Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1939, Síða 10

Fálkinn - 05.05.1939, Síða 10
10 F Á L K 1 N N 1 tiföt á börn. Efni: 400 gr. ullargarn og prjónar nr. 3. Prjónið: Einíold brugðning: 1 1. r., 1 1. br. Sljett prjón: 1 prjónn r., 1 prjónn br. Ensk brugðning: Fitjið upp staka tölu af lykkjum og prjónið alla prjónana með tvöfaldri brugðningu, jj. e. a. s. 2 1. r., 2 1. br. PRJÓNAAÐFERÐ. Buxurnar: (Mynd I. er helmingur). Hægri skálm: Byrjið neðst á tungunni og fitjið upp 10 1.; prjónið einfalda brugðningu og aukið út um 1 1. í hvorri hlið, þangað til lykkjurnar eru orðnar 18. Prjónið 6 prjóna. Hægra megin eru slegnar upp 10 1. í viðbót og vinstra megin 21 1., svo að lykkjurnar verða 49 í all. Prjónið nú 6 prjóna með einfaldri brugðningu og svo 6 prjóna með enska prjóninu. Haldið áfram að prjóna enska prjónið en aukið jafn- framt út um 1 1. í livorri hlið fjórða hvern prjón. — Þegar búið er að prjóna 32 cm. fyrir utan tunguna er aukið út um 6 1. í hvorri hlið svo að breiddin verði 34 cm. Prjónið 10 prjóna beint upp. Prjón- ið svo 2 1. saman í hvorri hlið og haldið því áfram 6. hvern prjón, þangað til breiddin er 32 cm. Þegar búið er að prjóna 53 cm. fyrir utan tunguna, er endað ineð skáhalla svo að buxurnar verði hæstar að aftan- verðu, og er þetta gert á eftirfar- andi hátt: Hægra megin á rjettunni eru 40 fyrstu lykkjurnar látnar á hjálpar- prjón og hinar 56 1., sem eftir eru, eru prjónaðar fram og til baka. Svo eru 5 1. látnar til viðbótar á hjálpar- prjóninn og hinar 51 1. eru prjón- aðar fram og til baka. Haldið svona áfram þangað til allar lykkjurnar eru komnar á hjálparprjóninn. Svo eru prjónaðir 18 prjónar með ein- faldri brugðningu og felt af. Vinstri skálm er prjónuð eins, nema í öfugri rþð. Framstykkið á treyjunni: (Mynd II. er lielmingur). Fitjið upp 101 I. og prjónið 3 cm. með ■infaldri brugðningu og því næsl 10 prjóna með enska prjóninu. Prjónið svo 21 I. með enska prjón- inu, 10 1. sljett prjón, 39 1. enskt prjón, 10 1. sljett prjón og 21 1. enskt prjón. Haldið þessu áfram 10 prjóna og prjónið svo 11 prj. enskl prjón. Vasarnir myndast með tólfta prjóni með því að fella af 10 1. beint fyrir olan sljetta prjónið -j- 4 1. hvoru megin í viðbót, svo að 18 1. eru feldar af fyrir hvoru vasaopi. — Sláið upp tvisvar sinnum 18 i, á hjálparprjón og prjónið 22 prjóna og eru það vasarnir. Haldið svo áfram að prjóna með eftirfarandi munstri: 11 1. enskt prjón, 8 1. sljett prjón, 7 1. enskt prjón, 8 1. sljett prjón, 33 1. enskt prjón, 8 1. sljett prjón, 7 1. enskt prjón, 8 1. sljett prj., 11 1. enskt prjón. Þegar treyjan er orðin 16 cm. frá brugðningunni kemur handvegurinn. Fellið af 6 !. i byrjun næstu tveggja prjóna og byrjið næstu 12 prjóna með því að fella af 1 1. Þegar treyjan er orðin 27 cm. eru feldar af 21 1. í miðjunni fyrir hálsmálinu og axlirnar prjónist liver fyrir sig. Fellið af 1 1. háls- málsmegin annan hvern prjón, þang- að lil 23 I. eru eftir. Þegar liand- vegurinn er orðinn 12 cm. er öxlin feld af í þrennu lagi. Bakið: (Mynd III. er helmingurinn). — Fitjið upp 101 I. og prjónið 3 cm. með einfaldri brugðningu; þá er prjónað með ensku prjóninu. Fellið af fyrir handvegunum alveg eins og á framstykkinu. Þegar búið er að prjóna 31 cm. eru 23 1. feldar ská- halt af í hvorri hlið fyrir öxlunum; miðlykkjurnar eru feldar af í einu lagi. Ermarnar: (Mynd IV. er helmingur). Fitjið upp 41 1. og prjónið 6 cm. með einfaldri brugðningu, því næst er prjónað með enska prjóninu og jafnframt aukið út um 1 1. í hv. hlið 4. hvern prjón. Þegar lniið er að prjóna 26 cm. eru 6 1. feldar af í hv. hlið og því næst eru feldar af 2 1. í byrjun hvers prjóns, þang- að til ermin er orðin 32 cm; þá eru lykkjurnar, sem eftir eru, feldar af i einu lagi. Kraginn: Takið upp lykkjurnar í hálsmál- inu og prjónið 8 cm. með enska prjóninu. Fellið af. Bindið: Fitjið upp 71 1. og prjónið 16 prjóna með enska prjóninu. Fellið af. Samsetning1: Það má ekki pressa þessi föl. Öll stykkin eru saumuð saman og vas- i * arnir saumaðir við með ósýnilegum sporum. Kraginn, bindið og vasarn- ir eru bryddað með hekluðum fasta- lykkjum. Húfan: (Mynd B.) Fitjið upp 113 1. og prjónið 50 prjóna með enska prjón- inu. Fellið af. Húfan er saumuð saman og snúra er dreginn i gegn um hana að ofan og bundin saman og dúskar látnir á endana. Leikarar eiga ekki að velja hlutverk sín sjálfir. Spencer Tracy. Spencer Tracy er einn af þeim harla fáu amerísku leikurum, sem aldrei er óánægður með hlutverkin, sem liann fær. Síðan hann varð einn af frægustu leikurunum í Hollywood hefir hann aldrei neitað að taka við hlutverki, þegar liann hefir verið beðinn um það. „Jeg spyr aldrei að Ijví, hvort það sje hetjuhlutverk eða bófahlutverk“ segir Spencer Tracy. „Jeg er viss um það að kvikmynda- stjóranum og kvikmyndafjelagsstjór- anum er eins ant um það og mjer að mjer hepnist vel. Og livers- vegna skyldi jeg þá ganga með á- hyggjur. Þær eru seindrepandi eit- ur, eins og maður veit“. Það er ekki undarlegt, þó að kvikmyndastjórinn sje ánægður með Spencer Tracy. Hinn frægi kvik- myndastjóri Frank Borzage hefir sagt, að í allri Hollywood sje ekki til leikari er betra sje að vinna með en hann. „Það þarf aldrei að setja neitt ofan í við hanrt af því að hann leggur sig allan fram í starfinu".

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.