Fálkinn - 22.09.1939, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BIO
Á næstunni sýnir Gamla Bíó
Gioría-kvikmyndina Ilunn, hún og
Ijeparðinn. Aðalhlutverkin leika
Katharine Hepurn og Cary Grant.
—• Þess gerist ekki þörf aS kynna
Katharine Hepurn, því að hún er
ein frægasta leikkonan, sem nú er
uppi. Hún hefir leikið í allmörgum
myndum er sýndar hafa verið hjer,
og má þar á meðal t. d. nefna
„Zigöjnestelpan". En í þessari mynd,
er sýnd verður bráðlega, sjáum við
hana i hlutverki, sem er gjörólíkt
þeim, sem við höfum sjeð hana í áður.
Og þótt einkennilegt megi virðast
kunnum við betur við hana á þess-
um vettvangi, en nokkrum öðrum,
sem við höfum sjeð hana á áður. —
Cary Grant stendur mjög framarlega
á sínu sviði og vinsældir hans auk-
ast við hverja nýja mynd, sem hann
leikur í. Er óhætt að fullyrða, að
hann slagi nú orðið langt upp i
Clarlc Gable og Gary Cooper, og er
þá mikið sagt.
Þessi mynd verkar fyrst og fremst
sem mikill hláturvaki, því að hvert
atvikið rekur annað, sem kemur
manni svo á óvart og einkennilega
fyrir, að það má vera dauður mað-
ur, sem ekki getur hlegið.
Við kynnuinst þarna prófessor,
sem hefir það sameiginlegt við flesta
kollega sina, að vera dálítið viðutan.
Prófessorinn liefir tekið sjer það
fyrir hendur að safna saman beinum
úr mannútdýri — en það var eins-
lionar fill í forneskju og er nú löngu
horfinn af jörðinni — og hann er
kominn svo langt í þessum efnum, að
hann vantar aðeins eitt viðbein. Einn
dag fær liann skeyti þess efnis, að
slíkt bein hafi nú fundist og honum
verði sent það. Nokkru síðar fær
hann einnig þær gleðifrjettir, að vell-
auðug ekkja hafi gefið safninu sem
hann stjórnar, eina miljón dollara. —
En þá kemur stúlka til sögunnar,
sem gengur mjög upp i tískunni og
er talsvert óhemjuleg. Hún á bæði
hund og ljebarða, og bæði þessi dýr
gera prófesornum iífið súrt. Hund-
urinn stelur viðbeininu úr mannút-
dýrinu og grefur það einliversstaðar
i jörð, en enginn veit hvar. Lébarð-
inn sleppur og alt gengur á ósköpum.
Hvert ólánið eltir annað, en alt verð-
ur með þeim hætti, að ómögulegt er
að verjast lilátri. Viltur lébarði slepp-
ur einnig um þessar mundir út úr
hringleikhúsi og vaknar nú alskonar
misskilningur, sem veldur þvi að
prófessorinn og unga stúlkan lenda i
ótal nýjum örðugleikum.
Hann, hún og lébarðinn er mjög
viðburðarík mynd og þar er mikill
hraði í hlutunum, en um fram alt er
yfir henni svo sterkur kímnisblær,
að óhætt er að ráðleggja fólki að
skoða þessa mynd, ef það vill komast
i verulega Ijett og gott skap.
Egils ávaxtadrykkir
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Lúðvík Kristjánsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprenZ.
Skraðdaraþankar
Eitt af því, sem útlendir gest-
ir tala tíðast um í fari íslensku
þjóðarinnar er gestrisnin. Og
víst er um það, að íslendingar
standa enn framar nágranna-
þjóðunum í þessu efni, hve
lengi sem það verður. Því að
gestnauðin er skæðasti sýkill
gestrisninnar.
í nágrannalöndunum eru
venjulegir skemtiferðamenn ekki
taldir gestir í liinni eiginlegu
íslensku merkingu þess orðs.
Þeir eru orðnir að verslunar-
vöru og skifti þeirra við þjóð-
ina, sem þeir heimsækja, eru
verslunarviðskifti — hvort held
ur það er á ferðaskrifstofunni,
gistihúsinu eða i versluninni.
Þeir fá að jafnaði hinar kurt-
eislegustu viðtökur, alt frá
„rjettlínukurteisi“ framkvæmda-
stjórans til beyginga þjónsins.
En það vantar að jafnaði all-
an persónulegan innileik í
framkomuna. Vantar þetta að
ferðamaðurinn finni, að þann
sem annast um hann langi til
að honum liði vel og langi til
að gera alt sem hann getur til
þess, að hann hafi ánægju af
ferðinni.
íslendingar halda enn þessum
persónulega hugnaði — að
jafnaði. Og það finna skemti-
ferðamennirnir lika. Og þess-
vegna tala þeir um gestrisni þó
að þeir borgi fullu verði alt
það, sem hægt er að fá fyrir
peningana. Velviljinn verður
aldrei seldur, hann er ókeypis
og útilátinn að kostnaðarlausu,
þangað til fólk er orðið svo
mettað á gestakomum, að það
gleymir honum. En það er vert
að setja sjer það, að gleyma
honum ekki. Og líklega gleyma
íslendingar honum siður en
aðrar þjóðir. Því að yfirleitt
má fullyrða, að samúðartilfinn-
ingin sje ríkari í brjóstum ís-
lendinga en annara þjóða. Og
gestrisnin er ekkert annað en
ein tegund samúðar, livort held-
ur hún kemur fram við eigin-
lega gesti eða óviðkomandi
skemtiferðamenn. Það sem ís-
lendinga brestur á í almennri
kurteisi bæta J)eir fyllilega upp
með samúðinni. Kurteisina er
hægt að læra en gestrisnina
ekki. Það er best að hvort-
tveggja fylgist að, því að hvor-
ugt getur án annars verið. Kurt-
eisin er sjálfsögð og þegar gest-
risnin er umfram, þá er alt gott.
Því að hún er eins og sólin í
tilveru ferðamannsins. Það er
hajgt að ferðast í sólarlausu
veðri en það er unaður að
ferðast í sólskini. Og mörgum
ferðamanninum hefir íslensk
gestrisni bætt upp leiðinlega
rigningardaga.
í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS:
Frásögn af því, þegar hreindýrin voru sótt í flugvjel
austur á Fljótsdalshjerað — Grein um Gamelín yfirhers-
höfðingja Frakka. — Tvær sögur. — Frjettamyndir. —
Kvennasíða. — Barnadálkur. — Krossgáta. — Skrítlur
o. m. fl.
Frú Sigríður T. Pálsdóttir, Njáls
götu 48, verður 70 ára 26. þ. m.
Búlgarar kaupa
landbúnaðarverkfæri.
Eins og kunnugt er liafa Búlgarar
ekki verið miklir framfaramenn í
landbúnaði, þó að mestur hluti þjóð-
arinnar lifi á búskap. En nú hafn
þeir samþykt ný jarðræktarlög og
ætla sjer að reka búskapinn á hag-
nýtari grundvelli en hingað til. Og
nýlega hefir búnaðarbankinn búlg-
arski sent gerðarlega pöntun á land-
búnaðarverkfærum til Þýskalands —
þá stærstu, sem Þjóðverjar haJ'a
nokkurntíma fengið í þeirri grein.
í pöntuninni eru 123.000 plógar, 65.-
000 herfi, 19000 sláttuvjelar og 50.-
000 dælur til að vökva vínviðar-
runna með. Alt þetta kostar 9 milj.
ríkismörk og á að vera komið til
Búlgaríu fyrir næsta vor.
‘f* AIH með Islenskum skrpum' «fi
NYJA BIO
Um næstu helgi sýnir Nýja Bió
einhverja lang hlægilegustu skemti-
mynd, er hjer hefir sjest í mörg ár.
Myndin nefnist Hertur til hetjudáða
og leikur aðalhlutverkið hinn óvið-
jafnanlegi ameríkanski skopleikari
Joe E. Brown.
Það er ekki heiglum hent að vekja
annan eins hlátur og hinn breiðmynti
Ameríkani — Joe E. Brown — gerir
í þessari mynd. Að þessu sinni er liann
nemandi við háskóla, og prófessor í
efnafræði, er starfar við skólann, gef-
ur honum innsprautu, er gerir það að
verkum, að hann verður tröllsterkur.
En þessi aðgerð hefir þau áhrif fyrir
áhorfendurna, að þeir ætla að springa
af hlátri. Mesta ánægju vekur það þó,
að sjá hvernig liann verður smátt
og smátt mannlegri á ný, eftir að á-
hrifin frá innsprautingunni hætta að
verka. Brown leikur lijer með nokkr-
um smábörnum og er sá hluti mynd-
arinnar ekki síst minnisstæður, og
á þeim augnablikum gleymir mað-
ur næstum stóra munninum, og er
þá mikið sagt, þegar Joe E. Brown
á i hlut. — Það er fullyrt að Brown
hafi ekki tekist betpr en i þessari
mynd og er þá allmikið sagt, því að
oftast áður hefir Bíógesti skort nógu
sterk orð til þess að dásama frammi-
slöðu hans. Eflaust mun svo fara
hjer með Hertur til lietjudáða, að
„húsið mun alt hlægja“, eins og orðið
hefir raun á alsstaðar, þar sem hún
hefir verið sýnd.
Rússneskir póstflutningar.
„Pravda Severa“, sem kemur út í
Akrangelsk, segir eftirfarandi sögu,
af tilviljun sem er sjaldgæf en mun
þó eiga sinn lika.
Sýslumaður einn, sem gegnir störf-
um i smábæ en á heima í Arkang-
elsk, fjekk svolátandi brjef frá kon-
unni sinni: „Kæri Igor. Mjer finst
þú hafa brugðist mjer. Þú ert ekki
sá, sem jeg hjelt þig vera, svo það
er best að við skiljum. Katja.“ —
Manninum þótti vænt um konuna og
brá við skjótt og fór til Arkangelsk.
Konan tók á móti honum með meslu
hlíðu eins og hún var vön, en það
var meira en hann hafði gerl sjer
von um. Tók hann nú upp brjefið
og fór að spyrja konuna skýringa.
Kom það þá á daginn, að það var
skrifað löngu áður en þau giftust,
eitt sinn er henni hafði sinnast við
liann. Hafði hún látið það i póst-
kassa. En þessi kassi hafði verið
lekinn til viðgerðar fyrir nokkrum
árum og heðið einhverstaðar á skran
lofti með brjefunum, sem í honum
voru. Þau voru fimtán alls.