Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1939, Síða 5

Fálkinn - 21.07.1939, Síða 5
F Á L K 1 N N 5 Fyrsta isl. bifreiðastöðin stóð þar sem Oddfellow- húsið stendur nú. Hún sjest hjer á þessari mynd, úsaml bílum þeim, sem Bifreiðafjelag Reykjavík- nr átti 1915. — Fyrsta ,,drossian“, sem hingað kom, er þriðji billinn talið frá hœgri. ara klausa er framandi fyrir það fólk, sem nú þýtur í bílum um land- ið þvert og endilangt, en sýnir jafn- framt, liversu jarðvegurinn fyrir bíl- ana var svo að segja óplægður fyrir 25 árum. Barnasjúkdómar bílasamgangnanna voru ennþá hinir skæðustu, þegar bifreiðalögin voru samþykt. — Þá um sumarið ætlaði t. d. hópur ung- menna austur á Þingvöll og var hann með alllöngum fyrirvara búinn að panta þrjá bíla til þess að flytja sig' austur. Þegar leggja átti af stað kom, enginn bíllinn, þeir voru allir í lamasessi hingað og þangað. Hóp- urinn fór gangandi austur og ekki gekk viðgerðin á bílunum hraðara fyrir sig en það, að aðeins einn bíll- inn gat komið á móti ferðalöngun- um, er þeir komu gangandi að aust- an daginn eftir. Þá þótti t. d. góður hraði að fara á bíl úr Reykjavík austur i Fljóts- hlíð á 7 stundum, en nú fara bílarn- ir þéssa sömu vegalengd á 2% klukkustund. Bilarnir fóru þá ekki á skemmri tíma yfir Hellisheiði, þ. e. a. s. frá Kolviðarhóli að Kamba- brún, en á % klst. Bilanir voru þá mjög tíðar, sjerstaklega á „dekkum“ og gúmmíslöngum. Þess er t. d. getið um einn bilstjórann, að hann var einu sinni 8 slundir milli Keflavík- ur og Hafnarfjarðar, en i það skifl- ið sprakk líka hjá honum á þessari vegalengd milli 30 og 40 sinnum. Engar vöruflutningabifreiðar voru þá yfirbygðar, og urðu bilstjórarnir að hima í opnum bílnum, hvernig sem viðraði. Það er fyrst 1918 að byrj- að er að byggja yfir flutningabifreið- ar. — Ofan á þessa byrjunarörðug- leika bættist svo hræðsla fólksins við bílana, sjerstaklega til sveita. Einn bilstjórinn varð t. d. fyrir því, er er hann var að aka austur árið 1915, að á undan lionum reið kerling og teymdi trússaliest. Þegar hún varð bílsins vör stökk hún af baki og yfir vegskurðinn og klifraði svo yfir girðingu, sem var þar rjett lijá. Hestarnir stóðu kyrrir á veginum, l)ótt bíllinn nálgaðist. Bílstjórinn fór því út úr bílnum og teymdi þá út af veginum. Þá kom kerling hlaupandi og sagði mjög undrandi: „Þetta fór nú annars nokkuð vel.“ Svo örar hafa framfarirnar orðið í bílaiðnaðinum, að bílar þeir, sem notaðir voru um þetta leyti og svo að segja alt fram til 1926, mundu nú tæpast þykja boðlegir. Þá var ein- göngu um að ræða til mannflutn- inga hina svo nefndu blæjubíla. Var blæjunum þannig fyrir komið, á fyrstu bilunum, að það varð að taka þær niður, ef eitthvað var að veðri. Urðu menn því að sitja í opnum bílunum i roki og úrkomu, ef svo bar undir og reyndist flestum það ærið kalsasamt. Hvílíkur munur eða nú, þegar hægt er að þjóta í hörku- frosti á veturnóttum í upphituðum bílunum yfir Holtavörðulieiði og geta meira að segja hlýtt í rólegheit- um á það, sem þulan eða fyrirlesar- inn kyrjar í útvarpinu. Fyrsti lokaði bíllinn („drossían") kom liingað til lands 1915, en ekki urðu þeir algengir fyrr en röskum 10 árum síðar. Fyrsta „drossían" mundi ekki þykja ásjáleg nú, enda var hún hrikalega há og svo völt, að undrum sætti, að hún skyldi ekki velta um svona endrum og sinnum. Heimsstyrjöldin átti mestan þátt í því, að bilum fjölgaði ekki neitt verulega fyrstu árin eftir að bif- reiðalögin gengu í gildi. Allir hlul- ir urðu þá svo óhemju dýrir, að menn fengu ekki við neitt ráðið. En þó keyrði fyrst um þverbak í þessum efnum, fyrstu árin eftir styrj- aldarlokin. Þá komst bílsætið til Hafnarfjarðar upp í kr. 3.50 og bensínlitirinn var þá seldur á 1 krónu. Inn að sundlaugum var þá ekki hægt að fá bíl fyrir minna en kr. 7.50. Alt verðlag hljóp þá í slikar gönur, að annað eins hefir ekki þekst hvorki fyr nje síðar. Með árinu 1921 er eiginlega hægt að segja að bílainnflutningur liefjist fyrir alvöru hingað til lands. Það ár voru fluttir inn 7 bílar og svo fjölgar þeim, stöðugt úr því. Notkun bílanna jókst svo gífurlega, að 8 árum síðar voru fluttir inn 66 sinnum fleiri bilar en 1921, eða alls 462, en slíkt hefir heldur ekki endurtekið sig í sögu bílanna á íslandi. Framfarir á íslandi hafa verið með þeim risastökknm síðastl. aldarfjórð- ung, að trúlegast þætti að slikt hefði skeð i æfintýri en ekki i sögu raun- veruleikans. Sá maður, sem fyrir 25 árum hefði haldið því fram í alvöru, að nú á þvi Herrans ári 1939 yrði svo að segja hægt að aka í bíl land- ið á enda, upp til dala og út til annnesja, hefði af almenningsálit- inu verið dæmdur á Klepp. Fram- farirnar speglast einna raunsæast í samgöngutækninni. Fjarlægðirnar liafa horfið, vikuferð orðið að dag- leið, og alt erfiði, sem slík ferða- lög höfðu í för með sjer, þekkist ekki lengur. — íslenska þjóðin hefir eignast fjölmenna stjett bílsljóra, sem hlotið liefir þann almannadóm, að vera dugleg og áræðin. Bifreiðaverlc- stæði hafa unnvörpum risið upp, þar sem framkvæmdar eru hvers- kyns viðgerðir og yfirbyggingar bíla. Á því sviði hefir þróunin tekið ör- um vexti og er sú iðngrein komin ótrúlega langt á veg hjer á landi. Fjölmennur hópur manna hefir nú orðið arðvænlega atvinnu í bifreiða- verkstæðum. Þeir tvö þúsund og níu bilar, sem nú eru til í landinu, geta þotið yfir fjögur þúsund og álta hundruð km. langan akfæran veg og yfir ótal stórbrýr, sem liggja yfir stærstu ár landsins. Slíkt hefir fram- lakið orðið á fyrsta fjórðungi bila- aldarinnar ó íslandi. — Billinn er eitt hið þarfasta tæki, sem nokkurn tíman hefir flutst hingað lil lands. Hann hefir þegar næstum stjakað klyfjalestinni og reiðskjótanum yfir á svið fortíðarinar. Allsstaðar gætir áhrifa hans í smáu sem stóru meira að segja út yfir þau takmörk, sem fólk hefir daglega í huga — svo langt, að nú er ekki lengur kastað steinvölum ó leiði lánleysingjanna, sem sagt er að dysjaðir sjeu sum- staðar með fram þjóðvegum landsins. Sagnir af Silunga-Birni. Á seinni hluta seytjándu aldar var uppi karl nokkur vestur i Dölum og á Snæfellsnesi, er Björn hjet og var hann venjulega nefndur Silunga- Björn. Ekki er vitað um ætt hans né uppruna, en viðurnefni þetta fjekk hann af því að hann var svo slyng- ur við silungsveiði, að ekki var tal- ið einleikið. Björn var af flestum talinn mjög fjölkunnandi og margvitur. Enda lifði hann á þeim tímum, þegar galdramál voru mjög á lofti og galdrabrennur tíðar fyrir fjölkingi, rúnir og ristingar. Svo langt gekk cfstækin þá, að það var mjög al- gcngt að kenna það göldrum, ef menn eða skepnur fengu einhverja meinsemd. Sagt er að Björn hafi átt margar skræður merkilegar og hafi í þær verið skráð fræði hans. Einnig var bann fús á að leiðbeina mönnum í þeim efnum, einkum þeim, er hann leit svo til að einhver slægur væri í sökum vitsmuna. -—- Merkasti nem- andi Bjarnar er talinn hafa verið Guðmundur Bergþórsson skáld, krypplingurinn á Arnarstapa, er var nafnfrægur um alt land um alda- mótin 1700, fyrir skáldskap sinn og fjölkunnáttu. Mun Björn hafa haft dólæti á Guðmundi, því að sagt er, að hann gæfi lionum allar skræð- ur sína áður en hann dæði. Nokkrar sagnir eru til um Silunga- Björn, sem flestar bera svipaðan keim og eru hjer nokkrar þeirra. Eitt sinn var Björn i kaupavinnu á Svarfhóli í Miðdölum, þá var það eitt kvöld siðla sumars, að Björn kemur að máli við bónda, og spyr hvort liann megi ekki senda ein- hvern yfir að Fellsenda. Var það auðsótt og var húskarl einn látinn fara, og setti Björn undir liann hesl gráan og bað hann að riða sem greiðast. Húskarl þessi sagði siðar svo fró, að sjer hefði virst sem hann fyki fyrir vindi alla leið að Fells- enda. Þegar þangað kom voru allir í fasta svefni, en eldur upp kominn í bæjarhúsunum. Árangurslaust reyndist honum að guða á glugg- ann og hraut hann því upp bæjar- hurðina og fjekk þannig borgið bæði mönnum og húsum, nema eldhúsinu. Silunga-Birni var alment þökkuð þessi björgun og talið að hann hafi með fjölvisku . sinni vitað, hversu komið var ó Fellsenda. Almælt var, að Björrf gengi i hóla og kletta og þóttu liættir hans í öllu hinir kynlegustu. Eitt sinn var Björn á vist í Hjarðarholti í Dölum og var það þá siður hans að hverfa að heiman hvert laugardagskvöld. Mað- ur nokkur, er Magnús lijet, var með Birni í Hjarðairholti og bað hann Björn þess iðulega að fá að fara með honum í laugardagsferðalögin. Björn tók því mjög treglega í fyrstu, en ljet þó að lokum undan þrá- heiðni hans, gegn því að hann breytti i öllu eftir sjer. Lögðu þeir siðan af stað og gekk Björn þá ásamt Magn- úsi í hól einn skamt frá Hjarðar- holti. Er inn kom voru þar fyrir konur tvær og rekkjaði Björn hjá annari. En þar sem Magnús var o- fáanlegur til þess að ganga til hvílu ineð hinni, ljet hún svo um mælt, að hann yrði manna kvensamastur og drykkjumaður mikill. Þess gal hún einnig, að hann nyti Björns vinar síns í því, að hún ljeti ekki annað verra um mælt. — Magnús bjó siðar í Snóksdal og þótti það mjög á hon- um rætast, sem hólkonan mælti. Eitt sinn kom Silunga-Björn að Syðra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Gekk hann þar upp á túnið og stansaði við hól einn. Er hann kom aftur, gaus frá honum sterkur brennivínsþefur og ljet hann þá svo um mælt, að það væri auðugt fólk í þeim hól. Ætluðu menn að hann hefði gengið i hólinn með kunnáttu sinni og þægi þar brennivín, er þá var nær hvergi að fá. Björn var einnig talinn ágætur læknir af ólærðum mönnum, og leit- uðu margir til hans við ýmsum meinsemdum. Björn dvaldi lengi undir Jökli og liafði þá aðallega aðsetur á Hjalla- sandi. Sjó stundaði hann fjölmargar vertiðir og reri jafnan yfirskipa, sem svo var kallað, þ. e. a. s. hann hafði aldrei fast skiprúm, en reri lijá ein- um i dag og öðrum á morgun. Höfðu margir formenn trú á því, að Björn seiddi að fisk og vildu þvi fleiri fleyta honum en fengu. Er Björn var lcominn á gamals aldur langaði hann eitt sinn í róður, en þá var svo kom- ið, að formenn töldust undan að flytja hann, þó fór svo, að Eyjólfur, sá er var formaður hjá Eggerl Björnssyni sýslumanni á Skarði, tók við Birni gamla og reru þeir síðan fram á mið. Er þeir höfðu lagt tvö köst og fiskað vel, bað Björn Eyólf að halda i land, þvi að veður væri lítt tryggilegt og af myndi það hesta i þeim róðri. Eyjólfur hlýddi því, og var hann eini formaðurinn af Sandi og úr Keflavík, er nóði þar lendingu i það skiptið, en allir aðr- ir fengu mikinn hrakning. Silunga-Björn dvaldi seinustu ævi- ár sín á Sandi og mælt er, að hann dæði þar. Guðmundur Bergþórsson var þá í Keflavík á Sandi og var á með þeim mikil vinsemd og talið var að Guðmundur hefði mestan sinn vísdóm frá Silunga-Birni. Fálkinn er fjölbrejrttasta blaðið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.