Fálkinn - 30.06.1939, Blaðsíða 6
G
F Á L K I N N
ir biladekk. I. G. framleiðir t. d.
Yistra-ull XI eingöngu fyrir vetrar-
fatnað, en Vistra XIL eingöngu fyrir
regnfrakka. Framtíðin mun skera úr
því, hvort þessi nýju efni I. G. ná
eins miklum vinsældum og t. d.
Beinberg-silki þeirra.
Öll „gervi“-efni eru bygð upp úr
iiákvæmlega sömu frumefnum, sem
náttúran notar til þess með milli-
göngu jurta eða dýra. Munurinn er
sá, að frumefni þessi eru, a. m. k.
i býskalandi, unnin úr þeim hráefn-
um sem þar eru fyrir hendi í ríkari
mæli en t. d. aukin sauðfjárrækl
gæti afkastað. Til þeirra er nefm-
lega öðru fremur notaður viður,
einkum fura og beyki, sem er leystur
upp með allskonar sýrum, rifinn i
sundur, látinn þorna og „þroskasl”,
en siðan búinn undir meðferð á
spunavjel og vefstól. Efnisbreyting
sú, sem náttúran framkvæmir i lík-
ama dýra eða rótum jurta, er lijer
framkvæmd með vjelum -— maður-
inn ræður einungis því hvaða hrá-
efni hann notar til þess.
Viðurinn úr skóginum i Þýska-
landi og Norðurlöndum, sem als-
staðar er nú lögð svo mikil rækt við,
er aðaluppistaðan i öllum þessum
,,gervi“ iðnaði, sem óðum er að færa
út kvíarnar. Hann er t. d. einnig
með afgangi af málmi og málmsölt-
um notaður í þau óteljandi kvoðu-
efni, sem verslað er með undir nafn
inu Bakelit, Zellhorn, Celluloid o.
s. frv. og nú eru svo mikið notuð
í rafmagns, ritfanga og búsáhalda-
iðnaði. Ennfremur í þetta ljetta gljá-
andi umbúðarefni „Cellophan“, sem
er framleitt innan I. G. hringsins af
Kalle & Co. A. G. og sambandsverk-
smiðjum þess. Þetta efni er nú einn-
ig notað allmikið hjer á landi til
umbúða, I. d. utan um sælgæti,
harðfisk, ýmsar niðursuðuvörur o.
s. frv.
7) Sjerstaklega mikla þýðingu fyr-
ir eina aðalatvinnugrein hjer á landi,
landbúnaðinn, hafa þær deildir I. G..
sem framleiða íilbúinn áburð. Þarf
ekki nema að koma á vordegi í
geymsluskúr á einhverjum íslensk-
um sveitabæ til þess að sjá I.G. pok-
ana, l'ulla af tilbúnum áburði, sem
hjer sem annarsstaðar hefir reynst
ágætur til þess að bæta úr efnaskorti
jarðvegsins, sem á að gefa af sjer
aukna og margbreytilega uppskeru.
Áburðartegundir þessar eru unn-
ar úr ódýrum áður vanhirtum kalk-
efnum og málmsöltuin auk köfnunai-
efnisins, sem er unnið beint úr loft-
inu. Árleg framleiðsla I. G. á þessu
sviði nemur um 600.000 smál., mið-
að við lireint köfnunarefni, og fer
allmikill hluti ]iessarar framleiðslu
til annara landa.
8) Nátengd við háþrýstisaðferð-
ina, sem I. G. notar fyrir áburðar-
framleiðsluna, er aðferð sem notuð
er við framleiðslu á ,,gervi“-bensín
og „gervi“-olíu. Bensín og olía eru
aðallega unnin úr steinkolum og
brúnkolum, en auk þess eru hinar
verðlitlu olíur, sem spretta upp úr
jtrðu í Norður-Þýskalandi og Aust-
urríki, bættar og gerðar að fullgildri
vöru. Með því að nota kolin til fulls
í bensinframleiðslu, násl úr 100 kg.
steinkolum 60 kg. af bensíni, en u"
100 kg. brúnkolatjöru 80 kg.
Það er hinn katdi raunveruleiki,
sem neyðir bæði Þjóðverja og aðrar
þjóðir nú á dögum til þess að eyða
hinum dýrmætu kolum i framleiðsiu
á eldsneyti fyrir allskonar vjelat'.
Tólf hundruð vísindamenn frá 29
löndum, sem fyrir nokkrum mánuð-
um mættu á jarðfræðingamóti i
Amsterdam, voru sammála um, að
hægt væri að sjá út yfir það tímabil,
sem nægileg jarðolía myndi nást úr
iðrum jarðar. En þar sem ekki væri
hægt að sjá út yfir þá þróun, sem
samgöngurnar og þar með neysla á
eldsneyti myndi taka í framtíðiniu,
væri mesta nauðsyn á að nota bensín
ir
L G«
Ffl RBE HIP1D U 5TR1E n/B - flBFfi
BERUin
AÐALUMBOÐ A ISLANDI
H.F. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR
REYKJAVÍK
og oliu úr kolum og fullkomna liag-
nýtingu þeirra sem mest, þar sem í
jörðu væru nægileg kol fyrir a. m.
k 000—1000 ár, þrisvar sinnura
lengra tímabil, en áætlað er fyrir
endingu olíulinda.
Svo er önnur hlið á þessu máli,
sem snýr sjerstaklega að þeim lönd-
um og þjóðum, sem eiga yfir eng-
um eða ófullnægjandi olíulindum að
ráða. Þær eru háðar olíublöndunum!
Með notkun kolabensíns og kolaolíu
geta þær losað fjötra þá sem þær
voru hneptar.
9) Sama gildir um annað efni,
sem nú á dögum á stórt verkefni i
atvinnu og samgöngumálum: gúmmi-
ið. Þessi dýrmæta vara hefir hingað
til, undir forystu Ameríkamannsins
Goodyear og fyrirtækja hans nær
eingöngu verið framleidd úr kvoðu
helvea- eða gúmmítrjesins, sem vex
i hitabeltislöndunum. Af gúmmifram-
leiðslu þeirra fara um 50% til
Bandaríkjanna, og um 10% til Eng-
lands, Þýskalands, Frakklands og
Japan, hvors um sig.
Það liggur í augum uppi, að versl-
un með þessa vöru var og er mjög
bundin og háð viðskiftaástandinu i
heiminum og í þessum nýlendurikj-
um. Þjóðverjar voru þar, sökum
skorts á nýlendum og erlendum
gjaldeyri, mjög illa settir, þangað til
þeim tókst að vinna gúinmí úr inn-
lendum hráefnum, kolum og kalki.
I. G. gekk hjer, eins og oftar, i
brjósti fylkingar með uppgötvun og
framleiðslu á „Búna“-gúmmí. Vara
þessi ásamt kolabensíni gerði Þjóðv.
kleift að fimmfalda bílaframleiðslu
sína á þrem árum og stofna nú til
smiða á alþýðubifreiðunum, sem á
að framleiða í miljónatali.
Við framleiðslu þessa kolagúmmís
kom einkennilegt i ljós: Það var að
ýmsu leyti betra en náttúrugúmmíið,
minna slit, betri mótstaða gegn á-
hrifum liita, olíubletta o. s. frv.
Þýsku kappaksturbifreiðarnar, sem
að framan hefir verið getið, unnu
einnig á því að þær þurftu sjaldnar
að skifta um barðana en samkepp-
endurnir frá öðrum löndum, sem
notuðu náttúrugúmmí. ■—
Þjóðverjar vinna af alefli að þess-
um verkefnum efnafræðinnar, efnis-
breylingar og efnaiðnaðarins, ekki
einungis af eintómri vísindaviðleitni
eða óeðlilegri löngun að breyta lög-
málum náttúrunnar eða millilanda-
viðskiftum með afurðir náttúrunn-
ar, þvert á móti. Þeir eru á margan
hátt neyddir til þessarar starfsemi.
Land þeirra er snautt af mörgurii,
dýrmætum iðnaðarhráefnum, sern
finnast í ríkum mæli t. d. í Aineríku
eða Rússlandi. Verslun þeirra geng-
ur enn þá erfiðlega vegna afleiðinga
heimsstyrjaídarinnar og gjaldhruns-
ins. Nýlendur eiga þeir engar. En á
hinn bóginn mega þeir til með að
veita G miljónum manna, sem áður
voru atvinnulausir, atvinnu, sem af
ofangreindum ástæðum getur ekki
bygst nema á innlendum hráefnum
eða svo til. Efnafræðin hefir hjálp-
að þeim til þess, og miðstöð hag-
nýtrar efnafræði: I. G. rannsókn-
arstofur og verksmiðjur.
Mehn fá varla betur sjeð en að
það var I. G. og hinn einbeitti vilji,
sem stjórnar því fyrirtæki, sem veitti
öllurn þessum miljónum nýja it-
vinnu og sjálfsbjörgunarmöguleika.
Stjórn 1. G. hefir frá því fyrsta við-
urkent, að það er hið hugsandi liöf-
uð og hin stritandi hönd, sem heldur
öllu þessu gangandi, og þessvegna
gert meira fyrir starfsmenn sína en
sögur fara af alment. I. G. starf-
rækir sjerstakt hlutafjelag, sem sjer
öllum starfsmönnum og verkamönn-
um fyrir eigin íbúðum eða íbúðar-
húsum, oftast nær með garði eða
landspildu. Sem stendur á hlutafje-
lag þetta svo mikið af íbúðum, að
fjórði hver starfs- eða verkamaður
fær ibúð á vegum þess. Með auknum
/V
fjárframlögum er unnið að því að
bæta hlutfall þetta ]iannig, að fje-
lagið sjálft eigi ávalt yfir að ráða
jafn mörgum ibúðum, og það veitir
undir venjulegum kringumstæðum
verkamönnum og öðrum starfsmönn-
um atvinnu. Ennfremur njóta allir
slarfsmenn I. G. sjerstakra launa og
kaupkjara, sem fara fr.am úr almenn-
um kauptaxta, auk eftirlaunasjóða.
Árið sem leið voru 7.500 manns sem
höfðu unnið 25 ár eða lengur hjá
I G.
Hvernig sem alheimsviðskiftalífi
og atvinnumálum Þjóðverja og ann-
ara þjóða mun vegna á ókomnum
árum, mun ávalt starfsemi I. G.
marka djúp spor á leiðinni til
fremstu þekkingar og ýtrustu hag-
nýtingar þeirra efna, sem jörðin er
samsett af.
Mörg tröllaukin átök i lífsbaráttu
vorra tíma og baráttunni gegn ofur-
efli náttúrunnar munu lengi vera
-'lengd við ]iessa einkennisstafi: I. G.
Myndirnar, sem fylgja greininni,
eru frá I. G. Bildarchiv.
Geitin át peningana.
Frú Jörgensen í Finnerup við
Skjern, hafði gleymt buddunni sinni
úti í fjósi, og þegar hún ætlaði að
sækja hana, var hún horfin. Datt
henni þegar í hug, að geilin henn-
ar hefði verið þarna að verki, ]iví
að buddan lá skamt frá geitinni,
en innihaldið, átta tíu króna seðlar
og ein ávísun, var ltorfið. Nú kom
Jörgensen til sögunnar og skar geit-
ina samstundis og rakti úr henni
innýflin og fann bæði seðlana og
ávísunina. Seðlarnir voru talsvert
skemdir og það var mesta ólykt rf
þeim, eftir dvölina í geitarmag-
anum.
Lávarðurinn í Budapest.
í Budapest hefir nýlega gerst al-
burður, sem mun draga dilk á eftir
sjer fyrir ýmsa fjesýslumenn þar í
landi. Svo stóð á, að til Budapest
kom aðalsmaður einn — ekki þó
frá Balkan, heldur var hann enskur
og hjet Hampton. Hann var for-
ríkur og hjelt dýrðlegar veislur og
komst brátt í kynni við helstu fje-
sýslumenn borgarinnar. Hann lifði
á besta gistiliúsinu í borginni, var
á skemtistöðum á hverju kvöldi,
dansaði mikið í næturklúbbunum
og hafði þann sið, að borga fyrir
alla, sein viðstaddir voru. Og ef ein-
hver andmælti, þá sagði hann bara:
„Minnist þjer ekki á það! Þetta var
Staviski altaf vanur að .gera!“ Og
þá maldaði enginn í móinn.
Þegar fram í sótti nægði honum
ekki gistiliúsið, heldur leigði hann
sjer hús í miðbænum og hafði þar
sífeld veisluhöld og leysti gestina
út með gjöfum. En lögreglunni þótti
ekki einleikið með þessa hjarta-
gæsku, og fór nú að hnýsast um
hagi lávarðarins og símaði Scotland
Yard. Og sú stofnun kannaðist mæta
vel við Lord Hampton, þótt hvorki
væri hann lávarður nje lijeti Hamp-
ton. Hann hafði margsinnis verið
í svartholinu. Og nú var hann hand-
tekinn. Hann hafði smyglað pen-
ingum úr landi i stórum stíl — í
stað þess að bjóða lán eins og
Balkangreifinn — og talið hinutn
ungversku kunningjum sinum trú
um, að tryggara væri að eiga aurana
sína í Englandi en i Ungverjalandi.
Verða vinirnir nú sekir um óleyfi-
lega fjársmyglun — og missa mest
ai' fjenu, sem þeir smygluðu út. Þvi
að lávarðurinn hirti það.