Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 09.06.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn. 8 eða ])á að það væri ekki byrjað það var ekki hægt að segja hvort heldur var. „Góðan daginn, James,“ sagði Ridley. Tomlin liafði ekki tekið eftir að fulltrú- inn kom, og hrökk við og fleygði frá sjer hlaðinu, sem liann var að lesa. „Gott kvöld,“ svaraði hann og tók blaðið upp aftur og stakk lausri örk innan í það. „Jeg var einmitt að lesa þessa ræðu forsæt- isráðherrans.“ „Var það?“ spurði Ridley þurlega. „Hve- nær hyrjaði blaðið á því að hirta stjóm- málafrjettirnar á öftustu siðu? En annars skal jeg segja yður, að jeg kom ekki liing- að núna til þess að tala um veðmál.“ „Ekki það?“ sagði Tomlin frakkur og brosti eins og saklaust barn. „Það þótti mjer slæmt að heyra, því að jeg hefði getað gefið yður góða bendingu um hlaupið klukkan hálff jögur á morgun.“ „Mjer er sama um það. En til hvers ætl- uðuð þjer að lána peninga hjá Levinsky? Mjer er meiri forvitni á því en veðmálinu, eins og stendur.“ „Jeg get ekki sjeð hvað yður keniur það við, fulltrúi. Má jeg ekki taka peninga til láns eins og liver annar? En hvað sem því líður, þá fjekk jeg ekki lánið. Karlskrattinn sagði, að jeg liefði ekki næga tryggingu.1' „Jeg veit það; en hvað er um brjefið, sem þjer skrifuðuð honum á mánudaginn?“ Órökuð hakan á Tomlin slapti og hann tók út úr sjer pípuna. „Hefir hann sigað yður á mig út af því spurði hann málþola. „Hann er bölvaðri en jeg hjelt hann vera, og það segir ekki lítið. Ef jeg segði yður hvaða álit jeg liefi á hon- um i raun og veru, þá nnindi jeg fá fimm shillinga sekt og auk þess refsingu fyrir svívirðilegt orðbragð. Þjer þékkið mig, full- trúi, og vitið, að jeg liætti mjer ekki í voð- ann. Jeg skrifaði þetta að gamni mínu, rjett til þess að ná mjer niðri á honum fyrir það, að hann neitaði mjer um lánið. Jeg hjelt ekki að hann mundi hafa svo mikið við, að leita uppi hver liefði skrifað brjefið. En jeg skal lofa yður því, að skrifa honum aldrei aftur.“ Ridley atliugaði skóarann meðan hann var að masa. Hann var vandræðalegur í aðra röndina og keskinn i liina, eins og sá, sem gert hefir sig sekan i lítilsháttar yfir- sjón. Hann hafði nú sett upp i sig pipuna aflur og reykurinn leið hægt upp úr henni. Hafði hann ekki vitað neitt meira um þetta málefni, eins og hann fullyrti, þá var lát- hragð hans mjög eðlilegt. En hafi hann hinsvegar vitað á sig sekt um morð, hlaut hann að vera ágætur leikari. „Það getur verið að þjer hafið skrifað þetta í gamni, Tomlin, og hefði öðruvísi staðið á, þá hefði jeg trúað yður, af þvi að jeg þekki yður eins og jeg---- „Hvað eigið þjer nú við, fulltrúi. Áfrám með smjerið. Hvað ætlið þjer nú að bendla mig við? „Þetta er alvörumál, Tomlin. Levinsky er horfinn.“ „Hvað segið þjer?“ það var hafið yfir efa, að undrun mannsins var engin uppgerð. „Hvað meinið þjer með því — — horfinn?“ „Jeg meina nákvæmlega það sem jeg segi,“ svaraði Ridley þolinmóður. „Hann er hlátt áfram horfinn, án þess að nokkurt spor sjáist eftir liann. Og aðalatriðið er: getið þjer frætt mig nokkuð um þetta?“ „Ekki vitundarögn.“ Nú var öll ljettúð horfin úr andliti Tomlins og liann var graf- alvarlegur. Það drapst í pípunni hjá honum og blaðið datt aftur, án þess að hann tæki eftir. Og nú hirti hann ekki uhi, að taka það upp. „Jeg hefi sagt vður alt sem jeg veit,“ hjelt hann áfram, „og ef jeg vissi meira mundi jeg segja yður það. Þetta er dálítið óþægilegt fyrir mig, jeg sje það. Jeg skrifaði þetta hrjef og jeg ætla ekki að hera það af mjer, en jeg get svarið, að það var ekki gert í alvöru. Bölvaður nokkur, að hverfa einum eða tveimur dögum síðar. Skyldi hann hafa gert það í þeim tilgangi að gera mjer bölvun?“ „Jeg geri ekki ráð fyrir því.“ Ridley gat varla stilt sig um að hlæja að þessari opin- skáu tilgátu. „Hann hefði getað náð sjer niðri á yður með því að afhenda okkur hrjefið yðar, en það gerði hann ekki. En hann hjelt því til haga, af einhverri ástæðu, og við fundum það á skrifstofunni hans eftir að harin var horfinn.“ „Jæja, jeg vona að hann komi von hráð- ar í leitirnar. Ef liann skyldi nú hafa verið myrtur. Iivað gerið þið þá við mig?“ „Við vitum ekki hvort hann hefir verið myrtur,“ svaraði fulltrúinn rólega, þegar Tomlin ærðist við tilhugsunina um hætt- una, sem honum gat stafað af þvi. „En það gæti hugsast. Og ætlið þjer þá að taka mig fastan?“ „Nei, við höfum ekki sannanir. Aðeins óljósan grun út af þessu hrjefi yðar. En við munum hafa gát á yður. Það kostar mig stöðuna, ef jeg gerði það ekki.“ „Þjer megið ekki eyða of miklum tíma í það. Finnið liann eða manninn, sem drap hann. Jeg skal ekki strjúka. Þetta er nógu bölvað þó jeg geri það ekki verra en það er. Jeg er hræddur við þetta, Ridley, dauð- hræddur við það — ekki af því að jeg liafi gert það, heldur út af þessu árans brjefi. Jeg hefi ekki sem best álit fyrir, og það gæti farið svo, að þetta vrði mjer lil bölv- unar.“ „Verið þjer ekki að kvíða því,“ sagði Ridley. „Enginn fer að saka yður um morð, þó að þjer hafið verið sektaður fyrir betl eða fyrir að drekka bjór eftir lokunartíma. Þegar þjer sjáið lögregluþjón fyrir utan hjá yður, þá munið, að þetta er aðeins gert fvrir siðasakir.“ Nú kom lögregluþjónn i augsýn og fjekk skipun um að hafa gát á Tomlin, þangað til hann yrði leystur af hólmi. Þegar Rid- ley sneri sjer við til að fara, heyrði hann skóarann vera að heilsa lögregluþjóninum. IV. kapituli: STOLNA NAFNASKRÁIN. Nú liðu tveir dagar — 48 stunda ströng vinna hjá lögreglunni í Southbourrie og 48 stunda spenningur og umhugsun lijá íbúunum i Southbourne — en ekk- ert frjettist af horfna manninum. Sjúkra- liúsin voru rannsökuð á ný og tveir með- vitundarlausir sjúklingar, sem þangað höfðu komið og enginn vissi nafn á, bornir sam- an við ljósmynd og lýsingu Levinskys. Allir eftirlitsmenn geðveikra voru spurðir og geðveikraliælið vitanlega kannað kyrfilega. Lýsing á manninum var send öllum lög- reglustöðvum í nágrenninu og á forsíðunni í „Southbourne Gazette" og „Southbourne Recorder" komu stórar iriyndir og aug- lýsingar um verðlaun lianda þeim, sem gætu gefið upplýsingar. En enginn gaf sig fram. Meðan jiessu fór fram, tók Ridley saman skrá, ásamt Rosenbaum, sem var honum til ómetanlegrar hjálpar, yfir alla fyrver- andi skiftavini Levinskvs og sendi Collins vfirlögregluþjón með hana lil Bradford. Hann fór að rannsaka hvert nafn fyrir sig, en víðast hvar dvaldi hann ekki lengi, því að hvergi var neitt að finna, svo að hann lauk af seytján nöfnum á einum niórgni. Klukkan liálftólf lagði Collins frá sjer nafnaskrána og hjelt á næsta veitingahús, til þess að fá sjer hressingu. ,Hann settist við marmaraborð og ýtti frá sjer bolla- bakkanum á borðinu. Tveir pence lágu undir undirskálinni, svo að hann setti liana laumulega aftur á sama stað og fór að skoða matseðilinn, þangað til frammistöðu- stúlkan kom og fór að taka saman leifarn- ar eftir síðasta gestinn. „Kálfsket og flesk,“ sagði hann. „Það er búið i dag,“ sagði stúlkan og stakk pennyunum í vasann. „Kalda svínslærissneið þá. Og viljið þjer svo segja mjeí, livað „noils og tops“ er. Jeg hefi verið á seytján stöðum í þessum hlessuðum hæ, og nálega allstaðar var þetta selt eða framleitt, en þó veit jeg ekki enn livað það er.“ „Það er eitthvað viðvíkjandi ullarúrgangi i klæðaverksmiðjunum, held jeg,“ svaraði hún óákveðin og tólcst dásamlega að láta hakkan með bollunum vega salt á fingur- gómunum á sjer, jafnframt því sem hún jnirkaði hletti af horðinu með hinni liend- inni. „Jeg veit lítil deili á því, vegna þess að jeg hefi aldrei verið í ullarverksmiðju sjálf.“ Það var eins og' hún væri að afsaka þetta. 1 borg, þar sem meiri hlutinn- af öllu vinnufæru kvenfólki fer í ullarverk- smiðjurnar beint úr barnaskólanum, þykir það ekki tiltökumál, þó kvenfólk vinni verksmiðjuvinnu, og þessvegna losnaði Collins við að verða fyrir því að móðga stúlkuna, eins og hann hefði gert, ef hann hefði verið staddur í einhverri suðlægari horg. En nú fóru Argusaraugu húsmóð- urinnar um salinn og staðnæmdust þarna við horðið, svo að ekki varð úr frekara samtali. Collins horðaði matinn og fór siðan út á götuna. Hann var á hálum gúmmísólum og gatan var hlaut; þeir sem tiafa gengið upp hallandann i Darley Street geta ])vi skilið, að hann fór varlega. Hann fór í fjóra staði enn og hjelt ])vínæst á- leiðis til Great Eastern Hotel. „Kannist þjer við mann, sem heitir Lev- inskv?“ spurði hann ármanninn. ..Já, lierra.“ „Hafið þjer sjeð hann nýlega?“ „Hvern þeirra? Hr. Isidore fór lijeðan í morgun, hr. Samúel gisti hjerna í vik- unni sem leið, og hr. Louis í fyrri viku.“ „Guð hjálpi yður, maður! Er þetta Brad- ford eða Jerúsalem?“ Collins skildist fyrst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.