Fálkinn - 04.08.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
Frá v.: GuÖbrandur Magnúss. forst;.,setur mótiö. ForsœtisráÖh.frúin skirir
Dagur Svifflugfjelagsins.
Það þótti hin mesta nýlunda, er
Svifflugfjelagið efndi til flugsýninga
á Sandskeiði síðastliðið sumar. Ljetu
margir á sjer heyra, að þeir mundu
ekki láta hjá liða að sjá slíkar sýn-
ingar aftur, ef þess gæfist kostur.
Svifftugfjeiagið gekst nú aftur fyr-
ir, að haldnar voru flugsýningar á
Sandskeiðinu síðastliðinn sunnudag.
Úr því klukkan varð tvö mátti sjá
hvern bílinn á fætur öðrum halda
upp úr bænum, og munu flestir
þeirra hafa liafnað á Sandskeiði.
Veður var hið besta, logn og sólskin.
Alt fór prýðilega úr hendi þarna
efra, og var svo mikil regla á öllu,
að það eitl út af fyrir sig vakti
athygli, en skátar og lögreglan höfðu
eftiriitsstarfið með höndum.
A löngum spotta meðfram vegin-
um var strengt með snæri, og hjelt
mannfjöldinn sjer innan við það.
Áætlað var að þarna hefðu alls verið
um 2 þúsund áhorfendur.
Við mannfjöldanum blöstu flug-
vjelarnar í röð, 4 svifflugur og 2
vjelflugur. Stóðu flugmennirnir við
þvora þeirra og fjelagar úr Svif-
flugfjelaginu við hinar. Þá var þarna
margt fjelaga úr Modelflugfjelaginu
og voru þeir með ótal smá model-
flugur. — Hátalara var komið fyrir
þarna, til þess að mannfjöldinn gæti
heyrt ræður og skýringar á fluginu.
Guðbrandur Magnússon, forstjóri,
sem er heiðursfjelagi Svifflugfjelags-
ins, setti samkomuna með ræðu.
— Síðan fór fram skírnarathöfn og
var það forsætisráðherrafrú, Vigdis
Steingrímsdóttir, sem gegndi prests-
störfunum þarna, og skírði svifflug-
ur fjelagsins. Hlutu þær nöfnin: —
„Fálki,“ „Smyrill,“ „Hrafn“ og
„Máfur“.
Að þvi loknu hófst sjálf sýningin,
með því að gerðar voru tilraunir
með byrjendaflug í svifflugvjelinni
„Smyrill“, og tókst vel i bæði skiftin.
Um likt leyti báru litlu modelflug-
urnar við loft. Sumar þeirra fóru svo
hátt, að þær hurfu manni sjónum,
og það má guð vita, hvort þær eru
allar komnar niður aftur, en allar
reglur um slíkl benda þó í þá átt
að svo sje.
Þýski flugmaðurinn Fritz Schau-
erte sýndi síðan hitauppstreymis-
flug. Flugvjelin T.F.-Sux dró hana
hátt í loft og slepti henni síðan.
Var þarna ágætt hitauppstreymi og
sveif flugan 20 mín. í loftinu. Hún
hefði þó getað verið miklu lengur,
en varð að setjast vegna þess að
lialda varð áfram með dagskrána.
Alt í einu óð gamall og durnara-
legur karl inn á völlinn og heimt-
aði að fá að fljúga. Óð hann síðan
upp í T.F.-Sux, setti liana í gang
og fór síðan af stað í vjelinni. í
fyrstu hreyfðist flugvjelin all ein-
kennilega og vaggaði aftur á bak
og áfram. En loks hóf hún sig svo
í loft og tókst vel, enda kom í ljós,
þegar flugvjelin settist, að karlinn
var enginn annar en Sigurður Jóns-
son flugmaður.
Listflugið hófst að því búnu, en
eftir því höfðu margir beðið með
mikilli eftirvæntingu. Fór bæði fram
listflug á vjelflugum og svifflugu.
Voru nú gerðar ýmsar hundakúnstir.
Ljetu flugmenn flugurnar fara aftur
vfir sig í hring, og sneru þeim þann-
ig, að hjólin vissu upp og ljetu þær
renna beint til jarðar, svo nefið viss'
niður, en rjettu þær svo við, þegar
þær voru komnar rjett að jörðu. Á
máli flugmanna heita þessar listir
„turn“, „looping“ og „spin“, en
sennilega spinna nýyrðaísmiðirnir
einhver islensk heiti nú á næstunni,
eina sviffluguna. Svifflugiö hefsl.
svo að sauðsvartur almúginn geti
skilið hvað við er átt.
Þarna gafst mönnum koslur á að
sýna hvað þeir væru getspakir. —
Átti að geta upp á hvað svifflugan
væri hátt uppi, þegar hún hóf list-
flug sitt. Margir tóku þátt í þessari
getraun og voru ágiskanir frá 60—
3300 metra. Einn gat þó rjett, sem
sje 510 metra. — Var það Gunnar
Böðvarsson Óðinsgötu 13, er svo
reyndist getspakur.
Flugdeginum lauk með því, að
Leifur Grímsson flaug í svifflugu
frá Sandskeiði og niður í Vatns-
mýri. Var hann 20 min. á leiðinni.
Hann flaug með 14 kg. af pósti.
Svifflugfjelagið hafði látið gera sjer-
stök kort i þessu skyni, og seldust
þau upp, en þau voru alls 4211. —
Alt fór fram með mestu prýði, og
mun listflugið verða mörgum ó-
gleymanlegt.
A. J. Johnson, bankagjaldkeri,
verður 60 ára 9. þ. m.
Björn Ólafs skipstjóri, Mýrar-
húsum, verður 60 ára 10. þ. m.
Frídapr verslunarmanna.
Um næstu helgi er hið árlega og
almenna frí verslunarmanna. Versl-
unarmenn efna þá til mikilla há-
tíðahalda og ferðalaga, og mun ó-
hætt að fullyrða, að aldrei fyr hat'i
verslunarstjettin búið sig eins undir
það, að hafa hátíðahöldin jafn fjöl-
breytt og viðtæk og nú.
Hátíðaliöldunum má í höfuðdrátt-
um skifta í fernt.
Ákveðið er að efna til Vestmanna-
eyjaferðar, og er þegar vitað, að
fjölmargir ætla að notfæra sjer þetta
ágæta tækifæri til að koinast þangað.
— Farið verður hjeðan ineð Gull-
fossi föstudaginn 4. ágúst og komið
heim frá Vestmannaeyjum á mánud.
7. ágúst ineð e. s. Lyru eða 8. á-
gúst með Brúarfossi. Fargjaldið er
14 kr. fyrir manninn fram og aftur,
en 17 krónur fyrir þá, er fara með
Lyru. Vegna þess að alt farþegarúm
er upptekið, verða menn að hafast
við í lest, en sjerstaklega verður þar
hagrætt i þvi skyni.
Þá verður farið upp í Borgar-
fjörð með e. s. Laxfossi laugardag-
inn 5. ágúst kl. 3. Skipið fer fram
og til baka bæði sunnudag og mánu-
dag. Á laugardag verður dansleikur
i Borgarnesi, en á sunnudag verður
skemtun við Þverárrjett. Fargjald
fram og aftur kostar 11 kr. og er
þar með innifalinn aðgangseyrir að
skemtuninni við Þverárrjett.
Á laugardaginn verður einnig
farið austur i Þjórsárdal, um Brú-
arhlöð að Gullfossi og Geysi og
heim um Grafning. Sunnudagurinn
verður notaður til að skoða sig um
Framh. á bis. 14.
ÚTVARPSRÁÐSTEFNA
NORÐURLANDA.
Norðurlandabúar ræða nú sam-
eiginlega um margvísleg mál, og
leitast á þann hátt við að koma á
meiri og víðtækari samvinnu. —
Nýlega var haldin í Kaupmanna-
höfn útvarpsráðstefna, þar sem mælt-
ir voru útvarpsstjórar allra Norð-
urlanda. Sjást þeir lijer á myndinni,
talið frá vinstri: Olaf Midttun, Jón-
as Þorbergsson, F. E. Jensen, J. V.
Vakio og C. A. Dymling.
KRISTJÁN KONUNGUR X. lífverðinum. — Myndin sýnir hann
átti nýlega 50 ára afmæli sem liði í heilsa kunningjum á afmælisdaginn.