Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.04.1939, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 \ nokkurn tíma, en að því búnu slept. Arnes dó í Engey í hárri elli árið 1805 og var þá kominn á sveit. Jón Espólin segir í Árbókum sínum að Björn sterki lireppstjóri hal'i tekið þau Ey- vind og Höllu eftir að Arnes var horfinn frá þeim og var Halla hin erfiðasta, því að hún kom fvlgdarmanni Björns undir og bjó sig til að bita liann á bark- ann, þegar Björn kom honum til lijálpar. En sje þetta rjett, að þau hafi verið handtekin þá hafa þau sloppið úr fangelsi og kom- ist aftur í Eyvindarver. Eyvindur var hinn mesti fyrir- hyggjumaður og bjó sig undir öræfaveturinn sem best hann mátti, og í Eyvindarveri var skamt til matfanga. Hann drap þar stórfugla, svo sem álftir og gæsir, sem hann hljóp uppi er þær voru í sárum, fjárstuldur var honum þar tiltölulega liægur og auk þess aflaði hann silungs úr vötnum. En þrátt fyrir all þetta koma þeir vetur yfir þau, að bungur- örvílnun settist að þeim. Það var einu sinni síðla vetrar, skömmu í'yrir páska, að þau iiöfðu liðið mikið liungur. Líður svo öll páskavikan, að þau liafa ekkert til hjargar sjer. Á páska- dagsmorgun er liríðarveður. — Tekur þá Eyvindur Vídalíns- postillu, sem án efa hefir verið eina bókin í breysinu og vill lesa húslesturinn, því að Eyvindur var trúmaður, en Halla telur það úr og segir að það muni veita þeim litla saðningu. Þrátt fyrir bað les hann lesturinn og biður Faðirvor. — En þegar hann er longt kominn með það heyr- ist honum að komið sje við kofaliurðina. — Fer hann út og er þar þá kominn spikfeitur hestur. — Slátruðu þau Halla honum og átu hráan. — En sið- ar upplýstist það, að hesturinn var strokuhestur, frá Einari bónda á Barkarstöðum í Fljóts- ldíð og liafði hann verið keypt- ur sumarið áður norðan úr Bárðardal. Um sumarið fór Einar bóndi norður í land, þar sem hann átti miklar eignir, til að líta eftir þeim. Fór hann Sprengisand og fann hann á þeirri ferð Eyvind og Höllu og tók þau föst og fór með þau norður að Reykjalilíð, en fyr um sumarið liöfðu þau flutt sig til og fór Eyvindur í því eftir draumi, sem hann hafði dreymt. 1 hreysi þeirra fann Ein- ar bóndi liána af hesti sínum, er strokið hafði um veturinn, lausl fyrir páska. Þau Eyvindur og Halla voru nú um skeið í Reykjaldið. Kynti Eyvindur sig vel, en Halla miður. Höfð var á þeim allnáin gát. Einu sinni sem oftar var messað í Reykjahlíð. Vildi Ifalla ekki fara í kirkju, en Eyvindur fór, og tók sjer sæti á ysta bekk. Meðan presturinn var að tóna Um fyrirheit fórnarhugans. Eftir Halldór Jónsson sóknarprest að Reynivöllum. guðspjallið smeygði Eyvindur sjer út úr kirkjunni án þess eftir væri tekið. Niðaþoka var á og fanst hann hvergi, þó mann- söfnuður færi strax að leita hans. — Er myrk ])oka kölluð stundum síðan Eyvindarþoka. En það er af Eyvindi að segja, að hann faldi sig í hraunbolla skaml frá kirkjunni og var hans leitað langt yfir skamt. Veturinn eftir dvaldi Eyvind- ur í Herðubreiðarlindum og lifði þar eingöngu á liráu brossakjöti og hvannarótum. Síðla vetrar var mjög að honum sorfið, leit- aði liann ofan i Mývatnssveit og kom þar ó bæ einn. Kerling ein var heima og bað liann liana um mat og skó, en las lestur fvrir hana í staðinn. Kerlingu grunar ekki liver maðurinn sje. Spyr hann hana spjörunum úr um Höllu og Ey- vind og segir kerling honum bvar Halla sje niðurkomin. Að því búnu fer hann ])angað og nær í Röllu og kemst undan með liana til öræfanna. Síðustu útlegðarárin eiga þau Eyvindur og Halla að hafa dval- ið í Jökuldalsóbygðum og á Fljótsdalsheiði. Eltu Fljóts- dælingar Eyvind einu sinni á hestum, en liann sla])p undan á handahlauþum. Börn eignuðust þau á útlegð- arárunum og drekti IJalla þeim eða bar þau fyrir björg. Á Ey- vindi að hafa tekið barnaútburð- urinn miklu sárar en Höllu. Einni telpu, sem þau áttu, ætluðu þau líf og var hún kom- in nokkuð á annað ár, en einu sinni er þau voru elt af bygða- mönnum kastaði Halla henni fyrir björg og þólti betra að vita telpuna dána, en í höndum bygðamanna. Æfilok og niðurlag. Það er sögn sem tekin hefir altaf verið trúanleg að þau Ey- vindur og Halla liafi verið 20 ár í útlegð, en fengið þá frelsi. Er talið að þau hafi þá liorfið aftur að Hrafnsfjarðareyri og hafi borið þar loks beinin. Ekki þótti það eiga við að jarða þau, útlagana og sauða- þjófana, innan kirkjugarðs, og voru þau grafin í mýri einni skamt frá bænum. Var leiði þeirra hlaðið upp og liefir sjest móta fyrir því til þessa tíma. Annars er til sögn um það, að Halla íiafi dvalist í Mosfells- sveitinni seinustu æfistundirnar. Langaði hana jafnan lil fjall- anna og eina nötlina hvarf hún frá hænum og fanst hvergi. En nokkrum árum eftir hvarf henn- ar fanst lík af konu í Henglinum og var það hald manna, að það væri af Höllu, og hefði hún ætl- að að strjúka til öræfanna. En af þessum tveim sögnum um æfilok Höllu er hin fyrri miklu sennilegri. Eins og flestir Islendingar vita V. Sanngirni. Sumir útlendir menn eru sögu lands vors kunnugir og vita að hjer búa aðeins fáir tugir þúsunda. Þeir vita ennfremur að þó landið sje lít- ið, er það stórt, miðað við hið mikla fémenni. Loks að fyrir fáum ára- tugum var nálega alt ógert og verk- efni framtíðarinnar alveg risavaxið. Þeir mega dást að því, hvað lijer hefir þó verið gert og gera það sum- ir í einlægni. Stöku útlendur mað- ur, hefir tekið ástfóstri við landið og þjóðina, einkum vegna sögulegra minninga, og vegna fornbókment- anna. Þessu megum vjer að vísu fngna og vera þakklátir útlendum fslandsvinum. Þó þeir sjái, er hingað kemur rnargar misfellur, þá mæla þeir, sem rjett er, á vog bernskunnar, líkt og enginn furðar sig á þvi, þó barnið, sem er að byrja að ganga, sje valt á fótunum. Ymsir útlendingar, þó þeir sjeu fáir, laka vel eftir öllu sem hjer er að gerast og meta hverja við- leitni hinnar litlu þjóðar. Hlýr hug- ur slíkra vina er oss styrkur, eins og ávalt góðra manna. Og vel fer á því, er saman fer: lieill ættjarðarinnar, hin margvís- lega gleði sona hennar og dætra, i hvert sinn og stigið er gifturíkt spor, og viðurkenning þeirra, sem eru í fjarska, og fylgja hjer starfi og striði og eru svo viti bornir og góðvilj- aðir, að taka viljann fyrir verkið. hefir Jóhann Sigurjónsson snú- ið sögu Fjalla Eyvindar í leik af þeirri snilli, sem vart á sinn líka. Er það ekki ofmælt, þó að sagt sje, að íslenskt skáld liafi aldrei komist lengra á leikrita- sviðinu enn sem komið er. Hefir leikritið farið sigurför um flest menningarlönd heims og auk þess verið kvikmyndað. Mörgum Islendingum er leik- urinn i fersku minni fró 1930, er hann var sýndur hjer hvað eftir annað í sambandi við Al- þingishátíðina. Aðalhlutverkin fjögur: Ey- vindur (Ágúst Kvaran, síðar Gestur Pálsson), Halla (Anna Borg), Björn hreppstjóri (Þorst. Ö. Stephensen) og Arnes (Har. Björnsson) verða flestur er sáu ógleymanleg. Eins og sagan sjálf er leikur- inn harmleikur en þó í miklu ríkara mæli. Leikurinn hyrjar í birtu og sól, en endar með því að þau Eyvindur og Halla frjósa i hel inn á öræfunum eftir að ást þeirra er hrunnin út til ösku og hungrið og örvæntingin orðin einráð. Halla leikritsins er alt önnur kona en Halla þjóðsagnarinnar. — I stað Hölhi er hjer liefir ver- ið lýst að framan, sem er alt annað en geðfeld kona, hefir Jóhann Sigurjónsson skapað konu, sterka í ást og hatri, tigu- lega og fórnfúsa, í skemstu máli sagt, mikla konu, sem hlýtur allra aðdáun. Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist. Að láta sitt ljós lýsa öðrum mönn- um, er bæði heilög skylda að fornu cg nýju og ævarandi vegsemd. VI. Ævintýrið. Frá voru sjónarmiði, íslendinga, er það líkast ævintýri, hve mörgu, fjölmörgu hefir fleygt hjer fram, a fáeinum síðustu áratugum. í meir en þúsund ár var alt í sama farinu, en svo taka íslendingar fjörkipp, svo um munar, jafnhliða fengnu frelsi, að heita má. Að vísu var ógerningur að gera alla hluti í einu. En eigi verður annað sagt en hina síðustu áralugi hafi liendur verið látnar standa fram úr ermum um fjölmarga hluti og svo er alt fram á þenna dag. Þó hefir, á hinum siðustu árum sjerstaklega, hinum vinnandi liönd- um fækkað að sorglega miklum mun, vegna aðgerðaleysis, einmitt margra ungra manna, sem eiga að l)yggja upp liið nýja ísland framtíðarinnar, nema landið að nýju. Hinir eiginlegu landnámsmenn komu hingað að óbygðu landi, fyrir nokkrum öldum. Þeir komu úr fjar- lægum löndum og festu lijer bygðir og ból. — Vegna fjarlægðar fra öðrum löndum, einangrunar á úl- hafseyjunni, vorri fóstur- og feðra- jörð, vegna fátæktar, vankunnáttu og ósamlyndis, drógust þeir aftur úr, og kyrstaðan lijelst öld fram af öld. Þeir glötuðu frelsi sínu, af því þeir gátu ekki látið sjer koma sam- an. Kyrstaðan var að nokkru leyti syndagjöld, arfur eigin synda. En svo ól ættjörðin ágæta syni, sína velgerðarmenn, er börðust fyr- ir frelsi þjóðarinnar. Og eftir erfiða baráltu og átök þeirra, er gleymdu sjálfum sjer vegna ættjarðarinnar, ávanst frelsið að nýju smátt og smátt, og nú jer aðeins óstigið liið síðasta spor, hvenær sem sú fyll- ing timans kemur. Þaff er undir sjálfri þjóðinni komið. VII. En nú hefir hafist landnám að nýju, ekki af liálfu fólks er flutst hefir frá fjarlægum löndum, heldur þess fólks, er í landinu sjálfu býr, sona og dætra sjálfrar ættjarðav- innar. Það landnám, hið nýja land- nám, hefir nú staðið yfir nokkra hina siðustu áratugi, og því er ekki lokið enn. Hjer er aðeins um að ræða smávaxið upphaf, lítinn vísir að stórkostlegri fyrirætlun i hugum allra, er líta lengra fram en út yfir líðandi stund. Marga dreymir fagra drauma um þetta dásamlega land, þeir sjá ís- land framtíðarinnar i heillandi morgunroða, hið heillandi land, liið auðuga land, hið ástkæra land. Hver trúr ættjarðarsonur og dóttir, sem leggur fram krafta sina i þarfir ætt- jarðarinnar, vegna þess, að hann veit, að heilög skyldan kallar, hjálp- ar til þess, að draumarnir, hug- sjónir rætist. „Sá sem sparar aldrei afl aldrei svikur lífsins tafl.“ Framh. í Ameriku eru menn farnir að nota nýtt vopn í baráttunni við skordýrin. Eins og allir vita sækja flest skordýr í ljósið, og nú hafa verið gerðir lampar, sem laða þau sjerstaklega að sjer. En kringum lampann er vírnet með rafmagns- straumi í, svo að skordýrin drepast undir eins og þau lcoma við það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.