Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N STANLEY SYIÍES: Týndi veðlánarinn.10 götuna meö mjer og fáðu þjer matarbita og segðu mjer livað á dagana hefir drifið fyrir þjer.“ Nú kom hálfrar annarar klukkustundar hlje, sem helgað var átinu og upprifjun gam- alla endurminninga, en að svo búnu tók Ridley lilaða af skjölum upp úr tösku sinni og ýtti þeim yfir borðið til gestsins. „Viltu líta nokkuð á þetta í kvöld eða eigum við að byrja snemma i fyrramálið?“ „Jeg beld jeg láli það eiga sig til morg- uns. Maður er ekki upplagður til að setja sig inn í skjöl, eftir að liafa ekið i lest á sunnudegi, en hitt þætti mjer gott, að þú segðir mjer undir og ofan af, ef þú nennir því. Þá get jeg fengið almént yfirlil um málið, án þess að hugsa of mikið. Eins og stendur veit jeg ekkert nema það, sem stað- ið hefir í blöðunum.“ „Rjett. Eigum við að fara að sitja hjerna?“ „Við skulum ganga út. Mjer finst synd að sitja inni í svona góðu veðri.“ Þeir fóru út og gengu Southbourne Es- ])lanade á enda. Það var fátt um fólk á götunni, því að þetta var svo snemma árs, að skemtigestir voru ekki farnir að koma. „Við skulum ganga dálítið lengra,“ sagði Drury. „Jeg hata þessa steinsteyptu kofa.“ „Þjer er betra að láta bæjarstjórnina ekki heyra það. Hún er svo montin af húsaröð- inni hjerna með sjónum.“ Þeir gengu enn liálfa aðra mílu eða svo þangað til vegurinn beygði, svo að gatan komst í hvarf, en ströndin blasti við, svo langt sem augað eygði. Drury varp öndinni og teygði svo að sjer loftið, salt og mettað af þanglykt. „Það er gott að koma einstöku sinnuin út fyrir London,“ sagði hann. „Við skulum fara hjerna niður í fjöruna og finna stað, þar sem við getum tylt okkur. Þeir klöngruðust niður fjárgötu, sem lá ofan hamarinn, til mikillar gremju fyrir hjónaleysi, sem höfðu numið land þarna, og settust í afdrep. „Jæja,“ sagði Drury og rak annan fótinn inn i kanínidiolu og sparkaði burt þistli með hinum, „levstu nú frá skjóðunni. Jeg cr til.“ Næsta klLikkutímann lá liann með augun aftur og lilustaði á frásögn Ridleys, og var sú frásögn lengi vel jafn hversdagsleg og einliæf og niðurinn í briminu, sem annaðist undir- leikinn lijá sögumanninum, en reyndisl þeg- ar fram í sótti jafn djúp og dularfull eins og hafið. „Og nú er sagan öll,“ sagði Ridley. „Og jeg verð að játa, að jeg sit alveg fastur. Við böf- um gert allar þær fyrirspurnir, sem jeg get hugsað mjer, og veit ekkert upp á liverju jeg á að taka næst. Hvað leggur þú til mál- anna?“ „Ekkert, að óliugsuðu máli,“ svaraði Drury og Ridley varð niðurlútur. Drury hló. „Taktu þjer þetta ekki nærri, því að það er þjer til lofs. Það þýðir það, að þú hefir gert allan undirbúning svo rækilega, að þar er enginn endi eftirskilinn handa mjer til að taka í. Nú verðum við að hugsa málið. Fyrsta spurn- ingin er: Hversvegna hverfur maður? Ástæð- urnar geta verið þrjár, að þvi er jeg veit. Sú fyrsta, að hann hverfi af því að hann vill hverfa, annaðhvort af því að liann hefir gert eitthvað ólöglegt eða er i peningavandræð- um, eða er hræddur við eitthvað. Það er ekk- ert, sein bendir á að þessi ástæða komi til greina, nema brjef Tomlins, og það lield jeg ekki að við þurfum að taka alvarlega." „Mjer þvkir vænt um, að þú álítur það. Hversvegna gerðirðu það?“ „Hvað er þetta? Ert þú því ekki samþykk- ur?“ „Jú, þáð er jeg; en jeg álykta af persónu- legum kynnum mínum af manninum. En þú þekkir hann ekkert, svo að jeg fór að hugsa um, hversvegna þú teldir liótanir hans maiklausar.“ „Jeg dæmi aðeins eftir áhrifum hótananna á Levinsky. Ef þær hefðu hrifið, þá hefði hann annaðhvort farið lil ykkar og kært, eða bann liefði horfið undir eins, ef hann hefði talið sjer þann kost vænni. Hann gerði livor- ugt. Hann setti bijefið í möppuna og ljet tvo daga líða áður en liann myndaði sig til að hverfa. Það bepdir ekki á, að hann bafi verið bræddur um líf sitt. „Nei, það er víst og satt,“ svaraði Riddley. „Önnur ástæðan til að bverfa getur verið slys eða minnismissir, en þegar því er til að dreifa lenda menn á sjúkrahúsum fyr eða seinna. Þú hefir rannsakað þá hlið málsins, svo að hún kemur ekki til greina. Og þá er ekki nema ein ástæða eftir og það er force majeure.“ „Ha?“ sagði Ridley. „Mannrán eða morð. Og þar sem það er lilið tiðkað að stela mönnum lijer í landi, þá liggur næst að halda, að um morð sje að ræða. En vitanlega getum við ekki verið vissir um það.“ „En hvað stoðar það okkur i leitinni?“ „Það breytir um lilutverk. Við erum ekki lengur að leita að Levinsky, sem ef til vill befir horfið af einhverjum þessum orsök- um, heldur erum við að leita að mann- inuín, sem nam hann á burt. Eintómar til- gátur auðvitað, en það er þó vísbending í því.“ „Er það. Mjer þykir vænt um, að þjer finst það.“ „Já“. Drury stóð upp og setti sig í pre- látastellingar. „Það eru til tvær tegundir glæpam'anna — og aðeins tvær,“ hjelt liann áfram eftir dálitla þögn. „Fyrri tegundin og sú ljelegri eru liinir ólærðu verkamenn undirheimanna, sem bafa ekki greind til að gera áætlanir og sjá fyrir, hverjar af- leiðingarnar verða. Þeir drýgja ómerkilega glæpi til þess að fullnægja þörf sinni, eða þeir verri til þess að fullnægja augnabliks- bvöt, eða þeir eru veiklaðir á sinninu.“ „Fæddir glæpamenn, eins og Lombrosó segir?“ tók Ridley fram í. „Eltki beinlínis það. Jeg held að enginn trúi nú lengur á kenningar bans um, að glæpabneigðin sje meðfædd. Mjer finst, þegar öllu er á botnipn hvolft, að það sje nokkuð langt sótt að fullyrða, að mað- ur sje glæpamaður, þó eyrað á honum sje með sjerstöku lagi, eða ennið afturlágt. Jeg segi ekki annað en það, að sumir glæpamenn eru ákaflega snauðir andlega, en það eru sumir heiðarlegir menn lika. Aðferðir þeirra eru klaufalega formaðar og klunnalega framkvæmdar. Þeir sjá ekki við og gera ekki varúðarráðstafanir til að glæpurinn geti ekki komist upp, því að þá brestur vit til þess.“ , Jeg veit hvaða menn þú átt við. Þeir eru ákaflega auðþektir“. „Já, vegna þess að þeir hafa ekki vit á að dvlja sig. Þeir baka manni sjaldan mikla fvrirhöfn og það þarf ekki nema æf- ingu lil að hafa upp á þeim. Það er ekki maður af þeirri tegund, sem hefir drepið Levinsky, ef liann liefir verið drepinn. Ef það hefði verið slíkur maður, mundi hann hafa drepið hann með skörung eða ket- hamri, eða á álíka ruddalegan hátt, og annaðhvort skilið líkið eftir á aftökustaðn- um eða falið það svo klaufalega, að það hefði fundist. Hin glæpamannategundin er alt öðruvísi. Glæpamaðurinn úr þeim hóp er gáfaður og gerir nákvæma áætlun fyrir- fram og sjer fyrir því, að hann liafi fjar- verusönnun, ef á þarf að halda.“ „Jeg skil jætta, en jeg sje ekki bverl þú ert að fara.“ „Nú kem jeg að þvi undir eins. Ef Lev- insky hefir verið myrtur, þá hefir morð- inginn verið sniðugur maður, sem hefir farið á burt með líkið og falið það svo vel, að við vitum ekki einu sinni hvort það er nokkur ögn eftir af þvi. En meinið er, að það er altaf erfitt að sjá framtíðina fvrir, hversu greindur sem maður er, og þetta er einmitt veilan á öllum varúðarráðstöfun- um, sem glæpamenn gera. Það verður að ráðstafa öllu fyrirfram, en jeg' geri ráð fyrir, að það sje alveg ómögulegt, að ráð- stafa öllu svo vel, að hvergi geti út af brugðið. Hversu góð, sem áætluriin er, þá fer aldrei hjá því, að rás viðburðanna verði ekki að einhverju leyti öðruvísi. Það er nú mín skoðun. Það er sagt, að ekkert skeyta- dulmál sje svo, að ekki sje liægt að ráða það — það sem mannsandinn hugsar, það getur liann ráðið. Og sama máli gegnir um varúðarreglur glæpamannanna. Aðalatrið- ið er, að atliuga aukaatriðin nógu vel og reyna að sjá, hvort atvikin liafi orðið eftir fvrirfram settri ákvörðun.“ — Morguninn eftir tók Drury til starfa fyrir alvöru og sat nokkra klukkutima á lögregluskrifstofunni með blað og blýant og plöggin í málinu fyrir framan sig. Hann hafði þá föstu reglu, að raða viðburðunum kyrfilega eftir tímaröð. Þessi aðferð var einn þáttur í þeirri kenningu, sem hann hafði verið að útskýra fyrir Ridley kvöldið áður, og sjálfum sjer samkvæmui' byrjaði bann á athugun málsins, með því, að gera nákvæma tímaskrá um þá atburði, sem kunnugt var um hvenær gerst hefðu. Hon- um blöskraði ekkert hvað skjalabaugurinn, sem Ridley hafði fengið lionum, var stór, en ljet þvert á móti gleði sína í ljósi yfir því, hve upplýsingarnar væru ítarlegar. „Það er skratti mikið,“ sagði hann við Ridley, „en það er ekki yður að kenna, þó við verðum máske lengi að komast til hotns i þessu máli.“ „En það virðist flónska," sagði Ridley, „að vera að tefja yður með ýmsu af þessu, sem ekki kemur málinu við, t. d. yfir- heyrslum á mönnum, sem síðar sást, að ekkert voru við málið riðnir.“ Ridley fór frá honum og upp í rjettinn, en er hann liafði setið þar nokkra stund, kom boð frá Drury með fyrirspurn um,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.