Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.06.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N ÞÖRBERGUR ÞÓRÐARSON: ÚR ÝMSUM HEIMUM Kerlingin i þriðju stofu. Suiiiarið 1907 lá jeg í fótarmeini á Landakotsspitala. Lá jeg í stof- unni nr. 3 niðri. Þar voru ])á fjög- ur rúni. í fremsta rúmi, vinstra- megin dyra, lá gamall maður, Gutí- mundur að nafni framan af Sel- tjarriarnesi. í rúmi fyrir innan ham lá Einar faðir Karls fyrrum sýslu- manns. í rúmi gégnt honum ]á Guð- mundur nokkur Jóhannesson frá Móakoti i Reykjavík. En í rúmi fyrir framan hann ]á jeg. Eina nótl vakna jeg við það, að Guðmundur gamli lætur mjög illa í svefni. Kalla jeg til hans, en hann vaknar ekki. Hringi jeg þá klukk- unni og vökukonan keniur inn. Hjel hún Sigriður, en föðurnafni henn- ar hefi jeg gleymt. Hún gengur að rúmi Guðmundar, og vaknar hann i sömu svifum. Kvað hann kerlingu hafa sótt að sjer í svefninum og viljað kyrkja sig. Nótt hina næstu sækir að Einari gamla. Vakna jeg við það, að hann önglar og emjar ámáttlega. Kalla jeg til hans, en liann vaknar ekki. Hringi jeg þá sem fyr á vökukon- una. Þegar hún er á leið inn að rúmi Einars, bregður harin blundi, skyrpir frá sjer fólskulega og spyr: „Er þessi djöfull á undan þjer?“ Hann kvað kerlingu hafa sótt að sjer og viijað hengja sig. Næstu nótt sótti þessi sama kerl- ing að Guðmundi frá Móakoti. Ljet hann illa í svefni, en rúm mitt var svo nærri, að jeg gat seilst til með hendinni og kipt i aðra stórutána á honum, svo að hann vaknaði. — Hafði hann þá sömu sögu að segja og hinir, að kerling hafi komið að rúmi sínu og viljað hengja sig. Morguninn eftir 'mæltist jeg til þess við lækni minn, Guðmund pró- fessor Magnússon, að jeg fengi að hafa Ijós hjá mjer næstu nótt. „Hvað ætlið þjer að gera við ljós?“ spyr læknirinn. Jeg tjáði honum þá, að þrjár undanfarnar nætur hefði keri- ing sóft að fjelögum mínum og ætlað að hengja þá, og nú væri röðin komin að mjer. Þá svarar Guð- raundur og segir: „Jeg get ekki ætl- að ykkur minria en að geta losnað við einn kerlingardjöful“, og bætti því við, að Ijós væri ekki leyft að hafa um nætursakir. Um kvöldið sofna jeg fyrstur þeirrá, sem í stofunni voru. En ekki er mjer fyr runnið í brjóst, en kerling há og digur, í dagtreyju ineð rúðótta dúksvuntu og hvíta skuplu yfir sjer, legst yfir mig í rúminu. — Vakna jeg við þaö, að Guðmundur frá Móakoti þrifur í öxlina á mjer. Jeg bið hann að vaka, því að mig sæki svo svefn, að jeg geti ekki haldið mjer vak- andi. Jeg hafði ekki slepl orðinu fyr en jeg var sofnaður aftur. Jafn- skjótt veður kerlingin aftur að mjer, og vill nú taka fyrir kverkar mjer. Guðmundur vakti mig, en jeg sofna óðar aftur. Kemur þá kerlingin í þriðja sinn og er nú miklu gust- meiri og áfjáðari en áður, svo að Guðmundi tekst með herkjubrögð- um að vekja mig. Eftir það vakti jeg þar til fólk var komið á fætur. Stofan nr. 3 íiafði áður verið kvennaherbergi. Frásögn Stefáns skálds frá Hvíta- dal. Skrásett vorið 1923. Draugnr tryllir kú. Pjetur Magússon bjó á Dröngum í Árneshreppi í Strandasýslu á síð- ustu öld. Synir hans voru Pjetur bóndi að Felli í Árneshreppi og Guðmundur, er bjó í Ófeigsfirði. Það var siður þeirra feðga, að manna út skip á hverju vori og fara verslunarferð austur yfir Húnaflóa. Hjeldu þeir til ýmsra staða í Húna- vatnssýslu og höfðu að flutningi rekavið og ýmiskonar búsgagn, er þeir smíðuðu heima að vetrinum. Seldu þeir Húnvetningum varning sinn fyrir lifandi pening, vaðmál og aðra landvöru. Vorið 1878, sex árum áður en jeg giftist Pjetri Pjeturssyni, fóru þeir feðgar einu sinni sem oftar yfir tí! Miðfjarðar. Voru þeir tíu eða tólf saman á áttæringi eða teinæringi. Gekk þeim ferðin greiðlega og sömu- leiðis vöruskiftin við Miðfirðinga. Hjeldu þeir svo norður yfir flóann, er veður leyfði. Eina kú liöfðu þeir innbyrðis, er Pjetur á Felli hafði keypt. Segir nú ekki af ferðum þeirra, fyr en þeir komu norður yfir. Tóku Jieir land norðanmeginn Steingrims- fjarðar, við nes eitt innan við Ham- ar á Selströnd, er Helganes heitir. Þar í nesinu voru kofar nokkrir og þar á meðal hlöðukumbaldi með heystabba í. Dagur mun hafa verið að kvöldi kominn, er þeir lentu, og liugðu sumir þeirra að leggja sig fyrir i hlöðunni um nóttina. Minn- ir mig, að þeir væru fjórir. Varð Pjetri á Dröngum þá að orði: „Eftir á að hyggja, þá mun þetta vera nes- ið, sem hann Helgi drekti sjer við hjerna um árið. Heyrt hefi jeg sagt, að liann liggi ekki kyr, og reimt Jiykir hjer í nesinu síðan.“ Sögðu þá þrír hinna: „Andskot- ann ætli karluglan geti gert okkur. Við hræðumst hann víst ekki. Komi hann bara, ef hann þorir. En einn þeirra ]iagði og gaf ekkert út á þetta. Sóttu þeir síðan kúna lil sjávar og ljetu hana inn í hlöðuna, bundu hana þar við eina stoðina og gáfu henni heyvisk. Síðan lögðu þeir sig til svefns uppi á heystabb- anum. En feðgarnir og þeir hinir fóru ujip á bæi í einhverjum er- indagjörðum. Þegar þeir komu til baka, íriæta þeir kúnni á harðahlaupum langt fyrir innan Hamar, öskrandi með bandið dragandi á eftir sjer. Eltu þeir hana lengi, uns þeir náðu henni að lokum. Skalf lnin þá öll og titr- aði eins og hrísla i skógi og var Iryllingsleg mjög. Tókst þeim þó að leiða hana með sjer út í nesið En þegar þeir tóku að nálgast kof- ana, heyra þeir einkennileg hljóð og hávaða. Hlaupa þeir þá til hlöðunn- ar, ])vi að þaðan heyrist þeim hljóð- ið koma. Þegar inn í hlöðuna kem- ur, ber fyrir augu þeirra einkerini- lega sjón. Þrír af þeim, sem þar voru fyrir, brjótast um á hæl og hnakka uppi á stabbanum með ó- hljóðum og sárri emjan. Vorti það svefnfælur þeirra, er hinir höfðu lieyrl. En sá fjórði, er þagað hafði, þegar fjelagar hans glensuðu um Helga heitinn, lá rótlaus og sótti ekkert að lionum. Vekja þeir þá sem fljótast. Hjekk þá einn þeirra hálfur fram af stabbanum, líkast því, sem reynt hefði verið að toga hann fram af. Sagðist þeim svo frá, er þeir komust til ráðs, að þeim þætti ein- hver forynja ráðast að sjer, strax eftir að þeir voru sofnaðir. Leitað- ist hún við að draga þá fram af stabbanum, en þeir streittust á móti af öllum mætti. Gekk á þessum stimpingum, þar til hinir vöktu ]>á. En sá fjórði varð einskis var og svaf draumlaust allan tímann. En það sem |)ótli kynlegast af öllu vrar það, að baridið, sem kýrin hafði verið bundin með við stoð- ina, var með lykkjuna óleysta á endanum, rjett eins og því hefði verið smokkað upp eða niður af stoðinni. En stoðin var þó með sömu ummerkjum og þegar þeir bundu kúna, með annan endan fast- an undir ræfri, en hinn grafinn i gólfi. Gáfust þeir upp við að ráða þá gátu, og er hún óráðinn enn þann dag í dag. Þeir fjelagar hjeldu þessu næsl norður og heim. En ekki lijelsl Pjetri vel á kúnni, því að upp frá þessu var hún að kalla mátti band- vitlaus, síöskrandi og eirðarlaus. Ál hún hvorki nje drakk og linti aldrei á óhljóðum, nema þegar staðið var hjá henni. Dróst hún upp um sum- arið, og varð að lóa heiini um haustið. Sögu þessa færði i letur Guð- mundur Geirdal kennari á ísafirði eftir Tngibjörgu Jónsdóttur, tengda- móður sinni og konu Pjeturs Pjet- urssonar að Felli. Vígða laug og Likasteinar. Framh. frá bls. 3. manna og liafa leifar af þeirri helgi lialdist fram á þennan dag. Hitt skiftið, sem hennar er getið, er í sambandi við aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans; eða rjettara: þegar lik þeirra voru grafin upp og flutt norður að Hólum. Daginn, sem þau voru upp grafin, voru þau flutt að Torfastöðum um kveld- ið. En næsta dag að Laugarvatni, tjaldað yfir þau og þau þvegin og „búið um þau til fulls“, þvegin úr vatni úr hinni vígðu laug; og er laugin síðan stund- um nefnd „Biskupslaug“. Hjá lauginni eru 6 all-stórir steinar og voru líkbörurnar þrjár lagðar á þá og heita þeir síðan „Líkasteinar.“ Þó islenska þjóðin eigi sjer glæsilega sögu til forna, þá er hjer liltölulega fátt um fornar minjar. Þessi er ein af þeim elstu og merkustu, og er gott að vita af henni undir vernd hjer- aðsskólans á Laugarvatni. Eftir 61 ár verður, ef til vill, haldið upp á afmæli kristinns dóms í landinu. Þá mun áreiðanlega þykja mikils um vert að eiga liarna það, sem með fullum rjetti má nefna fyrsta skírnarfontinn. Laug Snorra i Reykholti er viða fræg, eins og við er að bú- ast, þó ekki sje vist, að hún beri nú sama svip og áður var. En „Vígða laugin“ á Laugarvatni er að líkindu um 250 árum eldri og víst að mestu óhreyfð frá því sem áður og i slikum lengslum við sögu okkar, að jeg tel liana ekki ómerkari. Þeir, sem koma að Laugar- vatni, þurfa að sjá hana og á sumardögum dregur hún að sjer marga baðgeSti. Þegar maður sit- ur í lauginni, þá nær valnið upp i háls. Hitann má hafa eftir þvi, sem best þykir henta, og baðið er óvenju notalegt, hvort sem það er sumarheiður himinn eða stormur og norðurljós, sem syndra yfir. Samtíningur. Eftir Ólaf Fríðriksson. Xýlega var efnafræðingurinn, no- belsverðlaunamaðurinn Friedrich Bergins prófessor, seni er Þjóðverii á ferðalagi um Norðurlönd. Sagði hann blaðamönnum frá því, að hann hefði löngu fyrir stríð verið byrj- aður á að gera tilraunir, til að búa til fljótandi brensluefni úr kolum, ]>að er gerviolíu, með því að binda saman kolefni og vatnsefni. Hefði mál þetta verið komið svo langt þegar árið 1913, að þá hafi verið fengin fyrstu einkaleyfin fyrir upp- finningunni. En vandamál þetta hafi verið al-leyst árið 192G, og geti Þjóð- verjar nú búið til alt það fljótandi brensluefni, er þeir hafa þörf fyrir. En ])essi gerviolía er dýrari en venju leg olía. Hann sagði líka frá tilraun- iim, til þess að breyta trje í matvæli. Trjáefni (sellúlósa), er mjög skylt sterkju, (slívelsi), seni er undirstaða flestra næringarefna úr jurtaríkinu. Með þeirri aðferð, sem hann hefur fundið, getur hann breytt % af trjá- efninu i meltanleg sykurefni. En þeim þriðjunginum, sem af gengur má breyta i ýms önnur nytsöm efni. Matur er aðallega kolvetni (eins og t. d. sykur og brauð), eggjahvítuefni (eins og t. d. kjöt og fiskur) og l'eiti. Með gerjun má breyta kolvetn- unum t. d. sykri, framleiddum úr trjáefni, í eggjahvítuefni, og eru það |)á örsmáar lífverur, sem þar eru að verki. En feiti er hægt að framleiða með því, að nota þennan trjásykur lil þess að fóðra með alidýr. Þann- ig er hægt, þar sem nógur skógur er að fá öll algengustu næringarefni úr trje. Þó gerviolian sje dýrari en hin, þá á þetta ekki við um þennan trjásykur. Hann er mikið ódýrari en rófusykur, en í alla staði eins góður og hollur, og er verið að reisa geysi- stóra verksmiðju í Þýzkalandi, til ])ess að framleiða hann. Nýlega er komin út bók eftir J. D. Bernal prófessor, um hvað vís- indin muni gera mönnunum til hags- bóta á næstunni, og liefir bók þessi vakið óvenju mikla athygli meðal hugsandi manna. Segir hann að menn sjeu nú komnir svo langt í þvi að nota saman stærðfræði og raf- magn, að sjá megi fram á, að búnar verði til verksmiðjur, sem að öllu leyti stjórni sjer sjálfar, og meir en það, geri sjálfar við ])á hluti i verk- smiðjunni er bili. Eins og kunnugt er er altal' verið að finna upp ný og nytsöm efni, til allskonar smíðigripa og vjela, og ekki gætu bifreiðar verið til, nema mjög ófullkomnar, ef ekki hefðu verið fundnir upp nýjir málmblend- ingar, sem hafa eiginleika, sem eru gerólíkir málmum þeim, sem þeir eru búnir til úr. Bernal segir, að með þeirri þekkingu, sem nú er fengin á frumeindunum, sje liægl að reikna út að inestu fyrir fram, hvernig eigi að búa til nytsöm efni, þannig að ekki þurfi að fika sig a- fram við þetta í bliiidni, eins og liingað til hefur verið gert. Segir hann að okkur vanti t. d. efni, sem sje ljettara í sjer en kork, en nógu sterkt til þess að þola sama þrýsting og gler í glugga, verður fyrir af vindi, óeldfimt, en einangri vel gegn kulda og hávaða, og segir hann að svona efni verði fljótlega búið til. Hafi þegar verið fundin upp ýms efni, sem hafi flesta þessa eigin- leika. Og trúin á hið vigða vatn lif- ir enn, það hef jeg orðið var við, þó ekki sje mikið um þá hluti lalað á þessum „upplýstu“ tím- um. Ragnar Ásgeirsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.