Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Side 10

Fálkinn - 28.02.1941, Side 10
10 F Á L K I N N \ YHO/fU LE/&H&URHIR Bjargvætturinn Bjössi. Barnasaga frá Hollandi. Þið haldið nú náttúrlega, þegar þið hafið lesið fyrirsögnina á þessari sögu, að hun sje um einhvern strák, sem hafi unnið hreystiverk, en það er öðru nær, því a<5 hann Bjössi í þess- ari sögu var alt annað. Enda er sagan frá Hollandi, og þar nota þeir ýms nöfn öðruvísi en við. En nú skuluð þið heyra: Ef að þið ættuð það eftir, þegar þið eruð orðin stór, að ferðast meðfram ströndum Hollands, munuð þið á- reiðanlega sjá lítil kauptún og fiski- ver á flatneskjunni fyrir ofan flæðar- málið. Þarna er ennþá láglendara en iægst er á Suðurlandi, til dæmis i Landeyjunum, því að stundum gengur sjórinn langt inn á land, og sumstað- ar er jafnvel þurt land, sem liggur lægra en sjávarborðið. Það er í einu svona sjávarþorpi, sem þessi saga gerist. Það var ofsaveður og hafði dunið svo fljótt á, að jafnvel bestu formenn og veðurglöggustu höfðu ekki varað sig á þvi og róið um morguninn. Þeir áttu sjer einskis ills von. I litla húsinu, sem lá næst sjónum, ekki meira en hundrað metra frá sjávarmálinu, bjó maður, sem hjet Cornelius Gertzen ásamt konu sinni. Þau áttu tvö börn, sem lijetu Jan og Gilda. Þið skiljið víst, að Jan er sama nafnið og Jón, og er það mjög al- gengt nafn i Hollandi. En svo var þarna á heimilinu einn i viðbót, og það var hann Bjössi. En Bjössi var ekki drengur. Bjössi var hundur, og þessi hundur er nærri því hetjan í þessari sögu. — Mikið skelfing er hann hvass núna! sagði Jan og horfði út um gluggann. — Jeg vildi óska að hann pabbi væri kominn heiml Pabbi hans liafði nefnilega róið um morguninn. — Já, þess óskum við víst öll, en við getum ekkert annað en vonað að hann komi sem fyrst, sagði mamma hans og fór að skræla kartöflur. Bjössi stóð upp á afturlappirnar og gægðist út um gluggann iika, og Gilda sagði: — Eigum við ekki að fara niður i fjöru og vita hvort við frjettum nokkuð af honum pabba? — Jú, gerið þið það, börn, og hafið þið hann Bjössa með ykkur, sagði mamma hennar. Hann er svo óróleg- ur, að vera svona lokaður inni. Það var farið að rigna, en börnin bjuggu sig vei út. Og Bjössi hoppaði i háa loft undir eins og þau komu út úr dyrunum. Margar sjómannakonurnar úr þorp- inu stóðu niðri í fjöru með börn- in sín, þegar þau komu þangað En hvergi var nokkurn bát að sjá á sjónum. Og einn af gömlu uppgjafa- sjómönnunum sagði, að skipin mundu halda sig til hafs þangað til veðrinu slotaði, þvi að það væri ólendandi eins og stæði. En hann háfði varla slept orðinu þegar Jan sagði: — Nei, þarna sje jeg tvo báta, sjáðu sjálfur — þarna! Þeir sjást illa, því að það er svo þykt í lofti, en þarna eru þeir! Og það reyndist vera rjett. Einhver kikti og sá að bátarnir færðust nær, enda var álandsvindur og straumur- in með. Innan skamms gátu allir sjeð bátana með berum augum, þegar þeir komu upp á öldufaldana. En svo litirfu þeir í hvert skifti, sem þeir komu í öldulægð, og þá var alveg eins og sjórinn gleypti þá. En nú varð Bjössi eins og stjórn- laus, gelti hátt og hljóp fram og aftur. Og Gilda sagði: — Jeg lield að þetta sje báturinn hans pabba — það er víst þessvegna, sem hann Bjössi lætur svona! — Kanske að það sje svo hásjávað, að þeir komist inn fyrir rifið, sagði gamli sjómaðurinn — Ef þeir kom- ast inn fyrir þá er þeim borgið. En því miður fór það ekki svo. Alt i einu stóðu báðir bátarnir á rif- inu og löðrandi brimið alt í kring. Og rifið var svo langt undan landi, að það var ekkert viðlit, að mennirn- ir gætu bjargast á sundi í land, eða að hægt væri að bjargast á sundi út til þeirra. — Æ, þeir drukna, sagði ein konan í örvæntingarróm. Hún vissi að mað- urinn hennar var í öðrum bátnum. Og alt í kring heyrðust kvein og kjökur, spurningar um hvað ætti að gera mönnunum til bjargar og ýms heilræði, sem þvi miður ekki komu að neinu gagni. En þá var það, sem Bjössi kom til sögunnar. Hann kom hlaupandi með langa snærishönk, lagði hana fyrir frainan fæturnar á Jan og mændi á hann aug- unum. Og alt í einu skildi drengur- inn, hvað það var, sem til stóð hjá Bjössa. — Við látum Bjössa synda út með snærið, hver veit nema hann geti synt alla leið út til þeirra, og að þeir nái í endann. Og þá er hægt að draga út sterkari linu, sagði Jan. Þetta kann að liafa verið veik von, en þó fjellust allir á þetta, því að enginn hafði betri ráð á takteinum. Og nú var þegar sent upp á bæi eftir sterkari línu. En endinn á snærishönk inni, sem Bjössi hafði komið ineð, var bundinn í hálsbandið á honum og svo hljóp Bjössi samstundis út i flæðarmálið og á sund út í sjóinn. Sjórinn var ekki mjög ókyr þarna innan við rifið, en samt var þetta langt og erfitt sund. Allir stóðu á öndinni þangað til loksink að þeir sáu, að maður í öðrum bátnum dró hundinn inn fyrir borðstokkinn og leysti snærisendann úr hálsólinni. Fólkið í fjörunni hafði ekki augun af bátunum. Og mennirnir um borð voru ekki í vafa um, hvað gera skyldi. Nú hafði gildur kaðall verið festur í snærisendann í landi, en mennirnir í bátnum dróu kaðalinn til sín á snærinu. Loks var kaðallinn kominn um borð og strengdur milli skips og lands, og nú sáust bátsverj- ar fara fyrir borð hver eftir annan og liandfesta sig eftir kaðlinum, áleiðis til lands. , Þetta var ekkert sældarferðalag hjá fiskimönnunum. Öldurnar gengu yfir þá og stundum voru þeir lengi í kafi, * COPYRiQhT P I B BOXQ. COP*NhAG£ri Adamson getur ekki munað það, sem hann ætlaði að muna. S k r f 11 u r. ) — Einhvernveginn í fjáranum veröur maður aö leyna nágrannana því, aÖ maöur er oröinn kolalaus. John gamli Rockefeller var alinn upp við harðan aga. Eitt sinn er móð- ir lians var að hýða hann tókst hon- um að sannfæra hana um, að hann hefði ekki drýgt óknyttina, sem verið var að hýða hann fyrir. — Jæja, sagði kerla, — en nú er hýðingunni svo langt komið, að við verðum að ijúka henni af. En svo dreg jeg hana frá næst. Allir sem fara frá Japan, erlendir íem innlendir, verða að tiunda hve mikið þeir sjeu með af gulltönnum. Eru þeir látnir borga hátt útflutnings- gjald af þeim. en mistu þó aldrei taks á kaðlinum. En þegar sjómennirnir komu upp í flæðarmálið stóðu konurnar þar og tóku á móti þeiin. Og mikill var fögn- uðurinn þegar mennirnir átta, 'af báðum skipunum, voru komnir í land. — Blessaður veri hann Bjössi, sagði Jan og klappaði hundinum, þegar hann kom í land. — Þú ættir í raun- inni skilið, að fá heiðurspening og hetjuverðlaun úr Carnegiesjóðnum! Chaplin hjelt einu sinni aímælisboð og skemti gestunum með þvi að herma eftir ýmsum, sem þeir jiektu. Loks fer hann að syngja fullum hálsi og syngur prýðilega aríu úr „Paj- azzo“. Fólkið verður forviða og einn af kunningjunum segir: — Hvað er þetta. Þú syngur eins og engill. Og jeg sem hjelt, að þú kynnir ekki að syngja! — Það kann jeg heldur ekki, svar- aði Chaplin. — Jeg er bara að herma eftir Caruso. Rosemary hjet lítil telpa, sem var send frá London upp í sveit, vegna sprengjuárásanna. „Lestu ekki bæn- irnar þinar á >kvöldin?“ spurði kon- an, sem hafði skolið skjólsliúsi yfir hana. Rosemary sagðist gera það. — Jæja, gerðu það þá og jeg ætla að hlusta á þig, eins og hún mamma þín gerir! Rosemary las Faðir vor og Nú legg jeg augun aftur, og bætti svo við frá eigin brjósti: Frelsaðu, góði Guð, pabba og mómmu frá þýsku sprengj- unum. En, góði Guð, farðu varlega, þvi að ef eitthvað yrði að þjer þá er úti tnn okkur öll. — Þjónn! MauksoðiÖ og hakkaö ungkálfaket handa mjer. Og látiö þjer svo hundinn minn reyna sig á bilbaröabuffinu, sem jeg fjekk i gær.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.