Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VHCt/Ytf LEÆNbURMIR Býjasta nýtt - skíðabjól. í Sankt-Moritz í Sviss er j)etla skrítna skiðahjól orðið mjög vin- sælt. Það líkist allmikið venjulegu reiðhjóli, en í staðinn fyrir hjól, eru hafðir tveir stultir meiðar — (skíða) Það er fjaðraseta — og auk |)ess framhjóls-„bremsa“ eins og sjá má af myndinni. Sje bremsan notuð, er smáspaða aftan við framskíðið ýtt niður, og með jiví má stöðva ferðina. Það er sagt að með þessu einkennilega „hjóii“ megi ná feikna- ferð. Et' kalt er í veðri er gott að nota smokka þegar hjólað er. Kliptu tvö stykki af vaxdúk með |)ví sniði, sem sýnt er á mynd 1 — j)essi stykki eiga að mynda smokka. Úr ullartaui eða þá úr skinni eru klipt tvö stykki af alveg sömu stærð, í fóður, einungis dá- litið lengri, sjá punktalínuna, efst á myndinni. Saumaðu svo smokk- ana saman, og láttu fóðrið vita inn, eins og sýnl er á mynd 2. Að lok- um er framkanturinn hrettur inn á við og saumaður með traustum nálsporum, svo að smokkurinn, l)eg- ar búið er að sauma hann, lítur út eins og á mynd 3, er sýnir hvernig hann er festur við hjólstýrið með leðurspotta. Ægileaur bardaoi í frumskóginum. Enskur ferðalangur í Afríku segir frá viðburði er fyrir hann kom, i eftirfarandi sögu: Dag nokkurn j)egar jeg sat fyrir utan tjald mitt kom fylgdarmaður- inn minn þjótandi til mín og sagði, að niður við fljótið lægi risavaxinn krókódill og svæfi. Jeg þreif byss- una mína á augabragði og þaut nið- ur að fljótinu. Alveg rjett. Stærsti krókódíll sem jeg hef noklcurn tíma sjeð, lá þarna og vermdi sig i sól- inni nokkurn spöl frá fljótinu. Jeg var i þann veginn að miða byss- unni, þegar skrjáfaði í grasþykninu rjett hjá skriðdýrinu — þetta var þá ógurlega stór kyrkislanga, sem með mestu hægð nálgaðist krókó- dílinn. Það leit út fyrir að slangan fylgdi ákveðinni aðferð er hún færð- ist nær — og •—• í einu kasti fleygði hún sjer yfir krókódílinn og vafði sig utan um hálsinn á honum, en festi rófuna við stóran stein. Krókó- díllinn vaknaði við vondan draum. Og nú hófst harður bardagi. Eftir að viðureignin hafði staðið fjórð- ung stundar, misti slarigan takið á steininum. Krókódíilinn ætlaði nú ekki að verða seinn á sjer að not- færa sjer þetta, hann drógst niður að fljótinu, ákveðinn í að drekkja óvininum. En á síðasta augnabliki náði slangan taki um sterka trjá- grein — og hún hjelt. — Kraftar krókódilsins virtust vera á þrotum — eða var hann að gera sjer upp. Hinn risavaxni skrokkur lians hvarf ofan í vatnið, svo að haus slöng- unnar fylgdi með. Til þess að forð- ast druknun varð siangan að losa um takið. En ekki liafði slangan los- að sig fyr en krókódíllinn klipti af henni hausinn með gininu. En þrátt fyrir þetta var krókódíllinn ekki laus við slönguna. Þegar hún var í dauðateygjunum jókst henni svo afl, að hún braut hvert bein í krókódilnum, svo að hann ljet lífið eins og hún. Þegar menn roðna, hvort heldur er af blygðun, gleði, feimni eða reiði kemur roðinn ekki aðeins fram i andlitinu. Á fólki sem gengur mik- ið til nakið má sjá, að það roðnar alveg niður undir mjaðmir. Setjiðþið saman! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. U. 15. 16. 17. 18. 19. LOFTDROTNINGIN 1939. Sylvia litla Bremridge, sjö ára, hefir verið kjörin loftdrotning fyrir árið 1939, af flugmannaklúbbnum i Brooklyn, en í þeim klúbbi er faðir hennar kennari. Sylvía hefir flogið frá því hún var á 2. árinu og hún er ákveðin i þvi að stjórna flugvjel þegar hún verður stór. — Maðurinn, sem heldur á henni á öxlinni er pabbi hennar. Árið 1938 voru framleiddir 70 miljón liektolítrar af víni í Frakk- landi og nýlendum Frakklands i Norður-Afríku. Vínframleiðsian i Ítalíu, Portúgal og Grikkland var 60 miljón hektolítrar til samans. 1. Söguhetja i ælintýri 2. ítalskt mannsnafn 4. Ónefndur 3. íslenskt mannSnafn 7. Skapanorn 8. Eggver 9. Konuheili 10. Ræðari 11. Bull 12. Fræg kvikmynd 13. Veggprýði 14. Örnefni 15. Jarðgöng 16. Ótrúr 17. Japanskur herforingi 18. Fuglamál 19. Viður. Samstöfurnar eru alls 43 og á að búa til úr þeim 19 orð er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn Iveggja fornskálda. Strikið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. a—a—a—a—a—al—all—-ar- —ar—ask björg—ert—eyj—för—garg—gi— gríms—grá gæs—i—ir—karl—laus— 1 ás—iaus—mann—má 1—mon—nafn - nel—nik—no—o—o—orð—ra—róðr — rúm—sess—skess—tun—trje—u—u— un—und—umb—urð—us—voð—verk ull—ur. DIMITRI STÓRFURSTI, frændi Nikulásar Rússakeisara á heima i París og hefir lagt heilt járnbrautarnet í kjallaranum hjá sjer; hefir það kostað hann eina miljón franka, enda þótt liann haíi lagt það að mestu sjálfur. Á mynd- inni sjest stórfurstinn, þar sem hann er alveg upptekinn af járnbrautar- línum sínum. Margar miljónir manna veikjast á hvérju ári af malariu eða nýrna- köldu. Helsta meðal við þessum sjúk- dómi er kínin og er nær einum milljard kílógramma af þessu lyfi notað árlega í baráttunni gegn veik- inni. * Allt með íslenskum skipum! *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.