Fálkinn - 09.06.1939, Síða 5
F Á L K 1 N N
an dœldina. En Valahnúkur brotnaöi
í sífellu af ágangi briinsins og sprakk
i jarðskjálftum, sem eru tíðari á
Reykjanesi en i nokkrum öörum
landshluta. Komu jafnvel sprungur
i sjálfan vitann í jarðskjálftum. Kom
loks að því, að svo mikil mannhætta
þótti að gæta vitans, að eigi þótti
forsvaranlegt að liafa hann þarna
lengur. Einnig var afar erfitt að
komast í hann í óveðrum, því að
steinsetthr stígur var gerður upp í
Iiann og handriðið meðfram, til þess
að halda sjer í. Sá sem gengur upp
að rústunum, sem enn eru eftir ai'
þessum gamla vita, mun fljótlega
sannfærast um, að það hefir ekki
verið ofsögum sagt af því, að vitinn
væri hættulegur. Aðeins fáir metrar
eru frá vitanum og fram á þver-
h.nýpta klettabrúnina og kletturinn
sjálfur sprunginn af jarðskjálftum
og laus i sjer. Manni finst eins og
hann geti lirunið ofan í sjóinn þá og
þegar. En ennþá stendur þarna una-
irstað'a elsta vitans á Islandi.
Ofan i lægðinni fyrir neðan túntð,
skamt suður af bænum, er staður,
sem flestir skoða, er koma að Reykja-
nesvita. Það er hraunhellisskúti lok-
aður, sem fyllist af sjó um flóð. Og
sjórinn er volgur. Á leið sinni gegn-
um liraunið liefir hann iljast upp
af gufum og heitu lofti neðan að, svo
að þarna er þægilegasti baðstaðu/.
Ólafur vitavörður Sveinsson lagaði
jiennan laugarhelli svo, að hægt var
að baða sig þar, og fleslir nota tæki-
færið þegar það gefst og fara í
Ólafslaug. Það er ekki svo oft sem
laikifæri gefst til þess að fá volgt
sjóbað.
Ströndin þarna í kring er hin ein-
kennilegasta. Þar sem móbergsklett-
arnir ganga fram í sjó hafa viða
myndast geilar og hellar i bergið, og
er hægt að fara inn í þessa svoköll-
uðu Bása um fjöru. Þar tekur vel
undir, er góðir raddmenn syngja og
ef einhver vildi fara að dæmi Dem-
osþenesar og etja kappi við brim-
gný, með steinvölu í hvoptinum, til
þess að styrkja röddina, Inun tæplega
betri staður fáanlegur til þessara
æfinga, en Básarnir á Reykjanesi.
En þeir veita auganu líka mikið, því
að margar eru þær myndir er þeir
sýna, — tignarlegar og hrikalegar
svartlistamyndir, tilvalið leiksvið
fyrir drauga og tröll. Enda hafa
margar sögur þess efnis spunnist
um nágrenni Reykjanesvita, eins og
um Reykjanes alt. Þeir sem lesið liafa
Rauðskinnu muna vel, að á Reykja-
nesinu er frjór jarðvegur fyrir kynja-
sögur, og til þess að njóta til fúlln-
ustu sumra sagnanna hans Ólafs
Ketilssonar, þurfa menn að liafa kynst
því kynjalandi, sem sögurnar gerast
á — gjánum, skútunum og klettun-
um. Reykjanes er kynjaland, vel tag-
að til Itcss að sjá menn koma upp
ú' jörðinni og ganga fram úr björg-
um og í björg. Og brinisogin eru
viðeigandi undirspil. —
Sýrfell heitir hæsta fellið á þess-
uin slóðum, mórault á litinn, og
stendur norðaustur af vitanum. í
sömu stefnu vita gjárnar mörgu, er
ná alla leið upp í sjó við Kálfa-
tjörn og ganga milli Stapafells og
Þórðarfells og áfram skamt fyrir
sunnan Vogjastapía. Hauksvörðugjá
heitir sá hluti þessa sprungukerfis,
sein næst er Reykjanesvita og er
enginn óravegur þangað. Fyrir norð-
an og vestan Bæjarfell er úfið og
ljótt hraun með fjölda af gígum, og
af þeim dregur hraunið nafn, þvi
að fólkið hefir kallað gíga þessa
eða eldborgir stampa. Þarna er ekki
ósvipað og sumstaðar við Mývatn.
nema hvað hraunið er örfoka þarna.
Það er ömurleg sjón, að horfa til
norðurs úr vitanum, yfir þetta hraun
og svo Hafnasandinn fyrir handan.
Hraunið eins og ólgandi haf með
gárum og sogum, en hvergi sjer
slingandi strá, að heita megt. En
hinsvegar er útsýnið liið næsta mjög
fjölbreytilegt. Reykirnir úr hverun-
Sundlctugarhellirinn við Reykjunesvita, um fjöru,
Fjara við Reykjanes.
um blasa við, grænn botninn i dæld-
inni og SkálafeR fyrir handan, Karl,
drangurinn frægi, stendur enn af
sjer brimhernaðinn og i fjarska Eld-
ey, hvít af fugladrít, aðeins 14 kíló-
metra undan landi, en jafnlrá og
Skálarfell.
Eyðileg er þessi útsuðurtá íslands,
sem eldurinn lrefir herjað á innan-
frá en Ægir utanfrá. Hún er annar-
leg — kynleg, svo maður freistasl
til að hugleiða, hvort hún sje fremur
raunvera eða draumsýn. En sá sem
sjeð hefir, gleymir aldrei reykjar-
strókunum i auðninni, græna tún-
inu hjá vitaverðinum, Valahnúknum,
sem virðist altaf vera að gliðna í
sundur. Básunum og brimniðnum. —
Ekki sist græna túninu. Það er ekk-
ert fallegra en tún gerast, en þarna
er það eins og pierla í steypujárns-
umgerð, eins og siguróður lifsins í
ríki dauðans.
Rotturnar.
Hafa rotturnar mál og lifa þær í
skipulögðu þjóðfjelagi?
Þær fara með hernaði, safna matar-
forða fyrir ókomna tímann og er
stjórnað af foringja.
Rolturnar hafa skipulagt þjóðfje-
lag og ef til vill sitt eigið mál, seg-
ir, prófessor Tanon, við rotturann-
sóknastofuna i París. Hann hefir
barist í þrettán ár gegn smitburði
þeirra.
Það eru álika margar rottur og
menn í París, heldur doktor Tanon
áfram. Þær jeta 180 tonn af mat á
hverjum degi, og tjónið sem þær
valda nemur árlega 50 miljónum
franka. Þar að auki stafar ógurlega
mikil sýkingarliætta af þeim.
Svörtu og gráu rotturnar.
Það eru tvær rottutegundir i
Frakklandi: svarta rottan og gráa
rottan. Svarta rottan er eldri. Hún
er minni en gráa rottan, hefir langa
rófu, löng eyru, og sterkar klær,
sem gerir henni auðvelt að klifra.
Þessi rottutegund hefir orðið að
hröklast undan gráu rottunni, sem
er stærri og gerir enn meira tjón.
Hin síðari hefir lítil eyru og lítinn
hala og fætur, sem eru vel fallnir
til að synda með.
Gráa rottan fluttist til Evrópu
snemma á 18. öld, frá Indlandi,
eftir mikla jarðskjálfta og hungurs-
neyð þar i landi. Þær flæddu yfir
Evrópu í ógurlega stórum flokkum,
og rannsóknir Tanons prófessors,
hafa komið honum á þá skoðun,
að flokkarnir hafi verið skipulagðir
og haft forystu. Þær syntu yfir árn-
ar og fóru inn í stórborgirnar og
yfirleitt alstaðar þangað, sem mat
var að finna. Þær hófu herför gegn
svörtu rottunum og ráku þær al-
staðar á flótta, alveg eins og hjer
væri um skipulagðan hernað að
ræða. Svörtu rotturnar hafa sest að
í þorpunum og útum landið.
Þegar gráu rotturnar höfðu kom-
ist í sæti þeirra svörtu, bjuggu þær
vel og örugglega um sig. Þær hafa
grafið sjer stærðar skýli undir jörð-
inni og inn í veggi stórra húsa.
Rottuþjóðf jelagið ?
Margt bendir til að reglulegl roltu-
þjóðfjelag eigi sjer stað. Rotta, sem
ber i sjer einhvern sjúkdóm er rek-
in frá heimkynni sinu og deyr uppi
á jörðinni. Rotturnar safna matar-
forða og búa sig þannig undir ó-
komna tímann. Þær eru fljótar að
átta sig á eitruðu og óeitruðu æti.
Gamlar rottur eru mjög lagnar á
að forðast gildrur, og oft er það
svo, ef að ein þeirra lendir i gild!-u
að þá gera hinar alt sem þær geta
til þess að losa hana.
Þegar rotturnar flytja sig af ein-
Framh. á bls. 78.