Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 7

Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 7
F A L Ií I N N 7 LITIL PRINSESSA SKIRÐ. Fyrir nokkru var dóttir grísku krónprinslijónanna skírð í höllinni i Aþenu. Á myndinni sjest Georg konungur (t. h.) og Páll krónprins ásáint Frederiku krónprinsessu og þeirri'nýskirðu, sem heitir Soffía. LIDA BAROVA. Hjer birtist ein af síðustu mynd- um, sem teknar hafa verið af þýsku leikkonunni Lida Barova. Hún er gift hinum kunna leikara Gustaf Frölich, sem allir bíógestir kannast við. „FOKIN í ROKINU". Bók Margrete Mitchell með jiessu nafni hefir vakið heimsathygli og nú er farið að kvikmynda hana. Það verður enska leikkonan Vivien Leigh, er sjest hjer á myndinni, sem leikur aðalhlutverkið. HERTOGAHJONIN AF WINDSOR. Þau eru altaf í Frakklandi, dvöldu í París fram eftir vetrinum en eru nú á vetrarskemtistaðnum í Antibes. lljer sjást þau á járnbrautarstöðinni þar, með hunda sína. SJALFBOÐALIÐAR I ENGLANDI. Enska stjprnin liefir í vetur útbýtt miljónum eintaka af bók um skyld- ur þjóðar, ef ófrið beri að höndum. Hjer sjest póstheri með hlaða af þessari „handbók fyrir hvern mann" UTVARPAÐ BLAÐ. í St. Louis í Ameríku eru menn nú farnir að útvarpa skrifuðum blöðum til Jcaupenda. Hjer á myndinni sjest senditækið. NÝI HÆSTARJETTARDÓMARINN. „SAGRADA FAMILIA“ heitir kirkjan sem sjest hjer að of- an. Er hún i Barcelona og smíði hennar nýlokið. Það tók fjölda mörg ár að smíða kirkjuna enda er hún stórkostlegt listaverk. AMY JOHNSON. Hin fræga flugkona Amy Johnson, sem áður var gift fluggarpnum Mollison en skildi við hann vegna þess að hann svallaði svo mikið, er líka vön að stýra bifreið og tók þátt í síðasta Monte Carlohlaupi. Hjer er hún ásamt samferðakonu sinni í hlaupinu. Það vakti eftirtekt um allan heim, er Roosevelt skipaði Gyðing í hæsta- rjettardómarasæti í Bandaríkjunum, einmitt um það leyti, sem Þjóðverjar hömuðust sem mest gegn Gyðingum. Hjer er þessi dómari: Felix Frank- furter, prófessor við Harvard-há- skólann. Hann er fæddur í Wien árið 1882. GRASGJÖF AÐ VETRARLAGI. Enskur bóndi hefir tekið upp þann sið að rækta gras allan vetur- inn með rafmagni — og gela kúnum sínum það grænt af ljánum. Segir hann að nytin hafi vaxið mik- ið við þetta. KÍNVERJAR ætla að halda áfram striðinu við Japani, hvað sem tautar. Myndin sýn ir kínverska hershöfðingjann Cheu Cheng, sem hefur lýst yfir því að Kínverjar niúni ekki hætta stríðinu fyr en hver einasti Japani sje rek- inn úr Kina. FRÁ KATALÓNÍU. Eigi verður með orðum lýst þeiin hörmungum, sem Kataloníubúar hafa átt við að striða undanfarin ár og ekki síst síðan Barcelona fjell í hendur E'ranco. Flýði þá fólk úr borginni, hundruðum þúsunda sam- an, svo að krökt varð af flótta- inönnum á öllum vegum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.