Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 15
FALKINN 15 Fyrstu bækur Menningarsjóðs og ÞJóðvinaíjelagsins verða prentaðar f aprílmánuði. Umboðsmenn og aðrir, er safnað liafa áskrifend- um, eru beðnir að senda áskriftalistana bið allra bráðasta og eigi síðar en um næstu mánaðamót. Nú eru því síðustu forvöð að tryggja sjer þessar góðu og ódýru bækur. Nýjar bækur. Jóhann J. E. Kúld: SVÍFÐU SEGLUM ÞÖNDUM. — 156 bls. Bókaútgáfan Edda, Akureyri. 1940. Þessi sami höfundur gaf út aöra bók í fyrra, íshafsæfintýri, frásagnir um svaðilfarir hans í Norðurhöfuni. Sú bók fjekk ágætar viðtökur og góða dóma og ekki virðist útlit fyrir annað en þessi nýútkomna fái það líka. Bók þessi er, eins og sú fyrri, skrifuð um ýmislegt, sem drifið hef- ir á daga höfundar sjálfs á hinum ýmsu ferðum lians. Er því sagt frá sannsögulegum atburðum, en slíkar frásagnir vilja margir heist lesa. En ekki er sama hversu sagt er frá at- burðum, þótt sannir sjeu. Viðburðir, sem í raun og veru eru liinir merki- legustu og sögulegir geta algerlega dofnað og mist bragð sitt i meðferð ijelegs sögumanns. En mönnum, sem frásagnarlist er lagin, getur tekist að gera hversdagsviðburði merki- iega í frásögn, þeir sem hafa gáfu góðs rithöfundar eygja söguefni, þar sem aðrir sáu ekki. Þannig er Jó- hanni Kúld farið, liann er skygn á söguefni. En þar að auki hefir hann öðlast þá reynslu, sem rithöfundi er hagkvæm i list sinni: Hann hefir sjálfur sjeð og lifað marga áhrifa- ríka og skemtilega hluti. Hann lýsir þessum hlutum liiklaust og stund- um ómjúkt að sjómannasið. Það er dálitið gaman að lesa á hvern hátt höf. lýsir stórmeiðslum, sem hann verður fyrir tvisvar í bókinni. í hvorugt skifti er langdregin lýsing á meiðslunum eða afleiðingum þeirra, engir kveinstafir, en í livor- tveggja skiptið bregst höf reiður við, Jiegar slysin henda. Ósvikin karlmenska og víkingslund! Höf. hef- ir prýðilega kýmnigáfu. T. d. verð- ur lesandanum á að brosa í lýsing- unni á hinstu för vjelskipsins „Fön- ix“ á Eyjafirði og er þó atburðurinn næstum grátlegur, Jiegar litið er á fyrirhyggjuleysið og aðbúnað sjó- mannanna á þessari manndráps- fleytu. Málið á bókinni er furðu gott. Hefir því þó oft verið viðbrugðið, að sjómannamólið væri gruggugt. En Jóh. Kúld tekst að gera það lýta- lítið og blátt áfram, án þess að villa heimildir. Það munu áreiðanlega margir rkemta sjer vel við lestur þessarar bókar. rjóh Gtbreiðið Fálkann. En dr. Einar er lijer auðsjáan- lega fótviss og vegvís leiðsögu- nraður og liefir í þeim erindum sínum, sem þegar eru flutt, tek- ist að varpa skýru ljósi yfir þau atriði sagnanna, sem máli skifta í viðfangsefni bans. Að vísu á sá, sem vel er kunnugur Sturlungu, auðveldara með að fylgjast nreð fyrirlesaranum, en þó er þeim, sem ófróðari eru, vandalaust að fylgjast með líka, því að erindin eru flutt í ljósum og aðgengileg- mn búningi. Dr. Einar Ól. Sveinsson hefir með þessum fyrirlestrum sýnt það, að áheyrendurnir eru fúsir að hlýða á mál bans, þegar hon- um liggur eittlivað á hjarta. rjóh. Rikið fær Kópavogs- hælið að gjöf. S.l. fimtudag fjekk fjelags- málaráðherrann, Stefán Jóh. Stefánsson kvennaheimsókn í Stjórnarráðið. Mun liann hafa tekið konum þessum tveim hönd- um, encia konm þær færandi hendi. Erindi þeirra var nefni- lega hvorki meira nje minna en það að aflienda ríkinu Hressing- arhælið í Ivópavogi að gjöf og til fullrar eignar. Konur þessar voru sem sje í stjórn Kvenfjelagsins ,.Hringsins“, sem átt hefir hælið frá uppliafi. Kvenfjelag þetta ljet reisa hæl- ið árið 192íi og iiefir rekið það síðan. í gjafabrjefinu segir svo, að gjöf þessi liafi „afráðin og sam- þvkt til framkvæmda, eftir að landlæknir, Vilmundur Jónsson, fyrir hönd heilbrigðisstjornar ríkisins, liafði farið þess á leit við forstöðukonu Hringsins, frú Kristínu Vídáhn Jacobson, að kvenfjelagið seldi ríkinu liress- ingarhælið. Stjórn Hringsins og fjelagskonur voru sammála um það, eftir að málið hafði verið borið upp og rætt lögformlegá, að liltækilegast væri, enda í fullu samræmi við markmið fjelagsins Hringurinn, og tilganginn með rekstri Hressingarhælisins .... að úr því að ríkið sjálft teldi sig þurfa hælisins við, að Hringur- inn afsalaði rikinu Hressingar- hælinu að gjöf, svo að heilhrigð- isstjórnin gæti haldið þar uppi sjúkra- og líknarstofnun, eða þvíliku, og helst með þeim hætti, að í framtíðinni yrði þarna rek- ið liæli fyrir berklaveik börn, án þess þó, að slíkt sje gert að skilyrði fyrir gjöfinni.“ Fjelagið áætlar, að Hressing- arliælið með tilheyrandi mann- virkjum, bafi kostað sig alt að 119.000.00 krónum, en meðfylgj- aridi imsgögn, sjúkragögn og aðr- ir munir a. m. k. ,31.000.00 kr. En á eigninni hvíla engar veð- skuldir aðrar en eftirstöðvar veð- skuldar í Landsbankanum, að upphæð 18.688.63 kr. Eins og menn sjá er þessi gjöf tii ríkisins gefin af hinni mestu rausn og skörungsskap og er óskandi að starf hælisins megi með affarasæld fylgja þeirri stefnu, er gefendur óska. HERMANNAPÓSTURINN KEMUR. Myndin sýnir þýska hermenn koma á járnbrautarstöð 01 liess að talca á mcti brjefunum til herdeild- arinnar. Þeir eru altaf viðbúnir, þegar lestin kemur! i+j /w —y Hvað gerir þú eiginlega á kvöldin? — Jeg spara ljósið og ráfmagnið. — Ilvernig geturðu gert það best? — Jeg fer niður á Land og sit þar yfir kaffi og á meðan sparast ljósið heima. HVERNIG FEIt STRIÐIÐ? Svo spýrjum við hjer. Er þá nokk- ur furða, J)ó að Jiessar tvær Parisar- stúlkur þurfi að spyrja hermennina i varnarliði bogarinnar um það? Þegar Sarah Bernhardt leikkona var að fcrðast um Bandaríkin veitt- ust trúboðarnir ínjög að lienni og töldu hana ósiðlega. Var lnin einu sinni stödd á trúboðsfundi og heyrði þar margt misjafnt um sjálfa sig. Daginn el'tir skrifaði hún trúboð- anum: Hversvegna eruð Jijer að níða’ mig. Við sem erum bæði leikarar af guðs náð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.