Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Side 6

Fálkinn - 28.02.1941, Side 6
F Á L K I N N ÚR ðSKUNNI í ELDINN. Þá var það, að Neviile Chamberlain reyndi að beita sjer fyrir að koma á sáttum og afstýra frekari valda- sókn Þjóðverja. Flaug hann um haust- ið til Þýskalands og átti samtal við Hitler með þe.m árangri, að for- sœtisráðherrar Frakklands og Bret- lands áttu nýjan fund með Hitler og Mussolini og gerðu þar bráðabirgða- samkomulag það, sem kent er við Miinchen. Chamberlain gerði sjer vonir um góðan árangur þegar heim kom og kvað friðinn trygðan milli Bretlands og Þýskalands, en ýmsir enskir áhrifamenn svo sem Churchill, Anthony Eden og Duff Cooper voru vantrúaðir á loforð Þjóðverja. Tjekkó- slovakía hafnaði gersamlega sam- komulagi þvi, sem gert hafði verið i Miinchen 29. september, en Þjóðverj- ar liertaka Sudetalönd 1. okt. Ung- verjar og Póiverjar gera kröfu til landa í Tjekkóslovakíu (Karpatahjer- uð og Teschen) og Slóvakar heimta (3. okt.) að sjálfstæðiskröfum þeirra verði/fullnægt innan 24 tíma. Daginn eftir segir stjórnin í Tjekkóslovakíu af sjer en Syrovy hershöfðingi mynd- ar nýja stjórn. Og 5. okt. segir Benes af sjer forsetatigninni og flýr úr landi. Tjekkóslovakíu er skift í þrjú ríki, Tjekkíu, Slovakíu og Karpato- Ukraine. Þýsk-pólskur Gyðingur skýtur starfsmann þýsku sendisveitarinnar í París til bana. í hefndarskyni eru Gyðingar í Þýskalandi látnir sæta nýjum ofsóknum, grimmilegri en nokkru sinni áður; verslanir þeirra eru rændar og samkunduhúsin brend. Píus páfi deyr og Pacelli utanrikisráðgjafi hans er kjörinn páfi.. Var kosningin talin ó- sigur fyrir öxulveldin. — Hinn 15. mars leggur Hacha forseti „framtið Tjekka í hendur foringja þýsku þjóð- arinnar." Áður hafði Hacha sett stjórn Tiso í Slovakíu af og hann Píus XII. Franco. farið tii Berlín og ráðgast við Hitler, sem hafði sent Hacha úrslitakosti og krafðist þess, að Tiso yrði settur inn í embættið aftur. Með þessum aðgerð- Hitler í háborginni Hradsin í Prag. um var samkomulagið frá Miinchen þverbrotið og úti um friðinn í Ev- rópu. 23. mars tekur Hitler Memel- Franskt Afríkullð undir Sigurboganum lijeraðið. Og 7. apríl taka ítalir Al- baníu. 26. apríl lögleiða Bretar her- skyldu, með 376 atkv. gegn 145, fyrir alla menn á 21. ári. Franco heldur Stalin og von Ribbentorp. innreið sína í Madríd 19. maí, en slríðinu hafði raunverulega lokið í aprílbyrjun. 14. júlí hjeldu Fraklcar 150. þjóðminningardag sinn með mik- illi viðhöfn, að viðstöddum æðstu Dansig er innlimuð í Þýskaland. mönnum breska hersins, flotans og flughersins. "20. júlí harðnar Danzig- deiian, milli Pólverja og Þjóðverja við það, að pólskur tollvörður er skotinn á landamærunum. Hitler gef- ur daginn eftir út yfirlýsingu um, að hann sje staðráðinn í að ná Dan- zig undir þýsk yfirráð, en „styrjald- arlaust". Frá því snemma vor's höfðu samn- ingar staðið yfir milli vesturveld- anna og Rússlands, um einskonar hermálasamkomulag. — Samningar fjellu niður um sinn, en 25. júli fóru samningamenn Frakka og Breta á ný til Moskva með ný tilboð. En 23. ágúst kemur fregn um það, eins og þruma úr heiðskíru lofti, að von Ribbentrop hafi gert griðasamning við Rússa og 31. ágúst leggja Þjóð- verjar úrsiitakosti fyrir Pólverja og híða ekki eftir svari, en ráðast inn í landið að morgni 1. september og samtímis lýsir Förster, liægri liönd Hitlers i Danzig, yfir því, að Danzig sje innlimuð í Þýskaland. Þýska rík- isþingið heldur fund sama morgun og samþykkir innlimunina. Sprengj- unum rignir yfir fjölda pólskra borga. Styrjöldin gegn Póllandi er hafin. En Bretar og Frakkar höfðu áður til- kynt, að þeir ábyrgðust friðhelgi Póllands og sairikvæmt því loforði Þýskur her í Póllandi. sögðu þeir Þjóðverjum stríð á hend- ur, 3. september. Hinn 9. sept. fjell Varsjava i liend- ur Þjóðverja, en þó var varist í virkj- unum kringum borgina til 27. sept. 17. sept. ráðast Rússar inn í Austur- Pólland og 29. sept. eru Pölverjar gersigraðir og Ribbentrop og Molo- tov koma sjer saman um skiftingu á landinu, fjórðu skiftingu Póllands. Hinn nýi vjelalier Þjóðverja liafði unnið sinn fyrsta sigur, flugvjelarn- ar voru látnar eyðileggja samgöngu- kerfi andstæðinganna að baki ákveð- innar línu og samtimis sóttu hif- reiðaherir fram með brynreiðar og fallbyssur í fararbroddi og fleyguðu Herskip að farast. sundur hersveitir andstæðinganna og einangruðu þær. Þessi aðferð kom Pólverjum á óvart, því að þeir höfðu búið sig undir kyrstöðustrið. Og Bretar og Frakkar höfðu ekki tök á að senda þeim þá liðveisiu, sem þurfti, því að til þess hefðu þeir orðið að komast inn í Eystrasalt. Og ekki hófu þeir neina sókn á vest- urvígstöðvunum til þess að dreifa Þýskur kafbátur sökkvir vöruskipi. kröftum Þjóðverja frá Póllandssókn- inni. Mátti kalla, að þeir væru al- gerlega aðgerðarlausir út árið og vildu ekki berjast, og verður það eigi skilið öðruvísi en svo, að þeir hafi þótst óviðbúnir og viljað nota tím- ann til undirbúnings en draga allar hernaðaraðgerðir sem mest á lang- inn. Aðgerðirnar voru mestar á sjón- um, höfin voru fylt af tundurdufl- um á öllum siglingaleiðum og kom það ekki síst niður á skipum hlut- lausra þjóða. Og kafbátar Þjóðverja tóku brátt að gera usla i skipastól þeim, sem sigldi um höfin. Finskir hermenn með vjelbyssu. Hinn 30. nóvember ráðast Rússar inn í Finnland, eftir að liafa gert kröfur, sem sjálfstæðri þjóð var ekki samboðið að ganga að. Ljetu Rúss- ar þá skýringu fylgja, að þessi árás væri einskonar neyðarvörn þeirra, til að afstýra hættu þeirri, sem þeim stafaði af Finnum. Áður liöfðu Rúss- ar kúgað Eystrasaltsríkin þrjú til að láta af liendi við sig liafnir og her- stöðvar og flugvelli. Alþjóðabanda- lagið gerir Rússa ræka, en styður Finna ekki á neinn hátt. 14. desember lendir þýska orustu- skipinu „Admiral Graf Spee“ í or- ustu við þrjú ensk ljettiskip. Það skaddast og leitar hafnar í Monte- video, en fær aðeins þriggja daga dvalarleyfi þar. -— Foringi skipsins sökkvir því fyrir utan höfnina og fyrirfer sjer. „LÍFIÐ BYRJAR UM SJÖTUGT“. Auðkýfingurinn Vanderbilt jjók auðæfi sin um 100 miljón dollara, frá að hann var sjötugur til þess að hann (ló, 83 ára. Heimspekingurinn Kant var 74 ára þegar liann samdi bækurnar „Mann- fræðari" og „Metaphysik der Ethik“ Málarinn Tintoretto var 74 ára, þegar hann málaði myndina „Para- dís“, sem var 74 x 30 fet að stærð. Tizian var 98 ára, þegar hann málaði myndina „Orustan við Le- panto“. Goethe lauk við „Faust“ árið sem hann varð áttræður. Tónskáldið Verdi var 74 ára, þeg- ar hann samdi söngleikinn „Othello“, 80 ára samdi hann „Falstaff" og „Ave Maria“, „Stabta mater“ og „Te Deum“ íegar hann var 85 ára. rtómverjinn Cato var áttræðuv, þegar liann byrjaði að læra grísku. Það voru Rússar, sem fyrstir byrj- uðu að æfa falllilifastökk í stórum stíl, með tilliti til þess að senda her- menn yfir óvinalönd úr fiugvjelum. Árið 1934 höfðu þeir reist 125 feta háa turna við fjölda heræfingastöðva ög ljetu unglinga stökka út af þeim í sjerstökum fallhlífum, sem voru þandar út fyrirfram, eins og regn- hlíar. Þegar nemendurnir voru orðn- ir æfðir í þessu fengu þeir að stökkva út úr flugvjelum í mikilli hæð, neð- an í raunverulegum fallhlífum. Rúss- ar sögðust hafa 20.000 manns, sem kynnu að stökkva í fallhlíf, árið 1934.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.