Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Page 9

Fálkinn - 28.02.1941, Page 9
FÁLKINN 9 — Eru þeir nýsniiðaðir? — Nei, það er öðru nær. Þetta eru gamlir lyklar, sem hafa verið notaðir lengi. West blístraði. — Ha, hvað segið þjer? Nú, ekki neitt. Annað höfum við ekkert handa á milli enn, nema læknisvottorðið. Þar segir, að Blint hafi verið sleginn í rot um klukkan átta í gærkvöldi, svo að hann hlýtur að hafa framið innbrotið snemma og það var hyggi- leg af honum. Engum finst neitt grun- samlegt að sjá mann opna verslun með lyklum að kvöldi dags — menn telja að slíkir menn hafi .löglegt erindi. Þegar West hafði slitið samtalinu kom Martens skargripasali og bauð honum inn í einkaskrifstofuna. — Jeg ælla fyrst að spyrja yður upplýsinga um fulltrúa yðar, herra Lund! hóf West máls. Hann er j leyfi er ekki svo? — Jú, svaraði Martens, — hann kom til mín rjett áður en lokað var i gærkvöldi og spurði, livort liann gæti fengið frí nokkra daga. Hann sagðist ætla að fara með lestinni klukkan 11. — Alveg fyrirvaralaust? — Einhver æltingi hans hafði orð- ið snögglega veikur, svaraði Martens og kinkaði kolli. — Annars hefi jeg ekki nema gott eitt um Lund að segja. Hann hefir reynst mjer ágætlega þessi ár sem hann hefir starfað hjá mjer. — Hafði hann sjálfur lykla að versluninni? — Já, jeg hefi þrenna lykla. Einir eru í vasa mínum, aðrir eru heima hjá mjer, og jeg athugaði í morgun að þeir eru vísir, en lyklar Lunds eru hjerna í peningaskápnum — hann afhenti mjer þá þegar hann fór. Martens stóð upp, gekk að pen- ingaskápnum, opnaði hann og tók fram lyklakippu. West leit af Martens á lyklakippuna og sagði svo: — Þessa lykla hafið þjer víst feng- ið nýlega. — Jú, alveg rjett, sagði Martens. — Lund týndi sínum lyklum og þá ljet jeg smiða aðra nýja, það er vist ekki nema hálfur mánuður síðan. En skyldi ráðning gátunnar ekki einmitt vera hjerna. Þjófurinn gæti hafa fundið lyklana. — Og sjeð hvaðan þeir voru? West hristi höfuðið. — Nei, herra Martens, jeg á bágt með að trúa því. Annars þurfti jeg að spyrja yður um ann- að líka. Þjer haldið, að þáð hafi verið stolið frá yður um liundrað þúsund króna virði? — Já, jeg hefi tilkynt tryggingar- fjelaginu þá upphæð. — Bara að það sje nú rjett. Martens, sem hafði snúið liliðinni að West sneri sjer snögt við og stóð nú augliti til auglitis við yfirlög- regluþjóninn. — Hvað eigið þjer við? sagði hann með titrandi rödd. — Að þjer emð í fjárkröggum, svaraði West rólega. — Þessvegna væri það leitt, ef þjer tiunduðuð of lága upphæð. En nú verðið þjer að afsaka mig, jeg þarf að fara í annað áríðandi erindi. Verið þjer sælir. Martens skartgripasali lineigði sig stutt, er hann fylgdi yfirlögreglu- þjóninum til dyra. West settist inn í bifreiðina og bað um að aka á Rolands Boule- vard. Hann ljet bifreiðina bíða og hringdi hjá eftirlitsmanninum. Hann kom sjálfur til dyra. —. Góðan daginn aftur, sagði West, — jeg átti eftir að athuga ýmislegl smávegis'. — Komið þjer inn fyrir. — Þalcka yður fyrir. West fór inn og hjelt svo áfram: — Jeg gleymdi að spyrja, hvort þjer hefðuð tekið eftir dýnunni, þegar þjer komuð inn i íbúðina klukkan tólf í gærkvöldi? — Nei, hún var þar ekki þá. Hertoginn af Kent, yngsti bróðir Georgs VI. Bretakonungs, er sjóliðsforingi að menlun og gekk i flotajjjón- ustu íð ára gamall og hefir meðol annars gegnt liðsforingjastörfum á bryndrekanum ,,Nelson“. Nú er hann bæði vara-aðmíráll, generalmajór og irara-loftmarkskálkivr. Hjer á myndinni sjest hann i eftirlitsferð hjá strandvarnartiðinu og er að tala við ,,hermanninn“ Jimmy, sem er aðeins 6 ám gamall, en hefir fengið ein- kennisbúning sinn að gjöf hjá hermönnunum, sem koma oft i verslun föður hans. — Þjer liafið sjeð líkið. Maðurinn lieitir Blint; mig langar til að spyrja yður, hvenær hann hafi kornið liing- að til þess að skoða íbúðina? — Hann hefir ekki komið hingað áður. — Sleppið þjer þessu, svaraði West stuttur í spuna, — segið þjer sann- leikann, því að mjer er margt kunn- ugt um málið. Eftirlitsmaðurinn skotraði lil hans augunum, gerðist síðan niðurlútur og virtist hugsa sig um. — Hve lengi liafið þjer verið eftir- litsmaður hjerna? spurði West. — í tvö ár. — Og fyrir þann tíma? Maðurinn svaraði ekki og leit ekki upp. — Jæja, sagði West, — þarna er þá síðasti hlekkurinn í festinni. Þjer kyntust Blint i fangelsinu — livað sátuð þjer inni fyrir? — Ofbeldisverk, svaraði maðurinn loðmæltur. — Úr því að svona er, þá er best að við verðum samferða á lögreglu- stöðina. — Svo að þjer álítið það? Orðin komu eins og hróp og áður en setningunni lauk hafði maðurinn reitt liandlegginn og þrifið kylfu úr vasa sínum. West yfirlögregluþjónn sýndi nú sem oftar, að liann vantaði ekki snarræðið. Iiann vatt sjer til hliðar, kylfan þeyttist með livin gegnum loftið, eftirlitsmaðurinn misti jafn- vægið og þegar hann náði því aftur lá hann afvopnaður á gólfinu, en West stóð með járnkylfuna i liend- inni, sem honurn sjálfum liafði verið ætluð. — Standið upp! skipaði West. — Þetta mál er útkljáð. Hjer er morð- vopnið og önnur skilríki hefi jeg líka i lagi. — Ætli þjer vitið nokkurn skap- aðan hlut, tautaði maðurinn og stóð upp. — Sei, sei, já, sagði West og stakk járnbútnum í vasann, — jeg veit meðal annars að þjer luguð, þegar þjer sögðuð, að íbúðin liefði verið mannlaus á miðnætti í nótt. Sem betur fer eru vitni að þvi, að þjer voruð þar inni þá. En lítið þjer nú á: Edmund Blint var myrtur um kl. 8! Jeg veit líka, að þjer þóttust ekki vita, hvar Lund fulltrúi starfaði. Hann týndi lyklnm húsbónda síns þegar liann fór lijeðan, og þá var Blint ekki kominn úr fangelsinu; en nú hafa einmitt þessir lyklar fundist á líki Blints. Ætli ekki að þessi sýnis- horn af vitneskju minni, og svo skart- gripirnir, sem jeg mun bráðlega finna, dugi ekki til að fá yður dæmd- an? Þegar þeir voru setstir inn í bif- reiðina hjelt West áfram: — Þjer skuluð fá kaffi og vindil, þegar við komum á lögreglustöðina, ef þjer segið mjer, liversvegna Blint setti nafnspjald á lnirðina að tónni ibúðinni. Eftirlitsmaðurinn andvarpaði þung- an og svaraði: — Það var varúðar- ráðstöfun. Blint átti að eiga heima þarna þangað til honum tækist að komast úr landi; þessvegna hafði jeg flutt dýnuna þarna upp, en í- búðin hafði alls ekki verið leigð. Húseigandinn var óánægður yfir þessu, jeg var hræddur um, að hann kæmi sjálfur með leigjanda, án þess jeg væri viðstaddur. Ef hann gerði það, þá mundi hann leita til mín, þegar hann sæi nafrtspjaldið og þá ætlaði jeg að segja, að jeg væri ný- búinn að fá leigjanda. West kinkaði kolli. — Hvenær kom Blint? — í gærmorgun. Hann var að leita sjer að íbúð. Við þektum hvor annan undir eins og fórum að rabba sam- an um gamla daga. Jeg sýndi hon- um lykla Lunds, sem jeg náði i, þeg- ar fulltrúinn flutti á burt, og sagði honum að hverju þeir gengi. Hann varð óður og uppvægur .... það var gott, þvi að sjálfur hafði jeg ekki hugrekki til að fremja innbrotið. Við töluðum um málið og hann fór. Hann kom aftur um klukkan átta með þýf- ð. en samt var hann i öngum sínum. — Nú, hversvegna? West horfði spyrjandi á manninn, — Hann hafði gleymt pípunni sinni í búðinni og við sáum þegar, að þetta gæti orðið lögreglunni góð vís- bending. Jeg varð hamslaus af reiði, þegar jeg heyrði þetta. — Og svo sleptuð þjer yður og genguð berserksgang? — Já, einmitt. Eftirlitsmaðurinn þagði. — Þjer höfðuð járnbútinn með yður upp í íbúðina? — Jeg skil liann aldrei við mig. Bifreiðin nam staðar. — Jeg er latur að eðlisfari, sagði West. — Þjer gætuð sparað mjer ómak með því að segja mjer, hvar þýfið er fal- ið. Annars verð jeg að umturna öllu heima hjá yður. Maðurinn leit lymskulega til hans og spurði: — Fæ jeg þá kaffi og vindil oftar en í dag? West var gamansamur og svaraði brosandi: — Já, á hverjum degi, þangað til dómurinn er fallinn. En fljótur nú! — Það er í ofninum i stofunni minni, svaraði hinn. Lögregluþjónn opnaði dyrnar. Og sakborningurinn saup liveljur um leið og hann gekk inn i lögreglu- stöðina. Drekkið Egils-öl Sölnbðrn komið og seljið FALKANN.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.