Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 2
F Á L K I N N GAMLA BIO Á næstunni sýnir Gamla Bió myndina Saratoga, sem lcvikmynda- fjelagið Metro-Goldwyn-Mayer hefir látið gjöra. Aðalhlutverkin leika Clark Gable og Jean Harlow. — Þessir leikarar hafa hvarvetna gelið sjer besta orðstír, fyrir framúrskar- audi fjölhæfni í leik sínum og mark vísa túlkun á þeim hlutverkum, er þeir hafa haft með höndum. — Jean Harlow andaðist fyrir rúmum 2 árum síðan, aðeins 26 ára gömul. Hún var víðkunn í heimi kvikmynd- anna og dáð al' öllum, sem kyntust henni, hvort heldur sem sú kynning varð á sýningartjaldi kvikmyndahús anna eða í heimkynnum hennar siálfrar. — Nú gefst Reykvikingum kostur á að kynnast leik þessarar konu ennþá einu sinni og dást að honum, þótt hún sje horfin yfir landamærin fyrir tveim árum síðan. Við rætur Adirondachfjallanna er lítill bær, sem heitir Saratoga. Hann var fyrst frægur fyrir sínar 175 heilsulindir. Þangað komu auðmenn Suður-Ameríku þúsundum saman, til að leita sjer lækninga. Þeim fanst timinn stundum langur að líða og jiessvegna tóku þeir með sjer þang- að bestu hestana sína og stunduðu kappreiðar. — Þar með var lagður grundvöllurinn að Saratoga, eins og hann er nú. Ellefu mánuði ársins má Saratoga lieita dauður hær. En í ágústmánuði dvelja þar tugþús- undir manna, sem koma hvaðanæfa að í allskonar farartækjum, til þess að sjá kappreiðarnar, sem þá fara fram þar. Lífinu i þessum einkenni- lega bæ er lýst hjer á skemtilegan hátt. •— í nánd við Saratoga er bóndasetrið „Brookvale“. Við það er tengd saga, sem hjer er túlkuð á minnisstæðan hátt. Það er saga átthagaástarinnar og baráttu tveggja mann fyrir að öðlast ástir heima- sætunnar á „Brookvale“. Veðreið- arnar í Saratoga eru baksvið þessar- ar sögu og þær eiga veigamikinn þátt í því hvernig hún endar. Lífið er eilift kapphlaup og hver vill ekki sjá, hvernig kapphlaup í tvennum skilningi, er háð í hinum rómantíska bæ, Saratoga? Flosi Sigurðsson, trjesmiður, verður 65 ára 24. þ. m. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórár: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Angiýsingaverð: 20 aara millim. HERBERTSprenf. Skradðarabankar „Ef jeg er leiðinleg, þá líttu ekki á mig“, sagði stúlkan. — Maðurinn, sem hún var með, var að jeta sig sundur og sam- an um, hvort hann ætti að biðja hennar, og hún var í vandræð- um með hann. En liað kemur nú ekki liessu máli við. Það eru orðin sjálf, sem eru þanka virði. Mikið af því, s'em mannin- um þykir leiðinlegt í tilverunni, er þess eðlis, að liann þarf ekki að horfa á það. En gerir það samt. Hann ergir sig og lætur sjer liða illa, af eintómri vand- lætingasemi yfir því, að þetta skuli nú vera svona afleitt, •—- án þess að geta nokkru um þokað, i áttina til að gera það betra. Allar hans sálarraunir eru því algerlega árangurslaust og neikvætt erfiði, honum sjálf- um til hrellingar — en engum til gagns. Hann gerir sig að meinlætamanni á sína vísu, en ekkert annað. Merinirnir, sem liorfa altaf á ]mð, sem þeim leiðist að horfa á, ættu að reyna að horfa á eitthvað annað. Því að sá mað- ur er naumast til, sem veröldin hefir ekki eitthvað að hjóða, er hann geti horft á sjer lil ununar, eða svo vaxið, að hann geti ekki fengið fullnægingu heilbrigðrar viljalöngunar í því, að lilúa að því. Það er altal' þakklátara verk, að hlúa að en uppræta. 0,g vissulega er heim- urinn þannig gerður, að ef nógu vel er hlúð að því, sem gain- an er að horfa á, þá verður jiað fljótt fátt, sem manni leið- ist að horfa á. Einn af inestu gáfumönnurii íslendinga var skammaður fyrir það einu sinni, að hann væri ó- nýtur ritdómari á bækur, vegna þess að hann skrifaði vel um allar bækur, er hánn mintist á. — Hann svaraði því, að hann skrifaði að jal'naði aðeins um bækur, sem hann vildi lofa — aðrar bækur vildi hann helst ekki skrifa um. Þar var maður, sem leit helst ekki á það, sem honum þótti leiðinlegí, en var altaf með opin augun fyrir því, sem honum þótti horfa upp og fram. Hann skilur tilveruna, maðurinn sá. Þvi að liann byggir á því, serii veit fram og gefur lífinu innihald. Hann vill helst ekki líta á það, sem togar niður og gefur tómleika. Hann kýs að horfa á það, sem hann getur glaðst af, en ekki hrygst, ef hann á völina. Altaf getur það komið fyrir, að maður verði að liorfa á það, sem hryggir. Hann leggur meiri stund á að glæða það, sem gott er, en upp- ræta það sem ilt er — því að hið fyrnefnda hefir meiri lik- ur til að bera árangur. Það er nauðsynlegt verk, að reita arfa, en hitt er þó nauðsynlegra, að hlúa að því, sem á að spretta. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um þýska risafyrirtækið I. G. Farben — Tvær sögur — Greinar um Tycho Brahe cg ameríkanska blaða- kónginn Hearst — Barnadálkur — Skrítlur — Litli og Stóri — Frá liðnum dögum, eftir Oscar Clausen — Fimm- tíu ára afmæli kennarasamtakanna — Frá biskupsvígsl- unni o. m. fl. i ■ NÝ BÓK Jeg skírskota til allra eftir AXEL WENNER-GREN. Þessarar bókar hefir víða verið getið, og marg- ur hefir óskað þess að hún yrði þýdd á íslensku. Þegar höfundur bókarinnar gaf 30 miljónir króna til eflingar andlegrar samvinnu Norður- landa og vísindalegra rannsókna, var nafn hans á allra vörum. Bókin lýsir skoðun hans á við- skiftalífi og fjármálum nútímans og tillögum til úrlausnar. Bókin er ódýr, svo að allir geta eignast hana. Fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju Sigurjón Sigurðsson, trjésmíða- meistari, Vonarstræti 8, verður sjötugur 30. júní. Jón E. Bergsveinsson, erindreki, verður 60 ára 27. þ. m. lsleifur Bergsleinsson, bóndi i Móum í Njarðvíkum, verður 70 ára 27. júní. Guðvaldur Jónsson, brunavörð- ur, varð 50 ára 21. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.