Fálkinn - 22.09.1939, Blaðsíða 15
F Á L K I N N
15
BÆKUR.
Þórir Bergsson: SÖGUR.
Útg. Isafoldarprentsmiðja.
Það er alllangt síðan aS sögur fóru
a ð birtast í tímaritum eftir Þóri
Bergsson og nú vita flestir, að höf-
undurinn lieitir rjettu nafni Þor-
steinn Jónsson og er starfsmaður í
Landsbankanum.
Þórir Bergsson á marga unnendur
og þeir hafa um langt skeið beðið
þess að fá sögur hans i hendur i
einni bók. Nú hefir þessi von orðið
að veruleika, því að nú nýverið eru
komnar á bókamarkaðinn sögur Þóris
-- 22 að tölu. Þar mun margur hitta
fyrir forna kunningja, þvi að flestar
sögurnar liafa birtst áður, en þrátt
fyrir það, eða máske vegna þess,
mun bókin þykja hinn mesti aufúsu-
gestur.
Þórir Bergsson segir ágæta vel frá,
skrifar ljett mál og lipurt og er frá-
sneyddur allri langlopagerð. Athygl-
isgáfa hans er mjög næm og því fær-
ir hann oft á borð fyrir okkur snild-
arlega smásögu, sem verður okkur
liugstæð, máske vegna þess eins, að
uppistaðan í henni eru smáatvik, sem
við þekkjum mæta vel, en birtast okk-
ur aðeins í öðru ljósi við túlkun hans.
Samúð og skilningur á högum
hinna lítilsigldu bifast eins og þung
undiralda i flestum sögum Þóris. —
Hann er dulur og laus við allan háv-
;.ða — ekki einn af þeim, sem trúir
á mátt hrópyrðanna. — Sagan „Bros-
ið“ vottar einmitt í þá átt. Hún hvísl-
ar angurvært — verkar eins og hlýr
geisli i garratíð. — Sumar sögurnar
virðast aflur á móti eiga sér baksvið,
sem lesandinn kynnist ekki nema að
nokkru leyti —- hann verður sjálfur
að fylla í raufirnar. Sagan „Brjef úr
myrkri“ virðist með þeim svip. —
\.Stökkið“ er liressileg saga og lik-
leg til að loða lengi i minni. „Slys í
Giljareitum", „í Svartadal" og „Dýr“
eru veigamiklar sögur og ágætlega
Lygðar, eins og reyndar allar sög-
urnar.
Þóri Bergsson má tvímælalaust
telja einn liðtækastan þeirra manna,
cr nú skrifa smásögur á islenskt mál.
Mörgum sögunum hans er þannig
farið, að flestir munu iesa þær oftar
en einu sinni, því að af þeim er ein-
liver vinalegur og seiðþrunginn
keimur.
Karl Baarslag:
f SJÁVARHÁSKA.
Friðrik Halldórsson þýddi.
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu gaf út þessa bók nú á öndverðu
sumri og má nokkuð marka vinsældir
hennar á því, að hún er þegar kom-
in út i annari útgáfu.
í bók þessari kynnumst við sögu
loftskeytanna frá öndverðu og hvaða
þýðingu þau liafa fyrir sjófarendur.
Kaflinn um loftskeytin er mjög fróð-
legur, en um leið mjög skemlilegur
aflestrar; það flögrar stundum að
manni við íesturinn, hvernig hjer
hefði verið á haldið, ef leikmenn
hefðu átt um að fjalla. En bókin er
skrifuð af ioftskeytamanni og á það
eflaust sinn mikla þátt í því, hve
Ijettilega er með efnið farið.
En aðalefni bókarinnar er um hin
geigvænleguslu og mestu sjóslys, sem
orðið hafa á tuttugustu öldinni og
inn i þær frásagnir eru vitanlega
ftjettuð þróunarsaga björgunartækn-
innar. — Aldrei fyrr hefir komið
bók út á íslensku, sem er svipuð
þessari að efni og því kynnumst við
af því að lesa hana nýjum sjónar-
sviðum, sem við höfum reyndar liaft
óljóst pat af áður, en verða okkur
nú skýrari og flest ógleymanleg. —
Saga sjóslysanna færir okkur heim
sanninn um, að sjaldnast er ofsagt
af þeim hryllilega hildarleik, sem oft
á sjer stað á hafinu. Frásögn Baars-
lag’s er öll mjög ljós, og sumstaðar
fer ekki hjá því, að lesandinn verði
einskonar óvirkur aðili í því, sem er
að gerast — svo áhrifarik er frá-
sögnin.
Bókin er þýdd á ljett og lipurt
mál, og á þýðandinn og útgefandi
hinar bestu þakkir skilið fyrir að
hafa gefið ísl. bókaunnendum kost á
að eignast þessa bók í íslenskri þýð-
ingu.
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu mun nú á næstunni gefa út
tvær mjög merkar bækur: Vitfirt ver-
öld eftir Douglas Reed, hinn heims-
kunna frjettaritara við stórblaðið
Times. Fjallar sú bók um heimspóli-
tík síðustu ára. Hin bókin er Borgar-
virki eftir A. J. Cronin. Þessi bók
hefir gert Cronin heimsfrægan og
hefir liún selst meira og verið meira
um töluö en flestar aðrar bækur, sem
komið hafa út hin siðari ár.
• . t** r** /*» rt* 'i\- X. /V * , r*/
Bretar bannfæra.
Síðustu mánuðina hefir talsvert
kveðið að því, að enskt fólk spyrji
eftir uppruna vöru þeirrar, sem þeim
er boðið i verslunum, og neiti að
kaupa hana ef hún er komin frá
„óvinalöndunum“. Ensk stofnun, sem
haft hefir þetta mál til athugunar og
gert fyrirspurnir um það, kemst að
þeiri niðurstöðu, að 46% af kaup-
endum spyrji eftir uppruna vörunn-
ar en 54% ekki. Af þeim fyrnefndu
cr það einkum ihaldsama fólkið sem
spyr og kvenfólkið spyr miklu frem-
ur um uppruna en karlmenn. Það er
miðstjettafólkið, sem lætur sig mestu
skifta hvaðan varan er, ríkismenn-
irnir og fátæka fólkið spyr aðeins
um verðið en ekki upprunann. Og
unga fólkið lætur sig minnu skifta
hvaðan varan er, en það fullorðna.
Á fyrirspurnareyðublöðum var
spurt um, hvort það væri nokkuð
sjerstakt land, sem fólk vildi eklci
vörur frá undir neinum kringum-
slæðum. Kom þá í ljós, að 80 af
hverjum hundrað manna sögðust alls
ekki kaupa þýskar vörur, 67% keyptu
ekki japanskar vörur og 23.5% vildu
ekki ítalskar vörur.
Kattabanarnir í London.
„í fyrra drápum við 23.000 ketti,
pg talan hækkar með hverju ári.
í London eru um hálf miljón flæk-
ingskettir — sem eigra um göturnar
og lóna i portunum, til þess að leita
sjer að bráð. Ef við værum ekki á
kattaveiðum og greiddum ekki götu
þeirra út úr veröldinni, mundu kett-
irnir í London verða plága....".
Sú sem segir þetta er ungfrú E.
Cook, ritari „Lundúnarstofnunar-
innar fyrir týnda og sveltandi hunda
og ketti“. — Þetta fjelag hefir það
markmið, að losa Lundúnabúa við
eins marga flækingsketti og hunda
og unt er. Kvikindisgreyjum þess-
um liður illa —- þau eru oft veik,
sár og skálduð, og altaf banhungruð.
Á daginn verður þeirra litið vart.
Þá fela þau sig i skúmaskotunum.
En þegar dimmir, fara þau á kreik,
helst þar, sem fæst er um manninn.
Fjöldi katta drepast úr sulti, og er.
það algengt, að finna kattarhræ i
kjöllurum, eða þá lifandi ketti, sem
eru svo máttfarnir, að þeir geta
ekki forðað sjer undan.
„Englarnir“ neita að borga skatt.
Father Divine, svertinginn, sem
LANDSSMIÐJAN
REYK JAVÍK
Simi 1680. Símnefni: Landssmiðjan.
Þeir sem leitað hafa til vor með
smiðar eða viðgerðir á trje eða
málmi, hafa jafnan verið ánægðir.
hefir gerst einskonar guð kynbræðra
sinna í negrahverfinu i New York
og siðustu tvö árin hefir starfrækt
nýlendu, sem hann kallar Fyrir-
heitna landiff i Ulster í New Jersey,
hefir komið skattstjóranum i slæman
bobba. Fólkið í fyrirheitna landinu
— sem kallar sig engla —neitar að
borga skatt. — Það höfðu verið lagð-
ir 3000 dollarar á englana, en þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir hefir ekkert
fengist og innheimtukostnaðurinn er
nú orðinn hærri en upphæðin. Engl-
arnir halda þvi fram, að þeir hafi
gefið aleigu sína til þess að fá að
komast inn i fyrirlieitna landið og
víst er um það, að inngangseyririnn
hefir orðið dýr hjá sumum. Skatl-
stjórnin veit ekki hvernig hún á að
taka á málinu og að hverjum hún á
að ganga. — Samskonar vandræðum
hafa ensku yfirvöldin átt í út af
Oxfordhreyfingunni.
Er Robert með rjettu ráði?
Robert Pershin Wadlow er 2 metr-
ar 66 sentimetrar á sokkalestunum
og er talinn lengsti maður i heimi.
Hann er 225 kíló. Vitanlega er mikið
rætt og ritað um þennan mann i
ættlandi hans, Ameríku og in. a.
hefir læknirinn Charles Humbert
skrifað grein um hann í tímarit. Þar
segir m. a. að „Robert sje ekki fylli-
lega normal".
Jötuninn Robert stefndi höfundin-
um samstundis og tímaritinu líka,
og heimtar 200.000 dollara í skaða-
bætur. Það er ekki nema skiljan-
legt. Hver vill ekki gjarnan eignast
200.000 dollara, ef einhver dóni
segir um hann, að hann sje ekki
„normal“. Ef Robert vinnur málið,
þá verður hann sæmilega efnaður
maður, og það er til dæmis um and-
legan þroska hans, að hann skuli
fara í mál.
Faðir Roberts hefir sagt blöðun-
Úr landsuðri
heitir ljóðabók Jóns Helga-
sonar, prófessors. Bókin er
að allra dómi, ein snjallasta
og best kveðna Ijóðabók,
sem út hefir komið hjer á
landi í mörg ár.
Verð kr. 6.00 heft og kr.
8.00 í bandi.
Fæst hjá öllum bóksölum.
Bðkaverzlun
Heimskringlu
Laugavegi 38. Sími 5055.
um, að Robert litli sje hlýðnastur
af öllum hans sex börnum. En það
sannar ekki neitt, nema maður viti
hvernig hin börnin eru. Skólabræð-
ur hans segja lika, að hann sje and-
lega fullgildur í alla staði, þrátt fyr-
ir stærðina. — Og nú veðja Amer-
íkumenn um, hvort hann vinni mái-
ið eða ekki.
GREININ „GAMLIR KUNNINGJAR",
er birtist á bls. 3 í síðasta blaði Fálk-
ans, er eftir Sigurð Þorsteinsson, sem
skrifað hefir liina skemtilegu bók
Þorlákshöfn. Nafn lians átti vitanlega
að standa við greinina, en fjell óvart
í burtu. Er Sigurður hjer með beðinn
velvirðingar á að svo skyldi takast til.