Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.08.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 * Ch. Dickens. Edgar Allan Poe. lvan Turgénjev. Gustav Flaubert. John Galsworthy. má nefna Fontane-verðlaunin, seni forlag eitt í Leipzig veitti. Bærinti Essen hefir heitið verðlaunum fyrir bestu söguna, er gerist í Ruhrhjer- aði. Stavenhagen-verðlaunin eru til minningar um liöfund með sama nafni og þannig mætti lengi telja. FRÖNSK VERÐLAUN. Frakkland hefir fjöldann allan af bókmentaverðlaunum, en Goncourl- verðlaunin eru frægust þeirra allra. A hverju ári heita 2—3 af stóru hókaforlögunum í Paris verðlaunum, fyrir bestu söguna, sem þeim berst. En Goncourt-verðlaunin hafa sína sögu, sem siðar skal frá sagt. Jafn- hliða þeiin skal nefna Balzac-verð- launin og svo það, að verða með- limur akademisins. Northcliffe lávarður - Napoleon í Fleet Street — blaðakongurinn frægi, hafði afar gaman af allskonar verðlaunasamkepni. Hann vissi, að ahnenningur veitti slíku athygli og hjet þráfaldlega háum verðlaunum fyrir bækur. Sjálfur stofnaði hann verðlaunasjóð, er veitir verðlaun úr- lega og her nafn hans. Hafa margir enskir og franskir rithöfundar feng- ið verðlaun úr þeim sjóði. Evrópumenn hafa fremur lítið álit á Bandarikjamönnum sem bókmenta- þjóð, eða rjettara sagt höfðu. Og þarf þó ekki annað en nefna nöfnin Edgar Allan Poe, Walt Whitman, Frank Norris, Jack London, Sinclair Lewis og Theodore Dreiser til þess að minna á, að Bandaríkjamenn eru engar eftirlægjur í bókmentum. Þeir eiga líka fjölda af verðlaunasjóðum og eru Pullitzer-verðlaunin frægusl þar vestra. Ur þeim sjóði fjekk Pe- arl Buck verðlaun fyrir kínversku söguna „Góð jörð“, löngu áður en hún fjekk Nobelsverðlaunin. Sókrates, speking- urinn gamli, tók oft þátt i verð- launasamkepni. GONCOURTVERÐLAUNIN. Þegar bókmentaverðlaun Nobeis eru frá tekin, eru frönsku Gonco- urtverðlaunin frægust allra bók- mentaverðlauna. Bók með áletrun- inni „Prix Goncourt" er áreiðanlega þess verð, að hún sje lesin. Þessi verðlaun hafa verið gefin í 30- 40 ár og hafa sumir, er þau fengu, að vísu ekki orðið kunnir menn, en þó flestir. Meðal þeirra ntá nefna Henri Barbusse (fyrir ,,Eldinn“), Maurice Bedel og Georges Duhamel, sem kunnir eru lesendum á norður- löndum. Það voru bræðurnir Edniond og Jules Goncourt, sem stofnuðu þenn- an sjóð. Sá fyrri lifði 1822—9G, en sá síðari 1830—1870. Þeir höfðu á- kveðið, að eignir þeirra skyldu renna í sjóð, og skyldi vöxtunum af honum varið til þess, að veita efnilegum rithöfundi eins árs vinnu- frið. Bræður þessir voru mjög sam- rýmdir og í 22 ár skildu þeir aðeins einu sinni. Þegar Jules dó, fór Ed- mond að gera ráðstafanir til sjóðs- stofnunarinnar. Vildi hann stofna nefnd tíu rithöfunda, sem útbýtti 5000 franka verðlaunum á ári, en jafnframt skyldi hver af þessum tíu fá 6000 franka árslaun. Verð- launin skyldu veitt fyrir bestu skáld- Framh. á bls. 13. miðöldum voru munkarnir helstu rithöfundar þjóðanna. SUÐURRÍKIN LÍKA MEÐ. í Ítalíu er afar ntikið um skáld- sögusamkepni. Milanoforlagið Trc- ves útbýtir „Premio Litterario Vi- aregio“, sem eru frægustu bókmenta- verðlaun ítala. Og fleiri mætti nefna. óvíða um heitn er jafnmikill bók- mentaáhugi og í hinni fornu Tjekko- slovakíu. Á afmælisdegi lýðveldis- ins, 28. okt. var jafnan útbýtt bók- mentaverðlaunum ríkisstjórnarinnar fyrir bestu bók liðins árs. Sá höf undur er þau fjekk varð jafnan l'ræg- ur maður. — Öll helstu bókaforlög landsins skutu líka árlega saman háum verðlaunum fyrir „bestu bók- ina fyrir fjöldann“. Þessi verðlaun voru hærri en ríkisverðlaunin, en frægð fylgdi þeim ekki eins mikil. Pólska ríkið veitir líka bókmenta- verðlaun. Pólverjar hafa löngum þóit listelskir og siðan landið endur- heimti sjálfstæði sitt, hafa einhverj- ir rithöfundar og listamenn jafnan átt sæti í stjórn landsins. Má t. d. geta um Paderewski, fiðlusnilling- inn, sem varð forseti. 1 Sviss eru Gottfried Keller-verð- launin frægust og í Austuríki Grill- parzer-verðlaunin. í Rússlandi veitir stjórnin lika bókmentaverðlaun. — Þegar auglýst var eftir hentugri skemtibók fyrir almenning komu Schiller með lárviðar- kransinn. — Mynd efl- ir Thorvaldsen. 140 ritverk. Af þeim voru 45 samin af bændum, 43 af verkamönnum, 12 af kennurum en afgangurinn af rit- höfundum. En dómnefndin taldi ekkert af þessum ritum verðlauna vert. Meðal hæstu bókmentaverðlaun- anna eru þau, sein ameríkanska forlagið Hodder & Stoughton útbýtir árlega: 20.000 dollarar. Hið alkunna „Book Society“ í Englandi velur inánaðarlega bók, sem svo er aug- lýst sem „besta bók mánaðarins“. Ymsar norðurlandabækur hafa náð þeim heiðri að vera tilnefndar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.