Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 11
FALKINN II m - Jurtakynbætur nútímans - I eftir Víxlfrjóvgunin er venjulegast not- iiö til að tengja saman i einum stofni dýrmœta eiginleika, sem i upphafi eru að skildir i tveim eða l'leiri af- brigðum. Sú aðferð er yngst hinna sigildu kynbóta, og var í fyrstu eingöngu bundin við kynbætur á jurtum með ólíka eiginleika i hinum ýmsu afbrigðum. En liin síðari ár befir notkun hennar orðið víðtæk- ari og fjölbreytari, því að í stað þess að víxlfrjóvga áður aðeins nær- skyld ræktuð afbrigði, eins og t. d. enskt og sænskt hveiti, vilja menn nú notfæra sjer þau afbrigði, sem kunn eru, hvort sem þau eru ræktuð eða ei, eða jafnvel fjarskyld- ar tegundir, ef vísindunum býður svo við að horfa. Allar þær jurtir, sem hugsast getur, að verði að gagni við vixlfrjóvgun, eru notaðar, jafn- vel þó að víxlfrjóvganirnar takist aðeins með sjerstökum brögðum. Því fjærskyldari, sem jurtirnar eru, þvi minni möguleikar eru fyrir því, að unt sje að frjóvga þær hvora með annari, og því stærri geta möguleik- arnir til frekari kynbóta verið. Í Kanada og Rússlahdi, þar sem vetrarkuldarnir eru miklir úr hóli fram, hefir áratugum saman verið reynt að víxlfrjóvga saman ónot- hæfum, harðgerðum síberiskum epla- tcgundum og hinum venjulega rækt- uðu stofnum, til að fá fram góðar eplategundir, sem þyldu vel köld- ustu vetur þessara landa. Þrátt fyr- ir alla erfiðleikana hefir tekist að fá frani eplategundir á þennan hátt, sem eru nothæfar lil ræktunar i hjeruðum, þar sem áður var ógjörn- ingur að rækta epli sökum vetrar- kuldans. Það er unnið að því víða um heiminn, að auka frostþol lilómutrjánna, t. d. með því að víxl- frjóvga þau með afbrigðum l'rá Litlu- Asíu, sem þola alt að -t- 30° C, eða frá Mandsjúríu, þar sem enn harð- gerðari plómaafbrigði vaxa vilt. Hin- ar ræktuðu kartöflur Evrópu eru kynbættar viða um lönd með víxl- l'rjóvgun með viltum karftöflum, sem þola alt að 4- 12° C, en venjulegar kartöflur þola ekki vott af frosti án þess að visna og skemmast. Rúgnum er reynt að breyta í fjölæra jurt, með því að vixlfrjóvga hann með fjölæra fjallarúgnum, sem er viltur i Suður-Evrópu og Litlú-Asiu, og ef það tekst, verður hægt að skera upp mörg ár i röð, án þess að sá nema einu sinni. Broddber o" hettu- her eru víxlfrjóvguð með skyldum viltum tegundum til að fá þau hroddataus. Hettuberin eru auk þess kynbætt á ótal aðra vegu, enda eru til af þeim í austur- og suðurhlut- um Asíu einnar að minsta kosti 195 viltar tegundir, að ógleymdum öll- um afbrigðunum. Sumar þeirra eru lágvaxnar, aðrar alt að fjórutn metr- um á liæð með sjö sentímetra þykka stofna. — Og að lokum er rjett að geta þess, að flestar nytjajurtir eiga einhverja ættingja, sent erit ómót- tækilegir fyrir einhvern skaðlegan svepp- eða sýkla-sjúkdóm, og tala þeirra víxlfrjóvgana, sem gerðar eru í því augnamiði einu, að flytja þessa eiginleika yfir til nytjajurtanna, skiftir vafalaust miljónum nú. Fyrsti ættliðurinn eftir víxlfrjóvg- un fjærskyldra stofna eða tegunda, er oft kröftugri og betri að öllu leyti en bæði foreldrin, og ekki ó- sjaldan er lífskrafturinn það meiri, að plönturnar þola betur alla sjúk- dóma og þrifast vel á stöðum, þar Askel Löve II. sem hvorugt foreldrið er ræktanlegt. Þessi aukni lífskraftur er nefndur á fræðimáli ,,heterosis“. Lögmál þau, sem þetta fyrirbrigði l)yggisl á, fann Nilsson-Ehle fyrst hjá byggi á fyrsta áratugi þessarar aldar, en þær aðferðir kynbótanna, sem byggjast á „lieterosis", voru fyrst notaðar við maísinn í Amer- íku. Og nú er svo komið, að alt niaísfræ er svonefnt „lieterosisfræ“, eða með öðrum orðum, ]>að ér feng- ið fram við víxlfrjóvgun miili tveggja eða fleiri innræktaðra stofna. Inn- ræktuðu stofnarnir sjálfir eru oflast veikbygðir mjög, en þegar þeir eru vixlfrjóvgaðir, hver með öðrum, hverfur öll úrkynjunin fyllilega, og hastarðarnir verða auk þess oft tals- vert betri en foreldrin voru, áður en innræktun þeira hófst. Og þessir svonefndur „heterosis“-stofnar eru oftast svo miklu betri en aðrir slofn- ar maisins, að ræktun þeirra her sig margfalt á við ræktun annars fræs. Þessi aukni lífskraftur er venjulega rnestur í fyrsta ættliðnum, svo að nauðsynlegt er að framleiða lræið ár hvert á sama liátt. En þrátt fyrir ])á erfiðleika, er því fylgja, borgar þessi frærækt sig margfald- lega, og ár frá ári eykst notkun að- ferðarinnar að miklum mun hjá öðr- um nytjajurtum eins og t. d. sykur- rófum og fóðurrófum o. fl. ,,Heterosis“ helsl við óbreytt, ef unl er að fjölga fyrsta ættliðnum með skiftingu. Það notfæra vísindin sjer m. a. við kynbætur trjáa. Sem stendur er til dæmis verið að víxl- frjóvga allskonar aspir, eftir föstum kerfum víðsvegar um lönd, til þess að finna, hvaða tegundir vaxa liraðast eftir víxlfrjóvgunina, og gefa þar með af sjer mest af trje til notkunar í eldspítur og pappír. Síðan verður bestu bastörðunum fjölgað í stórum stíl með skiftingu. Úrvat stökkbreytna. Auk hinna fyrnefndu kynbótaað- ferða, sem allar eru farnar að eld- ast, eykst mjög notkun tveggja nýrra aðferða ár frá ári við kynbætur jurtanna. Þessar aðferðir eru: skipu- legt úrval stökkbreytna og litnis- fjölgun. Stökkbreytni (mutation) er það nefnt, er nýir, ættgengir eiginleikar verða skyndilega til í einhverri jurt eða dýri. Þegar nýr eiginleiki hefir orðið til, er hann venjulegast ó- breytilegur og erfist óbreyttur til allra síðari ættliða. Stökkbreytni er álitin vera hin fyrsta orsök allrar ættgengrar tilbreytni allra lifandi vera. Urval af handahófi, — oftast að mestu leyti óvitandi, — af stökk- breytnum ýmissa tegunda hefir ver- ið einn aðalþátturinn í sköpunar- sögu nytjajurtanna. En skipulegt úr- val stökkbreytna er aftur á móti kynbótaaðferð, sem hefir aðeins ver- ið notfærð af vísindunum í nokkur ár nú. Hið sigilda dæmi þess gagns, er slikar kynbætur geta haft í för með sjer l'yrir mannkynið, er það, hvernig von Sengbuscli í Múcheberg fjekk fram hinar svonefndu sætu úlfabaunir (,,súss-lupinen“). Úlfa- baunir eru altra belgjurta æskileg- astar til fóðurs — auðvitað að soja- bauninni undanskilinni — sökum hinna eggjahvíturíku fræja, ef þær hefðu ekki að geyma talsvert af eitr- uðum beiskjuefnum. Þar eð engir stofnar án beiskjuefna vortt til, var ógjörningur að kynbæta úlfabaun- irnar lil fóðurs með göinlum kyn- bótaaðferðum. Þessvegna leitaði von Sengbusch og aðstoðarmenn hans skipulega að beiskjuefnalausum • stökkbreytnum í aragrúa allskonar úlfabaunategunda —- og að lokum fundust nokkrar „sætar“. Þessar nýju, sætu úlfabaunir eru nú þegar komnar á markaðinn, þótt enn sje kynbótum þeirra ekki lokið. Og sök- um þess, að köfnunarefnisgerlar, sem lifa í tiýðum á rótum þeirra, gera áburð að mestu óþarfan, auk þess að úlfabaunirnar geta lifað góðu lífi á sandi, þar sem aðrar nytjajurtir ]>rífast ei, búast menn við gífurlegu gagni af aukinni ræktun þeirra á ókomnum árum víðsvegar um i ver- öldinni. Enn eru óleyst fjölmörg viðfangs- efni, sem vafalaust er hægt að leysa með úrvali stökkbreytna. Fjöldi viltra jurtategunda hljóta að verða að ómetanlegum notum sem fóður, ef til væru af þeim eiturlaus af- brigði. Ilvíti steinmárinn (Melilotus albus) er álitin vera mjög dýrmæt fóðurjurt, ef unt verður að að finna af lionum afbrigði án liins eitraða kumarins, og líkt er ástatt um ýmsar viðla-tegundir (Astragalus). Án efa væri unt að breyta sumum eitruð- um berjum í ljúffeng aldin og lítt nothæfu grasi í dýrmætt fóður, ef leitað væri skipulega að eiturlaus- úm stökkbreytnum hjá þeim. Á þann hátt er reyndar nú þegar búið að fá fram tóbak án nikótins, þótl notkun þeirra tegunda sje miklu lakmarkaðri en hinna eitruðu enn sem komið er. Úlfabaunin var götluð, að öðru leyti en því, að fræ hennar og blöð voru eitruð. Belgirnir opnuðust auð- veldlega, svo að fræin fjellu Ii 1 jarð- ar, áður en unt var að skera upp. Á þann hátt getur um helmingur uppskerunnar farið í súginn á þurka tímum. Þessvegna hóf von Sengbnsch skipulega leit að stökkbreytnum, sem hefðu lokaða belgi. Sú leil hófst árið 1929, en í upphafi urðu erfið- leikarnir margfalt meiri en við fyrri rannsóknina, svo að þótt ótal milj- ónir jurta væru athugaðar, varð eng- inn árangur fyrst i stað. Og árið 1935 var von Sengbusch nær von- laus um, að unt yrði að fá nokkra lausn með aðsloð stökkbreytnanna. En árið 193G fanst loksins planta, sem hafði lokaða belgi, hvernig sem viðraði, og af henni er nú búið að fá fram heilan stofn með þessum góða eiginleika. Síðan verða þessir báðir eiginleikar sameinaðir í einn stofn af sætum úlfabaunum með lok- aða belgi — og þá er úlfabaunin orðin fyrirtaks nytjajurt, þótt auð- vitað sje liægt að bæta hana enn meir. Þriðja stökkbreytnin, sem fundist liefir lijá úlfabaununum, fanst árið 1938. Ilún verkar á fjölda eigin- leika, þar á meðal þá, sem valda minkuðu næmi hennar á sýru jarð- arinnar, svo að hún verður ræktan- leg í flestum jarðvegi, en um leið evkst næmi jurtarinnar fyrir raka. hlómgunin verður síðar og uppsker- an vex að ntiklum mun. Þar eð stökkbreytnir koma aðeins hlutfallslega sjaldan fyrir, lítur í fljótu bragði út fyrir, að þessi kyn- bótaaðferð sje eingöngu háð tilvilj- unum. En þrátt fyrir það er þýð- ing hennar við jurtakynbæturnar mikil. Flestar þær nytjajurtir, er mennirnir rækta nú, eru að mestu leyti afraksturinn af meira eða minna óvitandi kynbótum í ótal aldir, og ekkert er auðveldara en að sýna fram á það með rökum, að úrval stökkbreytna hefir oft ráðið úrslitum þar. Þessvegna er ekkert eðlilegra en það, að vísindin vænta sjer rnikils af skipulegu úr- vali stökkbreytna á ókomnum ára- tugum, og þó sjerstaklega nú, ei' þau hafa fundið aðferðir til að auka tiðleika þeirra að miklum mun, en siíkt er t. d. unl með aðstoð rönt- gengeislanna. Vegna rannsókna síðustu áratug- anna er mönnuin meðal annars kunnugt talsvert um það, hve ofl cr liægt að vænta, að stökkbreytni verði hjá ýmsum jurtum. Hjá eitur- jurtum eru til dæmis allmalrgir möguleikar til þess, að eiturlausar jurtir finnist. Flestar jurtir finnast sem sein- eða bráðþroska stofnar, hávaxnir eða tágvaxnir, mikið eða Iítið greindir. Og framar öllu er hægt að búast við þvi, að einhver eðtilégur eiginleiki falli burt. Ef við berum saman nytjajurtirnar og nán- ustu ættingja þeirra, kemur i ljós, að hinar fyrrnefndu vantar ýmsa þá eiginleika, sem ætla má, að sjeu eðlilegir fyrir jurtirnar, ef þær vaxi viltar. Það sýnir best, að stökk- breytni, sem valdið hefir brottfalli ýmissa eiginleika, hefir átt sinn þátt í sköpunarsögu nytjajurtanna, og Jiessvegna er enginn efi á þvi, að þýðing þeirra kynbóta, er á úrvali þeirra byggist, htýtur að aukasl mjög á ókomnum árum. Aftur á móti er alt útlit fvrir, að ýmsir þeir eiginleikar, sem liffræði- tega sjeð eru jákvæðir fyrir líf jurtarinnar, verði miklu sjaldnar til við stökkbreytni. Hjá ýmsum frost- næmum jurtum, eins og t. d. kart- öflum, baunum og tómötum er enn- ])á mjög lítið kunnugt um frost- þolnar stökkbreytnir, og vafalaust verða liær aðeins örsjaldan til. Hvernig unt er að gera jurtir frost- þolnar, þegar sá eiginleiki er ekki til í neinum stofni þeirra nje nán- ustu ættingjum, er enn liulið vís- indunum. Og sama er að segja um alla aðra eiginleika, sem ekki eru til í einhverri sjerstakri tegund jurta möguleikarnir tit að fá fram með stökkbreytni eru hverf- andi litlir. Frh. Meðal Þjóðverja þeirra, sem Bret- ar hafa sett í fangabúðir, er fyrsti forstöðumaður utanrikisfrjettastofu nasista í Berlín, dr. Ernst „Putzi“ Hanfstaengl. Hann var einn af forn- vinum Hitlers, tók þátt í Múnchen- byltingunni 1923, skaut skjólhúsi yf- ir Hitler, er hann flýði eftir bylt- inguna og spilaði fyrir hann á hljóð- færi í þá góðu, gömlu daga. En liann var kjaftfor, og fyrir það fjell hann í ónáð lijá leiðtoganum rjelt eftir að hann varð fimtugur, árið 1937, og hefir siðan liafst við í London sem útlagi, og bjó i litlum og skemti- lcgum einkabústað á Guntcrstone Road. Stundum liefir hann komið fram í dagsljósið, einkum þegar hann lief- ir ]>ótst tilneyddur að stefna Beaver- hrook lávarði, vikublaðinu „Cavalc- ade“ og vöruhúsinu ,,Selvridges“ fyrir meiðyrði. Þegar styrjöldin skall á, t'engu Þjóðverjar ákveðinn fi-est til að hypja sig á burt frá Englandi — en Putzi Hanfstaengl hreyfði sig ekki. Hann þorði ekki til Þýska- lands og fjekk ekki dvalarleyfi i öðrum löndum á meginlandinu, svo að hann varð að sitja kvr og sjá hverju fram vindi. Þa'ð væsir alls ekki um þennan tveggja metra langa forleggjara. Hann er i stórum fangabúðum uppi í sveit, og fær að iðka iþróttir og liafa útivist eins og honum sýnist. — Þetta hjerna er mynd af föður minum! — Það er ómögulegt. Hann virðist vera miklu yngri en þjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.