Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N ÞRÍR MERKIR BÆIRÁ NORÐURLANDI Englendingurinn Mark Watson, aðalsmaöur í London, hefir komið hingað til lands tvö undanfarin sumur. Hann hefir ferðast mjög mikið um landið og gert sjer far um að kynnast náttúru þess, menningu þjóðarinnar og lands- högum yfirleitt, svo náið sem unt er á jafnskömmum tíma og hann hefir haft hjer viðdvöl. Watson hefir nú gefið hingað til lands TVÖ HUNDRUÐ STERLINGS- PUND, og ætlast hann til að fje þetta sje notað til þess að gera við bæinn í Glaumbæ, svo að hann megi varð- veitast í þeirri mynd sem hann er, sem fulltrúi hins gamla íslenska bæjarstíls. Íslendingar hafa frá öndverðu ver- ið allra þjóða natnastir við að liald'i til haga hverskonar fróðleik, er snertir sögu landsins og menningu ljess. Sagnfestan var þeim í blóð borin, og engin veit nú, hversu mik- ið hefir verið með henni bjargað frá glötun af veigamiklum heimild- um um líf og starf forfeðra vorra. Frásagnarlistin var einskonar að- alsmerki fslendinga utan lands og innan. Bókfestan kom seinna til sög- unnar og hefst með Ara fróða, eftir því sem sagnir herma. Lengst af hjelst bók- og sagnfesta í hendur og upp af þeim meiði er sprottin sagan uin iand vort og forfeður, sem er gleggri o^ yfirgripsmeiri, en nokkur önnur þjóðarsaga veraldar- innar. íslendingar eru vitanlega ánægðir með sína ítarlegu sögu, en nútíma- maðurinn er raunhæfur og vantrú- arkendur á alt, nema það sem hann sjer og þreyfar á. Honum er þess- vegna ekki nóg að iesa lýsingar af þeim áhöldum, sem forfeðurnir not- uðu í hinni daglegu baráttu, af vopnunum, sem þeir vörðu með líf sitt, eða af bæjunum, sem þeir bjuggu í, hann vill fá að sjá og handfjatla hvern hlut, fyr rennur ekki skíma vantrúarinnar af augum hans. — Undan þessum rifjum eru runnar þær tilhneygjingar ísl., að varðveita bæði i sögn og formi allar þjóðlegar menjar fyrr og nú. Síra Helgi Sigurðsson, sá er lagði grundvöllinn að þjóðmenjasafninu, skildi jietta og mjög vel, sem sjá má á boðsbrjefi því, er hann sendi frá sjer 8. jan. 1863, en þar segir svo: „Fornmenjarnar lýsa á sinn hátl, eins og fornsögurnar á sinn, fornöldunum, og leiða þær sem sýnilegar og áþreifanlegar fram fyrir sjónir manna; lýsa jiær liannig, hver um sig, öld þeirri er þær eiga að rekja aldur sinn og kyn til, —■ allar lýsa þær sinnar aldar kunn- áttu, smekk, hugsunarhætti o. s. frv. íslendingar eiga nú orðið stórt og dýrmætt jijóðmenjasafn, sem þeir vildu fyrir engan mun glata, jiótt jieir hafi eigi fram til þessa haft metnað eða bolmagn til þess að koma joví fyrir undir virðulegra þaki, og þar sem það væri betur varðveitt, en það er nú. — Slíkt getur eigi talist vammlaust, að þjóð- menjasafnið skuli vera hornreka. Það er þjóðarskylda að má í burtu þann smánarblett og það sem fyrsí. Oss er ekki nóg að varðveita tæki, klæðnað og aðra muni for- feðra vorra — híbýli jieirra verðuin vjer einnig að varðveita, svo að komandi kynslóðir fái kynst þeim húsakosti, sem Islendingar áttu við að búa um 11 aldir. — Torf og grjót hefir lengst af verið aðalbygg- ingarefni landsmanna, en þar sem það er ekki varanlegt, eru þvi gaml- ar byggingar mjög fáar til hjer á landi. Enn l)á eru þó við líði bæir með svipuðu sniði og lengst af mun hafa tíðkast, og er nokkur áhugi fyrir að bjarga þeim frá glötun, svo að jjeir geti staðið við hliðina á steinsteyptu húsunum, sein fulltrúar hins gamla, íslenska bæjarstíls. Á þremur fornum höfðingjasetr- um á Norðurlandi eru enn uppi bæjarliús í gömlum stil, og liefir komið til orða að halda við jjessum húsum í þvi augnamiði, að varð- veita hið gamla byggingarlag ís- lendinga. — Bæjarhús þessi eru i Glaumbæ í Skagafirði, Laufási við Eyjafjörð og á Grenjaðarstöðum í Aðaldælahreppi. Þar sem bæir þessir eru allir nokkuð svipaðir verður hjer látið nægja að lýsa ein- um þeirra, og hefir bærinn á Grenj- aðarstöðum orðið fyrir valinu. Grenjaðarstaðir eru fornfrægt höfðingjasetur og einn veglegasti kirkjustaður hjer á landi, og sagt var, að enginn prestur færi frá Grenjaðarstöðum, sem þangað var einu sinni kominn, nema þá til þess að taka við bisLupstign á Hólum. Það er því líklegt, að þar hafi oft verið reisilegar byggingar og bæj- arhúsin, sem þar eru nú, bera þess rækan vott, að staðurinn hefir ekki verið setinn á kotunga vísu. Eins og myndin af Grenjaðarstaða- bænum ber með sjer, eru framlnisin fimm og öll tvílyft. Á efri hæð Jjeirra eru sex herbergi, en fimm á þeirri neðri og eru því alls 11 herbergi i þessum hluta bygging- arinnar. Að baki tveggja framhús- anna eru tvær kompur all stórar og er önnur þeirra gamalt mjólk- urhús. Bæjardyrnar eru á miðhúsi framhúsanna og liggja inn úr þeim 46 álna löng göng, og eru á þeim Ivísettur gluggi og fremst eru þau öll rept með sperrum. Göngin eru i þrennu lagi, liggja fyrst til vesturs, síðan í norður og svo í vestur aftur. Á þeim verða því tveir hornrjettir krókar og er gengið úr öðrum þeirra inn í eldhúsið, en úr hinum inn í baðstofu og búr sitt til hvorrar handar. Á myndinni sjáum vjer stafn búrsins mitt á milli framhúsa og baðstofu, en við enda baðstof- unnar er eldhúsið, með tveimur há- um trjereykháfum. — Sunnan við göngin er hlaðinn hár stöpull úr grjóti og torfi, til þess að fylla upp sundið milli baðstofu og framhúsa. — Sjö herbergi eru í baðstofunni — fjögur upp á lofti og þrjú niðri. Búrið og eldiviðargeymslan eru und- ir sama þaki, en vitanlega þiljað á milli. Auk þessa er svo stórt hlóða- eldhús og kompa þar inn af, svo að alls eru 27 herbergi í þessari fer- hyrndu byggingarsamstæðu á Grenj- aðarstöðum. Hlóðaeldhúsinu hefir nú verið breytt í fjós og er það illa farið, því að það var mjög fornlegt. A miðju gólfi þess voru sex hlóðir og að öðru leyti var það i stíl við hina gömlu eldaskála. Eldhúsinu mun Laufúsbærinn. vera hægt að breyta aftur í sitt gamla horl', og mun þjóðmenjavörð- ur láta gera það, svo skjótt sem hann fær aðstöðu til Jjess. Grenjaðarstaðabær er misjafnlega gamall og er hlóðaeldhúsið elsti hluti hans, en um aldur þess er ekki vitað. Búrið og baðstofuna Ijet síra Benedikt Kristjánsson byggja um 1880 og tvö framhúsin eru bygð árið 1892. Útveggir allir á Grenjaðarstaða- bænum eru hlaðnir úr hraungrýti. Voru notaðar til ljess liraunhellur, sem voru klofnar í vel lagaða steina til hleðslu og nefnist það kólfagrjót, þar norður frá. Á milli steinanna var fylt upp með mold. Innveggirn- ir voru einnig hlaðnir úr sama efni, eri þar var liaft torf á milli laga. Slík bæjarhús, eins og hjer hefir verið lýst, krefjast mikils viðhalds og þurfti iðulega að gílda veggina. Kviknaði í svona sambyggingum að sumri til í þurviðrum, var eld- urinn fljótur að hreiðra um sig og þvi mjög miklir erfiðleikar á að komast fyrir hann. Það er því efl- irtektarvert, sem sjá má i gömlum úttektarbókum Grenjaðarstaða, að það var skylda að láta fylgja staðn- um 12 stórar keytuánuir og voru þær grafnar i jörðu í kofa þeim, sem stendur á milli baðstofu og framhúsa. Keytu var stöðugt safnað i ámur þessar, meðal annars til að nota hana við ullarjjvotl, en fyrst og fremst til þess að geta gripið til hennar, ef kviknaði í bæjarhúsun- um, Jjví að í þann tíma var Jjað trú manna, að fátt dygði betur til eldsvarnar en hún. Og þegar á það er litið, Jjá hefir ámunum verið komið fyrir á mjög heppilegum slað. Bæjarhúsin í Laufási eru alt að því eins stór og á Grenjaðarstöðum og eru þau bygð um 1870 af síra Birni Halldórssyni, er þá var prest- ur þar, en sumt af þeim er þó eldra. — Fyrir nokkrum árum tókst Matt^ hiasi Þórðarsyni, fornmenjaverði, að fá fje til þess að gera við eitt framluisið í Laufási, eða það, sem sjest lengst til vinstri á myndinni. Eru þar mjög myndarlegar stofur, eftir því sem tíðkaðist í slíkum byggingum. Gert var ráð fyrir, að haldið yrði áfram að endurbæta húsin og var lofað fje í því skyni, en Jjað fjekst ekki, og hefir þvi setið við svo búið fram til þessa. Ríkissjóður á báða bæina, á Grenjaðarstöðum og Laufási, og hef- ir fornmenjavörður mjög mikinn áhuga fyrir að fá þá í sína umsjá og jafnframt nokkurt fje, svo að hann geti látið endurbæta þá og við- halda þeim. Húsameistari rikisins og yfirmaður þjóðjarðanna hafa báðir látið í ljósi áhuga og velvilja til þessa máls, og er því ekki ó- sennilegt að bæjunum verði bjargað lrá glötun, enda væri alt annað ó- verjandi. Nú í sumar mun haldið á- fram viðgerð á Laufásbænum og vonandi verður Grenjaðarstaðabæn- um gerð svipuð skil liið bráðasta. Bærinn í Glaumbæ er miklu eldri, en hinir tveir, sem áður eru nefnd- ir, og að nokkru leyti frábrugðinn þeim, sem sjá má á grunnmynd Jjeirri af bænum, sem hjer er birt. Eldhúsið í Glaumbæ er talið vera uin 200 ára gamalt og baðstofan 70 ára, og mun því mega telja þessi bæjarhús, ein þau elstu, sem ennþa eru uppistandandi. Bæjargöngin eru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.