Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1939, Side 13

Fálkinn - 05.05.1939, Side 13
FÁLKINN 13 Setjið þið saman! /....................... 9....................... 3....................... //...................... 6....................... 8. 9. 10. 11. 1-2. 13. U. 15. 16. 17. 18. 19. 147. 1. Borg í Svíþjóð 2. Vökur 3. Kvenmannsheiti 4. Hljóðfæri (þágufall) 5. Foringi (i. Bæjarnafn 7. Vörur 8. Mannnsnafn 9. Borg í Evrópu 10. Mannsnafn 11. Bíki í Ameríku (þolf.) 12 Verðmæt 13. Ávöxtur 14. Kvenmannsheiti 15. Góður matur l(j. Harmakvein 17. Matvara 18. Hljómsveit (þágufall) 19. Borg í Kína 20. Þýskur málari. Samstöfurnar eru alls 56 og á aö búa til úr þeim 20 orð er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn Iveggja sögualdarmanna. Strikið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana i orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o sem ó, u sem ú, — og öfugt. a—a—a n—a r—a r—a r—al 1—a 1 d— arg—arn—ant—esk—berg—en—en— er—gen—geng—geng—grjón—go— gjald—í—il—ín—ind—ing—inn kest—king—kram—laug—laut—loð -I o k—m a g—m und—nan—n es—n o —nord—or—rin—rús—sa—sír—spii —sorg—sónn—-u—u—u—ur—ur- unn tín. EYJA KONUÞRÆLANNA. Ameríkanski landfræðingurinn Cliss prófessor er í leiðangri suður með Amazonfljóti og hefir rekist þar á einkennilegan Indíánakyn- flokk, sem livitir menn liafa ekki haft af að segja áður. Þessi flokkur er um 700 fjölskyldur og hefst við á eyju einni nokkrar mílur frá ós- um árinnar Rio Teffle. Er hann svo einkennilegur i háttum sínum, að ef prófessor CIiss væri ekki við- urkendur sem samviskusamur vís- indamaður, mundi hann vera sagð- ur Ijúga þvi, sem hann segir um þennan kynþátt. Indíánar þessir nefna sig „Arukú" og það einkennilegasta við hann er, að kvenfólkið ræður þar öllu. Þær eru ekki aðeins húsbændur hver á sínu heimili lieldur hafa þær einnig yfirstjórn kynþáttarins í heild. Karl- mennirnir vinna þar öll óvandaðri verk, sem kvenfólkið annast að venju lijá frumþjóðunum, svo sem öll innanhússverk. En konur einar eru kjörnar til höfðingja og þær eru særingamenn og læknar. Konur sitja einnig í öllum dómaraembætt- um og liafa yfirleitt alla stjórn á eyjunni. Lýsing prófessors Cliss á bónorðs- förunum er býsna einkennileg. Ef stúlka hefir hug á að gifta sig fer hún til móður piltsins, sem hún hefir fengið augastað á og ber upp bónorðið við hana o,g tjáir henni hve ástfangin hún sje. Tengdamóðir- in tilvonandi ákveður svo, hvorl ráðahagurinn sje tiltækilegur, hún rannsakar efnaliag biðilsforeldranna og ef hún samþykkir ráðahaginn kveður hún á um brúðkaupið, sem aldrei stendur skemur en sjö daga. En ekki er alt biíið þó byrjað sje. Þegar maðurinn er kvæntur stígur hann allverulega i áliti kvenfólksins. Og nú er það siður arukú-kvenna að einhver besta vinkona hinnar nýgiftu konu fer að draga sig eftir manninum og reynir að stela honum frá vinkonu sinni. Ef maðurinn stenst ekki þessa freistingu flytur konan þegar á annað heimili, en aðrar konur, sem liafa dregið sig eftir manninum hennar, koma á eftir. 0,g nú hefst barátta um mann- inn, sem ekki þykir nema sjálfsögð lijá arukúum. Húsfreyjan haslar sjer völl úti í skógi og skorar á hóim ])á stúlkuna, sem best hefir orðið ágengt i að vinna ástir mannsins. Hólmgangan hefst með þvi, að kon- urnar fara að rífast og skammast og þegar þær eru komnar í sæmileg- an vígamóð hefst handalögmálið, með því, að þær rífa hvor í hárið á annari. Síðan ná þær sjer i prik eða lurka og berjast með þeim, en áhorfendurnir standa lijá og hrópa eggjunaróp, eins og þær væru i knattspyrnu. Eini maðurinn sem læt ur viðureignina hlutlausa er eigin- maðurinn sem um er barist. Hann situr hjá og horfir á steinþegjandi. Ef önnur konan fær áverka svo mik- tnn að lífi hennar sje hætta búin, skerst kvenfólkið í leikinn. En ann- ars heldur viðureignin áfram þang- að til önnurhvor liefir borið sigur af liólmi en hin liggur óvig, eins og skata á þurru landi. Nú fer sú konan sem sigraði, heim til sín sigri hrósandi og hefir með sjer manninn, sem um var barist. En sagan er ekki öll sögð enn. Konan verður að vera viðbú’n að berjast fyrir manninn hvað eftir annað, því að ávall eru kvensur tu. sem reyna að krækja í hann. Börn sem fæðast vansköpuð eða ófullburða eru líflátin undir eins, en hraustlegu börnin, sem „sett eru á“, sækja særingakonur, sem lesa yfir þeim þulur og skirpa í augun á þeim, svo að þau verði ekki blind. Ef kona deyr af harnsburði — það er altítt — þá ber manninum skylda til að reita af sjer hárið til þess að votta sorg sína. Ennfremur á har.n að mála sig dreyrrauðan í framan og syngjn sorgarljóð á gröf konu sinnar fimm daga og fimm nætur samfleytt. En að svo búnu má liann gifta sig á ný, ef nokkur vill hann og það er altítt að áflogin um mann- inn byrji á sjötta degi eftir að hann hefir fylgt konu sinni til gráfar. Það segir sig sjálft, að maðurinn verður að kunna að sjóða mat, ])vo gólf, húsbúnað og fatnað og yfirleitt kunna öll venjuleg kvennastörf. — Annars eru lítil likindi til, að hann giftist nokkurntíma. 20. * Allt með íslenskum skipum! * Best að auglýsa i Fálkanum eittliva'ð þá talaði hann altaf við mig áður og sagði mjer fyrir um, hvað jeg ætti að gera.“ Ridley þagði um stund. Hann kærði sig ekki um að sýnast háfleygur, en úr því að lmnn hafði spurst fyrir um alt sem næst lá við að spyrja um, hjelt hann áfram, eftir stutt hlje: „Hefir hann fengið nokkur hótunárbrjef nýlega?“ „Nei, það get jeg ekki sagt. Hann hefir fengið eitt eða tvö skammarhrjef, en það er svo sem ekki ný bóla. Veðlánararnir eru ekki altaf vinsælir lijá viðskiftamönnum sin- um, eins og þjer vitið, enda þótt jeg verði að segja, að okkar stofnun sje einstaklega sann- gjörn í viðskiftum, þegar á það er litið, hve mikla áhættu við tökum á okkur. Hvað mn það, okkur hefir einu sinni verið stefnt fyr- ir rjett útaf harðleiknum og ósanngjörnum viðskiftum, og við unnum málið. Eina brjef- ið, sem stingur í stúf við f jöldann, kom fyr- ir nokkrum dögum, og er frá lækni hjer i bænum. Jeg get sýnt yður það.“ Rosenbaum fór í skjalaskápinn og kom aftur með brjefið, sem Osborne læknir háfði sent kvöldið áður. Fulltrúinn las það og brosti. „Skuldaði Osborne læknir ykkur nokkra peninga?“ ,Nei, hann var húslæknir mr. Levensky og út af því var þetta sprottið. Jeg er nokk- urnveginn viss um, að læknirinn tiefir aldrei fengið lán lijerna.“ „Hafið þið tapað peningum nýlega?“ „Ekki svo jeg viti. Að visu geymir mr. Levinsky bækur sínar í peningaskápnum lijá sjer, svo að jeg get ekki fullyrt þetta. Jeg geri bara upp reikninga viðskiftavin- anna. En viðskiftin liafa gengið vel og Lev- insky virðist liafa verið liinn ánægðasti.“ Futltrúinn einsetti sjer að spyrjast fyrir um fjárhagsástæður firmans og eins að líta á brjefaskifti þess, ef vera mætti að þar fyndust liólunarbrjef. Það var í þessu öðru- hvoru, sem honum fanst sennilegasta ástæð- an liggja til hvarfsins. „Leit ekki alveg út lijer á skrifstofunni eins og vant er, núna í morgun?" var næsta spurningin. „Alveg eins og vanl er,“ svaraði skrifarinn. „Hjer var alt í röð og reglu og liver hlutur á sínum stað. Ríðið þjer annars við, sem allra snöggvast. Jeg tók eftir einu, en jeg veit elcki hvort það hefir nokkra þýðingu.“ „Það gildir einu hvort þjer lialdið, að það liafi þýðingu eða ekki,“ tók Ridlev fram í. „Hvað var það?“ „Þessi liurð fjell ekki að stöfum.“ Hann benti á dyrnar að einkaskrifstofunni, inn af stofunni sem þeir voru i. „Húsbóndinn er altaf vanur að aflæsa henni áður en hann fer heim, en hann lilýtur að liafa gleymt því í gærkvöldi.“ „Svo að tiann var lijer í gær?“ „Já, og liann fór lijeðan á venjulegum tíma, klukkan hálf fimm.“ „Tókuð þjer eftir, að hann skildi hurð- ina eftir ólæsta?“ „Nei, ekki þá. Jeg heyrði að hann og þvottakonan kom út, en gaf þvi ekki gaum sjerstaklega. Hann vill altaf hafa einkaskrif- stofuna sína lokaða þegar hann er ekki við, sjáið þjer, og enginn hefir lykil að lienni nema liann, svo að þessvegna verður að taka til þar meðan hann er þar. Þvottakon- an kemur venjulega síðdegis, þegar hann er búinn að ljúka af mestu önnunum." „Svo að þjer hafið þá ekki lykil ?“ „Nei, ekki að þessari lnirð. Aðeins að ytri hurðinni.“ Fulltrúinn fór að dyrunum og skoðaði lásinn. Hann virtist ekki liafa verið brotinn upp eða skemdur á nokkurn liátt og fulltrú- inn opnaði og fór inn, og Rosenbaum á eftir. Einkaskrifstofa veðlánarans var skemtileg stofa með góðum húsgögnum og virtist vera íburðarmikil í samanburði við fremri stofuna, þar sem skrifarinn var. Þar var skrifborð andspænis arninum og skrúfustóll

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.