Fálkinn - 25.08.1939, Side 15
F Á L K I N N
15
Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. XVII.
Yfirgangnr útlendra sjómanna ú Langanesi.
Útlendir sjómenn hafa, eins og
kunnugt er, fyr og síðar sýnt íslend-
ingum hinn mesta yfirgang. Þeim
var þaS heldur ekki áhættusamt hjer
á öldum áður, þegar landiS var gjör-
samlega varnarlaust með öllu. Þegar
þessir útlendingar sýndu mönnum
.mestann yfirganginn, gengu þeir á
land og rændu fje manna og jafn-
vel nautpeningi o. fl. Frá þeim tím-
um er gamla sagan um, að þeim
hai'i þótt fengur í að ná í rauðhærða
stráka tii þess að hafa þá í beitu.
Iívað sem því líður, að þetta hafi
við raunverulegan sannleika að styðj-
ast eða ekki, þá er víst, að útlend-
ur sjóaralýður gjörði sjer oft dælt
við menn, einkum á útkjálkum
iandsins eins og t. d. norður á
Ströndum og norður á Langanesi.
Það var um miðja öldina sem ieið,
að enskir og franskir sjómenn gengu
svo i björgin beggja megin á Langa-
nesi og tóku þar svo mikið bæði af
eggjum og fugli, að þeir voru komn-
ir langt á veg með að eyðilegja
þar aila fuglatekju. Fuglinn skutu
þeir miskunnarlaust i björgunum og
urðinni fyrir neðan þau, og svo
klifruðu þeir í björgin eftir eggjum
og ungum þar sem hægt var, eu
prikuðu hreiðrunum ofan með löng-
um krókstjökum, þegar þeir ekki
gátu komið öðru við. Svo gengu
þeir hiklaust í björgin og rupluðu
þar og rændu, jafnt þó að menn í
landi liorfðu á þá. —
Á Langanesinu var í þá daga tals-
verður trjáreki og voru keflin dreg-
in jafnóðum undan sjó, ]>egar þvi
varð við komið, og hlaðið í kesti
fyrir ofan flæðarmál, en útlendu sjó-
mennirnir gengu í trjáviðarkestina
og hnupluðu við eins og þeir þótt-
ust þurfa til eldiviðar á skútum sín-
um, en þá kom lika fyrir, að lands-
mönnum þótti sjer ofboðið og bjugg-
ust til varnar og urðu þá ryskingar
og áflog. —
Fyrstu. áratugina eftir aldamótin
1800 voru það mest Flandrarar, sem
voru á veiðum eystra, en þeir fisk-
uðu aldrei nær landi en svo, að af
láglendi sást í miðjan reiða á skút-
uin þeirra, og komu því aðeins upp
að landi, að þeir ættu brýnt erindi,
svo sem til að sækja vatn eða eiga
smákaup við landsmenn, alt með
meslu friðsemi. En þegar Englend-
ingar fóru að koma, um miðja öld-
ina, voru þeir miklu nærgöngulari
við menn.
Sumarið 1807 sýndu enskir sjó-
menn Langnesingum þannig hið
mesta ofbeldi. Þeir gengu á land og
rændu sauðum, tóku hval, sem áður
var rekinn á land, skáru hann og
fluttu á skip sín, og brendu stóra
viðarkesti, sem voru á sjávarströrid-
inni, en slíkt hafði aldrei komið
fyrir áður. — Fyrir utan Skála, sem
er yst á nesinu austanverðu, er
eyri sem kallast Lambeyri, en þang-
að sjest ekki lieiman frá Skálum.
Það var á Lambeyrinni, sem þeir
ensku kveiktu í rekaviðnum og hefðu
Skálamenn ekki orðið varir við þá.
ef ekki hefði viljað svo til, að þeir
rjeru til fiskjar þennan dag og sáu
af sjónum mikinn reyk á eyrinni, en
])á brugðu þeir jafnskjótt við og
reru í land til þess að segja frá
þessu.
Skálamenn fóru ])egar fjórir sam-
an út á eyrina til þess að svipast
að livað um væri að vera, og kom
])á i l.jós, að þar voru enskir „dugg-
arar“ af 3 smáskútum og voru þeir
í óða önn að skera hvalskrokk,
sem þar hafði rekið. — Þeir höfðu
þegar tekið alt spikið og var suml
i fjörunni en suirit í bátunum. Tvo
sauði voru þeir með þarna og lágu
þeir bundnir í fjörunni. Sauðunum
höfðu þeir eflaust náð í fjallinu þar
fyrir ofan og dregið þá i böndum
ofan fjallið, því að þeir voru svo
forugir og svo þrekaðir, að annar
gat ekki gengið og hinn ekki staðið
jþegar þeir voru leystir. •— Skála-
menn gengu hiklaust að sauðunum
og leystu þá, og sýndu þeir ensku
þeim engan mótþróa og sögðust að-
eins hafa verið að fanga þá að
gamni sínu, en hvalspikinu voru
þeir ófáanlegir tii þess að skila og
þóttust hafa fundið hvalinn út á
sjó, en mist hann þarna upp og væri
hann því þeirra eign. -— Skálamenn
þóttust hinsvegar sjá þess merki, að
hvalinn hefði skoiað þar upp fyrir
nokkrum dögum, í brimi, sem þá
var, því að bein og þjóstur úr hon-
um lágu svo ofarlega í fjörunni. —
Þá höfðu þeir ensku kveikt í all-
stórum stafla af rekatrjám, sem
hafði verið buðlungað þar, og sögð-
ust þeira hafa gjört það til þess að
hita sjer og þurka föt sín, og fyrir
það vildu þeir engu bæta, þó að
Skálamenn færu fram á það. — Af
því að liðsmunur var þarna mikill,
þar sem Englendingarnir voru svo
margir, en Skálamenn aðeins 4.
treystu þeir sjer ekki til að ráðast
á þá og jafna á þeim fyrir allan þenn-
an ójöfnuð, eða taka af þeim lival-
spikið. En það sáu þeir, að „dugg-
ararnir" höfðu beig af þeim, og það
er víst, að þeir bjuggu sig þegar til
brottferðar af eyrinni og fóru um
borð í duggur sinar, og hafa eflaust
ekki vil.jað eiga undir því að Skála-
menn söfnuðu liði til þess að berja
á þeim. —
Skömmu áður en þetta gjörðhd,
liöfðu aðrir „duggarar“ l'arið á land
hinu megin á Langanesinu í svo-
kallaðri Vatnsleysu og kveikt þar í
trjáröstinni. Vatnsleysa var mesti
rekastaðurinn á Nesinu, en hún er
fyrir norðan Sköruvík, sem er ysti
bær á norðanverðu nesinu. Þar lá
rekaviðurinn í óslitinni hrönn eða
röst með flæðarmáiinu. Reykjar-
mökkurinn sást frá Sköruvik, en þar
gátu menn sjer til, að einhverjir
sveitungár þeirra væru að brenna
lil kola, þó að þeim ])ælti reyndar
einkennilegt að þeir skyldu eklri
hafa gjört vart við sig. Sköruvíking-
ar Ijetu þetta þó afskiftalaust þann
daginn, en daginn eftir sást enn
rjúka sem ákafast og var þá farið
út eftir, en þar var þá enginn mað-
ur sjáanlegur. —
Þar hafði verið kveikt í á 3 stöð-
um og logaði þar trjáröstiri með
nokkru millibili. Það vildi til, að
veðrið var kyrt, svo að eldurinn var
ekki mjög magnaður, og svo var
nokkuð milcið af trjánum nýrekið
og ]>essvegna blautt. — Það var því
hægt að sigrast á eldinum, með þvi
að draga trjen frá svo að hrönnin
siitnaði, en þó var þegar brunnið
10—12 faðma langt stykki af röst-
inni, þar sem hún var þjettust og
mest. — Þó að þarna yrði mikið
tjón, ])á var af miklu að taka, því að
trjáröstin á Vatnsleysu var afar þykk
á þeim arum, en ef hvassara hefði
verið og viðurinn þurrari, gat þarna
orðið mikið tjón. — Óvíst var livort
þessir spillvirkjar voru eriskír eða
franskir, en þó grunaði menn heldur
að Frakkar hefðu í þetta skifti,
verið þarna að verki. —
Karlarnir á Langanesi voru gram-
ir yfir þessum aðförum útlending-
anna og snjeru reiði sinni til danska
herskipsins, sem þá var eitt hjer
við iand á hverju sumri, og átti að
gæta landsmanna og vernda þá fyrir
ÞAÐ ER EINS MEÐ
HRAÐFERÐIR B. S. A.
og MORGUNBLAÐIÐ.
ALLA DAGA NEMA MÁNUDAGA.
Afgreiðsla í Reykjavík á
BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — Sími 1540.
BIFREIÐASTOÐ AKUREYRAR.
Isaac Newton.
Af öllum þeim ágætismönnum,
sem í Englandi hafa lifað, mun eng-
inn vera fremri snillingnum Isaac
Newton, eðlisfræðingnum mikla og
ei'num mesta anda, sem uppi hefir
verið í heiminum. Þó að þrjú liundr-
uð ár sjeu Jiðin síðan liann fæddist
eru verk hans enn í fullu gildi og
á ýmsum sviðum eru þau unciir-
stöðúatriði, sem eðlisfræðin byggir
á, hans verk.
Newton fæddist í smáþorpi í Lin-
colnshire árið 1042. Faðir hans dó
nokkrum mánuðum el'tir að hann
giftist, svo að Newton kom föður-
laus í.þennan heim. Móðir hans hafði
80 sterlingspund í árstekjur, og það
nægði til þess, að Isaac fjekk að
ganga i skóla. Hann þótti lítiil náms-
maður og tók illa eftir en var með
sífeld heiiabrot um ýmsa tækni.
Hann smíðaði sjer vindmyllu og
vatnshrút og einskonar vagn, sern
var knúinn áfram af þeim, sem í
honum sat. Og hann hafði ákaflega
gaman af flugdrekum og festi við
þá pappaluktir með logandi kerti og
ijet þá fljúga í myrkri, svo að fólkið
hjelt að þetta væri halastjörnur.
Hann liafði mjög gaman af að horfa
á stjörnur og sólarganginn og bjó
sjer til sólskifu.
Þegar hann var fimtán ára rjeðst
hann i vinnumensku, en þótti óhæf-
ur til slikra starfa. Þegar hann átti
að setja yfir uppi í lieiði, var hann
svo niðursokkinn i stjörnufræðina
sína, að hann gætti ekki að fjenu og
það fór í kornakurinn. Móðir hans
tók hann því úr vistinni og ijet hann
halda áfram að læra. Hann var 18
ára þegar hann komst í liáskólann í
Cambridge og niu árum síðar varð
hann prófessor í stærðfræði þar.
Eftir það lifði hann svo að segja
alla æfina i Cambridge. Tuttugu og
fjögra ára fór hann að stunda ljós-
fræði og fann, að ijósið er samsett
úr margskonar geislum. Næst fann
hann upp spegilkíkirinn og smiðaði
hann sjálfur. Þessi kíkir er enn til
í bókasafni kgl. vísindafjelagsins.
Hann var C þumlunga langur og þvi
yfirgangi útlendra fiskimanna, og
þessvegna skrifar einn Langnesingur
um þessi mál og látum hann hafa
orðið: „Heyrst liefir að skipstjórar
á herskipinu uni allvel við sönglist
og dansleika í Reykjavík, á sama
tíma' og fiskimenn þeir, sem þeir
eiga að hafa eftirlit á, svikjast inn
á vor friðhelgu fiskimið og hrifsi
lífsbjörgina frá munninum á fátæk-
um útkjálkabúum, svo að þeim ligg-
ur við hungursdauða. Værð her-
skipalýðsins er kúgun landslýðs-
ins“i).
i) Sbr. Norðanfari VI, 23. -24.
ólíkur stjörnukíkirum nútímans.
Galilei dó ári áður en Newton fædd-
ist og 42 árum áður en hann fædd-
ist hafði Bruno verið brendur á
báli fyrir að fullyrða, að jörðin færi
kringum sólina.
Newton var happ að því að fæðast i
frjálsu landi og mega segja það, sem
honum datt í hug. Hann sætti and-
mælum en ekki ofsóknum. Þegar
hann var 24 ára sat hánn í garði
móður sinnar og sá epli detta af
grein. Þá datt hönum í hug skýr-
ingin á þyngdarlögmálinu, sem gerði
hann frægan. Hversvegna datt epl-
ið? Hvernig mundi það detta, ef jörð-
in væri helmingi stærri en hún er.
Og hvað mundi verða um epli, sem
væri miðja vegu milli jarðarinnar
og sólarinnar? Þessu var hann að
velta fyrir sjer í fjörutíu ár, þangað
til liann þóttist hafa fengið nægar
skýringar á því, að það sem við
kölium þyngd er aðdráttarafl hnatt-
anna. Og árið 1C87, þegar hann var
45 ára, gaf hann út hina frægu bók
sína „The Principia" um aðdráttar-
aflið. Allir hlutir hafa aðdráttarafl,
jörðin drfegur að sjer sólina og sól-
in jörðina. Aðdráttaraflið er ósýni-
leg bönd, sem halda hnöttunum sam-
an. Og aðdráttarafl frumeindanna
heldur þeim saman.
Newton fór aldrei dult með upp-
götvanir sínar, en afleiðingin af því
var sú, að ýmsir reyndu að eigna
sjálfum sjer þær. Svo var t. d. um
hinn ágæta þýska vísindamann Leib-
nitz. Enginn gerði þó Newton jafn
mikinn grikk og hundurinn lians:
Newton hafði lokið við bók um eðli
ljóssins, sem hann hafði unnið að í
tuttugu ár. En hundurinn velti þá,
um kerti svo að kviknaði í handril-
inu og það brann.
Á efri árum fór Newton að taka
þátt í stjórnmálum og varð þing-
maður. Hann var skipaður forstjóri
myntsláttunnar og Anna drotning
aðlaði hann. Og hann varð forseti
kgl. vísindafjelagsins.
Hann dó árið 1727, áttatíu og
fimm ára gamall, og er grafinn i
kirkjugólfi Westminster Abbey, ti)
vinslri handar við kórdyrnar. Hann
dó virtur og riluir. Eigur hans voru
metnar á 32.000 steriingspund og
frægð hans verður ekki metin lil
peninga og hefir farið sívaxandi síð-
ari hann dó. Hann var maður hóg-
vær og lítillátur og mikið góðmenni.
„Ekki veit jeg livað heimurinn lield-
ur um mig,,“ sagði hann skömmu
áður en liann dó, „en sjálfum finst
mjer jeg hafa verið eins og dreng-
hnokki i fjörunni, og leikið mjer að
því að leita að fallegum kuðungurn
og skeijum, með alt hafdjúp sann-
leikans órannsakað fyrir augunum
á mjer.“
i
D rekl<iö Egils-öl
O o *>v- • -w • -X- O O —W * O -Ito