Fálkinn - 14.04.1939, Blaðsíða 15
FÁLKINN
15
Verslið þar sem þjer fáið:
Ávaxtadrykki
Sódavatn
frá
h.í. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Einkennilegur bær.
í Ameríku hefir verið stofnaður
einkennilegur bœr, sem heitir
Greenbell og er eitt sameignarfyrir-
tæki. í honum búa G98 fjölskyldur.
Af frjálsum vilja hafa þær komið
sjer saman um að framkvæma sam-
eignarliugsjónina, sem illa hefir
gengið að framkvæma til þessa.
íbúarnir eiga sameiginlega hverja
búð og hvert fyrirtæki í bænum.
Það eru stofnuð allskonar fjelög.
Hvert hlutabrjef kostar 10 dollara.
Hver fjölskylda má kaupa eins mörg
hlutabrjef og hún vill, en eigandi
margra hlutabrjefa liefir ekki meiri
ráð á sameiginlegum fundum en sá,
sem á aðeins eitt. Með þessu móti
verða íbúarnir hluthafar í öllum
verslunum, kjötverslunum, nýlendu-
vöruverslunum o. s. frv. Sjerhverí
fyrirtæki cr rekið af borgurunum
sjálfum og fyrir þá. Fjögra prósent
hagnaði er deilt út. Afganginum af
gróðanum er skift milli kaupend-
anna í hlutfalli við þau innkaup,
sem þeir hafa gert á árinu. Launin
í Greenbelt eru þetta frá 22 til 45
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B
Menn muna gæðin
löngu eftir að verðið er gleymt.
Reiðhjólin „ÖRNINN“ og „BAUER“ hafa hlotið viður-
kenningu hvers einasta notanda.
5 ára skrifleg ábyrgð fylgir hverju hjóli.
Laugaveg 8.
■■■■■■■■*■■■■■■■■10■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
dollarar um vikuna. Ef einhver liefir
meiri tekjur en þelta fær hann ekki
að vera í bænum! Húsmæðurnar
koma saman í hverri viku til þess
að rabha saman um verðið á liin-
um ýmsu vörutegundum. — Einn af
bæjarbúunum hefir haldið nákvæm-
an reikning uin tekjur sínar og gjöld.
Eftir átta mánuði liafði hann spar-
að saman 20 dollara. Fyrir þá upp-
hæð keypti hann lilutabrjef í sjúkra-
samlagi bæjarins, sem tryggir hand-
höfum læknislijálp og hjúkrun i
veikindum. Innritunargjald er 5
dollarar og vikuleg afborgun er 1.80
fyrir einstakling og 2.25 fyrir stóv-
ar fjölskyldur. Rikið hefir lagt fram
14 miljónir dollara til bæjarins og
8 þúsund verkamenn hafa verið
önnum kafnir að leggja ljós og vatn-
leiðslur, byggja hús o. s. frv. —
Nýtísku skólar eru reistir þarna, hús
með glerþökum, svo að fólkið inegi
njóta sólarljóssins sem best. Raf-
magnsofnar eru í hverju húsi.
Negrarnir í Bandaríkjunum eiga
sjerstakan þjóðsöng. Hann byrjar á
orðunum „Brýn raustina og syng
—•“ og er samin af negrastúlku og
var sunginn opinberlega í fyrsta
sinn árið 1909 af negrastrákasöng-
flokki i Jacksonville i Florida.