Fálkinn - 05.05.1939, Blaðsíða 12
12
F Á L Ií I N N
STANLEY SYKES:
Týndi veðlánarinn. 3
uns hún slansaði. Jeg liafði ekki ráðrúm lil
að senda eftir yður fvr en það var orðið of
seinl þetta bar alt svo bráðlega að; og
svo, þegar hann var skilin við, fanst mjer
óstæðulaust að ónáða yður meðan þjer voruð
að borða morgunverðinn.“
Osborne blessaði konuna i huganum fvrir
nærgætnina, sem var í svo algerðri andstæðu
við athæfi liinna og þessara hálfbjána, sem
vöktu fólk upp um miðjar nætur til þess að
lála vita, að Pjetur eða Páll væri dauður.
Hann muldraði einhver hluttekningarorð um
leið og hann tók dánartilkvnningabókina up])
úr skúffu hjá sjer og fór að fvlla út skýrsl-
una.
Þegar þessu var lokið fór nýbakaða ekkj-
an á hurt, með dánarvottorðið upp á vasann,
en Osborne fór að sinna þörfum hinna lif-
andi, er voru teknir að safnast saman í bið-
stofunni. .
II. KAPlTULI: Hvrar er mr. Levinsky?
Mr. Rósenbaum, skrifari í firmanu Levin-
skv & Co. vixlarar, nam slaðar er hann var
kominn upp annan stigann í stórhýsi Union
Bank, kleip eldinn úr sígarettunni sinni og
gevmdi afganginn vandlega til þess að nota
stubbinn siðar. Úr öðrum vasa dró hann upp
iykilinn sinn og lauk upp dyrunum að skrif-
stofunni, sem var dvalarslaður bans að lang-
mestu leyti, þann liluta æfinnar sem hann
var vakandi. Uin leið og hann kom inn leil
liann út um gluggann á ráðhúsklukkuna,
sem vantaði fimm mínútur í níu, og að svo
búnu fór hann úr jakkagarminum og í
annan enn meiri garm, sem var svo núinn
að hann gljáði, eftir margra ára slit. Næst
tók hann brjefin úr kassanum og raðaði
þeim í fallegan hlaða á borðinu.
Svona liafði þetta endurtekið sig i mörg
ár. Morgunsígarettan var altaf hálfreykt þeg-
ar hann kom, hann leit óhjákvæmilega á
ráðhúsklukkuna undir eins og hann kom inn,
|ió liann vissi, að hana vantaði altaf 'fimm
mínútur í niu, og hann tók aldrei brjefin
úr kassanum fyr en hann hafði hafl jakka-
skifti. Hann var þræll vanans í öllu tilliti;
þar af leiðandi var hann enn skrifari, eftir
þrjátíu ára starf.
Hann tók ofan af ritvjelinni og byrjaði að
skrifa, hægt og virðulega, eins og fólk gerir
meðan húsbóndinn er ekki kominn á skrif-
stofuna. Þegar hann hafði skrifað sem svar-
aði hálfri blaðsíðu heyrði hann fótatak nálg-
ast upp stigann og þegar hringlaði í lykla-
kippu þá herti hann á vjelinni, en hætti
svo skyndilega þegar hringt var. Hann stóð
upp og opnaði.
,,Er mr. Levinsky við?“ spurði maðurinn,
sem stóð við dyrnar.
„Nei, ekki enn,“ sagði Rosenbaum. „En
hann kemur eflir eina eða tvær mínútur.
Viljið þjer koma inn fyrir og bíða?“
Gesturinn kom inn og settist og skrifarinn
hjelt áfram vinnu sinni. Kliðurinn í ritvjel-
inni var með hvildum, þvi að skrifarinn var
altaf að liætta í miðju kafi til þess að líta á
klukkuna. Þetta var nefnilega ’afar óvenju-
Jegt og Rosenbaum gat ekkert í því skilið.
Þegar hann sagði gestinum við dvrnar, að
húsbóndi lians kæmi eftir nokkrar mínútur,
þá var það af því, að hann þóttist jafn viss
um það eins og að sólin kæmi upp á morgn-
ana. Mr. Levinsky var maður sem var óbif-
anlega stundvís, og gortaði af því, að hafa
aldrei komið of seint i matinn eða á 'mann-
fundi, og það hafði aldrei komið fyrir að
hann kæmi of seint eða færi of snemnia af
skrifstofunni, nema að gera aðvart um það
fyrirfram.
Klukkan sló kortjer yfir níu og hinn bíð-
andi gestur sat sem fastast. Hann hafði ó-
þægilegan, harðan stól og þarna var ekkert
að lesa nema „Hlutabrjefaárbók 1907.“ Það
var óhreinn gulur dumblitur á veggjum,
slítinn dúkur á gólfunum, húsgögnin þrítug
og herfiléga ljót, og rúðurnar svo ohreinar,
að þeim fáu geislum vorsólarinnar, sem
revndu að komast inn i stofuna, gekk það
mjög illa. Þetta umhverfi vcrkaði ekki bein-
iínis örfandi á mann, sem fyrirfram var
hældur og lákúrulegur. Og það eru fæstir
sem koma á skrifstofur veðlánara kátir og í
góðu ska])i. og þessi maður var engin und-
antekning frá þeirri reglu.
„Heyrið þjer, maður minn,“ sagði hann
loksins. „Var það ekki sem mjer heyrðist,
að þjer segðuð að liúsbóndinn kæmi á hverri
stundu?“
Rosenbaum var vandræðalegur. „Það átli
að vera svo,“ svaraði bann. „Hann kemur
altaf klukkan níu, og hann hefir aldrei kom-
ið svona seint.“
„Hann sagði mjer að koma klukkan níu
og sagðist mundu hafa peningana tilbúna.
Getið þjer borgað mjer þá? Jeg má ekki
vera að þvi að bíða lijer í allan dag.“
„Það get jeg ómögulega. Jeg hefi engan
lykil að peningaskápnum.“
Skrifarapíslin, sem óttaðisl ábyrgðarhlul
eigi síður en líkamlega þjáningu, hefði aldrei
])orað að afhenda peninga undir neinum
kringumstæðum, en þótti vænt um að liafa
svona góða afsölum. Þegar lijer var komið
sögunni kom annar tilvonandi lántakandi í
þeim erindum að vitja um peninga, sem
honum hafði verið lofað, og hann var líka
beðinn að bíða. Rosenbaum var allur á iði
og vissi ekki hvað hann átti að taka til
bragðs, og það bælti ekki um, að hann hafði
ekkerl til að taka til hendinni. Hann hafði
lokið við skriftirnar — eftirstöðvar frá deg-
inum áður og gat ekkert liðsint gestunum.
Venjulega verkið hans á morgnana var að
svara brjefum, en það gat hann ekki núna,
úr þvi að liúsbóndinn var ekki kominn.
Hann þeyttist fram og aftur milli dyranna
og gluggans en það vottaði hvergi fyrir mr.
Levinsky. Nú vantaði ráðhúsklukkuna kort-
jer i tíu, og Rosenbaum einsetti sjer að
hringja heim til Levinsky og spyrja ráða.
Hann gerði þetta með hálfum huga því að
hann vissi, að Levinsky sinti aldrei viðskifta-
störfum í neinni mynd heima hjá sjer.
„Halló. Má jeg tala við mr. Levinský?“
spurði liann þann, sem svaraði í símanum.
„Jeg lield ekki að hann sje heima, en ef
þjer viljið bíða augnablik þá skal jeg gæta
að því.“
llann beið nokkrar mínútur og loks svar-
aði sama röddin:
„Hann er ekki heima, mr. Rosenbaum“.
„Ekki lieima? Hvar er hann þá?“
„Ætli hann sje ekki á skrifstofunni ?“
„Auðvitað er hann það ekki. Haldið þjer
að jeg mundi hringja þá?“
„Þetta er skrítið. Jeg ætla að fara að at-
lmga betur. þlann var ekki niðri, og þegar
jeg barði á liurðina hjá honum svaraði eng-
inn, en nú ætla jeg að atliuga svefnlierberg-
ið lika. Hann hlýtur að vera veikur.“
Nú varð ný bið en loks svaraði vinnu-
konan:
„Það var enginn í svefnlierberginu og það
hefir enginn sofið í rúminu í nótt. Og bakk-
inn með morgunverðinum stendur þar sem
jeg ljet hann og hefir ekki verið hreyfður.
Hvað getur þetta verið, Rosenbaum?“
„Jeg veil ekkert um það nema að hann
hcfir ekki komið liingað og ekki sent nein
skilaboð. Jeg ætla að bíða dálitið ennþá og
hringja aftur ef liann kemur ekki.“
Skrifarinn hringdi af, forviða á þessum
óvæntu frjetlum. Þetta var 1 svo fullkomnu
ósamræmi við mannsaldurs langa venju, að
honum var órótt al' því og' hann ákvað að
bíða ekki lengur. Hann tók beyrnartólið
aftur og bað um lögreglustöðina og ljet sig
engu skifta þó annar gesturinn hyrfi þegj-
andi á burt er hann heyrði lögreglu nefnda.
Þetta sýndi í live miklum hugaræsingi hann
var, því að auk kaup síns fjekk hann agnar-
litla ágóðaþóknun af viðskiftunum, sem
gerð voru og vænlegur lántakandi slap])
aldrei svo úr greipum Levinsky, að Rosen-
baum hefði ekki ofurlítinn hagnað af því.
Lögreglumaðurinn í símanum varð líka
forviða er hann heyrði þessi tiðindi og bar
ýmislegt til þess. Að lögreglunni væri gert
aðvart eingöngu af því, að kaupsýslumaður
kæmi of seint á skrifstofu sína, fanst hon-
um eiginlega kátbroslegt, en þegar hann
fann hve skrifaranum var mikið niðri fyrir,
afrjeð liann að láta erindið halda áfram til
vfirmanns síns.
Ridley fulltrúa fanst það sem liann lieyrði
engum tíðindum sæta, þangað lil minst var
á rúniið og óhreyfða morgunmatinn. Þetta,
í sambandi við hina einstöku stundvísi
mannsins sem i hlut álti, virtist vekja athygli
hans, og hann fjelst á að koma sjálfur á
skrifstofuna til frekari athugana.
Hann kom eftir tíu mínútur og bjóst hálf-
vegis við því, að þessum tíma vrði eytt lil
ónýtis. Þegar hann kom hitti hann fyrir
skrifarann og þann gestinn, sem ekki var
farinn, því að erindi hans var auðsjáanlega
jafn áriðandi og samviska hans var hrein.
. „Ekkert meira að frjetta ennþá?“ spurði
■fulltrúinn.
„Nei, herra fulltrúi.”
„Vitið þjer nokkra hugsanlega ástæðu til
þess, að mr. Levinsky hefir ekki komið?"
„Alls ekki. Jeg liefi aldrei vitað það koma
fvrir áður, og hefi jeg þó verið hjá honum
í fjörutiu ár. Ef hann hefði vitað fyrir, að
liann mundi ekki koma í tæka tið, mundi
hann áreiðanlega hafa látið mig vita. Hann
gerði það altaf.“
,Ef til vill liefir hann orðið að fara í ein-
hverjar erindagerðir fyrirvaralaust," sagði
Ridley, og fann að hann liefði átt að spyrj-
asl fyrir um þetta áður en liann fór af lög-
reglustöðinni.
„Hann fór aldrei i þesskonar erindi án
])ess að láta mig vita af þvi. Þegar hann fór