Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1939, Page 2

Fálkinn - 09.06.1939, Page 2
o F Á L K 1 N N GAMLA BIO Gamla Bíó sýnir á næstunni Glor- iakvikmyndina „Siðasti maður um borð“. Mynd þessi er tileinkuð þeim mönnum, er annast strandgæsiu Bandaríkjanna. Aðalhlutverk mynd- arinnar eru leikin af Victor Mc Lag- len, Preston Foster og Idu Lupino. Myndin sýnir heillandi atburði úr lífi þeirra manna, sem strandgæslu stunda og verSa ætiS aS vera viS- búnir aS fórna lífi sínu í þágu nauS- átaddra manna. Malone er yfirbátsstjóri i strand- gæslunni og nýtur mikillar virSing- ar. Hann hræSist hvorki dauSann uje djöfulinn, og hann er aldrei eius í essinu sínu og þegar sjórinn fer hamförum og strandgæsluskipiS þýt- ur til liafs gegnum freySandi öld- urnar; til þess aS aSstoSa nauSstödd skip. En Matone er mjög metorSa- gjarn og hefir úti öll spjót til þess aS ná í hverskonar heiSurspeninga, og jtessvegna hefir hann fengiS nafn- iS „HeiSurspeninga-Mallone“. Malone á unga og fallega dóttir, er Doris heitir, og er ekki annaS sýnilegt, en aS liún sje trúlofuð skjólstæSing hans, Steve, ungum og ItarSgerutn sjómanni. — En Dorts kynnist öSrunt sjómanni — Mike — og er mjög hrifin af honum. Malone gamla Iíkar þaS mjög illa, og kemur því til leiSar, aS Mike kemst undir hans stjórn á strandgæslubátnum „Taroe“. Þar lætur hann Mike vinna öll erfiSustu störfin. Malone ætlar aS binda enda a samfundi dóttur sinnar og Mike, meS jtví aS halda þeirn — Steve og Doris — glatt kvöld og láta Steve biSja hennar. Mike er látinn vera á verSi í strandgæslubátnum þetta kvöld, svo aS ekki þurfi aS óttast hann. En þetta fer á aSra leiS, en ætlast var til, því aS Mike vikur af verSinum og syndir í land. — SíSan rekur hver atburSurinn annan, heillandi og tilþrifaríkur. Hinir harSgeru menn, sem hafiS hefir fóstraS, takast á og ástin blind- ar og eggjar. Hreystimenskan og fórnfýsin haldast í hendur viS þröskuld lífs og dauSa, þar reynir á hver maSurinn er. Myndin lýsir afburSa vel hlul- verki strandgæslumannsins, fórnfýsi hans og hugrekki og ötullleik hans viS hvaS sem er, — jafn vel þótt sigS dauSans blasi viS honum. Nýjar bækur. Gunnar Gunnarsson: ADVENTA. í tilefni af 50 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar og heimkomu hans ,il íslands hefir bókaútgáfan Heirns- kringla gefiS út á íslensku síSustu bók Gunnars, Advent, í þýSingu Magnúsar Ásgeirssonar. — Þetta er lítil bók aS fyrirferS, tæpar 100 síSur, en þaS mun ekki ofmælt, aS Adventa sje ein af allra bestu bókum Gunnars. Sagan er ramíslensk aS efni, eins og aðrar sögur hans. HöfuSpersónan, Benedikt fjármaSur, mun vera sann- söguleg. Bókin lýsir frábærri trúmensku hans og fórnfýsi, er hann leggur upp í erfiSa og hættulega ferS til öræf- anna í svartasta skammdeginu til aS bjarga fjenu úr heljargreipum þeirra. Benedikt er tekinn beint úr veru- leikanum, og hefir átt sjer marga bræSur fyr og síSar á íslandi — og heldur vonandi áfram aS eiga. Adventa er mjög falleg bók, seni allir íslendingar verSa aS lesa. Hún er lofsöngur um trúmenskuna og fórnfýsina viS smælingjana. Hún á erindi til allra, er skemtileg og göfg- andi bók. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. BlaSiS kemur út hvern föstudag. AskriftarverS er kr. 1.50 á mán.. kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr.' Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpren/. Skraddaraþankar Ef bera ætti saman atvinnu- vegi íslendinga og annara þjóða, verSur niðurstaSan sú, fyrst og fremst, aS áhættan af islenskum atvinnuvegum sje stórum meiri en af atvinnuveg- um annara þjóSa. Þetta, sem á norðurlandamálum er kallað „risikomoment“. Áhættan fylgir aS vísu öllu því, sem ráðist er í. Jafnvel hinn rótjgrónl landbúnaSur Dana, sem í síSustu mannsaldra hefir verið rekinn á vísinda- legri grundvelli en nokkur annar landbúnaSur í heirnin- um, lenti i vandræðum. En þaS var af utanaSkomandi á- hrifum. — Sjálf framleiSslan bregst ekki, kýrnar hætta ekki aS mjólka, svínin ekki að fitna, nje hænurnar aS verpa. — En markaSurinn fyrir afurSirnar getur brugSist, svo að til hruns horfi. íslendingar eru þeim mun hættulegar staddir, aS þar getur hvorttveggja brugSist: bæSi markaSurinn og sjálf frain- leiSsIan. ÞaS þarf ekki einu sinni meinlítil eldgos, hvaS þá Skaftárelda, til þess að gera ó- áran til lands. Ekki einu sinni hafís. Sjálf veSráttan getur vald- ið grasbresti, ef henni líst, maSkurinn eySilagt túnin og rosinn svo komiS i ofan á lag. Þessi áhætta btdtist ofan á hina, sem stafar af markaSs- hrttni. Ennþá óviðráSanlegra er þaS, aS aflinn bregSist. Vísindainenn- irnir eru farnir aS rannsaka göngurnar og þeir finna ástæS- ur fyrir þeim. En þær ástæSur eru enn óviðráSanlegri en til landsins. Ekki getum við kælt sjóinn, þegar þorskurinn flýr hann vegna hita. En viS getum þó hirt vothey í rosatíS. Og kraftfóSur getur bjargaS bú- stofni i heyleysisárum. Danski landbúnaSurinn lenti í kröggum, vegna þess, aS af- urSir hans áttu ekki alheims- markaS vísan. Okkar afurSir eiga ennþá óvissari markaS en þær dönsku. í því liggja erfið- leikar okkar hin síSustu árin. Hversvegna er allra von á sildinni núna, eftir bága vertíS? Vegna þess, aS nú er soSið og malaS úr henni síldarmjöl og olía, sem hefir nokkurnveginn traustan markaS. Og svo mikil eru sildarauðæfin, aS við getum grætt á henni, þrátt fyrir aS hún sje seld fyrir brot af matargildi hennar. — En sildin getur líka brugSist eins og þorskurinn. Og markaðurinn er breytilegur, þótt hann sje rýmri en þorks- ins. Vissulega rekur ísland áhættusamari atvinnuveg, en nokkur önnur þjóS NorSur- landa. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um Eyju Greifans af Monte Christo, með mörg- um myndum. — Grein um Fritz Kreisler — Daladier — Negraguðinn í Harlem, Father Divine, — Sögur — Fréttamyndir — Skrítlur — Barnadálkur — Litli og Stóri — Mögnuð og fornfræg draugasaga — o. m. fl. í síSasta mánuSi voru liðin 150 ár siSan aS George Washington var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann var, sem kunnugt er, fyrstur valinn í þá tignarstöðu. Síra Kaj Munk og Kjeld Abell eru langfremstu leikritaskáld Dana nú á dögum og báðir kunna aS láta taka eftir sjer. Síra Munk sagSi t.d. af sjer prestskap í vetur, og bar því viS, að hann hefSi ekki tíma til aS stíga í stólinn, en svo neyddist blessaSur guSsmaðurinn til þess aS taka aflur umsóknina, því aS allar kerlingarnar í prestakallinu grjetu svo mikið, þegar þær heyrðu, aS þær ættu að missa hann. Þetta kom sjer vel fyrir prestinn: það var talað um harin þær vikurnar. — Og Kjeld Abell bauð sig fram viS þingkosn- ingarnar í Danmörku, 3. apríl, i Gentofte af hálfu kommúnista. Ljet hann blöðin tala við sig í tilefni af þessu, og brýndi þaS vel fyrir þeim, að hann vissi ekkert um stjórnmáí og hefði enga stjórnmálaskoSun. - - Það eru ekki allir frambjóSendm- svo hreinskilnir. Kvik myndaheimurinn. BÓKAORMURINN SEM NJÓSNARI. Leynilögreglumyndirnar hafa skift um svip síðustu árin. Þær eru gam- ansamari og meiri kröfur gerðar til leiks en áður var, svo að þær hafa meira gildi. Myndin „Njósnarinn, maðurinn minn“ (Fast Company) er af þessari gerð. Ungur bókamaður (Melvyn Dougl- as) hefir verið ráðinn af vátrygging- arfjelagi til þess aS hafa upp á bóka- þjófum, og konan hans (Florence Rice) hjálpar honum. Þeim verður lítið ágengt fyrst í stað, en þegar vinur þeirra (Shepperd Strudwick) er tekinn fastur, vegna falskrar á- kæru, fer margt sögulegt að gerast. Douglas rannsakar málið en í ákaf- anmn lendir hann í morðmáli, en uppgötvar jafnframt stórt bókaþjófa- fjelag. Myndinni lýkur með fullum sigri lians. Myndin er af Melvyn Douglas og Florence Rice. MARÍA ANTOINETTE. Ameríkumenn hafa tekið til kvilc- myndunar bók Stefans Zweig um Maríu Antoinette og verður myndin afar dýr og kostar margar miljónir dollara. Fjögur ár liefir þurft til und- irbúnings myndinni og í henni eru 152 leikendur auk mörg þúsund stat- ista. Norma Shearer leiluir drotn- inguna og kvað aldrei hafa leikið betur. ÁSur en drotningin er leidd á höggstokkinn í lok myndarinnar, fær áhorfandinn sýnishorn af hinum frönsku hirðveislum og ýmsum þátt- um stjórnarbyltingarinnar. Myndin sýnir Normu Shearer, sem Maríu Artoinette. Drekkið Egils-öl

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.