Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.04.1939, Blaðsíða 4
4 FÁLKJNN « FJALLA-EYVINDUR ® Otilegumannasögurnar mynda allstóran þátt í islenskum þjóö- sögum og háfa jafnan verið mik- ið lesnar. Svo er um þær sem aðrar teg- undir þjóðsagna að þær eru mjög misjafnar að trúverðug- leik. Sú íslenskra útilegumanna- saga er fremst slendur livað þetta atriði snertir er sagan af Fjalla-Evvindi. Eldri kynslóðin kannast vel við sögu hans en sú yngri síður, og því cru birtir hjer aðalþættir hennar. Aðal- heimildina að henni er að sækja í þjóðsögur Jóns Árnasonar, en með því að þær eru í fárra hönd- um telst það engan veginn ó- þarft að gefa lesendum blaðsins kost á að kynnast henni. Æfi Eyvindar þangað til hann legst út. Eyvindur, síðar kallaður Fjalla- Eyvindur var fæddur i Illið i Ytri-Hrepp snemma á 18. öld. (Ártalið veit enginn). Hjetu for- eldrar lians Jón og Margrjet, og áttu þau margt barna. Koma þau engin við sögu og er ekki lield- ur vitað um nafn á þeim nema það að einn bræðra Eyvindar hjet Jón, og bjó liann lengi í Skipholti eftir föður sinn. Ey- vindur ólst upp hjá foreldrum sínum, og átti heima á æsku- stöðvum sínum þangað til bann varð fulltíða rnaður. Hann flytur þá að Traðarholti skamt frá Stokkseyri, og er þar í vinnumensku. Þar lenti liann í smáþjófnaði og varð að fara þaðan fyrir bragðið. En upphafið að þessu og ó- gæfu þeirri, er fylgdi honum jafnan síðan er það að hann á að liafa stolið ostbita frá föru- kerlingu er stödd var á bæ ein- um í Flóa skamt frá Traðarholti. Á kerling að hafa brugðisl mjög illa við og lagt það á hann að hann skyldi aldrei verða óstel- andi upp frá því. Vildi Eyvindur fyrir bvern mun friðmælast við lcerlinguna og fá liana til að afturkalla skelfingu þá, er hún hafði lagt á hann. En það þóttist hún ekki geta, en gerði þá brag- arbót að leggja á hann að hánn skyldi ekki komast undir manna Iiendur. Það er talið vist að frá Trað- arholti bafi Eyvindur farið til Vestfjarða og ráðist þar í visl til ekkju einnar, er Halla hjet og bjó á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum. Þótti Halla nokk- uð Iiörð i lund og illa kristin og vann ekki hylli fólks. Gerðist Eyvindur fyrirvinna hjá ekkj- unni. Tókust brátt með þeim ástir, og segir sagan að þau liafi verið gefin saman af prestinum á Stað i Aðalvik um miðja öld- ina. Nánustu lýsingar, sem til eru af Höllu og Eyvindi eru frá 1765, þá eru þau orðin útilegu- þjófar og er lýst eftir þeim á alþingi. Halla er: „lág og fattvaxin, mjög dimmlituð i andliti og höndum, skoleygð og brúna- þung, opinmynt, langleit og mjög svipill og ógeðsleg, dökk á hár, smálient og grannhent, brúkaði mikið tóbak“. Eyvindur: „er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlima- stór, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, bólu- grafinn, toginleitur, nokkuð þykkri efri en neðri vör, mjúk- máll og geðþýður, birtinr. og breinlátur í umgengni, blíðmæll- ur og góður vinnumaður, hagur á trje, og járn, lítt lesandi, ó- skrifandi, raular oft fyrir munni sjer rímu-erindi, oftasl afbak- að.“ Auk þess vat- hann manna fræknastur í íþróttum og á handahlaupum liefir bann senni- lega verið leiknari en nokkur annar fyr eða siðar, svo að bjarg- aði lionum oft undan bvgða- mönnum. Þá er og vitanlegt að hann liefir verið kænn og ráða- góður, enda reyndi oft á þá eig- inleika lians. Ekki verður vitað hve lengi þau Eyvindur og Halla hafi bú- ið á Hrafnsfjarðareyri, en það- an struku þau til óbygða og án efa fvrir þungar sakir, þó að eigi sje vitað hverjar þær voru. Börn höfðu þau átt, sem þau skildu eftir, en eitthvað af nauð- synleguslu búsmunum tóku þau með sjer. Útlegðartímabilið. Þau Eyvindur og Halla munu liafa verið í útlegð um 20 ár og má nærri geta hvernig líðan þeirra hefir verið með köflum á þessu langa timabili. Fyrst settust þau að á Hvera- völlum. Bygði Eyvindur þar kofa skamt frá einum hvernum þar sem þau suðu mat sinn. Á Hveravöllum var með þeim Arn- es útileguþjófur, sem Halla hafði átt vingott við, að því er sagan segir. (Um Arnes þennan er getið í Huld I. Hjelt hann einu sinni til í Akrafjalli, en löngu var það áður en hann slóst i l'ör með Eyvindi og Höllu). Meðan þau voru á Hveravöll- um stálu þeir Eyvindur og Arnes á einum fremsta bæ í Skagafirði og voru þeir eltir, en þeir sluppu undan. Öðru sinni ætluðu þeir að ræna skreiðarmenn, er fóru norður Kjalveg, en það fór nú ekki belur en svo, að Arnes var kjálkabrotinn í viðureigninni og bar þess aldrei bætur. Fremur lítið fulltingi hafði Eyvindur af Arnesi, vantaði hann bæði fræknleik og snar- ræði Eyvindar. Ekki liöfðu þeir lengi verið á Hveravöllum, þegar mönnum nyrðra þótti ilt að búa undir sauðaþjófnaði þeirra. — Gerðu bygðamenn leiðangur til að liand sama þá. Náðist Halla og var flutl til bygða, en Eyvindur og Arnes sluppu. Hjá kofa þeirra fanst mikið af sauðakjöti, sem leiðangursmenn hirtu, en áður en þeir hjeldu heim brendu þeir breysið. Veturinn eftir að kofa |ieirra bafði verið brent var mjög erf- iður og lifðu þeir mest á rjúpna- veiðum. Næsti fasti bústaður þeirra, sem vitað verður um, er inn hjá Hofsjökli, nálægt upptökum Þjórsár og er þá Halla með þeim, svo að tekist hefir lienni með einhverju móti að sleppa úr bvgð. Ekki leið á löngu að vart yrði við þau þar. Menn úr Hreppun- um fóru lil fjalls að tína grös og drepa álftir og fundu þeir Ey- vind. Eitt haustið voru fjárheimtur svo slæmar að Eyvindi var kent um og var því farið að leita bans. Komust bygðamenn á fjárslóð mikla, sem þeir röktu lengi á söndunum sunnan Hofsjökuls. Fylgdu þeir henni lengi, lengi, uns þeir komu að kol'a þeirra Eyvindar. Tókst Eyvindi með naumindum að fela búsmuni sína í feni einu skamt frá kof- anum. Að þessu sinni sluppu þau öll þrjú undan bygðamönn- um, en matföng sin mistu þau öll. Nú fór vetur í hönd og þau allslaus og má ætla að þau Ey- vindur og Halla hafi leitað til bygða til Jóns bónda i Skipholti, er bróðir var Eyvindar. Er eng- an veginn útilokað að Jóni hafi tekist að fela þau. Og liald er það manna að hann hafi oftar orðið þeim að liði. En þegar Eyvindur leitar ó- bygðanna næsta vor sest hann að i Eyvindarveri norður undir Sprengisandi, inn af svokölluð- um Holtamannaafrjetti. Þar bygði bann skála og hafa jafn- vel leifar hans sjest til þessa og fundist þar allmikið af ýmsum heinum. í Eyvindarveri var lengstur dvalartími þeirra. Ýmsar sögur ganga af því, bvort útilegufólkið hafi náðst og verður aldrei úr því skorið livað sannast er í þvi efni. En [jó er vitað með Arnes að hann var tekinn höndum og dæmdur til tukthúsvistar. Var liann þar IIjer sjúiö l>iö myncl af slaðnum þar sem talið er að þau Eyvindur og Halla sjeu grafin. Stendur þar ómerkilegnr- trjekross og úklappaður steinn. — Mgndin er gerð eftir teikningu Lárusar Sigurbjörnssonar rithöfundar. í þessari grein er sagt nokkuð frá mann- inum, sem lifað hefur lengur í útlegð en nokkur annar íslendingur nema þá ef vera kynni Grettir Ásmundarson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.