Fálkinn - 21.07.1939, Síða 11
F Á L K I N N
n
*
FALLEGUR EFTIRMIÐDAGSKJÓLL
úr rósuðu siJkiefni, með hálf iönguni
ermum.
BLÚSA
úr bláu þvottasilki, klæðiieg við ljósu
dragtina. Sniðið er fikst með stuttum
ermum, flibbakraga og tvöföldum
vasa með fangamarki.
HENTUGUIÍ SPORTKJÓLL,
einfaldur í sniðinu, hneptur að fram-
an með tilheyrandi stuttbuxum
,,shorts“, — sem eru alveg nauðsyn-
legar þegar pilsinu er hnept frá.
HENTUGUR SUMARKJÓLL.
Þó að strandfötin hafi næstum al-
veg bolað þunna þvottakjólnum i
burtu, j)á kemst engin stúlka samt
hjá að eiga einn slíkan. Hjer sjest
mjög snotur kjóll úr ljósbláu þvotta-
silki með dökkbláum briddingum og
„quiltning."
Frú: — Anna, jeg sá lögregluþjón
kyssa lítið barn í lystigarðinum i
dag. Jeg vona, að þjer munið það,
að jeg er algerlega mótfallin slíku.
Anna: — Þjer látið yður þó ekki
detta í hug, að lögregluþjónn fari
að kyssa hana Lillu, meðan jeg er
nálægt henni?
UNGA FRUIN FAGNAR SUMRINU.
Hárgreiðslan og batturinn, prýddur
fallegri hanafjöður, alt fer þetta vel
við óhnepta frakkann, sem svo mjög
er í tisku í sumar.
ÞAÐ NÝASTA Á SVIÐI
RAÐTÍSKUNNAR.
Hin marglitu strandföt eru mjög
áberandi í ár, þau sjást af mörgum
gerðum bæði úr dýru silki og lient-
ugu bómullarefni, — en best njóta
þau sin með jakka úr samlitu efni.
STRANDFÖT,
úr hvítu prjónaefni með :iA löngum
buxum, dökkblátt vesti er notað við.
Notaleg flík þá dagana, sem ekki er
steikjandi hiti.
MARGLIT ULLARSTRANDFÖT,
sem eru í tvennu lagi. Það fylgir líka
jakki, sem gott er að hafa til varn-
ar gegn sólbruna.
STIÍAND-SVAGGER
er mjög i lísku i ár hann á ekki
að vera mjög síður. Þessi, sem mynd-
in sýnir, er í fallegum grænum lit,
sem fer vel við Ijósgulan sundbol
og sólbrenda húð.