Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1939, Side 12

Fálkinn - 21.07.1939, Side 12
12 F A L K 1 N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn.14 Þú segir, að Laidlaw sje dauður og grafinn, er ekkisvo?“ „Jú, auðvitað." , Og að Levinsky sje týndur?“ „Hvað er þetta, maður, liöfum við ekki verið að reyna að hafa upp á honum í marga daga-----? „Þjer mun finnast þetta vera óþarfa spurn- ingar, ha? Jæja, en setjum nú syo að Laid- law sje ekki dauður?“ Hinn gat ekki komið upp orði, svo hissa varð hann. „ - en sje lijerna, með konunni sinni. Kon- unni, ekki ekkjunni, Ridley. Lögreglumaður- inn segist geta svarið, að hann sje hjerna með henni. Og þá er einni gröf of margt í kirkjugarðinum lijá þjér, lasm! Er ekki svo? Og svo vantar okkur einn mann. Legðu tvo og tvo saman.“ „Þú átt við, að Lenvinsky —“ „Gæti verið í kistunni, já. Einmitl. Þú hefir skilið mig Steve- Mjjer finst i rauninni, að okkur sje óliætt að spá því, að hann sje i kistunni. Finst þjer það ekki ósköp senni- legt? Þetta er alls ekki svo vitlaus aðferð til Jjess að losna við lik. Hola því ofan i kirkju- garðinn með læknisvottorði og hvað eina, og hafa fallega jarðarför og alt í iagi — mjer íinst það snildarlega leikið, jeg get ekki að ])\í gert. Það minnir mig á hann Barnes sáluga.“ „Barnes? Hver var það?“ spurði Ridley. „Það var heiðursmaður í Sussex, sem drap konuna sina og kunningja hennar, sem var var betri við hann en góðu hófi gegndi. Hann var svo rólegur i tiðinni, að hann leigði sjer herbergi í næsta liúsi við lögreglustöðina i bæ skamt frá, og þar átti hann heirna í sex vik- ur, meðan við vorum í lúsaleit að honum um alt landið og höfðum vörð í öllum hafnar- borgum.“ „Jeg skal útvega þetta leyfi undir eins. Hvað segirðu mjer af Laidlaw?“ „Hvorum þeirra? Þeim dauða eða þeim lifandi?“ „Ykkar Laidlaw. Þessum í Birmingham. Láttu hann nú ekki snúa á þig.“ „Við höfum góðar gætur á honum, en því fyr sem hann kemst undir manna hendur, því hetra. En við verðum þó að doka dálítið við. Barhaven-maðurinn virðist vera viss i sinni sök, en undir þessum kringumstæðum verðum við að vera alveg öruggir. ímynd- aðu þjer hvað jeg mundi verða sneyptur, ef við handsömuðum þennan mann og upp- götvuðum svo eftir á, að Laidlaw væri stein- dauður! Nei, við megum ekki treysta fram- burði eins manns. Jeg ætla nú að ná fingra- förum hans næst. Ef við erum nú loksins komnir á rjetta leið, þá ættu fingraförin að svara til þeirra, sem voru á peningaskápn- um. Að minsta kosti er Derrington eini mað- urinn, sem er líklegur til að hafa stolið nafnaskránni, og það virðist ákaflega liklegt, að Derrington og Laidlaw sjeu ein og sama persónan." „Það sýnist svo. Jeg minnist þess, að okk- ur datt þetta í hug hjerna um daginn en komumst að þeirri niðurstöðu, að ])að gæti ekki verið, vegna þess að Laidlaw hefði leg- ið á banasænginni, þegar Derrington átti tal við Levinsky. En ef Laidlaw liefir alls ekki legið veikur, þá verður þetta alt auðskildara. En hvað skyldi hafa orðið um sjálfan sjúkl- inginn þennan sem Osborne læknir kom „Það hefi jeg ekki hugmynd um, enda skiftir það minstu, á þessu stigi málsins. Ef fingraförin reynast þau sömu, ])á getum við fangelsað manninn fyrir innbrot og haldið hoiium inni fyrir það, þangað til sjerfræðingarnir Ieggja fram skýfslu um líkskoðunina. En eigi að síður væri gaman að vita, livað orðið hefir um sjúklinginn. Við gerum ráð fyrir að Laidlaw hafi losnað við líkið á viðfeldnasta hátt, með því að grafa það undir sínu eigin nafni, en svei því það er næstum því eins erfitt, að losna við mann með heilahimnubólgu, eins og að koma af sjer dauðum skrokk." „Kanske liann hafi notað Nei, það keinur ekki til mála.“ „Kemur hvað ekki lil mála?“ „Mjer datt í hug, að hann hefði kanske gefið Levinsky eitur og notað hann sem tálbeitu til þess, að fá dánarvottorðið út á. En það kemur ekki til mála, vegna þess að Levinsky gekk að störfum sínum á venjulegan hátt, um það leyti sem Osborne kom til sjúklingsins." Þeir gáfust upp við að ráða þessa gátu, og Drury sleit sambandinu og gekk inn á skrifstofu gistihússins, sem var inn af and- dyrinu. Hann sagði gistihússtjóramun, mr. Moore, hver hann væri, og bað hann um að lofa sjer að tala við biðstofuþjóninn. „Hafið þjer nokkurn grun á honum?“ spurði gestgjafinn ákafur. „Hann hafði ágæt meðmæli, þegar hann kom hingað.“ „Nei, engan grun,“ svaraði Drurv. „En jeg þarf að biðja hann um, að gera dálítið fyrir mig.“ Þjónninn, sem var greindarlegasti maður og hjet Wilson, kom innan fimm mínútna. „Nú þarf jeg í fyrsta lagi, að biðja ykk- nr báða að þegja eins og steinar yfir því, sem jeg trúi ykkur fyrir“, sagði Drury og leil fyrst á þjóninn og svo á hótelstjórann. „Þið megið ekki minnast á það einu orði við nokkurn mann, því að þá eyðileggið þið alt fyrir mjer. Þjer þekkið frú Laidlaw, sem kom hingað í fyrradag?14 „Já“. „Og manninn, sem með henni er?“ „Bróður hennar?“ spurði mr. Moore. „Nú, hann er talinn bróðir hennar, er það? En við höldum, að liann sje maður- inn hennar og grunum hann um innbrots- þjófnað og máske um morð líka. Jeg þarf að biðja ykkur að hjálpa mjer. Ef þið gerið það og jeg þarf að taka hann fastan, þá lofa jeg að gera það eins lítið áberandi og rólega og hægt er og forðast all uppþot.44 Forstjórinn, sem jafnframt var eigandi gistihússins, náfölnaði og vildi alt fvrir liann gera. Honum þótti vænt um loforðið um, að farið skyldi sem varlegast að öllu. En Drury hafði lært það af langri reynslu, að bera tilmæli sin fram á þann hátt, að þeim var sjaldan neitað. „Hvað viljið þjer að jeg geri?“ spurði Moore með áfergju. „Yður þarf jeg ekki að biðja um annað, en að lofa mjer að halda á aðstoð þjóns- ins um sinn. Jeg gæti beðið yður persónu- lega að hjálpa mjer, en það sem gera þarf er veitingaþjónsins verk og við meguin ekki vekja neinn grun. Jeg býst ekki við að geta tekið þau föst í næstu tólf tímana að minsta kosti, svo að það eina sem jeg þarf að biðja yður um, er að þjer farið með þá alveg eins og venjulega gesti og látið ekki bera á, að þjer vitið neitt um þau. Og fvrir alla muni að veita þeim ekki mikla athygli, eða horfa á þau“. „En ef þau strjúka nú áður en þjer takið þau ?“ „Þau reyna ekki að strjúka nema þau fari að gruna eitthvað, og þau grunar ekk- ert, ef þjer farið að eins og jeg segi. Ef þau fara eitthvað, þá verður þeim veitt eftir- för. Við höfum haft mann á verði hjerna við gistihúsið síðan frú Laidlaw kom hingað í fyrradag.44 „Drottinn minn dýri! Er þetta satt. ()g jeg hefi ekki orðið neins var!“ „Það var heldur ekki ætlast lil þess,“ sagði Drury brosandi. „Varðmönnunum hefði gramist ef þjer hefðuð lekið eftir því. En meðal annara orða: Fær þessi maður sjer nokkurntíma hressingu hjerna niðri?44 Moore leit spyrjandi á þjóninn. „Hann drekkur kaffi hjerna eftir mið- degisverðinn,44 sagði þjónninn dræmt. Drury hló. „Kaffi er mjög hentugur drykkur fyrir mitt verkefni. Notið þið syk- urker og rjómakönnur úr fægðum málmi?44 „Já,“ svaraði Moore, „það er all úr málmi. Það sparar glerbrot. Þurfið þjer á því að halda?“ „Þakka yður fyrir. Lánið mjer það nýj- asta af því tæi og lofið mjer að líta á ])að. Það mega ekki vera rispur á þvi. Og svo breina þurku, gerið þjer svo vel!“ Þjónninn ætlaði að flýta sjer að sækja þetta, en Moore kallaði í hann og fjekk honum lyklakippu, sem hann tók úr vasa sínum. „Farið þjer upp í geymsluna og sækið ónotað, Wilson. Það er alt rispað þetta, sem er í brúki.“ Wilson kom aftur með sykurker og rjómakönnu úr britanniamálmi, nýtt og gljáandi i umbúðum frá verksiniðjunni. „Þetta er ágætl, þakka yður fyrir. Má jeg fá það ljeð sem snöggvast?44 Drury setti á sig banskana, sem lágu í hatti forstjórans og þurkaði vandlega af sykurkerinu og könnunni með þurkunni. „Látið nú rjóma og sykur í þetta, en snertið ekki á því samt. Þegar þessi maður biður um kaffi, þá setjið á yður bómullar- hanska og látið liann nota þetta sykurker og rjómakönnu. Jeg verð nærstaddur til ])ess að sjá um, að þjer gleymið ekki að setja upp hanskana. Setjið það á borðið sem fjærst honum, svo að hann neyðist til að laka það, þegar hann býður frúnni. Sjálfur skuluð þjer svo vera á vakki þarna í kring og raða blöðum og taka til, en undir eins og hann hefir snert annaðhvort sykur- karið eða rjómakönnuna, þá takið ])jer það og færið mjer. Þjer getið afsakað yður með því, að það sje svo lítið til af sykur- kerum og rjómakönnum, að þjer þurfið að nota það handa öðrum. Sykurkerið er meira áríðandi. Jeg geri ekki ráð fyrir, að maður hafi mikið gagn af rjómakönnunni, því að

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.