Fálkinn - 10.11.1939, Síða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BIO
Innan skamms sýnir Gamla Bíó
Goldwyn Mayer kvikmyndina „Kátir
fjelagar“. ASalhlutverkin leika Stan
Laurel og Oliver Iiardy.
Hjer er ótvíræð gamanmynd á
ferSinni, sem mun koma hverjum
einastá manni, sem sjer haná, til
þess aS veltast m af hlátri. Flestir
kannast viS fjelagana — þar eru ekki
nein dauSyfli á ferð. Þeir kunna ó-
teljandi hrögS, til þess aS fá fólk til
aS kasta af sjer hinum daglegu klæS-
um alvörunnar og svífa á vængjum
galsans inn í lieima hláturs og kátínu.
— Fjelagarnir eru á reisu uppi i
Tyrol-Ölpum, j)ar sem enn er haft í
seli, þar sem selstidkan er hin syngj-
andi heimasæta öræfanna. En uppi
i AlpadýrSinni eru einnig gistihús
fyrir auSuga ferSalanga, er koma
þangaS til þess aS æfa sig i klifur-
list, og til þess aS njóta fjalladýrðar
Suður-Evrópu.
En fjelagarnir eru ekki auSugir,
ekki einu sinni hjargálna, og því er
þeim ekki auðfengin gistihúsvist uppi
í Tyrol-Ölpum. Þeir lenda því í ótal
æfintýrum, er öll hafa á sjer annar-
legan blæ, vegna umhverfisins. Gæfan
ei- þeim miSúr hliðholl, og þvi verða
þeir að reyna sitt af hverju; og mörg
eru ráðin hrugguð til þess að fleyta
sjer yfir auraleysið og öngþveitið.
Þegar þeir ætla sjer að græða, þá
lenda þeir á svikara, sem fær þeim
i hendur falsaða peninga. Þegar ástin
hefir heltekið þá, er það gift kona,
sem hefir orðið á vegi þeirra. Svo
að segja má með sanni, að hjá þeim
er ekki ein báran stök. En þeir eru
„ljettir á hárunni“ og halda sinni
fullu gleði, þótt gefi á hjá þeim.
Galsinn og fyndnin er þeirra per-
sónulegu fríðindi, og eflaust mun
marga fýsa að sjá þessa fyndnu ná-
unga, sem leika sínar kúnstir uppi
í öræfum Tyrol-Alpanna.
„Við höfum keisarann fyrir!“
Hollendingur sat í matarvagni í
þýskri járnbrautarlest og þjónninn
kemur til hans og heilsar með „Heit
Hitler“ eins og lög gera ráð fyrir,
en Hollendingurinn svarar ekki. —
Þjóninúm gremst þetta og segir: —
„Þegar jeg segi Heil Hitler, þá verðið
þjer að svara og segja Heil Hitler.“
„Hitter? Við Hollendingar tátum
hann liggja á milli hluta. Hann gerir
hvorki til eða frá.“
„Það er kanske svo ennþá, en sá
dagur mun koma, að leiðtogi vor
kemur til Hollands líka.“
„Viljað1 getur það til,“ svaraði Hol-
lendingurinn brosandi. „Við höfum
keisarann fyrir“.
Páfagarður í Róm
er minsta ríkið í veröldinni. En eigi
að siður hafa 37 ríki sendiherra hjá
þessu riki. Páfinn er æðsti maður
þess, en undir honum er ríkisstjóri,
þrír dómstólar og 100 manna her. Og
Páfagarður hefir einnig myntsláttu,
póstmál og frímerki, símastöð og loft-
skeytastöð, sem Marconi setti upp
sjálfur.
í nfESTfi BLRÐI FfiLKfín5
Fjarsýnið eða sjónvarpið er nýjung, sem enn er á
tilraunastigi, en sennilega verður jafn útbreitt eftir
nokkur ár og hljómvarpið er nú. Grein um þetta mál
kemur í Fálkanum næst.
..Litla sagan í næsta blaði er eftir Mark Hellinger, en
lengri sagan eftir June Howard og heitir: ,-Mamma
giftir sig“.
Fylgist þið með nýju framhaldsögunni. Betri saga
hefir ekki komið í íslensku blaði.
Og þekkið þið mennina? Hver verður næstur?
Lesið Fálkann! Gerist áskrifendur!
lifi DnBinn
□5 LfiUBfiUEBinn
— Einhvernveginn fanst mjer það
á mjer, að þú vera eitthvað aga-
lega fornemaður við mig á sunnu-
daginn, eða eitthvað svoleiðis.
— Eitthvað finst mjer einlivern-
veginn, að þú sjert eitthvað ekki
í lagi, Gussa mín, eða eitthvað sje
eínhvernveginn bogið við þig. En
einhvernveginn er það þó svo, að
jeg get ekki sagt þjer einhvérnveg-
inn, að halda einhvernveginn sam-
an á þjer þessu, sem talplatan á
þjer kemur út um, og að reyna eitt-
hvað, sem gæti einhvernveginn hald-
ið þjer lokaðri. (Mjer leist nefni-
lega vel á þessa stúlku, eins og ung-
um mönnum gerir altaf á einhverja
stúlku, og vildi láta hana þegja um
stund, til þess að sjá hvað liún væri
falleg — eða hvort hún væri falleg).
— Þú ert „tíkó“ og bjakk með
þig — þú ert altso hreinn og beinn
fratmaður. Svei þjer!
Og svo fór hún. Hún er búin að
vera á deginum og Laugaveginum
núna í sumar, en skrambi hafði
hún lært mikið. Þvi að vitanlega
er ekki hægt að læra neitt í sveit-
inni, þrátt fyrir Laugarvatn, Reyki,
Laugar og Reykholt — þ. e. a. s. á
vetrum. Þessvegna fara sumar stúlk-
ur í Reykjavík á sumrin, þegar þær
ætla ekki að fara þangað á vetrum.
Og þær læra svo ótrúlega mikið á
sumrin, jafnvel þó að dagurinn sje
langur.
Jeg er að hugleiða þetta, þegar
jeg hitti manninn, sem hefir miklu
minna gildi fyrir ísland en sá, sem
lærifaðirinn hitti i vagninum inn
að Laugum. Jeg hitti ekki hann
sjálfan að vísu, en einhvern — ja,
við skulum ekki segja lærisvein
hans, þvi að hann hefir aldrei kom-
ið nærri æðstu mentastofnun lands-
ins. En hann er bölsýnn.
— Nú, voruð þjer að tala við
stetpu — ja, því megið þið vera
að. Og jafnvel þó að þið sjeuð full-
orðnir. . . .
— Jeg kalla það nú ekki fullorðið.
Jeg varð 25 ára í ... mjer datt
í hug — Fálkanum — en svo sá
jeg að ekki þýddi að Ijúga því. —
Jeg varð 25 ára við að sjá mann
í gær.
— Það hlýtur að hafa verið ram-
aukinn maður!
— Já, maður yngist upp um 60
ár við að sjá — þó ekki sje nema
mynd af honum. Þetta er nú víst
líka einn af sterkustu mönnum á
tandinu.
— Hrii! Nú hvað heitir hann?
— Hann heitir Jakob Guðjóns-
son....
— Meinið þjer mig? VitiS þjer
þá hvað jeg heiti?
— Jeg vissi sannast að segja ekki
livað liann heitir eða hvers son hann
ljest vera, en jeg yngdist upp við að
sjá hann.
—- Þjer hafið aldrei yngst upp
— þjer eigið það eftir. En ef þjer
eigið það eftir að sjá stjórnarfarið
yngjast upp um 60 ár, þá yngist
þjer sjálfur upp um 60 ár.
— Jeg get ekki gert það.
— Nú, af hverju?
— Vegna þess, að jeg er ekki orS-
inn sextugur, og fyrir 60 árum var
ekkert stjórnarfar byrjað í landinu.
Það var alt í Danmörku þá.
— Innlimunarmaður og kykvendi!
Það heitir svo á fornu máli. En
þjer hafið víst aldrei lesið það. Nú
skal jeg segja yður dálítið: íslandi
liefir sífelt verið að hraka i þús-
und ár — eða rjettara sagt, síðan
við mistum sjálfstæðið.
— Síðan við fengum sjáfstæðið,
eigið þjer við....
— Nei, síðan við mistum það.
íslandi er altaf að hraka. íslending-
ar eru altaf að versna. Þeir hafa
farið síversnandi í 2000 ár....
— Hvaða bjeuð vitleysa.... ís-
Iand bygðist árið 874.
— Vitleysa. Munið þjer ekki að
Gyðingarnir voru til löngu fyrir
Krist. . . .
Mjer er alvara, sagði jeg.
Tobías
D rekkiö
Egils-öl
Fær ekki skilnað.
Fyrir 31 ári liljóp kona frá bónda
sinum í London og hefir ekki komið
aftur siðan. Hin siðustu ár hefir hún
lcgið á geðveikrahæli. Maðurinn er
nú 74. ára gamall og hjerna á dög-
unum fór liann fram á, að fá laga-
skilnað frá konunni. En dómstóllinn
neitaði að verða við þessari beiðni,
svo að gamli maðurinn fær ekki að
giftast aftur, þó hann feginn vildi.
Samkvæmt enskum lögum verður
nefnilega að sækja um skilnað ekki
siðar en þremur árum eftir að hjón
hafa skilið að borði og sæng. En i
þessu tilfelli voru liðin 31 ár. Það
var ekki að furða, þó að málaflutn-
ingsmaður gamla mannsins hefði orð
á því, að það væri ekki vanþörf á
að endurskoða hjúskaparlöggjöfina!
NYJA BIO
BORGARGLAUMUR
OG SVEITASÆLA.
Á næstunni sýnir Nýja Bíó kvik-
myndina: Borgarglaumur og sveita-
sæla. Aðalhlv. í myndinni leika Martha
Eggerth og Leo Slezak. Má af því
marka, að leikurinn er borinn uppi
af heimskunnum leikurum, sem hafa
snert strengi í hjörtum þúsundanna
og með löfrabrögðum söngs og lát-
bragðslistar, sópað að sjer óteljandi
aðdáendum. Söligurinn og hljóm-
listin i mynd þessari verkar eins og
svalur utanblær á þreytta og angur-
væra sál, það er eins og kliður tón-
anna færi með sjer vindbylgju hins
vakandi lífs, og er það í órofa sam-
bandi við aðalefni myndaririnar.
Hefirðu nokkurn tíma gert þjer í
hugárlund þau veðrabrigði, sem verða
í sál borgaralegs og auðugs unglings,
sem er að vakna til lífsins, sem er að
byrja að kynnast frjóöngum gelgju-
skeiðs ástarinnar? Máske hefirðu
gefið þessu gætur, eða máske hefir
þú verið aðili að slikri vakningu
lífsins?
En heimurinn er svo skrítinn og
lifið svo óumræðilega margbrotið,
að hinir samkynja atburðir, sem
einstaklingarnir eru þátttakendur i,
eru svo að segja sinn með hvorum
svjp. — Þannig er það í þessari
mynd, það er undantekningin en
ekki reglan, sem verður á vegi okkar.
En hjer er undantekningin svo hlá-
leg, að hún kemur öllum á óvart,
færir okkur i sjaldgæft umhverfi, þar
sem við kynnumst siðferðilegu vanda-
máli. Eflaust hafa flestir gagn af að
kynnast því, hvernig þeir þræðir,
sem við hleypum upp á snældu hins
daglega lífs, geta, án þess að við
höfum ætlast til, orðið hnapphelda
um fætur sona okkar og dætra. —
Slíkt getur meira að segja koinið
fyrir, þótt jafnan sje gætt varhugar;
en þá ségjum við að örlaganornir
sjeu að verki.
„Borgarglaumur og sveitasæla" ger-
ist í borg gleðinnar, í borg liljómlist-
arinnar, þar sem tónsnillingar liðinna
tima hafa lifað á list sinni og ástinni.
Yfir myndinni er því blær gleðinnar,
hinn ljetti heiðsvali æskunnar, en
nornirnar, sem örlögunum ráða, tengja
saman vegi á hinum ólíklegustu stöð-
um, og svo er í þessari mynd.
Maðurinn á myndinni er William
S. Knudsen, aðalforstjóri General
Motors. Er liann að gefa blaðamönn-
um upplýsingar um verkföllin í bíla-
iðnaðinum.