Fálkinn - 30.06.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
o
Vjelasalur i I. G. litaverksmiðju.
flutningspoka e'ða tunnur, sem hvít-
asta hvítt, sem til er á jörðu.
Aðrar litategundir eru unnar úr
öðrum jarðtegundum, en þó sjer-
staklega mikið úr málmurn svo sem
blý, sink og járni. I. G. hefir einnig
i þessum greinum sínar eigin verk-
smiðjur eða liönd í hagga með starf-
rækslu annara. Það er þvi ekki af
tilviljun, að litaframleiðslan hefir
gefið fjelaginu nafnið!
2) Framleiðsla I. G. á efnavörum
(„kemiskum“ vörum) allskonar í
fljótandi, duftkendu og hörðu á-
sigkomulagi er ekki hægt að sjá út
yfir. Skal hjer einungis bent á það
nýjasta og markverðasta í fram-
leiðslu 1. G. á hinum síðari árum,
sem hefir mesta þýðingu fyrir iðn-
að og búskap Þjóðverja — nema ef
ske kynni að það hafi umturnandi
áhrif á heimsmarkaðinn alment.
Þetta þykir ef til vill orðum auk-
ið.En samt er efnafræðileg kunn-
átta manna komin svo langt, að liægt
er að lierma eftir náttúrunni og fram-
leiða þau efni, sem hún til þessa
hefir ein verið álitin fær um að
framleiða, bæði á rannsóknarstofum
og i verksmiðjum. Menn hafa sagt
að gamni sínu, að efnafræðingum
I. G. væri sama um lxvort þeir fram-
leiddu sápu úr kolum eða kol úr
sápu.
Sannleikurinn, sem li“gur að baki
þessu spaugi, er sá, að nú er t. d.
unnin feiti til sápugerðar úr kolum,
og svo liinu, að kol, bæði steinkol
og lakari kolategundir, geyma flest
þau efni, sem efnaiðnaður vorra
daga byggist á. í þesu sambandi hef-
ir m. a. verið rannsakað, hvort
venjuleg steinkolaaska væri til einsk-
is nýt. En þá kom í ljós, að hver
smálesl af kolaösku inniheldur verð-
mæti fyrir 110—200 krónur, stál-
hætiefni, gull, silfur og óæðri málma.
Úr öskunni, sem íbúar þessa linattar
fleygja á hverju ár'i, mætti vinna
verðmæt efni fyrir um 300 miljónir
króna.
Hagnýting öskunnar er jafnvel í
Þýskalandi, landi sparseminnar, ekki
framkvæmd nema í einstaka stað,
en gasi og reyk, sem myndast við
kolabrenslu í stórum verksmiðjum,
er ekki slept út í bláinn; úr þeim
eru dregnar á hverju ári samtals
60.000 smálestir af brennisteini, að
þvi ógleymdu að loftið í kring um
slikar verksmiðjur er nú miklu
hreinna en áður!
Úr frumefnum kola og ýmissra
grjóttegunda, sem finnast í Þýslca-
lnndi i rikum mæli, framleiðir I.G.
nú nýjan, ljettan málm, sem er nefnd
ur Hydronalium og trygði 1. G. m. a.
einn gullpening i París 1937, þar
sem hann revndist haldbetri gegn
áhrifum lofts og sjávarseltu en nokk-
ur önnur ljettmálmategund, sem
jjekst hefir hingað til. Hann er nú
notaður nær eingöngu í sjóflugvjel-
ar bæði i Þýskalandi og annars-
staðar.
Annað svipað efni, sem 1. G. fram-
leiðir, ljettmálmurinn Elektron, er
þrátt fyrir ljettleika sinn sterkari að
burðar- og slitþoli en stál. Málmur
þessi er mikið notaður í hinar þýsku
kappaksturbifreiðar, sem undanfarin
ár unnu hvern sigurinn á fætur öðr-
um á alþjóðakappakstursmótum. Nú
hefir þessimi málmi verið ætlað sjer-
stakt verkefni: Prófessor Piccard,
sem varð heimsfrægur fyrir hálofts-
flug sitt, ætlar nú að komast 10.000
mtr. undir yfirborð jarðar, með því
að kafa niður í djúpan sæ í kúlu,
sem er 2 mtr. að þvermáli. Iíúla
þessi mun verða smíðuð úr elektron,
vegna þess að þessi ljettmálmur þol-
ir betur en stál hinn mikla þrýsting.
sem ríkir fleiri þúsund metra undir
sjávarmáli, og þar sem prófessorinn
ætlar ekki að setjast að á hafsbotni,
er betra fyrir hann að nota elektron,
sem gerir kúluna ljettari og i alta
slaði hreyfantegri.
3) Læknislyf eru dýrmætust þeirra
nothæfu efna, sem finnast með sund-
urgreiningu og hagnýtingu kola,
málma, málmsalta og annara efna
úr steinaríki, og skipa þau mjög há-
an sess i framleiðslu og sölustarfi
t. G. Flést I. G.-lyf eru auðkend með
hinum svokallaða „Bayer“-krossi.
Gestkomandi maður, sem skoðar
I. G.-verksmiðjuna í Leverkusen við
ltin, lítur fyrst upp til hins risastóra
Bayer-kross, sem þar er strengdur
milli tveggja 200 mtr. hárra reykháfa
og lýstur upp að kvöldi dags. Verk-
smiðjurnar undir þessum reykhál-
um lita ekki út fyrir að vera nokk-
urskonar apótek — svo stórbrotinn
er verksmiðjureksturinn á þessum
stað.
Sjerstakur flokkur Bayer-meðala
er ætlaður gegn sjúkdómum i hita-
beltislöndum, einkum malaríu. Gegn
þessari sótt liafði árum saman verið
notað chinín, unnið úr jurtaefninu
kínabörk. Lyfi þessu fylgdu þo
nokkrir ókostir, svo sem suða fyrir
eyrunum og máttleysi, sem gerðu
það erfitt að fá heila þjóðflokka eða
stórar herdeildir til að taka það inn.
Menn reyndu að svíkjast um það og
gerðu lækilum og hjúkrunarsveitum
erfitt fyrir. Úr þessu gat ,,Bayer“
bætt með nýja efninu sínu, „Atebrin“,
sem gerir sama gagn og chinín, er
læknandi og fyrirbyggjandi, án þess
að liafa liinar miður heppilegu af-
leiðingar chinin-notkunar.
Sóttvarnarnefnd þjóðbandalagsins
hefir fylgst með útbreiðslu „Atebrin“
og 1938 gefið út skýrslu um árangur
„Atebrin“-notkunar og segir þar m.
a„ að „Atebrin" verki fljótara og
öruggara en chinin, ekki einungis
gegn sjálfri malaríusóttinni, heldur
einnig gegn eftirköstum og afleið-
ingum hennar.
Enski lífeðlisfræðingurinn Huxley,
Oxford, hefir einu sinni sagt um
annað Bayer-efni, sem er notað gegn
svefnsýkinni, að fyrir nýlendurikin
ötl væri miklu nauðsyntegra að fá
lyf þetta hjá Þjóðverjum heldur en
allar stríðsskaðabótagreiðslurnar!
Svipað hefur nú verið haldið fram
um „Atebrin“, hið nýja meðal gegn
malariusóttinni.
Þó að hin svokölluðu „synthetisku'*
(eða ólífræn) meðöl beri oft sigur
úr býtum gegn áður þektum lyfjum,
fer ekki altaf svo. Frá alda öðli hafa
býflugnastungur verið álitnar lækn-
andi við liðagigt. I. G. hefir þvi
komið upp býflugnabúi, þar sem dag-
lega er tekið eitrið úr 6000 býflug-
um, til liess að framleiða úr því
smyrsl gegn liðagigt.
4) Agfa-filmur og Ijósmyndapappir
þekkja hjer á landi, eins og annars-
staðar, sennilega flestir, sem atvinnu
sinnar vegna eða sjer lil ánægju
fást við myndasmíði, en færri eru
það sem vita að Agfa er vörumerlci
allra vara sem „A. G. fúr Anilin-
fabrikation" i Berlín frainleiðir —
enn ein þýðingarmikil deild I.G.
fjelagsins. í baráttunni á heims-
markaðinum um háa sötu á kvik-
myndaræmum og ljósmyndaspólum
stendur Agfa sig prýðisvel, eins og
rekstursyfirlitið sýnir á liverju ári.
Iin hin síðari ár hefir Agfa varið
allmiklum hluta af ágóða þessarar
framleiðslu og sölu, til þess að bæta
framleiðslu á lituðum kvikmyndum
og ljósmyndum. Fyrir venjulega
myndatöku má heita að þetta vanda-
mál sje leyst: Ljósmyndir í eðlileg-
um litum getur hver einasti tekið,
sem fær sjer viðeigandi áhöld og
efni. ■
Eins vel var til þessa ekki ástatt
um litaðar kvikmyndir. Með eldri
aðferðum var að vísu hægt að lita
kvikmyndir og sýna þær, en fram-
köllun og lcopiering á venjulegan
hátt var ekki hægt fyr en Agfa kom
með Agfacolorlitmyndina, svo að nú
mun ekki langt að bíða þangað til
allar kvikmyndir verða í eðlilegum
litum, og' opnast þá nýir möguleikar
fyrir kvikmyndalistina alment.
5) Þegar gervisilkið var fundið
upp í byrjun þessarar aldar, var
engu síður sparaður hlátur og gaman-
yrði en nú á þessum árum, þegar
gerviullin er að ryðja sjer til rúms.
En útlit er fyrir, að hún fari eins
glæsilega sigurför um allan iðnaðar-
heiminn eins og gervisilkið á síð-
ustu áratugum. Kostur sá sem slík
„gervi“-efni liafa fram yfir vefnað
þann, sem er framleiddur úr hrá-
efnum, sem dýra eða jurtarikið legg-
ur okkur til, er fólginn i því að þessi
nýju efni geta ávalt verið jöfn að
gæðum og eiginleikum. Ennfremur
má breyta eiginleikum þeirra algjör-
lega eftir tilganginum, sem á að nota
þau til. Ljerefts og bómullarþráðinn
eða náttúrusilki og ull verður á-
valt að nota eins og náttúran leggur
það til, en þræði úr gervisilki eða
gerviull má fyrirfram, við sjálfa
framleiðsluna, búa út undir það á-
kveðna markmið sem þeim er ætl-
að. Það getur verið mikill munur
á þvi, hvort þeir eru ætlaðir fyrir
venjutegan fatnað, eða vatnsheldan
fatnað, eða jafnvel sem millilag und-
Bensín framleitt úr kolum eflir I. G. húþrýstiaðferðinni í Leuna.