Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1939, Side 14

Fálkinn - 04.08.1939, Side 14
14 F Á L K 1 N N ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: ÚR ÝMSUM HEIMUM. BEINAVOFAN. Kristján skanki, sem á Suðurlanili 'liefir verið kallaður krummi, var eitt sumar smali hjá foreldrum mínum, Jóni Jónssyni og Málmfriði Jósefs- dóttur, er þá bjuggu að Valshamri á Skógarslrönd. Kristján var kynlegur karl. Sumarið sem hann var á Vals- hamri, fjekst hann til dæmis ekki til að vera inni i bæ hjá öðru fólki, heldur svaf hann oftast í hesthús- kofa, er stóð uppi á túninu. Kristján var fámálugur og óreiðanlegur og ekki gefinn fyrir að fara með þvætt- ing. Það heyrðist oft á Kristjáni þetta sumar, að ekki mundi vera sem hreinast i kring á Valshamri. Þegar hann var intur eftir, hvort hann sæi nokkuð þess konar, ljet hann á sjer skilja, að ekki gæti hann borið á móti því, en samt vildi hann sem fæst um það segja. Kynlegt þótti það, að Kastor, hundur, sem foreldr- ar mínir áttu, ljet oft illa á nóttum. Hljóp hann með gelti miklu kring- um bæinn og niður fyrir tún, og það þótt engin skepna væri nærri. En Kastor var talinn vitur liundur. Hann spáði oft gestum. Settist hann þá fyrir utan tún í þá átt, sem gest- irnir komu síðar úr, og spangólaði. Og það brást varla, að hann segði rjett til. Svo var það eitt sinn um sumarið eftir að Kristján skanki var á Vals- hamri. Smalinn rak kviærnar í haga, þegar búið var að mjólka þær um kveldið, og bræður mínir fóru með honum. Nokkru fyrir neðan túnið er klettahæð, sem nefnd er Lambham- ar. Leið þeirra með ærnár lá fram hjá hamrinum. Þegar þeir komu nið- ur fyrir túnið, sjá þeir einkennilega ófreskju á Lambhamrinum. Það var líkast því sem hestur stæði þar uppi á afturfótunum og iðaði allur til. Bræðrum mínum varð bilt við þessa sýn í fyrstu, en smalinn var hugaður og tápmikill strákur. Herti hann upp hugann, reif upp hríslurk og sagðist víst skyldi iumbra á ófreskjunni, ef hún vildi bíða. Síðan hjeldu þeir allir áfram með sinn lurkinn hver. En þegar þeir komu nokkru lengra niður eftir og nær hamrinum, er þetta horfið. Þá sneru þeir heim á leið. Þegar þeir komu aftur heim undir túnið, verður þeim litið til baka. Sjá þeir þá aftur ófreskjuna uppi á hamrinum. Ráðguðust þeir nú um, hvort þeir ættu enn þá að fara niður eftir. Vildu sumir fara, en aðrir vildu fara heim og segja frá því, sem þeir sáu og láta aðra at- huga það. Varð það svo úr, að þeir hjeldu heim. En svo stóð á, að eng- inn var heima af fullorðnu fólki nema móðir mín, og var hún ekki viðlátin að fara út og forvitnast um þetta fyr en nokkru seinna. En þá var alt horfið. Nokkru seinna voru bræður mínir látnir fara niður að Lambhamri til þess að rífa lyng. Undir kiettinurn í hamrinum er urð stórgrýtt, og var mikið lyng vaxið yfir urðina. Einn bræðranna fór þangað og reif stórar lynglegður upp úr urðinni. All í einu kallar hann til hinna og segir þeim að koma og sjá. „Jeg hefi fundið andaregg!1 Hinir komu hlaupandi að skoða fundinn. En þar var þá ekki neitt andaregg. Elsti bróðirinn hafði áður sjeð mannabein koma upp við greftrun í kirkjugarði. Sagði hann undir eins og hann var búinn að skoða þetta, sem glitti í niðri í urðinni, að það væri hauskúpa af manni. Tók hann upp kúpuna og skoðaði og ljet hana síðan niður i holuna aftur, eins og hún var. Sögðu þeir frá fundi sinum, þegar þeií komu heim. Fleiri komu til og skoð- uðu kúpuna og sannfærðust um, að hún væri af manni. Þetta spurðist fljótt á bæina í kring, og margir, sem leið áttu um hjá Lambhamri, komu og litu á kúpuna, en ljetu hana æfinlega niður aftur, eins og lnin hafði legið. Benedikt bóndi á Gjarðey kom eitt sinn um sumarið með sonum sínum að Valshamri. Var þeim þá sagt af mannsbeinunum hjá Lamb- hamri. Fýsti þá að koma þar og skoða. Á leið til sjávar aftur gengu þeir upp að hamrinum og tóku upp hauskúpuna og skoðuðu. Pjetur son- ur Benedikts skoðaði kúpuna síðastur og kastaði henni svo niður í lioluna aftur. Einhver talaði um það við Pétur, að ekki ætti að skilja svona við kúpuna, heldur ætti að láta hana niður aftur eins og hún var. En Benedikt kvaðst ekki mundu um það birða, hvort hinum dauða likaði hetur eða ver. Fóru þeir feðgsr síðan fram. Pjetur svaf í herbergi, sem var undir öðrum baðstofuendanum i Gjarðey. Þegar liann er sofnaður næstu nótt, heyrir fólkið uppi á baðstofuloftinu, að hann fer að láta illa í svefni, og siðan tekur að korra í honum. Einhverjir ætluðu að fara ofan og vekja hann, en áður en af því yrði, heyrðist, að hann var vakn- aður. En sjálfur sagði hann svo frá um morguninn, að þegar hann var sofnaður, þótti honum maður koma til sín, hár og þreklega vaxinn. Sá ávarpaði Pjetur og sagði: „Þú skild- ir illa við beinin mín, lagsmaðuU'. Svo tók hann fyrir kverkar Pjetri og fanst honum, að hann ætla að kirkja sig, en þá gat hann komið upp hljóði, og í því vaknaði hann. Sýndist honum þá maðurinn ganga út úr herberginu. Nokkru eftir þetta komu saman á Valshamri margir inenn af bæjun- um úr nágrenninu. Fóru þeir með járn og bönd niður að Lambhamri til þess að taka upp beinin og flytja til kirkju. Var erfitt mjög að lyfta björgunum, sem lágu eins og þau hefðu verið lögð þar yfir af manna- höndum, og urðu margir að lyfta hverju bjargi. Það, sem þarna fanst undir, var hauskúpan og brot af leggjum. Voru beinin flutt heim að Valshamri og þar gerð að þeim kista. Síðan voru þau flutt að Breiðabóls- slað, og jarðsöng séra Guðmundur Einarsson beinin í Breiðabólsstaðar- kirkjugarði. Það var í júnimánuði 1879. Eftir það varð aldrei vart við neitt óvenjulegt kringum Valshamar. Ekki hefi jeg lieyrt neinn geta gefið upplýsingar um, hver hafi ver- ið urðaður þarna undir Lambhamri nje hvenær það hafi verið gert. Liklegt er, að það hafi verið fyrir ærið löngu, þó að beinin, sem þarna fundust, væru lítt rotin. Það er kunn- ugt, að bein geta geymst lengi í grjóti, þar sem regn og vindur leikur jafn- an um þau. Fært í letur árið 1900 af Gunn- laugi Jónssyni frá Narfeyri. Eitur í guðsorðinu. Gamall gyðingalærifaðir, Isak Leif- ar að nafni, hefir komist undir hendur lögreglunnar fyrir óþokka- lega smyglun, „undir yfirskyni guð- hræðslunnar“, ef svo mætti segja. Hann og fjelagar hans hafa árum saman smyglað heróínin og öðru nautnaeitri til Frakklands, frá Ame- ríku — innan í guðsorðabókum, og selt það dýrum dómum. MICHAEL FARADAY. Framh. af bls. 6. Genf á þvi ferðalagi. Hann var 25 ára, þegar hann birti fyrstu vísinda- ritgerð sína og 29 ára gerði hann uppgötvun sina á rafsegulmagninu, sem er undirstaða rafmagnshreyfils- ins. Síðan eru liðin 118 ár. Árið eftir kvæntist hann fátækri stúlku, sem sat altaf á næsta bekk við hann, þegar hann fór í kirkju. Hún hjet Sarah Barnard. Þau lifðu saman í hjónabandi í 40 ár, en lijónabandið var barnlaust. Þegar Faraday var þrjátíu og tveggja ára, var hann orðinn einn af höfuðvís- indamönnum heimsins. Meðlimur kgl. vísindafjelagsins og forstjóri kgl. efnarannsóknarstofnunarinnar, þar sem hann hafði byrjað með 25 shillinga kaupi á viku. En nú efn- aðist hanri vel. — Honum var boðið stórfje fyrir ýmiskonar efnarann- sóknir, sem hann hefði getað grætt auðæfi á. En þeim kom saman um liað hjónunum, að hann hefði ekki tíma til að vera rikur. Nú fór liann að skrifa bókina, sem æ mun standa sem minnisvarði yfir verk hans: „Experimental Re- searches in Electricity". — Þó að hún sje orðin áttatíu ára gömul er bún furðulítið úrelt enn. Hann var 23 ár að semja þessa bók. En jafnframt því að Faradey var efnafræðingur og eðlisfræðingur var hann líka heimspekingur. Hann ljet sjer ant um að leitast við að sanna, að heimurinn sje ekkert annað en orka í ýmsum myndum, en ekki gerður úr svo eða svo mörgum frum- efnum. Allur heimurinn var eining — frumefnin, höfuðskepnurnar, jurt- ir, steinar og menn. Hann var mildur, svo að börnin hópuðust að honum, en gat verið liarður, eins og þegar hann ljet sjálf- an forsætisráðherrann biðja fyrir- gefningar. Síðustu árin átti hann heima í húsi við Hampton Court, sem Victoría drotning hafði ljeð hon- um. Þar sat hann og sagði börnun- um sögur og æfintýri og þangað komu líka vísindamenn úr öllum áttum til þess að hlusta á æfin- týri þau, sem hann hafði lært af langri reynslu i heimi vísindanna. FRÍDAGUR VERZLUNARMANNA. Framh. af bls. 3. í Þjórsárdal og öðrum þeim mark- verðustu stöðum, sem fyr eru nefnd- ir Þátttakendur verða að liafa með sjer viðleguútbúnað. Fargjaldið kost- ar 22 krónur. Loks ber að geta þess, að haldin verður mjög fjölbreytt skemtun ■ að Eiði. Þeir sem ekki geta einhverra hluta vegna ekki komist í langferðir, eiga því kost á að skemta sjer i nánd við bæinn. Þess má geta viðvíkjandi skemt- uninni á Eiði, að þar keppa i knatt- spyrnu starfsmenn heildsala og slarfsmenn smásala. Þetla út af fyrir sig er ekki merkilegt, en þarna verð- ur kept á fullkomnasta grasvelli á íslandi, sem er fyllilega sambæri- legur við samskonar velli erlendis. Alt bendir til þess að óvenjumikil aðsókn verði að hátíðahöldum verls- unarmanna að þessu sinni. „Fálk- inn“ vonast til að geta flutt myndir frá hátíðahöldunum í næsta blaði. Fljúgandi skrifstofa. Hitler er að láta smiða sjer fjögra hreyfla Condor-flugvjel, sem verður einstök í sinni röð. Þar verða ekki aðeins úrvals útvarps- og loftskeyta- tæki, heldur fullkomin skrifstofa, með öllum útbúnaði, auk svefnklefa fyrir foringjann og plássi fyrir skril'- stofufólk, svo að hann geti starfað fullum fetum, þó hann sje á ferða- logi. — David Lloyd George. Þó að David Lloyd George lieyrist nú ekki getið, nema sjaldan, á hann tvímælalaust að baki sjer glæsilegri og margþættari stjórnmálaferil, en nokkur núlifandi Englendingur. En hann er orðinn þreyttur og lúinn, eftir langt dagsverk, og flokkur hans hefir hin síðari árin ekki haft nein úrslitavöld í stjórnmálum, enda hefir hann verið tvístraður. Lloyd George er á 77. árinu, fæddur 17. jan 1803 í Chorlton-on-Medlock í Manchester, en foreldrar hans voru bæði frá Wales, og þangað fluttust þau, er David var barn að aldri, og fóru að búa þar. En faðirinn dó bráðlega. Móðurbróðir Davids, Ric- bard Lloyd skósmiður, kostaði harin lil náms og náði hann lagaprófi, og settist að sem málaflutningsmaður í Portmadoc, og varð brátt frægur fyrir mælsku sina. 27 ára gamall var hann kosinn á þing fyrir Carnarvon- kjördæmi, 1890, af hálfu frjálslyndra, en þó að hann tæki oft lil máls, og væri kallaður „litli kjaftaskurinn frá Wales“ kvað lítið að lionum, þangað til hann komst í stjórnarandstöðu 1895. Hann varð kunnur fyrir að taka svari Búanna, og berjast á móti Búastyrjöldinni. Þegar frjálslyndi fiokkurinn myndaði ráðuneyti 1905, var Lloyd George verslunarmálaráð- herra, og gat sjer orðstír fyrir dugn- að. Hann gat jafnað tvö mikilvæg vinnudeilumál, jánbrautarverkfall og bómullariðjudeilu, en þó fór fyrst að bera hátt á honum, er hann varð fjármálaráðherra 1908. Þá bar hann fram frumvarp um nýja skatta, eink- um á jarðeigendum, og tolla á mun- aðarvöru, en er þau voru feld, var þing rofið og sigraði Lloyd George, og nú bar liann fram frumvarp um að takmarka vald efri málstofunnar. Næsta stórmál hans var frumvarp um almennan ellistyrk. Þegar stríðið hófst tók Reginald McKenna við fjármálaráðsmensk- unni, en Lloyd George varð her- gagna- og siðan hermálaráðherra, þangað til hann tók við stjórnar- formensku af Asquith í árslok 1916. Var hann forseti samtseypustjórn- arinnar þangað til í árslok 1922, að samvínnunni Iauk og má því segja. að styrjöldin og friðurinn hafi mætt meira á honum, en nokkrum öðrum enskum stjórnmálamanni. — Hann vann stríðið, en tapaði friðnum, því að þar gat hann ekki reist rönd við Clemenceau og hefndarhuganum. En enginn barðist betur fyrir rjetti smá- þjóðanna i Versaillcs en hann. Og skemtilegri mælskumann hafa Bretar ekkiátt á þessari öld. Schraibmasckineri) o- * o i Drekkið Egils-ðl

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.