curtis Welds og konu hans, hráðum fá að vita hvar hann var nið- urkominn. Og Swithin — livað mundi hann gera þegar liann fengi skilaboðin frá Trent um að fara austur yfir? Trent vissi, að Weld yngri mundi verða lireykinn af að fá að hjálpa lionum. Trent hafði skrifað Swithin langt brjef áður en hann fór um 'borð með Maims. Hugur hans hvarflaði til gestanna í liús- inu. Seinni hluti kvöldsins hafði farið í það, að spila óvenjulega skemtilegt bridge við Erissu, frú Cleeve og húsbóndann. Trent vissi að margar konur spiluðu ágætlega þelta uppáhalds spil hans. Hann hafði rekist á það bæði í New York og London, en hann hafði ekki átt von. á, að jafn ung og falleg stúlka og Erissa var, væri í þeim hópi. Frú Cleeve spilaði vel, en sagði oft nokkuð djarft. Hvað fjórða manninn snerti þá hafði Trent aldrei i sinni miklu reynslu bitt jafn slung- inn spilara. Frú Cleeve tapaði yfir tuttugu af dollurum, sem hún lijelt sig skulda Curtis Weld. Gamla konan kom við og við með nístandi athugasemdir um það, að Erissa skyldi fremur kjósa að spila á spil en dansa með unga fólkinu. „Mr. Dayne spilar líka vel,“ sagði hún. „En liann liefir kanske ekki efni á að spila við yður. Ávani yðar, að bjóða upp fyrir meðspilandanum er oft nokkuð dýr,“ sagði Ahtee og brosti. Trent tók eftir því, að Erissa var oft að skjóta augunum til Cleeve, sem sat í hæg- indastól og ljet sem hann væri að lesa. En þegar hann bað hana um dans, eftir að hætt var að spila, svaraði hún því til, að hún væri of þreytt til að dansa. Um klukkan tvö, þegar Trent þóttist viss um að nábúar hans væru sofnaðir, læddist liann ofan, opnaði útidyrnar og fór út í myrkrið. Hann skálmaði ekki ögrandi að kyprustrjánum eins og frú Cleeve hafði gert, en nálgaðist þau hægt og varlega. Honum þótti þessi trjáaröð afar athyglisverð. Úr sluigga þeirra var það, sem eitthvað hafði seilst eftir frú Cleeve. Þó að Trent þekti mörg sálfræðileg fyrir- brigði og hefði upplifað margt, sem ekki var hægt að skýra með hinum kunnu náttúru- lögmálum, var honum þó nær að halda, að það sem gamla konan hafði upplifað þarna, væri af mannavöldum. En hver gat það verið þarna á Manndrápsey, sem gat gengið nokkuð til að drepa hana? Hann hafði spurt Dayne um vjelstjórann og liann hafði gefið honum besta vitnisburð. Garðyrkjumaðurinn fekk líka besta orð. Eigi að síður einsetti Trent sjer að hafa gætur á þeim. Ahtee hafði verið að tala um röð af hell- um, þar sem Fratton liafði leitað hælis, er leiðangurinn sem gerður var út eftir honum og fjársjóðnum hafði ráðist á hann. Þessir hellar voru að nokkru leyti undir sjó, en Fratton hafði tekist að hafast þar við í þrjá mánuði og draga fram lífið á þeim litla matarforða, scm honum hafði tekist að ná með sjer. En á þessum tíma hafði skyr- bjúgur komið upp meðal leiðangursmanna og þeir hrukku allir upp af. Það var hugsan- legt að einliver vinnumaðurinn sem þarna

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.