Fálkinn - 05.05.1939, Qupperneq 14
14
F Á L K 1 N N
Regína Þúrffardóttir og
Brynjólfur Jóhanness.
LiEÍkfjElag
REykjavíkur:
Starfsári Leikfjelags Reykjavíkur
er að verða lokið að þessu sinni.
Hefir fjelagið sýnt allmarga Jeiki á
árinu, ýmist alvarlegs eða broslegs
efnis. Hefur leikur þeirra er með
lilutverkin hafa farið yfirleitt verið
góður og hlotið hlýja dóma. Gömlu
leikendurnir — þ. e. a. s. þeir sem
öll Reykjavík þekkir frá fyrri árum
— hafa verið enn að heita má einir
um hituna og engar nýjar „stjörn-
ur“ runnið upp á islenska ieiklistar-
liimninum.
Þeim sem sjeð hafa öll leikritin,
sem Leikfjelagið hefir liaft til með-
ferðar mun einna minnisstæðast „í
návígi", sem þau Indriði Waage og
Soffía Guðlaugsdóttir ljeku á önd-
verðum. vetri. En «á leikur var illa
sóttur, eins og öll leikrit hjer, sem
ekki eru „grín“.
Það er að sýna sig að frá fjárhags-
legu sjónarmiði er það að verða ó-
mögulegt fyrir Leikfjelagið að sýna
leikrit alvarlegs efnis. Allur þorri
leikhúsgesta fer á leikhús til að lilæja
og „skemta sjer“, eins og það er kall-
að. Og stundum verður maður þess
var að áhorfendurnir hlæja að mestu
alvörunni og eru alvarlegir undir
mörgu broslegu atriði, en um það
tjáir eigi að sakast, og þeir sem það
gera, geta varið framkomu sína með
því, að bilið sje mjótt milli gráts og
hláturs.
Siðasta leikritið, sem Leikfjelag
Reykjavikur tekur til meðferðar á
leikárinu er Tengdapabbi, leikril
sem er góður kunningi margra Reyk-
víkinga, því að hann var leikinn hjer
hvað eftir annað við húsfylli fyrir
mörgum árum. — Tengdapabbi er
eftir sænska skáldið Gustaf af Gejer-
stam, f. 1858 d. 1909. Gejerstam er
ekki mikið þektur lijer, þó að hann
liafi skrifað feiknin öll og þótt góð-
ur höfundur — það væri þá helst
fyrir „Mina pojkar" (Drengirnir min-
ir), sem náð hefir mjög mikilli út-
breiðslu.
Gejerstam byrjaði rithöfundarstarf
sitt sem harðsnúinn realisti, en lin-
aðist í trúnni, er liann eltist. Hann
skrifaði mörg leikrit og mun Tengda-
pabbi vinsælastur þeirra.
Þýðingin er orðin nokkuð gömul
og gerð af Andrjesi heitnum Björns-
syni skáldi, er sjálfur ljek Pumpen-
dahl, er leikurinn var sýndur hjer
á árunum. Er þýðing leiksins mjög
góð eins og ætla má, Jiví að Andrjes
var í senn manna orðhagastur og
góður leikari með næman smekk fyr-
ir öllu því, er við kom leiksviði.
Indriði Waage liefir sjeð um leik-
stjórn á Tengdapabba að þessu sinni.
Leikendur eru margir — lólf — en
sum lilutverkin eru smá.
Stærsta hlutverkið, tengdapabba
sjálfan, leikur Valur Gíslason. Tengda
pabbi er miðaldra maður, prófessor
i dýrafræði og heitir Theodór Klint.
Hann er giftur konu, Cecilia, sem er
svarkur mikill, og eiga þau þrjár
dætur. Emilía Borg leikur frúna, en
elstu dóttirina, sem er gjafvaxta
stúlka, leikur Alda Möller. Og um
þá dóttur eða öllu heldur verðandi
tengdason stendur styr leiksins, —
þar sem yilji foreldranna skerst mjög
í odda. Móðir frú Klint, gamalt og
heyrnarlaust skar, leikur Regina Þórð
ardóttir. Svo eru það biðlar ungfrú
Klint: Axel Fahirström liðsforingi,
leikinn af Indriða. Waage og Otto
Norstedt listmálari, leikinn af Gesti
Pálssyni.
Frú Klint er ólm í að fá liðsfor-
ingjann að tengdasyni, og gerir all
sem hún getur til að koma þeim
saman dótturinni og honum, en
prófessorinn er ekki eins hrifinn af
því að verða tengdapabbi, því að
liðsforinginn er uppskafinn ónytjung-
ur, sem rýir hann inn að skyrtunni.
— Otto Norsledt er aftur á móti
glæsilegur listmálari, sem prófessor-
inn hefir kynst í París, þar sem þeir
hafa átt saman glaða daga, en keinur
svo i heimsókn til sumarbústaðar
prófessorsins á Dalaey. En frúin má
ekki heyra l)að nefnt að skifta um
væntanlegan tengdason.
Út úr J)essu og tortrygni frúarinn-
ar um framferði prófessorsins í París
stappar nærri fullum skilnaði lijá
hjónunum. — Aðrir leikendur eru
Agaþon Pumpendalil yfirdómari, sjer-
vitrings karl, leikinn af Brynjólfi Jó-
hannessyni, Amanda íyrirmynd list-
málarans Þóra Borg, ókunnugur mað-
ur, skringirukkari, Alfred Andrjesson
og Emilía, vinnukona lijá prófessorn-
um Hulda Larsen, sem ekki hefir
sjest lijer fyr á sviði.
Leikurinn er bráðfyndinn og skemti
legur frá upphafi til enda, og fara
leikendur yfirleitl vel með lilutverk
sin, og lok léiksins eru þannig að
allir áhorfendur mega vel við una:
Hjónasambi'iðin batnar, og listmálar-
inn og dóttirin ná saman, eftir að
frúin hefir sannfærst um J)að, að
liðsforinginn er litill karl, sem er
ekki styrkari en svo í ástinni til
dótturinnar, að hann á vingott við
vinnukonuna.
Þess má sjerstaklega geta í sam-
handi við leik einslakra leikara að
Alda Möller hefir sýnl það nú fyrsl
verulega að hún er góður leikari.
E. J. MYNDHÖGGVARI
Framh. frá bls. 3.
vaknað mikill áhugi fyrir þvi að
hyggja hús yfir listaverk hans og
styrkja hann svo af opinberu fje, að
hann gæti lifað hjer heima. Á Al-
J)ingi voru góðir formælendur fyrir
þvi, þar sem þeir Björn Kristjánsson
og Bjarni frá Vogi voru. Minnist Ein-
ar Bjarna sem eins þeirra manna, er
mestan stuðning hafi veitt sjer á
lístamannsbrautinni. — Safnað var
og fje til byggingarinnar með frjáls-
um samskotum. — Ein kaupmanns-
kona hjer i Reykjavík, frú Hans-
son, safnaði 20 þúsund krónum, og
Thor Jensen gaf sjö þúsund krónur.
Auk þess gáfu margir myndargjafir.
Eru þetta góð dæmi um undirtektirn-
ar. 1910 var byrjað á byggingunni,
og hún reist eftir teikningu Einars
sjálfs. — Lóð listasafnsins er mjög
stór og er ætlast til þess í framtíð-
inni að þa.r verði bygt hús yfir verk
annara listamanna en Einars.
Því miður er J)að svo að tómlæti
rnargra veldur því að þeir hafa ekki
sjeð listasafn Einars Jónssonar. En
enginn er sá bæjarbúi, að hann hafi
ekki tekið eftir minnismerkjum hjer í
bænum, sem öll eru gerð af Einari,
yfir Jóni forseta, Jónasi Hallgrímssyni
Hannesi Hafstein. Kristjáni IX. og
Ingólfi Arnarsyni. — — — Að sjá
þau ætti að vera hverjum einum
jerin hvöt til að kynnast fjeiri lista-
verkum Einars.
Listasafnið er mjög mikið sótt af
erlendum gestum, enda hefðu þeir
gestir mikils farið á mis, er ekki
hefðu sjeð það. Segir Einar að það
sjeu J)ó Englendingar og Ameríku-
menn, er sæki það miklu mest.
Þegar komið er inn í hið hljóða
lístasafn Einars Jónssonar og á vinnu-
stofu hans finst mörgum liann vera
að koma inn í helgidóm ðg langar að
draga skó af fótum sjer. — Hjer lifir
og starfar hinn kyrláti og göfugi
lístamaður ásamt konu sinni í friði
fyrir skarkala heimsins.
Þarna er ort, ort i myndum. Fjölda
inárgar mynda hans eru táknrænar
og flytja áhorfandanum mikilvægan
boðskap. Finst sumum hann nokkuð
þungur eigi síður en meistari orðs-
ins Einar nafni hans Benedikts-
son. — Enn starfar hann í fúllum
krafti, flýgur á vængjum ímyndunar-
aflsins of lieima alla og byrjar vinnu
daginn snemma „með meitil og ham-
ar í höndum“.
11. maí næstkomandi er Einar 05
ára. Hygst liann muni dvelja þann
dag á æskustöðvunum á Galtafelli.
Hinn hljóði og liljedrægi listamaður
þráir frið æskustöðvanna. Vonand
veiður bjart yfir þeim þann dag og
fjallahringurinn fagur og blár, er
sonurinn kemur heim í tilefni dagsins.
—Myndirnar er greininni fylgja
eru önnur af myndhöggvaranum
sjálfum, en hin af einu af nýrri lista-
verkum lians, er heitir Drekinn.
Frú Guðný Einarsdóttir, Seyðis-
firði, varð 75 ára 11. apríl s. I.
Sigurður Gíslason, lögreglu-
þjónn, varð 50 ára 5. maí.
Baldvin Björnsson, gullsmiður,
varð 00 ára 1. þ. m.
Guðm. Gestsson dyrav. Menta-
skólans, verður sjötugur S. />. m.
Gísli Sighvatsson, útgerðarmað-
ur, Sólbakka, Garði, varð 50
ára ft. þ. m.